Vísir - 23.08.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 23.08.1975, Blaðsíða 5
Visir. Laugardagur 23. ágúst 1975 TRU ÞU DROTTIN JESÚM — og þú munt hólpinn verðo og heimili þitt ,,Orð Guðs til þin” — það var yfirskriftin yfir einu þvi fjölmennasta móti, sem haldið hefur verið á Islandi. Frá Norðurlöndunum öllum komuhér saman stúd entar og annað skóla- fólk undir þessu kjör- orði alls um 1300 manns — ihugaði Orð- ið, opnaði hjarta sitt fyrir áhrifum þess i bæn og tilbeiðslu. Þetta er vissulega fagnaðar- efni. Þetta er sögulegur við- burður i islenzkri kirkju og hans mun lengi' minnzt verða. En ekki var þessi hópur, þótt fjöl- mennur væri, nema litið brot af skólafólki Norðurlanda og vitað er, að hinn mikli fjöldi lætur sig þetta mál litlu eða engu skipta eða er jafnvel i andstöðu við kristna trú og kristna lifsskoð- un. En hversu gleðilegt er það ekki samt að sjá allt þetta unga fólk, glatt i trú sinni, bjartsýnt i von sinni, auðugt i kærleikan- um, fagnandi yfir þvi að eiga drottinn Jesú að frelsara, treysta honum, trúa á hann og vita að fyrir þá trú mundi hver og einn hölpinn verða. Þetta er ekki nýr eða áður óþekktur boðskapur. Hann er jafngamall kristninni, en hann er nýr og ferskur fyrir hvern þann, sem kynnir sér hann og tekúr við honum og ákveður þannig að gera hann að veru- leika i sinu eigih lifi. A þetta minnir oss textinn, sem er yfir- skrift hugvekjunnar hér á Kirkjusiðu Visis i dag. Hann er tekinn úr Postulasögunni og er þar að finna i 16. kapitula, 31. versi. Þessi orð eru svar Páls til fangavarðarins i Filippi, er hann spurði þá Silas og Pál: „Herrar, hvað á ég að gjöra, til þess að ég verði hólpinn?” Og það stendur ekki á svarinu. Það er ekki verið með neinar vanga- veltur. Hér fer ekki neitt milli mála við hvað er átt: „Trú þú á drottin' Jesúm og þú munt hólpinn verða og heimili þitt.” En hvað felst i þessu að trúa á hann? Að játa hann með vörun- um? Að viðurkenna hann I orði? Aö tala fagurlega um kenningu hans? Að telja hann einn mesta mann, sem uppi hafi verið? Hversu margir gera ekki þetta. En bjargar þetta nokkrurrr manni? Verður þetta nokkrum til andlegrar hjálpar eða sálu- bótar? Tæplegá. Hér gildir það að láta kenninguna móta lif sitt, og þannig verka á mann frá morgni til kvölds, gefa sér- hverri stund gildi og innihald og varðveita hann frá illu og losa hann við áhyggjur og gerviþarf- ir heimshyggjunnar. Fyrir næstum hundrað árum var prestur i sveit einni á Norðurlandi — sr. Björn Halldórsson i Laufási við Eyja-. fjörð — að halda ræðu yfir fermingarbörnum. Máske eitt af þeim hafi verið sonur hans. Þórhallur siðar biskup. Hvað sem um það er, þá birti biskup löngu siðar þessa fermingar- ræðu föður sins i blaði sinu, Nýju Kirkjublaði. 1 ræðu sinni er Sr. Björn að brýna það fyrir fermingarbörnunum að varð- veita hjarta sitt: „Fyrir þá sök er það svo nauðsynlegt, svo ómissandi, að óaflátanleg hljómi i eyrum æskumannsins hærra en allar óskir hans og girndir til gæða heimsins, sú hin alvarlega áminning: Varðveit hjarta þitt. Varðveittu það með þvi að geyma i þvi guðs orð, varðveittu það með þvi að vaka og biðja. Guðs orð, árvekni og bæn eru Hvern helgan dag er orð Guðs flutt Reykvikingum 112-15 kirkjum og samkomustöðum I borginni. Hér er mynd úr einni kirkjunni. Hana þekkja allir — þ.e. kórinn I Reykjavíkur-dómkirkju. öllum Reykvikingum, a.m.k. hinum eldri, er sú skirkja einkar kær, svo oft og tiðum hafa þeir lagt þangað leið sina við helgar athafnir, bæði i gleði og sorg. Góðir Reykvíkingar! Vér skulum ekki vanrækja kirkjuna og starfsemi hennar. Þátt- taka i guðsþjónustu og sérhverju kirkjuiegu starfi getur fært oss öll- um margvislega blessun og sanna sálubót. Göngum þvi I helgidóm- inn hver i sinni sókn þegar klukkurnar kalla til tiða á helgum degi. þeir varðhaldsenglar, sem hjarta hins unga manns má með engu móti án vera.” Enda þótt þetta sé talað til fermingarbarna, getum við hin fullorðnu tileinkað okkur það lika. Það eru hinir sömu varð- haldsenglar, sem við þurfum að biðja að standa við dyrnar á okkar veika hjarta og gæta þess að illar hugsanir og óhreinar hvatir ryðjist ekki þangað inn og taki þar völdin, þ.e. Guðs orð — árvekni — bæn. Hver og einn hefur aðgang að þessu orði i hinni helgu bók. Hún á að geta verið hverjum kristnum manni andleg næring, styrkur i dag- legri lifsbaráttu, uppspretta gleði og vonar, sem nær út yfir gröf ogdauða. Þetta erindi Guðs orðs til okkar allra höfum við Reykvikingar verið minntir kröftuglega á með mótshaldi kristilegra stúdenta á Norður- löndum og getið var um i upp- hafi þessara orða-----Það er mikill sómi fyrir alla þá, sem að þvi stóðu hve undirbúningur þess var fullkominn, hve áætlanir allar voru nákvæmar og allt fór fram með hinni mestu prýði. Þar lögðu margir mikið fram og allir lögðust á eitt: Ein- staklingar, félög og forráða- menn borgarinnar. Allir eiga þeir þakkir skilið. Hitt er þó mest um vert, að þetta fjöl- menna mót hafi þau áhrif á æsku borgarinnar og raunar alla Reykvikinga, að þeir kom- ist til þeirrar þekkingar á orði Guðs, sem leiði þá til trúar á Jesú Krist fyrir hverja þeir munu hópnir verða eins og segir i yfirskrift þessarar hugvekju. Og fyrir hverjum þeim, sem það gerir fer eins og Postulasagan segir um fangavörðinn i Filippi- borg: Hann var „fagnandi, er hann hafði tekið trú á Guð með öllu heimafólki sinu.” FRÆKORN Ég fyrirverð mig ekki Þvi að ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, þvi að það er kraftur Guðs til hjálp- ræðis hverjum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst og siðan Grikkjum. Þvl að réttlæti Guðs opinberast I þvi fyrir trú til trú- ar, eins og ritað er: En hinn réttláti mun lifa fyrir trú. (Róm 1.16.) ,,Að vanda mig sem bezt ég kunni.” í Eldriti sinu kemst sr. Jón Steingrimsson m.a. svo að orði: Um veturinn áður en Eldurinn yfir féll varð hér embættisfall á 9 dögum i röð þó bezta veður væri allar vikurnar. Ég féll i djúpa þanka af þessu og álykt- ani með sjálfum mér hér mætti eitthvað yfirhangandi straff ókomið vera, þar soddan dómur byrjaði á húsi Guðs. — Síðan bætir sr. Jón Við þessari athygl- isverðu setningu: „Og fór ég að vanda mig sem bezt ég kunni.” Aðeins eitt, sem máli skiptir. Kunnur enskur prófessor i guð- fræði, Charles Raven i Cam- bridge, flutti eitt sinn flokk fyr- irlestra fyrir prestaefni. Siðasta fyrirlesturinn endaði hann á þessa leið: Ekkert af þessu, sem Frjáls er andinn Sr. Guðmundur Guðlaugsson, siðast prestur á Stað i Steingrims- firði, andaðist I Reykjavik árið 1931. — Nokkrum dögum áður en hann dó, orti hann eftirfarandi visu til vinar sins, Lárusar H. Bjarnasonar: Frjáls er andinn ferðbúinn, förina litið heftir. Bráðum sinar, bein og skinn i bólinu skil ég eftir. ég hef sagt, skiptir neinu máli. Það er aðeins eitt, sem máli skiptir: Það er hin persónulega afstaða ykkar hvers og eins til hins lifandi frelsara, drottins Jesú Krists. Sé hún eins og vera á, koma lausnir annarra vanda- mála af sjálfu sér. Höfðingleg gjöf. Hans Pále Jóhannesson, Færey- ingur búsettur Dalvlk, hefur fært Dalvikurkirkju kr. 200 þús- und að gjöf. Hans hefur lengi búið á Dalvik, sjómaður að at- vinnu en nú hættur störfum, enda orðinn háaldraður maður (f. 23. 8. 1880), en samt ennþá hinn ernasti. Börnin, sem gleymdu Gagnvart visindunum mega mennirnir ekki vera eins og börn, sem send voru til að sækja verðmætan hlut. Þau gerðu sér hann að leikfangi og gleymdu ábyrgð og trúnaöi — gleymdu þeim, sem sendi þau og til hvers þau voru send. (Sr. Fr. A. Fr.) Við Holtaveginn... Kristilegu félögin — K.F.U.M. og K.F.U.K. hafa margar bæki- stöðvar á Stór-Reykjavikur- svæðinu. Eitt af húsum þeirra er á mótum Holtavegar og Sunnuvegar, hin reisulegasta bygging og góð til sinna nota. Og ekki nóg með það. — Við þetta myndarlega hús er ágæt aðstaða til útileikja og iþrótta, sem mikið er notuð af félögum yfir sumartimann. Hafa ungl- ingarnir komið um kl. 8 á kvöld- in og stundaö leiki I 1-2 klst. en að þeim loknum er hugleiðing, söngur o.fl. I samkomusalnum. — Ef veður hamlar útiveru, er jafnan einhver dagskrá til sam- veru innanhúss. En hvernig sem viðrar eru þessar samveru- stundir félaganna i félagshúsinu við Holtaveg öllum þátttakend- um til ánægju og uppbyggingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.