Vísir - 23.08.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 23.08.1975, Blaðsíða 20
vísir Slökkviliðið í vatnsskorti Laugardagur 23. ágúst 1975 341 hvalur kominn - á land Þó að hvalvertiöin I ár hafi hafizt hálfum mánuði seinna en i fyrra, eru talsvert fleiri hvalir komnir á land. 1 gær, þegar við höfðum samband við Hvalstöðina i Hvalfirði, var 341 hvalur kominn á land, en á sama tíma i fyrra 302 hvalir. Af þessum 341 hval, sem nii hafa veiðzt, eru 242 lang- reyðar, 23 búrhvalir og 76 sandreyðar. Af þeim 302 hvölum, sem veiözt höfðu á sama tima i fyrra, voru 257 langreyðar, 38 búrhvalir og 6 sandreyðar. Hjólreiðafólk illa leikið Hjólreiðafólk á Akureyri hefur lent i miklum skakkaföllum síð- ustu tvo dagana. Alvarlegt slys varð á fimmtu- daginn, er ungur piltur lenti á bil á mótum Byggðavegar og Þing- vallastrætis. Billinn kom akandi Byggðaveginn og ók i veg fyrir piltinn, þrátt fyrir biðskyldu. Pilturinn slasaðist mikið, bæði lærbrotnaði og handleggsbrotnaði auk þess að skrámast. Annar skellinöðrustrákur var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri i gær. Hann hafði lent á bil á Tryggvabraut, rétt austan við Glerárgötu. Nokkru fyrr i' gærdag hafði orð- ið að flytja stúlku á sjúkrahúsið vegna meiðsla, er hún hlaut þeg- ar hún varð fyrir bil á reiðhjóli sinu á Þórunnarstræti við Byggðaveg. —JB Vilja kðnnuin Sildarverksmiðjur ríkisins samþykktu á stjórnarfundi aö skora á Sjávarútvegsráðuneytið, að þaö hlutaðist tii um, að Haf- 'Yannsóknastofnunin iéti annað skipa sinna, Arna Friöriksson eða Bjarna Sæmundsson, stunda til- raunaveiðar á loönu með flot- vörpu það sem eftir væri þessa mánaðar og I næsta mánuði, og leigö verði fleiri skip I sama til- gangi undir stjórn stofnunarinn- f ar. Á fundinum lét dr. Jakob Jakobsson i ljós þá skoðun, að þannig mætti ganga úr skugga um, hvort fyrir Norðurlandi væru göngur tveggja til fjögurra ára loðnu, sem hentaði til vinnslu. Verksmiðjustjórninni þykir nauðsynlegt að fá úr þessu skorið,og hafa verksmiðjurnar alltaf verið tilbúnar að taka við þeirri loðnu, sem Hafrannsókna- stofnunin hefur lagt til, að tekiö yrði á móti. —SHH Slökkviliðið á Reykja- vikurflugvelli á greini- lega ekki við neinar alls- nægtir að búa. Að minnsta kosti ekki, hvað viðkemur vatni, sem þeir þurfa einna mest á að halda. Við hittum slökkviliösstjórann á flugvellinum, Guðmund Guö- mundsson, þar sem hann var ásamt fleirum að mæla vatns- magnið I brunahönunum á svæðinu. „Astandiðer engan veg- inn gott”, sagði hann, þegar við spuröum hann um útkomuna á mælingunum. „titkoman er misjöfn. Beztur er brunahaninn við Loftleiðir, sem er með 960 litra á minútu. Brunahani þessi er stærstur og gefur þrjá möguleika, þar sem hann er með tvö tveggja tommu úthlaup og eitt fjögurra tommu.” Hins vegar sagði hann, að ástandið gæti verið betra, hvað viðkæmi æðunum, sem að hananum liggja. Lélegust reynd- ist útkoman við skýli Landhelgis- gæzlunnar. Þar eru tveir hahar, annar austan megin við skilið og hinn vestan megin. Ef báðir eru notaðir I einu, fást 60 litrar á min- útu úr hananum vestan megin. Og hvaö skyldi það duga? Ef eldur kæmi upp á flugvellin- um á meðan ástandið er svona, væri það ekkert grin. Fjórir brunnar eru við brautir flugvall- arins. Þrir af þeim geyma 10.500 litra af vatni en einn þeirra 7.500 litra. Ef slökkviliðsdælur væru notaðar I brunnana, tekur um 25 minútur til hálftima að tæma vatnið úr einum brunni. „Brunnanir eru þvi ekki nema fyrir litinn eld og snöggan”, sagði slökkviliðsstjóri. —EA Blöndunin tókst vel — haldið ófram ó þríðjudaginn — Rannsókn á blönduninni hefur leitt i Ijós, að styrkieiki hennar er eins mikill og við höfðum vonazt tii, segir Baidur Jóhannesson, verkfræðingur hjá Mat s.f., sem séð hefur um eftirlit með framkvæmdum Sverris Runólfsonar uppi á Kjalarnesi. Arangur af fyrstu niutiu metrunum af blöndunni liggur nú fyrir, og verður haldið áfram að blanda það, sem eftir er, á þriöjudaginn. — Raunar stóð til að hefjast handa siðastliöinn fimmtudag, enerfiðleikar við að útvega tæki komu i veg fyrir, að það tækist, segir Baldur. — Sverrir á ekki nauðsynleg tæki sjálfur, þannig að hann veröur að fá þau lánúð. Hann fékk vilyrði hjá bænum um af- not af tækjum, en þau er vitan- lega ekki hægt að gripa úr öðr- um framkvæmdum. Viö urðum þvi að biða i nokkra daga, sagði Baldur Jóhannesson. Baldur sagði, að hann teldi að blöndun likt og Sverrir er að framkvæma væri hagkvæm I vissum tilfellum. Það væri þeg- ar mjög langt þyrfti að sækja efni, sem hefði nægan styrk- leika og frostþolni i burðarlagið. — Með þvi að bæta sementi við lélegt efni má bæta styrk- leika þess og frostþolni. En þetta er þó ekki ný uppgötvun, sagði Baldur. — Tilraun var til dæmis gerð með slika blöndun áriö 1967 i Setbergsbrekku á Keflavikur- veginum. En þörfin á slikri blöndunhefurbara ekki skapazt við þær hraðbrautarfram- kvæmdir, sem hingað til hefur verið unnið að, sagði Baldur. Baldur Jóhannesson sagði, að með aðferö Sverris væri burðar- lagið dýrara en slitlagið sjálft ó- dýrara. Ef skortur væri á góðu efni i vegarstæðinu gæti burðar- lag Sverrir hins vegar orðið ó- dýrara. —JB BIll valt I árekstri á mótum Barónsstigs og Njálsgötu um kiukkan 81 gærkvöidi. Volkswagen-bfll kom vestur Njálsgötuna og lenti fyrir Opel-bil, sem kom noröur Barónsstlginn, sem er aðalbraut sunnan Laugavegs. Enginn slasaðist i árelcstrinum. Myndin sýnir biiana eftir óhappið. Bensinið flæddi um götuna, en slökkviliðið kom og skolaöi þvi burtu. Ljósm. JIM Vatniö mælt á Reykjavikurflugvelli. Guðmundur Guðmundsson, slökkviliðsstjóri, stendur hjá með klukkuna. Ljósm. Bragi. Vörusýningin olli vöruþurrð Borgari nokkur ætlaði af kaupa sér spónaplötur, þvi af hann ætþiði að smiða hillur i bílskúrinn hjá sér. Hann gekk búð úr búð og engar fékk hann spónaplöturnar, en þykktin varí að vera fyrir neðan 22 milli- metra. Aumingja maðurinn skildi ekkert i þessu, þangað til hann fékk þá skýringu, að liklega hefðu þeir aðilar, sem eru að sýna á Kaupstefnunni inni i Laugardalshöll, en þeir eru 124 að tölu, keypt upp allar spóna- plötur I borginni. Ekki nóg með það, heyrzt hefur, að þeir hafi einnig keypt upp það, sem til var af nælon- filtteppum, þvi að auðvitað verður að teppaleggja innisýn- ingarsvæðið, sem er þúsundir fermetra að stærð. Hvort það er hörgull á fleiri vörutegundum vegna titt- nefndrar vörusýningar, vitum við ekki, en ekki er það óliklegt. —HE Eldeyjan sýnd í Kína — í för með 4 ferðalöngum Eldeyjan, kvikmynd þeirra Páls Steingrlmssonar, Ásgeirs Long og Ernst Kettlers, verðúr nú á næstunni sýnd á ýmsum stöðum i Kina. Það er ekki á hverjum degi, sem Islenzk mynd er sýnd þar um slóðir. Skýringin á þessu er sú, að fjórir Islendingar munu nú bráðlega leggja i ferð til Kina, þar sem þeir munu dvelja þrjár vikur. Af þessum fjórum eru þrir Vestmannaeyingar. Einn þeirra, Arnþór Helgason, sagði okkur, að nokkuð væri liðið sið- an hugmyndin um ferðina hefði komið upp. 1 júni siðastliðnum var honum tilkynnt af kinverska sendi- ráðinu, að honum og bróður hans, ásamt tveimur öðrum, væri boðið að dveljast i landinu þennan tima i almennri kynnisferð þar, vegna vináttu Axnþórs gagnvart þjóðinni. Er það vináttustofnun Kina við er- lendar þjóðir, sem býður. Ferðazt verður um norðan- vert landið, og m.a. skoðaðir skólar, kommúnur, fiskirækt og fleira. Kvikmyndin Eldeyjan verður svo með i förinni og hún sýnd á nokkrum stöðum. Þeir félagar fara flugleiðis til Kaupmannahafnar, og leggja af stað þaðan með lest til Kina 6. september. Þeir fara þaðan aftur með lest að kynnisferð lokinni. r—EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.