Vísir - 26.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 26.08.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 26. ágúst 1975 VÍSIR Útgefandi: Ritstjóri: ftitstjórnarfulltrúi: Augiýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: y Ritstjórn: Reykjaprent hf. Þorsteinn Pálsson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t iausasöiu 40 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Heljarstökk og dýfur íslenzkt efnahagslif hefur öðru fremur ein- kennzt af tekjusveiflum. Engum vafa er undir- orpið, að þær eru að verulegu leyti undirrót verð- bólgu og vixlhækkana kaupgjalds og verðlags. í efnahagsmálum höfum við farið heljarstökk og tekið dýfur af mikilli fimi. 1 viðureigninni við verðbólguna væri þó ekki úr vegi að leggja meiri áherzlu á jafnvægislistina. Sjávarútvegurinn er háður verulegum sveifl- um, bæði að þvi er varðar afla og eins verðlag. Reyhslan sýnir gleggst, að i þessum efnum skipt- ast jafnan á skin og skúrir. Þegar verðlag á af- urðum okkar erlendis hækkar snögglega, getum við ekki treyst á, að það haldist til frambúðar. Allt eru þetta augljósar staðreyndir, sem óþarfi er að tiunda. En einmitt vegna þess, hversu skýr dæmi við höfum um þessar sveiflur, vekur það furðu, að hvorki stjórnmálamenn né verkalýðsforingjar hafa viljað taka mið af þessum sannindum. Þegar til kastanna hefur komið við efnahagsleg- ar ákvarðanir, hafa fylkingar stjórnmálamanna og verkalýðsforingja jafnan lokað augunum fyrir þessari reynslu. Þegar ábati verður i sjávarútvegi vegna fram- leiðniaukningar og hækkandi verðlags, koma jafn- harðan fram kröfur um hækkað kaupgjald i öðr- um atvinnugreinum án tillits til þess, hvort um framleiðniaukningu hafi verið að ræða eða ekkL Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar taka siðan ákvarðanir, sem leiða til þess, að atvinnu- vegirnir i heild verða að greiða kauphækkanir tií jafns við það, sem sjávarútvegurinn ber á há- tindi verðsveiflunnar. Með þessu móti er verið að leysa tekjuöflunar- vandamálin með þvi að auka á verðbólgu, sem um siðir hlýtur að bitna þyngst á þeim, er lægst hafa launin. Stórkostlegasta dæmið um vinnu- brögð af þessu tagi voru kjarasamningarnir, sem gerðir voru i febrúar 1974. Blekið var ekki þornað á samningunum, þegar verðfallið dundi yfir. Stofnun verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins á sin- um tima var spor i áttina að þvi að jafna þessar tekjusveiflur. Ljóst er, að við verðum að ganga enn lengra i þessum efnum heldur en verið hefur fram til þessa. Slikur tekjujöfnunarsjóður er afar þýðingarmikill, en hann kemur þó að litlu haldi, ef ekki er fyrir hendi almennur vilji til þess að vikja til hliðar þessum innbyggða verðbólgu- hugsunarhætti. Það er athyglisvert, að hvorki verkalýðsforyst- an né stjórnmálamenn hafa verið reiðubúnir til þess að láta af þessum blindingsleik. Við getum ekki miðað almenn lifskjör við hátind tekju- sveiflu i sjávarútvegi, sem allajafnan stendur skamman tima i senn. Það er þannig út i bláinn að miða almenn lifskjör nú við aðstæður eins og þær voru i árslok 1973, þegar kaupmáttur útflutn- ingstekna hefur rýrnað um meira en þriðjung. 1 sjálfu sér er það umtalsvert, að okkur skuli hafa tekizt að halda svipuðum lifskjörum og árið 1972. En verðbólguvandinn verður ekki leystur, nema stjórnvöld og hagsmunasamtök leggist á eitt. Það er borin von, að árangur náist i þeirri baráttu, ef stjórnmálamenn og verkalýðsforingj- ar þora ekki að brjóta af sér viðjar verðbólgu- hugsunarháttarins. Skriður fœrist ó umrœðurnar í Rhodesíu Umræöurnar um stjórnarskrá Rhodesíu, sem hófust í gær, gnæfa nú hæst í stjórnmá la lif i suðurhluta Afriku. Enda telja sumir þær vera fyrstu alvarlegu viöleitnina til aö sætta sjónarmiö hins ráð- andi hvíta hluta Rhodesiu og þeldökkra þjóðernis- sinna Afríku. Hápunktur þessara viðræðna er spurningin, sem snýst um, hversu unnt sé að hraða þróun þess, að meirihluti landsmanna i. Rhodesiu ráði. Þjóðernissinnar Afriku vilja, að þvi verði komið i kring eins fljótt og helzt fyrr en unnt er. Ian Smith, forsætisráð- herra Rhodesiu, segist hinsvegar hafa meiri trú á, að þessu verði komið á i áföngum. Hinir blökku þjóðernissinnar eru hinsvegar tortryggnir á, hversu einlægur vilji Smiths for- sætisráðherra sé til að afsala völdum hvitra manna i hendur hinum blakka meirihluta. Hafa þeir óneitanlega nokkra ástæðu til, vegna yfirlýsinga Smiths sjálfs, sem gefa andstæðingum hans tilefni til útlagningar á ýmsa vegu. T.d. rétt kvöldið áður en llllllllllll Umsjón: GP umræðurnar hófust, sagöi Smith i ræðu, sem hann flutti i Bulawayo i Rhodesiu: „Það hefur aldrei verið stefna okkar i Rhodesiu að afhenda svarta meirihlutanum stjórnartaumana, og meðan ég verð við, þá munum við aldrei gera það.” Upphaf deilunnar um stjórnar- skrá Rhodesiu verður að rekja til einhliða yfirlýsingar Rhodesiu um aðskilnaðinn við Bretland og eigið sjálfstæði, sem lýst var yfir i nóvember 1965. Undir forystu Smiths, sem var potturinn og pannan i sambandsrofinu, fer með völd rikisstjórn, sem kosin er af yfirgnæfandi meirihluta hvitra kjósenda. Það búa 270.000 hvitir menn i Rhodesiu en 5,7 milljónir blökkumanna. Ian Smith I góðra vina hópi. Mönnum mun enn i minni, stjórnarskrá Rhodesiu og hvernig sambandsrofið bar að. hugsanlegar breytingar á henni Hvitir landnemar og ibúar til aukinna réttinda handa þel- Rhodesiu sáu fram á, að sú stefna dökkum. yrði ofan á hjá brezku stjórninni Bjartsýni gætti hjá flestum, að leggja stjórnartauma sem gerðu sér vonir um, að lausn Rhodesiu i hendur hinum þel- væri á næsta leitiaðfinna á vanda dökka meirihluta. Töldu hvitir Rhodesiu. En hún dvinaði eftir menn, að alls ekki væri tryggt að þvi sem vikurnar og mánuðirnir hagsmunir hvitra ibúa Rhodesiu l>ðu- Það kom æ skýrar i ljós, að yrðuekki fyrir borð bornir. Héldu skæruhernaðurinn hélt áfram, þeir þvi fram, að stjórnmála- þrátt fyrir „v.opnahléð”, og þroski hins blakka meirihluta Rhodesiustjórn dró þá við sig að væri ekki orðinn nógu mikill til sleppa pólitisku föngunum. þess að óhætt mundi að trúa hon- En þessi viðleitni varð til þess um fyrir stjórn landsins. Óttuð- að örva menn til frekari tilrauna. ust þeir, að svipað yrði uppi á ten- Byltingin i Portúgal leiddi til ingnum i Rhodesiu og kom i ljós I þess, að næsti nágranni Rhodesiu, Kongó, þegar Belgar veittu ný- Mozambique, fékk sjálfstæði og lendu sinni sjálfstæði. Rán, rupl, blökkumenn komust þar til valda. nauðganir og morð skullu á hvit- Mozambique hafði þessi tiu ár, um ibúum. — Nei, fremur en sem Rhodesia hefur verið i við- horfa fram á slikt, gerðust hvitir skiptabanni Breta eftir sam- menn i Rhodesiu „uppreisnar- bandsrofið, verið lifæð aðflutn- menn”, eins og Bretar kölluðu þá inga og útflutnings Rhodesiu eftir sambandsrofið. landleiðis. Nú vaknaöi spurningin Siðan eru liðin tiu ár, og hafa um, hvort Rhodesiustjórn gæti ýmsar tilraunir verið gerðar til s‘fí á þessa lifæð, eftir að þess að leysa deiluna. Þar á blökkumenn sem hafa samúð meðal voru fundir Harolds Wil- með litbræðrum sinum i sons, forsætisráðherra, með Ian Rhodesiu, komust þar til valda. Smith um borö i brezkum her- t annan stað hefur aðalsam- skipum 1966 og 1968. herji Smiths i Afriku, Vorster Þessi nýjasta viöleitni til þess leiðtogi Suður-Afriku (þar sem að jafna ágreining þjóöernissinna hvitur minnihluti ræður einnig og hvitra i Rhodesiu er sprottin rikjum likt og i Rhodesiu) gefið til upp úr viðræðum, sem áttu sér kynna mjög sterklega að hann stað iárslok i fyrra. 11. desember vilji stuðla að friðsamlegri sam- lýsti Smith þvi yfir, aö tvær búð hvitra og svartra. Vorster skæruliðafylkingar svartra sagði ótvirætt, að það þyldi ekki þjóðernissinna — Zanu og Zapu — langa bið, að vandamál Rhodesiu hefðu samþykkt vopnahlé á átta yrðu leyst með einhverjum ráð- ára baráttu þeirra gegn hvitu um- Vorster hefur slðan fylgt stjórninni. 1 staðinn ætlaði Smith þessu eftir með opinberum heim- að leysa 400 pólitiska fanga úr ‘sóknum til ýmissa landa Afriku, haldi, en sumir þeirra höfðu setiö þar sem svartir fara með stjórn. i fangelsum i rúm 10 ár. Þetta átti Smith er þvi mikið i mun, að svo aðeins að vera undanfari ráð- viðræðurnar við þjóðernissinna i stefnu, þar sem fjallaö skyldi um þetta skipti beri ávöxt. Vopnahléiö, sem samiö var um undir siöustu áramót, lét á sér standa, og skæruhernaöinum hefur verið haldiö áfram I Rhodesiu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.