Vísir - 26.08.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 26.08.1975, Blaðsíða 13
Vísir. Þriðjudagur 26. ágúst 1975 13 ( Það er llka alveg hræöilega mikill hávaði inni hjá okkur. Sálarrannsóknarfélag Is- lands Minningarspjöld félagsins eru seld I Garðastræti 8 og Bókaverzl- un Snæbjarnar, Hafnarstræti 4. Minningarkort Félags einstæðra foreldra fást á eftirtöldum stöð- um: A skrifstofunni i Traðarkots- sundi 6, Bókabúð Blöndals Vest- urveri, Bókabúð Olivers Hafnar- firði, Bókabúð Keflavikur, hjá stjórnarmönnum FEF Jóhönnu s. 14017, Þóru s. 17052, Agli s. 52236, Steindóri s. 30996, Stellu s. 32601, Ingibjörgu s. 27441 og Margréti s. 42724, svo og hjá stjórnarmönnum FEF á Isafirði. Minningarkort Sjúkrahússjóðs iðnaðarmannafélagsins á Selfossi fást i Bilasölu Guðmundar Bergþórugötu 2 og verzl. Perlon Dunhaga 18. Okkur hefur borizt bréf frá ung- um Bandaríkjamanni, Leo Boffa að nafni, til heimilis að 184 Knight Street, PROVIDENCE R.I. 02909, U.S.A. Hann hefur legið veikur og byrjaði þárað dunda við að safna frimerkjum, og nú langar hann að eignast frimerki frá íslandi. Hann spyr, hvort ekki einhver góðhjartaður íslendingur vilji senda honum frimerki. Ég hef ákveðið að koma heim aftur! Það er ómögulegt að komast yfir hraðbrautina...! Oho! Viltu gjöra svo vel að nota bakdyrnir ungi maður, Systrabrúðkaup Þann 20. júli voru gefin saman i hjónaband i Bústaðakirkju af séra Lárusi Halldórssyni ungfrú Berta Guðjónsdóttir og Magnús Ólafsson. Heimili þeirra er að Skeggjastöðum, Mosfellssveit. Og Ragnheiður Guðjónsdóttir og Jóhann Garðarsson. Heimili þeirra er að Vesturbraut 6 Kefla- vik. STUDIO GUÐMUNDAR Systkinabrúðkaup Þann 17. mai voru gefin saman i hjónaband I Bústaðakirkju af sr. Jóni Thorarensen Katrin Val- gerður Ingólfsdóttir og Kjartan Einarsson. Heimili þeirra verður að Reynihvammi 34 Kóp. Og Gréta Björg Erlendsdóttir og Hannes Ingólfsson. Heimili þeirra verður að Hofsvallagötu 21 R. (Ljósm.st. Gunnars Ingi- mars). E3 Twiwl w Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 27. ágúst. Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þú gerir þér góða grein fyrir þvi, hvað borgar sig eða ekki i dag, svo þú skalt fjárfesta i einhverju. Þú fram- kvæmir störf þin af fullkomnun. & 4 «- ★ «- >«- sl- 4- 4- K- * 4- «- 4- «- 4- «- 4 «- >6 «- 4 «- 4 «- >♦- «- 4 «- 4 «- >t- «• 4 «- 4 ★ 3- 4- > 4- 4- ■5- 4- >5- 4- ti- 4- e!- 4- d- 4- 4- 4- «- 4- £!- 4- «- 4- t)- 4- 4- X- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «• 4- «- 4- 5- 4- «- 4- «- 4- 5- 4- «- 4- «- 4- i!- 4- «- 4- «• 4- «- 4- «■ 4- «- s-t & Nautið,21. april-21. mai. Þú skalt láta á þér bera og vera óhrædd(ur) við að láta i ljós skoðun þlna.Framkvæmdu ailt þaðsem þér dettur i'hug til að betrumbæta sjálfa(n) þig. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Reyndu að finna lausnir á vandamálum þinum fyrri part dagsins. Reyndu að ljúka við sem flest i dag, þvi það má búast við að annars dragist það lengur. Krabbinn,22. júni-23. júli. Morgunninn er hentug ur til að ræða við aðra og gera áætlanir. Þú kemst að mjög góðu samkomulagi. Astin blómstrar. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Notfærðu þér allar aðferðir til að koma á framfæri skoðunum þin- um eða verkum. Það verður mjög gott að eiga; við yfirvaldið um morguninn. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Hugur þinn er hjá einhverjum vini þinum, sem er staddur viðs fjarri. Gerðu áætlanir sem stuðla að þvi að auka viðskiptin. Skipuleggðu öll ferðalög vel. Vogin, 24. sept.-23. okt. Þetta er góður dagur til að taka þátt i einhverjum framkvæmdum með vinum þinum. Þú færð einhverja hjálp, sem þú bjóst alls ekki við. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Þetta er rétti dagurinn til að komast að einhverju samkomulagi viðvikjandi hjónabandinu. Hafðu augun opin fyrir öllum tækifærum. Kvöldið ætti að geta orðið skemmtilegt. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Það hefst allt með þolinmæðinni og þú ættir að geta snúið vörn i sókn. Stuðlaðu að góðum anda á vinnustað. Steingeitin,22. des.-20. jan. Þú nýtur frelsis þi'ns. Byrjaðu daginn snemma til að geta lokið öllu sem fyrst, svo þú getir notið lifsins seinni partinn. Vatnsberinn, 21. jan.-19. feb. Þú ættir að gera ráðstafanir til að verða þér úti um einhver lán á hagstæðum kjörum. Leggðu vinnu i að bæta og fegra heimili þitt. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Morgunninn er heppilegur til að heimsækja vin eða kunningja. Reyndu að verða þér úti um vitneskju, sem kemur þér að notum seinna. -íj -k -k -ft -k -ú -Cí -k -ct -k -k -k ■tf -k ->< -k -tt -k -s -k ->t -k -K -k -tt -k -Ct -k -tt -K -Ct ■V -k -» -k -Ct -k -Ct -k -Ct -k -Cf -k -Cf -k -Cí -k -k -tf -K -Cf -k -Cf -k -ct -k -k -Cf -k -tf -k -ct -k -Cf -k -Cf -k -ct -k -Cf -k -Cf -k -Cf -k -Cf -k -Ct -X -ct -k -Ct -k -Cf -k -Cf -k -Cf -k -tt ' | í DAG j I KVÖLD | í DAB | I KVÖLD | í DAG | ÚTVARP • Þriöjudagur 26. ágúst 13.30 I léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: ,,í Rauðárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason Orn Eiðsson les (20). 15.00 Miðdegistónleikar: ís- lenzk tónlist 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 Sagan: „Ævintýri Pick- wicks” eftir Charles Dickens Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Asatrú Jón Hnefill Aðal- steinsson fil.lic. flytur fyrsta erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksinsSverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Ór erlendum blöðum Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Leifur Þórarinsson og dj assmúsikk Jón Múli Arnason rabbar við tón- skáldið. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöidsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad Olfur Hjörvar les þýð- ingu sina (6). 22.35 „Bör Börson”Söngleikur I tveim þáttum eftir Harald Tusberg og Egil Monn-Iver- sen byggður á sögu Johans Falkbergets. Listamenn norska leikhússins flytja undir stjórn Egils Monn- Iversens. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • Þriðjudagur 26. ágúst 20.00 F’réttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir Þýskur fræðslumyndaflokkur. 4. þáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 20.50 Svona er ástinBandarisk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.40 Crab Nebula Langt úti i geimnum er stjarna, eða stjörnuþoka, sem visinda- menn nefna „Crab Nebula”. 1 þessari fræðslumynd, sem BBC hefur látið gera, er fjallað um þessa sérkenni- legu stjörnu og furðulega eiginleika hennar. Kin- verskir stjörnufræðingar urðu hennar fyrst varir fyrir rúmum 900 árum, en á 20 . öld hafa visindamenn á Vesturlöndum beir.t athygli sinni að henni og gera stöð- ugt nýjar uppgötvanir. Þýð- andi Ingi Karl Jóhannesson. Þulur Gylfi Pálsson. 22.35 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 20,50: Svona er ástin Þeir verða þrir þættirnir i kvöld i gamanmyndasyrpunni „Svona er ástin”. Sá fyrsti fjallar um pipar- svein að nafni Zachary Wilton, en hann þykist vera kvæntur maður, til þess að Janine Newell, sem aðeins vill fara út með kvæntum mönnum, vilji fara út með honum. Zachary Wilton er leikinn af Ronnie Schell. Janine Newell er leikin af Beth Brickell. Næsta mynd greinir frá hjúkrunarkonu, sem heitir Desree Smith. Hún er mjög óhamingjusöm vegna þess, að kærastinn hennar, Mike Boyde, neitar að ákveða brúðkaups- daginn þeirra. Loksins, þegar hann svo ákveður brúðkaups- daginn, sem er miklu fyrr en Desree hafði upphaflega haldið aðhann yrði, neitar hún að gift- ast honum vegna þess, að hún heldur að hann vilji kvænast sér af allt annarri ástæðu en ást. Desree Smith er leikin af Janee Michelle. Mike Boyde er leikinn af Greg Morris. Kvikmyndastjörnurnar, Chuck Fuller og Tana Wright, segja slúðurdálkahöfundi. Steve Benson að nafni að þau hafi gengið i það heilaga með leynd nýlega. Þessi uppljóstrun fer fram á frumsýningu á nýrri kvikmynd þeirra hjúa. Auk þess segja þau frá ýmsu öðru, sem kemur áhorfendum þeirra og öðrum mjög á óvart. Steve Benson er leikinn af Steve Allen. Chuck Fuller er leikinn af Jack Cassidy. Tana Writht er leikin af Jayne Meadows. HE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.