Vísir - 26.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 26.08.1975, Blaðsíða 1
vísm 65. árg. — Þriðjudagur 26. ágúst 1975 —192. tbl. Iðntœkni lumar ó einu upptökunni ó skókeinvíginu — baksíða íslendingar tóku þótt íheimsmeist- arakeppni í flugi — baksíða Kaupið varð 6,6 af hundraði ó eftir Byggingarvisitalan hækkaði um 45,7 af hundraði siðustu tólf mánuði fram til 1. júli. Verðbólg- an var annars, það er hækkun á visitölu framfærslukostnaðar, 47,6% fram til 1. mai, en kaup- taxtar launþega hækkuðu um 39,1 af hundraði fram til 1. júli. Þetta er miðað við hækkun, sem varð á 12mánaða timabili. Af þessu sést, að hækkun kauptaxta launþega, það er að segja verkafólks og iðnaðarmanna i þessu dæmi, hef- ur orðið 6,6 af hundraði minni en hækkun á byggingarvisitölunni. Kaupgreiðsluvisitalan hækkaði um 47,27% siðustu tólf mánuði fram til 1. júni. Visitala neyzlu- vöruverðlagsins eins hækkaði um 46,3 af hundraði siðustu tólf mán- uði fram til 1. mai siðastliðins. —HH Lögreglan náði „stór- laxi" Yfirvöld i Senegal hafa framselt Bandarikjunum mann, sem grunaður er um að stjórna hring fikniefnasmygl- ara.Biðahans ákærur fyrir að hafa skipulagt smygl á 150 kilóum heróins frá Frakklandi til Bandarlkjanna á árunum 1968-’71. Hefur borið vel i veiði hjá fiknicfnalögreglunni undan- farna mánuði. Annar stórlax náðist i siðasta mánuði og heilu farmarnir af fikniefnum verið gerðir upptækir. —Sjá bls.5 METAÐSÓKN AÐ VÖRUSÝNINGUNNE — dregið í happdrœttinu Nú hafa 16.752 manns sótt Alþjóða vörusýninguna inni i Laugardal. í gær sóttu um 2.779 manns sýninguna og frá opnun hennar hefur hver dag- ur fyrir sig slegið metaðsókn siðan farið var að halda sýn- ingar sem þessar. 1 gær var dregið um ferð með Akraborginni fyrir vinn- ingshafa og 15 gesti hans ásamt kaffi á Hótel Akranesi. Vinningurinn kom upp á núm- er 18686. 1 kvöld verður dregið um dvöl á Hótel Húsavik yfir eina helgi, hvenær sem vinnings- hafa þóknast. Og gildir þetta b.oð fyrir vinningshafa og einn gest hans. —HE Sprengt í laxastiga hyl við nýjan í Yti*S-l nviivv'i I bIIAII Húnavatnssýslu: Lax, sem fannst við Ytri- Laxá í Húnavatnssýslu í gærdag, ber þess merki, að sprengt hafi verið f einum hyl árinnar. Sýslumaðurinn á Blönduósi Hafnfirðingar cru flestirólmir af kætiþessa dagana við tilhugsunina um hitaveituna, sem væntanleg er i næsta mánuði. Þessir strákar eru engin undantekning, enda þótt þeir séu ekkert að spá i heita vatnið cða oliuskort. Strákarnir vilja bara, að hann haldist þurr, svo að billimi, sem pabbi hans Hjartar smið- aði, geti komiðað fullum notum. Þeir fara ekki einu sinni fram á sól. Strákarnir heita, talið frá vinstri: Þorfinnur, Hjörtur, Þórður og Róbert, en þeir tveir eru bræður. Það er Björn, sem er „bílstjórinn”. k ÉV Ml: 1» -,* P 1 * ; Jfll ! ! Ivl fékk af þvi fregnir á sunnudaginn, að sézt hefði þar i bænum lax, sem var með sprungin og blóöug innyfli og greinilegt var að hefði verið veiddur með sprengingu. í framhaldi af þessu var farið að kanna, hvort vart yrði um- merkja eftir sprengingu við ein- hverja laxveiðiána i Húnavatns- sýslunni. Menn úr veiðifélaginu Hæng sem einkum eru eigendur landa, erliggja að Ytri-Laxá, komu svo i gær að dauðum laxi við ána.sem greinilega hafði orðið fórnarlamb sprengingar. Ekki sáust nein spjöll á landi eða mannvirkjum, en þess má geta, að i umræddri á er viða- mikill laxastigi, sem fullgerður var i sumar til að auka laxagengd i ánni. Laxastiginn er rétt viö hyl- inn, sem sprengt var i. Jón ísberg sýslumaður sagði, að rannsókn á málinu væri rétt að hefjast og ekki lægi ljóst fyrir hversu viðamikið laxadráp hefði þarna átt sér stað. Jón isberg gat þess, að um 30 ár væru liðin siðan svipaö mál komst upp i sýslunni og hefði þá einnig verið um að ræða sprengingu i Ytri-Laxá. JB VERÐUR LEIKARI OG RÁÐU- NAUTUR í SÆNSKA SJÓN- VARPINU — baksíða „ísland á að vera aflögufcert með hey" - Búnaðarmálastjóri bjartsýnn — Við getum verið aflögufærir með hey og ættum þar af leiðandi að geta flutt það út, sagði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri i viðtali við Visi i gær. — Það sem bændurna vantar eru góðar geymslur, sem hýst geta tvöfalt það magn, sem búið sjálft nýtir. ísland er gott hey- framleiðsluland ogef við getum fullnýtt þau tún, sem nú eru fyrir hendi, ættum við að geta útvegað okkur fasta markaði erlendis, sagði Halldór. Halldór sagði, að sveiflur i heyframleiðslu nú væru of mikl- ar. 1 slæmu árferði væri skortur og I góðæri yrði að geyma hey úti við og það skemmdist. Um siðustu helgi voru fluttir út 38 hestar af góðu heyi til Fær- eyja með Smyrli, Visir spurði búnaðarmálastjóra, hvort hann teldi eðlilegt, að hey væri flutt út á sama tima og illa horfði með hey sunnanlands. — Þetta er nú ekki stórvægi- legt magn, sem þarna hefur verið flutt út. Auk þess er ég nokkuð bjartsýnn á, að rætist úr ótiðinni sunnanlands og hey- magn i það minnsta verði jafnt og áður, sagði Halldór. — Þeir tveir þurrviðrisdagar, sem komu um daginn, hjálpuðu bændum sunnanlands mikið, einkum þeim er undir það voru búnir að hirða heyið. Gamlir menn herma einnig, að eftir höfuðdag verði góður þurrkur, er sumarið hefur verið vot- viðrasamt. Höfuðdagur er 29. ágúst og nokkrir þurrir dagar i september geta leitt af sér mikið og gott hey, sagði Halldór. — Ég tel þvi óþarfa að fyllast svartsýni strax. sagði Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri að lokum. —jb

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.