Tíminn - 22.09.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 214. tbl. — Fimmtudagur 22. september 1966 — 50. árg. JARDYTA HVARF I SJÚINN HZ-Reykjavík, miðvikudag. Þau tíðindi gerðust í Landeyjum í gær, að níu tonna jarðýta sökk á kaf í sandinn á ströndinni og fannst ekki rúmri klukkustund síðar! Þráinn Þorvaldsson, Oddakoti í Landeyjum hafði farið á ýtu nið ur í fjöru til þess að ryðja sandi úr framræsluskurði, sem sjórinn hafði borið sand í og stíflað. Um það bil er vatnið fór að streyma úr skurðinum, festist jarðýtan og fór Þráinn þá til næsta bæjar að biðja um aðsto'ÍJ Þegar Þráinn og aðstoðarmennirnir komu til baka rúmri klukkustund síðar, sást hvorki tangur né tetur af jarð ýtunni! Hafði vatnsflaumurinn úr skurðinum hreinlega kaffært hana í sandinum og í dag fannst hún á kafi í sandi og sjó. Jarðýtan er eign Ræktunarsam bands Landeyja og átti Tíminn í Framhald á bls. 14. Vill Hanoi viöræöur ? NTB-New York, miðvikudag. U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag, að hann myndi halda áfram viðleitni sinni til að finna friðsamlega lausn á Vietnamdeilunni og minnti um leið, á að hann hefði þegar bent á þrjú atriði, sem yrði að einbeita sér að í fyrstu: að stöðva loftárás ir Bandarikjamanna á Norður- Vietnam, draga úr öðrum liern aðaraðgerðum beggja aðila og koma af stað viðræðum milli að ilanna, sem í hlut eiga, einnig Vietcong. Sagði U Thant, að stjórnin í Hanoi hefði enn ekki hafnað þess um tillögum, en Bandaríkjaraenn heldur ekki samþýkkt þær. Hins vegar herma fréttir frá Washing ton, að Johnson Bandaríkj.aforseti hafi veitt fregnum um að stjórn in í Hanoi yfirvegaði þessar til lögur U Thants gaumgæfilega, mikla athygli. Að visu sagði hann á blaöa- Framhald á bls. 14. „MENNlNGARSTARFSEMr RAUÐU VARÐLIÐANNA KEMST Á NÝTT STIG AFMÁ LEIÐIUTLENDRA Á myndinni sést „guðinn" Mao Tse-tung (til vinstri! og Lin Piao, varnarmálaráðherra umkringdir hóp Rauðra varðliða á útisamkundu á „Torgi hins himneska friðar" í Peping. Með hægri hönd á lofti hvetur Mao Rauðu varðliðana til nýrra dáða í menningarbyltingunni og sagði hann m. a. í ávarpi, að þeir hefðu þegar ,,náð frábaerum árangri, hefðu gert rétl og unnið vel." NTB-Peking, miðvikudag. Meira en hclmingur allra leiða í sérstökum kirkjugarði fyrir erlenda borgara í Peking liefur orðið fyrir spjöllum frömdum af hinum svonefndu Rauðu varðliðum í Kína, sem hafa haft garðinn undir sér- stöku eftirliti síðustu vikur. M. a. hafa þessir grafníðingar afmáð öll merki brezkra og bandarískra leiða, og raskað grafró annarra á hinn svívirði Iegasta hátt. Þegar vestrænir blaðamenn komu í kirkjugarðinn í dag blasti við þeim ófögur sjón. Allir krossar og önnur helgi merki voru brotin og flest horfin að undanteknum mjög stórum og þungum legsteinum. Sums staðar var einnig búið að fjarlægja kantsteina meðfram leiðunum og öll merki eftir grafir bandarískra og brezló-a borgara höfðu verið gjörsam- lega afmáð. Fyrir nokkrum vikum höfðu forsprakkar hinna svonefndu Rauðu varðliða sett upp skilti við kirkjugarðinn, þar sem öllum útlendingum var bann aður aðgangur. f gær tilkynnti svo kínverska utanrikisráðuneyt ið, að bann þetta væri úr gildi fellt, og fóru þá m. a. blaða menn á vettvang. Flestir útlendingar, sem þarna hvíla eru Bretar, Banda ríkjamenn, Þjóðverjar og Frakkar. Munu ails um 1000 leiði erlendra manna vera í kirkjugarðinum. Enginn hinna Rauðu varð- liða sást við kirkjugarðinn í dag og áðurnefnd spjöld voru einnig horfin. VERDFALLIÐ A LYSI 0G MJ0LI VELDUR HALLARREKSTRI HIÁ S.R. Rússar vilja kaupa síld en bjóða of lágt verð SJ—Reykjavík, miðvikudag. i Senn líður að því, að lokið verði í söltun upp í fyrirfram gerða samn I inga, eftir er að salta i JO — j 25 þúsund tunnur, og sagði Jón ; Stefánsson, framkvæmdastjóri i Síldarútvegsnefndar ríkisins í dag, að söltun umfram samninga yrði ekki Ieyfð. Samningar við verzlunarfulltrúa Sovétríkjanna hér á landi hafa staðið yfir í langan tíma mcð lengri og stytfri hléum og standa samningaumleit ánir yfir enn. Rússar vilja kaupa síld, en mikið ber á milli með verð, og telur Síldarútvegsnefnd ekki kleift að bjóða síld til sölu á því verði sem Rússar bjóða nú. STÚÐVAST ÚLL FJARSKIPTI KJ—Reykjavík, miðvikudag. Vegna uppsagna símritara í Reykjavík og loftskeytamanna í Gufunesi mun verða algjört neyð arástand í ritsímaviðskiptum við landið, og ekki verður nema að mjög iitlu leyti liægt að starf- rækja loftskeytaþjónustu vegna flugumferðar yfir Atlantshaf sem alþjóðaflugmálastofnunin hefur gert samning við Islendinga um að starfrækja. Eins og þegar hefur komið fram i fréttum hafa allir simritarar við Ritsímastöðina í Reykjavík sagt upp störfum, en við það lamast allt ritsmasamband við útlönd. en hægt mun vera að einhverju leyti að starfrækja ritsímaþjónustuna innanlands með stúlkum, sem vinna við fjarritarana. Geta menn gert sér í hugarlund hver óþæg- indi þetta hefur í för með sér, þeg ar þess er líka gætt, að talsamband ið við útlönd er oftast yfirhlaðið og ekki «r hægt að anna mikið fleiri afgreiðslum þar en þegar er gert. Hvað varðar Loftskeytastöðina í Gufunesi þá munu flestir starfs LANDIÐ ? mennirnir þar hverfa frá störfum á tímabilinu 1. — 6. október en á því tímabili eru liðnir sex mánuð ir frá því þeir sögðu upp störfum, þar sem Póst- og símamálastjórn in notfærði sér heimild til að fram lengja uppsagnarfrestinn, og það var ekki fyrr en í síðustu viku að eftir beiðni flugm.ráðh. voru lagð Framhald á bls. 14. Ekki eru horfur á, að hægt verði að selja viðbótarmagn til þeirra þjóða sem kaupa af okkur sild í ár. Lögum samkvæmt á verðlags- ráð sjávarútvegsins að ákvarða nýtt bræðslusíldarverð fyrir 1. október og má ætla að erfitt verði að semja um viðunandi verð, þar sem mikið verðfall hefur orðið á lýsi og mjöli að undanförnu. í dag ræddi útvarpið við Svein Benediktsson um þessi mál og sagði hann m. a.: Á síðasta hausti var verðlag á síldarlýsi’ um 70 sterlingspund hver lest komin í erlenda höfn. í byrjun þessa árs fór verðið hækk andi, og komst upp í 80 pund, en síðan fór verðið aftur lækkandi og sölur urðu dræmar þegar kom fram á vor. Þá tókst að selja fyrir Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.