Tíminn - 22.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.09.1966, Blaðsíða 5
FEWMTUDAGUR 22. september 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- 5 lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, s£mi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Okkar Maó Síðastliðinn sunnudag flutti Morgunblaðið stórfregn á forsíðu af undrum og stórmerkjum austur í Kína, „að hin hugrakka kínverska þjóð — vopnuð mestu hugsunum Maó Tse-Tung — óttist ek^i styrjöld af neinu tagi". Þessi orð virðast hafa orðið ritstjórum Morgunblaðsins nokkurt umhugsunarefni yfir helgina, og í þeim þenk- ingum hafi þeir höndlað þá opinberun, að hin litla, ís- lenzka þjóð væri það gæfubarn að eiga líka sinn Maó, væri ,,vopnuð mestu hugsunum“ hans og þyrfti því ekk- ert að óttast í neinni raun. Og jafníramt fundu þeir, hver nauðsyn var á að birta þessa opinberun lýðnum. Á mánudegi settist því húsbóndahollasti ritstjórinn nið- ur og skrifaði m.a. eftirfarandi boðskap, er hann birti í Blaðinu á þriðjudegi: „Stjórnarandstæðingar leggja líka meginkapp á að berj- ast gegn Bjarna Benecfiktssyni. Þeir vita sem er, að hann er mesti hæfileikamaður þeirra, sem nú taka þátt í ís- lenzkum stjórnmálum". En það er engin hætta á ferðum, því að Sjálfstæðisflokk urinn (þ.e. þjóðin) er vopnaður mestú hugsunum for- manns Sjálfstæðisflokksins, sem „hefur ekki aðeins átt drjúgan þátt í því að koma á því frjálsræði í efnahags- málum, sem bezt hefur gefizt, heldur er það líka óumdeil- anleg staðreynd, að hann á ríkastan þátt í því að marka þá utanríkisstefnu, sem íslenzka þjóðin hefur fylgt, og tfyggt hefur frelsi hennar og öryggi", segir Morgunbl. Þannig er þjóðin „vopnuð mestu hugsunum11 Bjarna Benediktssonar, sem fyrir öllu hefur séð, stjórnað öllu og veitt þjóSinni frelsi og öryggi, alveg eins.og Maó Kín- verjum. ,,0g þess vegna eru líka tilgangslitlar árásirnar á Bjarna Benediktsson og stjórn hans“ segir Morgun- blaðið. Það er eins og að ráðast á Kína. íslendingar eiga þrátt fyrir allt sína purpurakápu — sinn Maó, sem af öllum ber. Eins og nokkrum detti í hug að minnast á pilta eins og Magnús Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein, Ingólf, Gylfa, Emil eða Eggert. Þeir fá bara að sitja, meðan ofurmennið stjórnar öllu og veitir þjóð sinni frelsi og öryggi af vísdómi sínum og náð — eins og Maó. Niður hjarnið Þégar „viðreisnar”-stjórnin kom til valda lýsti hún því hátíðlega yfir, að hún mundi ekki heimska sig á því eins og vinstri stjórnin að vera að skipta sér af kjaramál- um og samningum. Það væri verk atvinnuveitenda og verkalýðsfélaga eingöngu og kæmi öðrum ekki við. Fyrst í stað sat stjórnin því hjá og felldi bara gengið eftir samn- inga, þegar henni þótti hæfa. Svo fór þó, að stjórnin varð að blanda sér í samninga, og kjörtímabilið var ekki liðið, þegar Bjarni Benediktsson efndi orð sín um hlut- leysi 1 vinnudeilum með því að skrifa undir samninga með fulltrúum vinnuveitenda og launþega. Auðvitað hlaut ríkisstjórnin að reka sig á það og viðurkenna, að landinu verður ekki stjórnað nema í.einhverju samráði við fjöldasamtök þjóðarinnar, og voru því stefnuhvörfin virðingarverð Síðan hefur stjórnin básúnað júnísamkomulagið 1964 sem fvrirmynd slíkrar samvinnu stjórnarvalda og lfiunþega. Eftir tæp tvö ár felldu þó fulltrúar ríkisstjórnarinnar sjálfrar þann dóm um hennar hlut í því, að hann hefði reynzt ,.markleysa“. Ríkisstjórnin hefur því bæði heykzt á fyrstu stefnuyfir- lýsingu sinni í þessum málum og síðan reynzt ófær um að gera betrumbót eftir stefnuhvörfin. Svo viðstöðulaus er för hennar niður hjarnið. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Hvernig reynist Ludwig Wilson? Verða Erhard og Johnson ósammála um kjarnorkumálin? Erhard kanslari Á LAUGARDAGINN kemur mun Ludwig Erhard, kanslari, halda vestur um haf til við- ræðu við Johnson forseta og ráðherra hans. Með Erhard verða Uwe von Hassel, varnar- málaráðherra og Schröder utan ríkisráðherra. Ýmsir flokksmenn Erhards hafa reynt að undanförnu að fá kanslarann til að fresiu pessari vesturför. Þeir hafa „ai'ð nauð synlegt, að kanslarinn endur- skipulegði stjórn sína áður og breytti m.a. um varnarmálaráð- Usrra, en von Hassel hefur sætt mikilli gagnrýni seinustu vik- urnar vegna deilunnar við flug herinn. Einkum eru það fylgis menn Josefs Strauss, sem halda þessu fram, en þeir teljá víst, að erfitt verði fyrir Erhard að ganga framhjá Strauss enn einu sinni, ef hann gerir breyt ingar á stjórninni. Fylgismönn um Strauss bættist óvæntur liðsauki í síðastl. viku, þegar einn nánasti samverkamaður Erhards í stjórninni, Westrick, baðst lausnar, en hann mun m. a. hafa reiðzt þeirri gagnrým, að hann væri orðinn of gamall. Erhard féllst á lausnarbeiðni hans með mikilli tregðu, en lýsti jafnframt yfir því, að hann myndi ekki breyta stjórn- inni neitt fyrr en eftir heim- komuna frá Washington í fyrsta lagi. BÆÐI þýzk og amerísk blöð spá því, að Erhaxd geti lent í nýjum erfiðleikum í Washing ton. Johnson forseti leggur nú mikið kapp'á að ná samkomu- lagi við Rússa um alþjóðleigan samning um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna. Það myndi ekki aðeins styrkja álit Johnsons heima fyrir, ef slíkur samningur yrði gerður, heldur gæti það bætt sambúð Rússa og Bandaríkjamanna og auðveldað samninga í Vietnam. Rússar hafa hins vegar sett ófrávíkjanl. skilyrði fyrir slíku samkomu- lagi. Þetta skilyrði er, að Vest- ur-Þjóðverjar afsali sér hvers konar tilkalli til kjarnorku- vopna. Vestur-þýzka stjórnin hefur að vísu lýst yfir því, að Þjóðverjar ætli ekki að koma sér upp eigin kjarnorkuvopn- um, en hins vegar hefur hún krafizt vissrar íhlutunar um það, hvernig kjarnorkuvopnum Atlantshafsbandalagsins yrði beitt, ef til kæmi. Til þess að fullnaegja þessum kröfum hennar var eitt sinn rætt um stofnun sameiginlegs flota kjarnorkukafbáta, en frá þeim fyrirætlunum hefur nú verið horfið. Vestur-þýzka stjórnin heldur samt áfram að krefjast íhlutunar um þessi efni i ein- hverju formi. Rússar hafa marg tekið fram, að verði failizt á jessar kröfur Vestur-Þjóðverja. sé útilokað allt samkomulag urr. að hindra útbreiðslu kjarnorku vopna. Samkvæmt áðurnefndum blaðafiegnum mun Johnson foi seti ■ fara fram á, að stjórn. Vestur-Þýzkalands lýsi yfir því að hún falli frá öllum slíla'.m kröfum, og auðveldi með þvi, að samningar náist við Rússa um þessi mál. Það styrkir þessi tilmæli Johnsons, að bæði Jafn aðarmenn ogfrjálsirdemókratar hafa lýst sig samþykka bví, að Vestur-Þýzkaland falli frá kröf- unum um hlutdeild í beitingu kjarnorkuvopna Nato. Hins veg ar er því haldið fast fram af Strauss og fylgismönnum hans. Þess vegna er jívi spáð, að Er hard muni neita að fallast á þessi tilmæli Johnsons en það muni svo gera örðugara að þeir geti jafnað önnur ágreinings- efni, er rætt verður um. Eitt þessara ágreiningsefna er það, að Vestur-Þjóðverjar hafa lofað aö kaupa árlega vopn og herbúnað í Bandarík; unum fyrir 675 millj. dollara Þetta er eins konar endurgjald fyrir það, að Bandaríkin hafa 225 þús. manna herlið í Vestur- Þýzkalandi. Þjóðverjar hafa ekki gert eins mikil vopnakaup í Bandaríkjunum og samið hef- ur verið um, og krefj’ast, Banda- ríkjamenn nú þess, að þeir standi við samkomulagið. Vest- ur-þýzka stjórnin telvr þetta fjárhagslega örðugt ug fænr fram til afsökunar m.a. að Bandaríkin hafi dregið úr her afla sínam í Þýzkalandi. en Bandaríkjamenn segja, að það verði aðeins til bráðabirgða ÞÓTT SVO fari, að Erhard fái sæmileg erindislok í Wash- ington, sem tæpast þykja bó horfur á, bíða hans hægir erfið leikar þegar heim kemur Hanr, þarf ekki aðeins að endurskipu leggja stjórn sína .Hann b-irí að koina í gegnum þingið frum varpi um efnahagsr.ið-tafanir sem hann hefur nýtega lagt fram. Strauss hefur á þvi sviði eins og fleirum gert honum smáglennu, en hann hefur gef ið þessum tillögum natnið Lud wig Wilson. Með þessari nafn gift vill Strauss minna á, að tillögur Erhards séu effirlík- ing á aðgerðum þeim, sem Wil son hefur nýlega gert í Bret- landi. Jafnframjt mátti á Strauss heyra, að hann hefði takmark- aða trú á, að Ludwig Wilson reyndist vel. Tillögur Erhards ganga yfirleitt skemmra en að gerðir Wilsons. Hann leggur t.d. ekki til, að festa kaupgjald og verðlag, en gerir ráð fyrir auknu aðhaldi og eftirliti varð andi þau mál. Eitt róttækt at- riði er hins vegar í tillögum hans, og verður því ekki komið fram nema með breytingum á stjórnarskránni, en henni verð ur ekki breytt nema tveir þriðju hlutar þingsins sam- þykki breytinguna. Þess vegna þarf Erhard hér á stuðningi Jafnaðarmanna að haida, ef hann á að koma þesari breyt- ingu fram. Breyting sú, sem Erhard vill gera á stjórnarskránni, er þann ig tilkomin að Vestur-Þýzkaland er nú sambandsríki allmaigra fylkja, sem hafa víðtæka heima stjórn. M.a. hafa þau sjálfstæða fjárstjórn og annast margvisleg ar framkvæmdir og mega afla fjár með ýmsum hætti til að mæta þessum útgjöldum. Er hard heldur því fram, að a. m.k. sum fylkin haldi nu uppi pf miklum framkvæmdum og auki með því á verðbólgu í land inu. Hann vill því breyta stjórn arskránni þannig, að dregið sé úr valdi fylkisstjórnanna i þess um efnum, en vald sambands- stjórnarinnar í Bonn aukið að sama skapi. Rök hans eru þau að sambandsstjórnin geti ekki haft fuú tök á stjórn efnahags- málanna, nema hún fái þetta vald. Aðrir mæla gegn þessu á þeim grundvelli, að þetta verði upphaf þess, að fylkin verði máttlaus og öll völd dragist í hendur allsráðandi sambands- stjórnar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.