Tíminn - 01.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.10.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 1. október 1966 Varnartæknin brást nú varnarlaus.) 60. Dc6, B\g3! 61. Bxg3, Rlixg3. Hvítur gafst upp. Hann á enga vörn við —, Dh3J . Bent Larsen vann það afrek í Piatigorski-mótinu í Los Angeles að sigra Tigran Petrosjan tvíveg- is. Fyrri skák þeirra birtist hér í þættinum fyrir nokkru, en hin síðari fer hér á eftir. Skákin er sérlega vel tefld af hálfu Larsens og vafalaust lang-bezta skák hans i mótinu. Hv-: Tigran Petrosjan. Sv.: Bent Larsen. Kóng-indversk vörn. 1. c4, Rf6 2. Rc3, g6 3. g3, Bg7 4. Bg2, 0-0 5. d4, d6 6. e3. (Þessa uppbyggingu notaðist Petrosjan við í síðustu einvígisskákinni gegn Spassky, og einnig Botvinmk, er hann á sínum tíma varði titUinn gegn Smyslov. Hún virðist hafa fátt til síns ágætis nema vera lítið tefld, enda á svartur ekki í mikl um erfiðleikum með að fá jafnt tafl.) 6. —, c6 (Larsen hefur vafa laust verið búinn að kynna sér rækilega skák Petrosjans við Spassky og leggur nú drögiu að áætlun, sem á að tryggja honum frumkvæðið á drottningarvængn- um. Áætlunin reynist vel og hefur að.sínu leyti úrslitaáhrif á gang mála í skákinni.) 7. Rge2, a5 8. b3, Ra6 (Svartur ætlar sér að sjálfsögðu að leika e7-e5, en vill fyrst koma í veg fyrir, að hvitur geti sótt að svarta d-peðinu ineð B-a3.) 9. 0-0, e5 10. Bb2 (Nú mundi 10. Ba3 svarað með —, Rb4, sbr. aths. við 8 leik svarts.) 10 —, He8 11. a3, Hb8 (Kemur í veg fyrir b3-b4 hjá hvíti og undir býr sjálfur aðgerðir á drotlning arvængnum.) 12. h3, h5 (Drottn ingarbiskup svarts gæti eftir at vikuim þurft að fara til f5 og þá er gott að vera búinn að úti loka g3-g4. Leikurinn hefur auk þess fleiri góða kosti, eins og síðar kemur í ljós.) 13. Dc2 (Það er alltaf að koma betur í ljós, að uppbygging hvíts er þung í vöf um og hann á í erfiðleikum með að finna viðunandi áframhald. Ilann bíður þvi átekta og lætur andstæðinginn ráða ferðinni. Ein kennandi fyrir Petrosjan!) 13 —, Be6 14. Kh2 (14. d5, cxd5 15. cxd5, Bd7 mundi einungis vera vatn á myllu svarts, eins og auðvelt er að sannfæra sig um. Hvítur má ekki við því að opna taflið á þennan hátt vegna veikleikanua á drottningarvængnum.) 14. —, Dc7! (f fljótu bragði virðist þessi leikur gera hvíti kleift að losa uin sig með 15. c5!?, en málið er ekki svo einfalt Eftir 15. —, dxc5 (jafnvel —, d5!) 16. dxeð, Dxe5! 17. Re4 á svartur svarleik inn —, Rg4t ásamt 18. —, Dxb2.t 15. Hacl (15. f4 mundi ekki breyta neinu, svartur léki óhik að —, b5, eins og í sikákinm.) 15. —, b5 16. cxb5, cxb5 17. Ddl, De7 (Sennilega var 17. —•, Db6 öruggari leikur.) 18. Rbl? (Tafl- mennska Petrosjans fram að þessu hefur einungis miðast við það að halda í horfinu, enda hefur byrjun in ekki gefið tilefni til annars. Staða hans er þröng og útlit er fvrir, að hún þrengist enn meira fái Larsen að fara sínu fram. Það er því vissulega orðið timabært fyrir Petrosjan að grípa í taum ana og reyna að losa um stöðu sína, en þá rís sú stóra spurning- „Er honum þetta kleift?“ Petro- sjan er eiginlega þegar búinn að reisa sér hurðarás um öxl með þróttlausri taflmennsku sinni o| vel má vera, að staða hans sé orð in illverjanleg „strategiskt“ séð. | En það verður efcki um Petrosjan ; sagt, að hann reyni að spyrna fæti við örlögum sínum. Síðasti leik- ur hans gefur ótvírætt til kynna, að hann ætli sér bara að verjast og sætti sig við, að Larsen taki öU völd í sínar hendur. Þetta er kannski skiljanlegt, þegar þess er gætt, að Petrosjan er talinn ráða yfir mestri vamartækni allra núlifandi skákmeistara, en skyidi hann hafa órað fyrir því, hversu gjörsamlega vonlaus staða hans verður að lokum. Áreiðanlega ekki. í stað 18. Rbl, átti hvítur kost á a. m. k. tveimur leikjum, sem hefðu losað um stöðu hans án teljandi áhættu, þ. e. 18. Bc6 eða 18. e4. Eftir t. d. 18 BcR, Bd7 19. Rd5, Rxd5 20. Bxd5 væri hvítur búinn að létta töluvert á stöðu sinni og með 18. e4 mundi hvítur koma í veg fyrir, að svart I ur gæti þrengt að stöðu hans með ! þeim hætti, sem fram kemur í skákinni. Auðvitað nýtnr svartur einnig yfirburða’ í báðum þessum i dagsljósið veiiurnar í stöðu hvíts.) 30. —, Bxh3 31. Rxh3, BfS 32. Kg2, Dc6 33. Ddl (Hvítur get- ur ekkert aðhafst eins og sakir standa, aðeins beðið þess, sem koma skal. Staða hans er að vísu ekki árennileg, en Larsen barf ekkert.að flýta sér og getur þreif að fyrir sér án .nokkurrar áhættu. Næstu 25 leikir veita lærdóms- ríka fræðslu um það, hvemig meö höndla á slíka stöðu.) 33. —, Bd6 34. Rf2, Re6 35. Bcl, Rg7 36. Bd2, Rf5 37. Kh3, Dc8 38. Kg2, Kg7 39. Rhl, Rh6 40. Bel, Da6 (Hér fór skákin í bið og Larsen gafst gott tóm til að rannsaka stöðuna.) 41. Rf2, Rf5 42. Dd2 (Svartur hót aði —, Dxflt 43. KxD, Rxe3t o s. frv). 42. —, Bb8 43. Rdl, Rg4 44. Kgl, f6 (Vörn hvíts heldur enn sem komið er og svartur ákveður að opna h-línuna til að skapa sér frekari færi.) 45. Kg2, g5 46. Rf2, Rgh6 (Svartur verður að sjálf- sögðu að gæta þess að einfaida stöðuna efcki of mikið.) 47. hxg5. fxg5 48. Rdl, Kg6 49. Rh2,g4! (Svartu er búinn að gera sér grein fyrir vinningsleiðinni.) 50. Dc2, Bd6 51. Rfl, Rg8 52. Rh2, Rf6 53. Rfl, Kh5 54. Rh2, Kg5 55. Rfl, Rh5 56. Bf2, Rf6 (Leikið til að vinna tíma.) 57. Bel, Rh5. 58. Bf2 Petrosjan tilvikum, en hann hefur efcki eins ótakmarkað rúm til athafna, og verður í skákinni — Larsen á vissulega hrós skilið fyrir tafl- mennsku sína fram að þessu. Hann hefur eiginlega hitt naglann á höfuðið í hverjum leik og sýnt fram á, að taflmennska, sem er bara „traust**, er ekki alltaf leiðin til lífsins. Uppbygging hvíts þarf sannarlega endurskoðunar við.) 18. —,Bd7 (Kemur í veg fyrir 19. Hc6 og undirbýr að negla niður miðborðið.) 19. Rd2, e4 20. RÍ4 (20 d5 strandaði á —, Rc5) 20. —, d5 (Larsen hefur nú fengí'ð Íþví framgengt, sem hann vildi :og nú hefst sá þáttur skákarinn | ar, þar sem hann hægt og sígandi gerir sér mat úr stöðuyfirbuvðum sínum.) 21. De2, Dd6 22. Hc2 (22- f3, sem svartur svarar bezt með —, Bf5, mundi skapa veikleika á e3.) 22. —, Hec8 23. Hfcl, Hx«*2 24. Hxc2, h4 (Þessi leikur miðar fyrts og fremst að því að veikja hvítu kóngsstöðuna og svipta hvít öllum gagnsóknarmöguleikum þar. Þarna kemur í ljós einn góður kostur leiksins 12. —, h5.) 25. Rfl (Völdun g3-peðsins er I sjálfu sér engin nauðsyn, en sannleikurinn er sá, að hvítur getur ekkert að hafst.) 25 —, hxg3t 26. fxg3, bl 27. a4, IIc8 (Yfirleitt er það svo, að sá sem rýmra athafnasvæðis nýtur, ber hallann af því að fara í mannakaup. Hér á sú regla ekki við.) 28. HxHt, BxH 29. h4, Re7 30. Bh3, (Samkvæmt mottóinu: Mannakaup létta vörnina. Eins og áður er sagt, þá er ekki víst, að sú regla eigi við hér. Mannakaup in virðast aðeins draga betur fram m Bent Larsen (Ótrúlegt en satt, skákinni er lokið eftir aðeins 4 leiki. Athugið vel þessa stöðu og reynið að gera ykkur grein fyrir, hvernig svartur fer að.) 58. —, Da8! 59. Bel, Dh8! (Stórkostlegur endir á gláesilega tefldri skák. Hvítur er Fiðlutón- leikar Fyrstu hausttónleikar Tónlist- arfélagsins fóru fram í Austur- bæjarbíói þann 26. sept., er rússnesku listamennirnir Mark Lubotsky, fiðluleikari og Lubov Edlina píanóleikari léku saman fjórar fiðlusónötur. — Lubotsky er dugmikill og öruggur lista- maður með trausta og gallalausa tækni, hefur til að bera geysi- legan skaphita, sem stundum getur orðið all aðsúgsmikill og gengur þá út yfir tón og túlkun er sízt skyldi. — Efnisskráin samanstóð af sónötum eftir Haydn, Prokofieff og Schnitke )g var sú síðastnefnda mjög flók in og erfið í samspili, en þar kom undirleikarinn Lubov Ed- lina til með frábæra túlkun og skynjun, fyrir því er máli skipti og sýndi hún glöggt, hve mikið má gera úr tiltölulega litlu efni. — Hámark þessara tónleika var samt fiðlusónatan í d-moll eftir Brahms og var þar bæði ein- leikur og samleikur með mikl- um ágætum. — Verk þetta hvil ir frá hendi höfundar ekki síð- ur á píanói en fiðlu og kom þar allt vel til skila í hinum nána samleik listamannanna. — Jafngóður undirleikur og hér var á ferð er sjaldheyrður og ánægjulegt að heyra nýtt og persónulegt svipmót með hverju verki um sig. Unnur Arnórsdóttir. Mekong-fljótiS beizlað Samstarfsnefnd Mekong-áætl unarinnar fékk nýlega Magsay- say-verðlaunin fyrir markvissar framfarir í nýtingu eins af stærstu fljótum Asíu án hags- munastreitu viðkomandi ríkja. Einmitt á þessu svæði — Cam bodia, Laos, Thailand og Viet nam, — þar sem svo mikil upp lausn ríkir á ýmsum öðrum svið um, en verið að vinna að einni umfangsmestu og efnilegustu þróunaráætlun veraldar, Me- kong-áætluninni. Mekong-fljótið er eitt af mestu fljótum í heimi, 4,600 km langt. 50 milljónir manna búa á svæðinu, sem áætlunin nær til. í Mekong eru fólgin margvísleg auðævi, sem fram til þessa hafa verið furðulega og hörmulega illa nýtt. Það er aðeins veitt vatni á tæplega 3% af svæðunum við fljótið, þótt auðvelt væri að koma á fót víðáttumiklu aveitu kerfi. Næstum engin vatnsorka er virkjuð í fljótinu, þótt virkj anlegt vatnsafl í því og þverám þess sé nóg til að skapa rafmagn til iðnvæðingar allra fjögurra landanna. Flóð eru tíð og valda mikilli eyðileggingu. Erfitt er að sigla um fljótíð. Mekong-áætlunin miðar að al- hliða uppbyggingu svæðisins. Að henni starfar nefnd fulltrúa frá löndunum fjórum og starfs manna frá Sameinuðu þjóðun um. Mikilvægustu hlutar áætlun arinnar eru þrjár stíflur. Pa Mong fyrir sunnan Vienti ane á að tengja Laos og Thai land, skapa áveitu á einnar milljónar hektara skrælnað svæði í norðausturhluta Thai lands og í Laos, gefa einnar milljónar kílówatta vatnsorku, koma í veg fyrir flóð og auð velda siglingar. Þessi mikla stífla er efst á svæðinu og á að auðvelda framkvæmdir neð ar. við fljótið. Neðar verða stíflurnar Sam bor og Tonle Sap í Cambodia. Á síðarnefnda staðnum verður lögð áherzla á fiskirækt, auk þess sem stíflan gerir kleift að rækta upp eina milljón hekt ara. Þessar þrjár stíflur eiga að verða fullgerðar á tíu árum Síð an verða reistar fimm aðrar stífl ur í fljótinu. í áætluninni er gert ráð fyrir hliðstæðum framkvæmdum í hliðaránum. Nokkur orkuver í þeim hafa þegar tekið til starfa. f heildaráætluninni er gert ráð fyrir, að hægt verði að sigla um allt vatnasvæðið. Verða gerð siglingakort af svæðinu, smíð aðir bátar af nýrri gerð, grafn ir skurðir, reistar skipasmíða stöðvar og hafnir. Með stíflunum verður rennsi inu jafnað og komið í veg fyrir flóðahættu. Þarna geta þessi fjögur lönd einnig fengið allt það rafmagn, sem þau munu þarfnast í náinni framtíð. í áætluninni er einnig gert ráð fyrir skógrækt og fiskirækt, iðn væðingu og nýtizku heilsu- gæzlu. Mikilvægur hluti áætlunarinn ar varðar menntun fólksins, Samstarfsnefndin hefur skipu lagt námskeið, námsferðir og útvegað námsstyrki. Þar að auki er útvegaður fjöldi kennslu bóka og tæknilegra leiðbeininga bæklinga. Þegar hafa verið greiddar um 110 milljónir dollara í formi beinna framlaga og lána. Næst um þriðji hluti þessarar upphæð ar hefur verið greiddur af lönd unum fjórum, sem hafa hag af áætluninni. Hinn hluti upp hæðarinnar er frá 21 landi, 12 stofnunum Sameinuðu þjóð- anna, þremur sjóðum og frá nokkrum einkaaðilum. (Fréttir frá Starfsemi Sþ.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.