Tíminn - 01.10.1966, Blaðsíða 12
12
TIMJJNN
LAUGARDAGUR 1. október 1966
Orðsending til eigenda MASSEY-FERGUSON
gröfu- og moksturssamstæðna
Höfum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af aukaút-
búnaði, til notkunar við Massey-Ferguson gröfu-
og moksturssamstæður:
I
Fyrir MF 702 moksturstæki:
Mokstursskófla m. tönnum 122 sm. Vz cu.yd
Mokstursskófla án tanna 168 sm- % cu. yd.
Mokstursskófla án tanna 168 sm. 1 cu.yd.
Krafsari f. mokstursskóflu 122 sm-
Ýtublað, stillanlegt, 183 sm.
Lyftibóma, stillanleg, lyftir mest 612 kg.
Gaffallyfta, stillanleg, lyftir mest 771 kg.
Síldartunnugaffall, lyftir u.þ-b. 700 kg.
MF 710/220 gröfur:
Leirspaðar m. tönnum 30, 41, 46, 51 og 61 sm-
Leirspaðar án tanna 61 sm.
Gröfuskóflur 30, 46, 61, 76 og 91 sm.
Gröfuskóflur m. úrkastara 38 sm.
Gröfuskóflur f. holur 91 sm.
Skurðhreinsiskófla m- hliðarframl. 183 sm-
Skurðgraftrarskófla m. fláa 122 sm.
Framlenging á gröfuarm 41 sm.
Sendum í póstkröfu hvert á land sem er.
Nánari upplýsingar fúslega veittar.
Suðurlandsbraut 6 — Sími 3 85 40.
Reykjavík.
RÍKISFYRIRTÆKI
Framhald at bls. d.
annars vegna eignarhalda sinna
sem ná allt frá símakerfi lands
ins til stáliðju og akvega, en
hver grein fyrir sig hefur sína
eigin framkvæmdastjórn. Það
hefur því ekki borið jafnmikið
á góma í þessu sfimbandi og
ENI. Eignarhaldsfélög ríkisins
hafa verið driffjöðrin í nýjum
aðferðum í stjóm efnahagslífs-
ins og haft á þann hátt mikil
áhrif á mótun tilrauna vinstri-
miðflokkanna til endurbóta í
stjórnmálastefnu og aðferðum.
Oft er bent á, að IRI svari
tíl hins brezka IRC (Industrial
Reorganisation Corporation),
sem ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins hefur stungið upp á
til þess að hressa upp á iðnað-
inn. En reynslan gefur til
kynna, að taka verður með í
reikninginn mjög ólíkar aðstæð-
ur á Bretlandi og Ítalíu. Engu
að síður virðist ýmislegt mega
af reynslu IRI læra, ef dæma
má eftir skýrslu, sem Mario
Deaglio, ungur ítali, samdi fyr-
ir Efnahagsmálastofnunina, en
skýrslan heitir „Einkaframtak
og opinber keppni“.
Deaglio bendir fyrst og
fremst á, að opinberum starfs-
mönnum og aðferðum þeirra
verði að „halda frá“ öllum rík-
isafskiptum á efnahagslífið, ut-
an þjóðnýtingar. f öðru lagi
verði lántökur á frjálsum mark
aði að vera meginleiðin til fjár-
mögnunar, en ekki sjóðir ríkis-
ins (sem ekki eigi að koma til
nema sem styrkveitandi í neyð,
þegar verið sé að stofna til eða
íjalda við lýði fyrirtæki eða
þjónustu í opinbera þágu). í
þriðja lagi verði hin einstöku
fyrirtæki, sem eru að öllu eða
nokkru leyti í eigu ríkishluta-
félaganna, að starfa á allan hátt
sem líkast sambærilegum einka
fyrirtækjum. Lokaorð Deaglios
eru svo: „Þessi þrjú skilyrði
koma ekki skýrt fram í Hvítu
bókinni, sem ætlað er að skýra
uppástungu brezku stjórnarinn
ar um stofnun IRC, sem á að
vera sniðið eftir IRI“.
Framhald af bls. 3
leið til Moskvu, nema þeirri,
er hefur kjarnorkusprengjuna
meðferðis, en hún stefnir óð-
fluga þangað. Þar eð hún er
komin fram yfir öryggismarkið
hlýðir hún, samkvæmt reglum,
engum tilskipunum, jafnvel frá
forsetanum, og lokatilraunin
er, að eiginkona flugmannsins
geti talið honum hughvarf.
Mun henni takast það eða tor-
tímast milljónir íbúa tveggja
stórborga undan geigvænleg-
asta eyðileggingarvopni heims-
ins?
Mynd þessi er yfirleitt þokka
lega leikin. Beztur er leikur
þeirra Henry Fonda og Dan
0‘Herlihy. Sá Síðarnefndi er
minnisstæðastur, þegar hann
segir Groetsehele til syndanna
og í samtalinu við forsetann
Bogan hershöfðingi er einnig
ágætlega leikinn af Frank Over
ton. Aldrei þessu vant er ís-
lenzki textinn gallalaus að
mestu, en textaþýðingin hjá
Stjörnubíói hefur venjulegast
verið með afbrigðum hroð-
virknislega unnin. Þeir hafa þó
verið helzti sparir á textann
í þetta sinn.
Það ætti að vera hverjum
manni hollt að sjá þessa kvik-
mynd, því hún fjallar um al-
varlega heimsviðburði, sem ef
til vill gætu gerzt, fyrirvara-
laust. Og jafnvel þó fyrri helm
ingur myndarinnar veki ekki
mikla athygli manns, grípur
seinni hluti hennar áhorfand-
ann föstum tökum og heldur
honum í magnþrunginni
spennu allt til loka, og eflaust
munu áhrif kvikmyndarinnar
vara, jafnvel eftir að sýningu
er lokið.
Sigurður Jón Ólafsson.
Á VÍÐAVANGI
Framhald af bls. 3
samkvæmt 6. grein laganna og
verðir lögð fyrir sjóðstjórnina.
Yrði þá lánveitinSum og styrkj
um til uppbyggingar á Norður-
landi væntanlega hagað með
hliðsjón af henni. Þeir aðilar,
sem rétt hafa til íhlutunar um
þessi mál, svo sem sveitastjórn
ir, sýslunefndir o.fl. þurfa að
vera vel á verði. Ennfremur
þeir, sem ýmiss konar framkv.
hafa með höndum og njóta
ættu stuðnings hjá Atí’innu-
jöfnunarsjóði, þurfa að senda
sjóðstjórninni umsóknir sin-
ar.“
KVIKMYNDIR
BIKARKEPPNIN
í dag, laugardaginn 1. október kl. 3.30 leika
KR — Akranes
Dómari: Einar Hjartarson.
Síðasti leikur þessara félaga á Melavelli endaði
jafn 1:1. — Verða úrslit leiksins nú ráðin með
vítaspyrnukeppni?
Sæti kr. 75.00, stæði kr. 50.00, barnamiðar kr.
25.00.
Sala aðgöngumiða hefst kl. 1.
Mótanefnd.
MATRAÐSKONA
Staða matráðskonu við Vistheimilið að Arnarholti
á Kjalarnesi er laus til umsóknar. Nýja íbúð á
staðnum getur viðkomandi fengið til íbúðar.
Upplýsingar um stöðu þessa eru veittar í skrifstofu
Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur, Heilsuverndar-
stöðinni við Barónsstíg, sími 22400 og skulu um-
sóknir um starfið sendast þangað fyrir 15- nóv.
1966-
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Útboö á hita- og
hreinlætislögnum
Tilboð óskast í hita- og hreinlætislagnir fyrirhug-
aðra póst- og símahúsa á Hellu, Brúarlandi, Bíldu-
dal og Suðureyri.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu símatæknideild-
ar Landsímahúsinu, 4. hæð, eða til viðkomandi
símastjóra-
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu símatæknideild-
ar, miðvikudaginn 12. október 1966 kl. 11.
Póst- og símamálastjórnin,
30.9. 1966.
Útboð á raflögnum
Tilboð óskast í raflagnir fyrirhugaðra póst- og
símahúsa á Hellu, Bíldudal og Suðureyri. Útboðs-
gagna má vitja á skrifstofu símatæknideildar,
Landsímahúsinu, 4. hæð, eða til viðkomandi sím-
stjóra.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu símatæknideild-
ar miðvikudaginn 12. október 1966, kl. 11.
Póst- og símamálastjórnin,
30.9. 1966.
ORÐSENDING
1. október n.k- tekur til starfa að nýju heyrnardeild
fyrir heyrnardauf börn. Veður fyrst um sinn tek-
ið á móti börnum innan skólaskyldualdurs, til
læknisrannsóknar og heyrnarprófs-
Nánari upplýsingar gefnar í síma 22400 kl. 10 —
11 f.h. a'lla virka daga, og er þar tekið á móti
beiðnum um skoðanir.
Helisuverndarstöð Reykjavíkur.