Vísir - 02.09.1975, Síða 2

Vísir - 02.09.1975, Síða 2
2 Vísir. Þrifijudagur 2. september 1975. vfeutsm: Ætlaröu aö kaupa nautakjöt á lága veröinu? Sigriöur Eggertsdóttir, skrif- stofustúlka: — Sjálfsagt geri ég það. Viö erum vön aö kaupa hálfan skrokk fyrir veturinn. Er þetta ekki 45% af- sláttur núna? Jú, viö kaupum á- reiöanlega. Kristin Ragnarsdóttir, aöstoöar viö hjúkrun: — Nei, þaö ætla ég ekki aö gera. Ég get alveg eins keypt kjöt á hinu verðinu. Ég þarf þaö ekkert frekar á afsláttar- veröinu. Þóra Helgadóttir, húsmóöir: — Nei. Af hverju ekki? Af þvi bara viö höfum nóg af kjöti, — kinda- kjöti. Viö þurfum ekkert meira. Erlendur Jónsson, rukkari: — Nei. Ég hef ekkert með það að gera. Við erum bara tvö i heimili. Annars er ég ákaflega lukkulegur með þetta verð. Ingólfur Petersen, lyfjafræöing- ur: — Ég bý einn, svo að ég mat- reiöi svo til ekkert af nautakjöti. Ég kaupi þvi sennilega ekki kjöt á þessu verði. Jón Olafsson, sorphreinsunar- maður: — Ég hef ekkert spekúlerað i þessu. En þar sem ég er nú bara einsamall, þá geri ég það áreiðanlega ekki. Það þarf lika að kaupa svo stóran skammt af þessu kjöti. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Byggingarleyfi, réttur borgara og sjólfstœði sveitarfélaga Gunnar Thoroddsen félags- málaráöherra skrifar: „I ritstjórnargrein i Visi föstudaginn 29. ágúst er gerður aö umtalsefni úrskuröur félags- málaráöuneytisins um leyfi til aö byggja viö hús eitt i Reykja- vík. Þar er þvi haldið fram, að félagsmálaráöuneytiö vilji hlut- ast til um hin smæstu málefni sveitarfélaganna og sé á önd- verðum meiði við sjálfstæöi þeirra og valddreifingu. 1 grein þessari kemur fram meinlegur misskilningur, sem skylt er að leiðrétta. I lögum um byggingarmálefni Reykjavikur og f byggingasam- þykkt, sem byggingarnefnd og borgarstjórn hafa samiö, og staðfest er af stjórnarráði, er hverjum þeim borgara, sem þykir rétti sinum hallaö meö ályktun byggingarnefndar, veittur réttur til að skjóta þeirri ályktun til stjórnarráösins, sem fellir fullnaðarúrskurð. Þegar einhver notar þenna áfrýjunar- rétt, getur ráöuneytið ekki skot- iö sér undan þvi aö skera úr deilunni. Það geturekki sagt, að þaö vilji ekki skipta sér af mál- inu, vegna þess að byggingar- nefnd og borgarstjórn eigi að ráöa þessu ein. Það er þvert á móti skylda ráðuneytisins sam- kvæmtlögum að taka kæruna til meöferðar, eins og ella, þegar málum er áfrýjað, kanna alla málavöxtu og kveða upp úr- skurö. t þvi máli, sem ræöir um i rit- stjórnargreininni, hafði húseig- andi i Reykjavik sótt um leyfi til þess aö stækka hús sitt, sem er sambyggt öðru húsi. Þegar byggingarnefndin nú synjaði um leyfi, vildi húseigandi ekki una þvi og áfrýjaði málinu til félagsmálaráðuneytisins eins og lög standa til. Ráöuneytið óskaöi umsagnar tveggja aöilja: byggingar- nefndar Reykjavikur og skipu- lagsstjóra rikisins. Nefndin hélt fast viö neitun sina. Skipulags- stjóri rakti i umsögn sinni mála- vexti,bar umsóknina saman við stærö hins sambyggða húss og komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væru nægileg rök fyrir hendi til að synja um hið um- beðna byggingarleyfi. Eftir ýtarlega athugun i félagsmálaráðuneytinu varð niöurstaða þess sú eins og skipulagsstjórans, að ekki væri rétt að neita húseigandanum um leyfi til að byggja við hús sitt eins og hann hafði sótt um. t félagsmálaráðuneytinu er nú unnið að undirbúningi nýrrar löggjafar um að flytja verkefni frá rikisvaldinu til sveitar- félaga, treysta fjárhag þeirra og efla sjálfsforræði þeirra. En um leiö og að þessu er unnið má hitt aldrei gleymast að tryggja rétt borgaranna gagnvart hinu opinbera valdi. 1 tillögum ráðu- neytisins mun ekki verða neitt, sem miðar i þá átt að svipta ein- staklinga möguleikum til þess að leita réttar sins, ef þeim þyk- ir á sig hallað af hálfu hins opin- bera, hvort sem þar eiga i hlut sveitarstjórnir eða rikisvald. Þar sem leiðarahöfundar dag blaöa njóta þeirra forréttinda fram yfir annað fólk á Islandi að fá ritsmiðar sinar lesnar i út- varp, mælistég til þess, að grein þessari, eða a.m.k. meginat- riðum hennar, verði komið að I ritstjórnargrein i Visi, svo að útvarpshlustendur eigi þess kost aö kynnast þeim skýring- um, sem hér eru settar fram.” Hvenœr komo verðlaunin? Krossgátuunnandi skrifar: A siðast liðnu vori gaf Prent- verk h.f. Bolholti 6 út nýstár- legt blað, er hlaut nafniö „Verð- launakrossgáturitiö”. Þetta' rit var á margan hátt sérkennilegt. 1. Þó þaö héti „Verðlauna- krossgáturitið þá þurfti maöur ekki að ráða eina einustu kross- gátu, svo að það skipti ekki svo miklu máli meö villurnar. 2. Maður þurfti að kaupa 2 eintök á kr. 200 hvert af þessu riti (nr. 3 og 4) til þess að fá að vera með i „Verðlaunakeppni aldarinnar”. Nú, verölaunin voru ekki af verri endanum. 1. verölaun: Utanlandsferö til London og vikudvöl. 2. verðlaun: Hljómtæki frá Nesco. 3. verðlaun: Skrifborðssett úr ekta leöri. 4. verðlaun: Krónur 5 þús. i peningum. Skilafrestur var til 1. júni 1975. Nú kann hann að hafa verið framlengdur til 1. júli án þess að ég hafi vitað um, en nú eru komin mánaðamót ágúst-september og ég hef hvergi heyrt eða séð auglýst úr- slit i þessari keppni. Ég vil gjarnan fá að vita. hvort á að birta úrslitin eða ekki. Þurfa menn ekki að fá leyfi eins og happdrættin til að gefa út og efna til ýmissa „verö- launasamkeppna ?” LJÓT SPENNISTÖÐ Á RÖNGUM STAÐ Kristinn Guömundsson, Kriu- hólum 6, hringdi: „Af hverju þurfa skipulags- fræöingar borgarinnar endilega að setja forljóta spennistöð beint fyrir framan gluggana hjá manni? Hún er öllum til leiðinda og ama og ekki er hægt aö sjá annað en nóg pláss hafi verið til þess að byggja hana annars staðar, þar sem hún hefði hvorki byrgt fyrir útsýni né sært fegurðarskyn manns.” Ólöf er Gunnarsdóttir f grein Visis á laugardaginn fóstra væri Einarsdóttir. Hún um gæzluvöll við Miðvang i er hins vegar Gimnarsdóttir. Hafnarfirði var sagt, að ölöf Biðst blaðið velvirðingar á þessu. Enginn götuviti og mömmurnar verða að fylgja börnunum í skólann Móöir i Breiöholti hringdi: „Hvernig stendur á þvi, að gangbrautarljós fyrir börnin frá einbýlishúsunum i Breiðholti I eru ekki sett upp? Þegar börnin fara I skólann, þurfa þau að fara yfir aðalhraðbraut, sem liggur i kringum allt hverfið. Fyrir 6 ár- um spuröist ég fyrir um þetta hjá Umferðarráði, og þá var máluð á götuna zebrabraut. Sið- an ekki söguna meir. Nú byrjar dóttir min, sem verður 6 ára I desemnber, i skóla á næstunni. Það þýðir það, aö ég þarf að fylgja henni I skól- ann og svo að sækja hana. Það er eins gott, að ég hef tök á þvi og aö vera ekki útivinnandi hús- móðir, þvi aö þetta bindur mig allan morguninn og sama á auð- vitað við um allar aðrar mæður i hverfinu. Einhverjar ráðstafanir verða þær að gera til þess að börn þeirra séu ekki sett út i beina hættu, um leið og þau hefja skólagöngu sina. Ef ekki er nokkur leið að fá götuvita, væri þá ekki ráö að fá lögreglukonu til að stjórna um- ferðinni þarna eins og svo viða hefur tiðkazt I gömlu hverfun- um? Ég veit ekki, hvers við eigum að gjalda aö þurfa að biða öll þessi ár eftir þvi að fá einhverja haldgóða lausn á þessu máli.” r

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.