Vísir - 02.09.1975, Page 3

Vísir - 02.09.1975, Page 3
Visir. Þriðjudagur 2. september 1975. 3 Voru í 12 ára afmœli Marokkó-prins Þeir Sigurður Steinþórsson og Grimur Lúðviksson duttu aideilis I iukkupottinn, er þeim var boðið i tólf daga ævintýra- legt ferðaiag til Marokkó til að taka þátt I afmælisveizlu krón- prinsins þar i landi, sem varð tólf ára. Félagarnir höfðu verið á Jamboree skátamótinu I Noregi, þegar þrjátiu og tveim- ur skátum frá sautján löndum var boðiö til þessara hátiöar- halda, og urðu þeir fulltrúar Is- lands. Afmælisveizlan var haldin við strönd Miöjarðarhafsins. Þar var búið að koma upp tjaldbúð- um, þar sem prinsinn, ásamt föruneyti sinu, sem voru þrjár systur hans og einn yngri bróðir og börn heldra fólksins I Marokkó, voru saman komin, þegar hina erlendu gesti bar að garði. Prinsinn var að sögn þeirra félaga ósköp venjulegur strák- ur. Reyndar sögðust þeir strax hafa tekið eftir þvi, að hann var ægilega montinn, eins og þeir orðuðu þaö. Prinsinn lék sér við alla krakkana, sem þarna voru, en hans var mjög vel gætt af óeinkerinisklæddum lifvörðum, sem gengu um með reiddar byssur. Auk þess var búið koma upp vegatálmum viö alla vegi, sem Iágu að ströndinni, til að hindra umferð óviðkomandi og forvitins fólks. Dvöldust strákarnir þarna I fimm daga í tjaldbúðum. Fannst þeim skrltið, að þeir sváfu i rúmum en ekki á vind- sængum og i svefnpoka, eins og þeir eiga að venjast frá tslandi. Aukþess var steypt gólf i tjöld- unum. Það var veizla á hverjum degi. Maturinn var mjög góður, en þó mjög kryddaður, svo að allflestir erlendu gestanna fengu I magann. Hátiðarhald var úti á af- mælisdegi prinsins á aðaltorg- inu I þorpinu, sem var nálægt ströndinni. Þar hafði verið kom- ið fyrir stúku fyrir prinsinn og gesti hans. Sýndir voru fimleik- ar og sungið og dansað. Einnig voru sýndar sjónhverfingar. Slðasta kvöldið, sem strák-l; arnir voru i Marokkó, var . kveiktur varðeldur. Atti þá hvert land að koma meö ákveð- in skemmtiatriði. Sungu þeir fé- lagarnir „Kveikjum eld” og fleiri skáta-söngva. Þessu var útvarpað um Marokkó, aö sögn þeirra Sigurðar og Grims. Þeir félagar ferðuðust nokkuð um landið, m.a. fóru þeir á marokkanskt skátamót og höfðu mjög gaman af. Sögðu þeir, að skátarnir I Marokkó væru miklu agaöri en þeir islenzku og liktist aginn fremur heraga. Aður en strákarnir yfirgáfu landið, voru þeir leystir út með gjöfum, sem voru marokkansk- ir serkir og leður-sessur, ásamt ýmsu fleiru. Sögðu þeir, að þessi ferð yrði þeim örugglega ógleymanleg. HE Hér eru ferðalangarnir, þeir Sigurður Steinþórsson og Grimur Lúðviksson. Starfsmannaskipti á Vellinum ganga hœgt Ekki er enn ljóst, hve mikið af störfum Varnarliðsmanna á Keflavikurflugveili isienzkir aöil- ar koma til með aö taka við eftir þvl sem fækkað verður I Varnar- liðinu sjálfu hérlendis. Ráðning tslendinga i störf hjá Varnarliðinu hefur aukizt nokkuð nú þegar. Nú liggja fyrir hjá utanrikisráðuneytinu beiðnir um starfsmenn i ýmsar atvinnu- greinar, aðallega þó þjónustu- greinar, en upplýsingar um það, hve miklu af störfum hermann- anna íslendingar hafa þegar tekið við, liggja ekki fyrir hjá ráðu- neytinu, né heldur upplýsingar um það, hve miklu af störfum hermannanna verður komið á is- lenzkar herðar. Hjá Varnarmáladeild fengust i gær þær upplýsingar, að reynt væri að fara fremur hægt i sak- irnar i þessum efnum, meðal annars vegna þess, að með fækk- un hermanna i Varnarliðinu, minnkar þörfin á starfskröftum i ýmsum þjónustugreinum nokkuð. Þá þarf einnig að þjálfa menn sérstaklega i ýmis störf — og tekur það nokkurn tima. A Keflavikurflugvelli voru starfandi samtals 1.950 borgara- legir starfsmenn þann 1. ágúst, þar af 8 erlendir og 1942 islenzkir. Af þessum hópi starfa 844 hjá sjálfu Varnarliðinu, þar af 3 er- lendir, en 841 islenzkur. Þiggja þeir laun sin beint frá Varnarlið- inu og eru ráðnir á þess vegum. Menn þessir vinna margvisleg störf, en öðrum hærra ber þó ýmis þjónustustörf, svo sem mat- reiðslu og fleira. Aðrir islenzkir starfsmenn á Keflavikurflugvelli eru á vegum ýmissa fyrirtækja, svo sem Is- lenzkra aðalverktaka, Flugleiða h.f., Oliufélagsins h.f. — sem sér um aðflutning og dreifingu alls eldsneytis á vell- inum — Landsbanka Islancis og annarra fyrirtækja, sem reka starfsemi á eða i tengslum við Keflavikurflugvöll. Sum þessara fyrirtækja eru tengd Varnarliðinu og starfa fyrir það, en önnur aftur tengd flug- málum. —HV Nú geta allir kynnzt Grjótaþorpstillögunum I kvöld verða „Grjótaþorpstil- lögurnar” svonefndu kynntar á fundi I Norræna húsinu, sem hefst klukkan 20:30. Efni þessa, fundar er „Verndun gamalla húsa og borgarhverfa. Jiöfundar Grjóta- þorpstillögunnaf, sem greint var frá i fjölmiðlum, áður en skipu- lagsnefnd Reykjavikur fjallaði um hana, gera grein fyrir tillög- unni, og má ætla, að komið geti til harðra orðahnippinga um máliö. Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Olafur Sigurðs- son tala um tillögurnar, siðan heldur Hörður Agústsson, list- málari, stutt erindi um húsfriðun- artillögu þá, sem hann hefur unn- ið að ásamt Þorsteini Gunnars- syni. Siðan fjallar Trausti Vals- son, arkitekt, um verndun og hús- friðun. Fundarstjóri verður Thor Vilhjálmsson. 04 ER í VIÐGERÐ Ungfrú klukka i 04 liefur svarað dálitið málnikennt og þrcytulega undanfarna daga. Ástæðan cr sú, að verið er að gera við „aöalklukkuna" og var varaskifa sett inn á i stað- inn. En væntanlega verður röddin aftur hijómmikil og þýð. áður cn langt um liður. —OT Tvœr ráðstefnur gáfu 80 milljónir í gjaldeyri „Það eru ráðstefnur lögfræð- inga og búvisindamanna, sem hafa fært okkur 80 milljónir i gjaldeyri,” sagði Björn Vilmund- arson, forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins. Hann bætti þvi við, að það hefðu ekki verið nema 75 niilljónir króna, sem þeir hefðu getað skilað eftir ailt siðasta ár. Ferðaskrifstofan sá um flug, hótel og ferðir fyrir lögfræðing- ana. Búvisindamennirnir fengu hins vegar ekki l'lugmiðana sina hjá Ferðaskrifstofunni, heldur einungis hótel og ferðir innan- lands. Björn sagðist ekki geta sagt neitt um það hver heildarniður- staða gjaldeyristeknanna yrði. Reikningar hefðu verið sendir ut- an og lægju niðurstöðutölur lik- lega fyrir um miðjan september. Hann sagðist hins vegar telja, að það væri ekki óraunhæft að áætla gjaldeyristekjurnar um 200 milljónir sem Ferðaskrifstofan gæti skilað. —BA— „Sólarleysinu að kenna" Minna bensín selt á hvern bíl... ...og strœtó fœr fleiri farþega „Þótt aukning hafi orðið á bensinsölu, er minna selt á hvern bil en i fyrra”. Þctta sagði önundur Asgeirs- son, forstjóri Oliuverzlunar ís- lands, I viðtali við VIsi I gær. „En kannski er ekki að marka slikan samdrátt á jafn sólar- lausu sumri og verið hefur nú. Fólk hefur minni áhuga á biltúr- um”, bætti hann við. önundur sagði, að nýjustu töl- ur um bensinsöluna næðu fram I maflok. Miðað við sama tima i fyrra hefði magnaukningin I bensinsölu oröið 4 prósent. „I fyrra voru hins vegar flutt- ir inn 12 þúsund bilar, þannig að þetta þýðir færri selda belsin- litra á hvern bil”. Á sama tima og fólk sparar við sig bensinlitrana á einkabil- inn, hefur orðið jákvæð þróun hjá Strætisvögnum Reykjavik- ur, þ.e.a.s. farþegum er hætt að fækka. „Við höfum ekki tölur um farþegafjöldann, en það sýnist á öllu, að hann standi i stað nú”, sagði Eirikur Asgeirsson, for- stjóri SVR, þegar blaðið ræddi við hann. „I sumar hefur t.d. verið óvenju mikill fjöldi „strætó- túrista” i borginni, þ.e. ferða- fólk, sem hagnýtir sér ferðir strætisvagnanna. Til dæmis notuðu þátttakendur á kristi- lega stúdentamótinu sér mjög vel strætisvagnana”, sagði Eirikur. Flestir vagnar SVR eru ný- legir og enginn eldri en frá árinu 1968. Við spurðum Eirik, hvort farþegar létu i ljós ánægju sina með þennan bætta vagnakost. „Viö heyrum ákaflega litið, þegar vel gengur, en að sama skapimagnast raddirnar, þegar eitthvaö bjátar á. Ég hef þó hitt menn, sem hafa i sumar farið i fyrsta sinn I strætó i áratugi, og þeir segja, að þetta sé einhver munur eða 1940”, sagði Eirikur og hló. „En grinlaust getum við verið ánægö meb vagnana. Hönnun yfir- byggingar þeirra er meö þvi albezta, sem völ er á I heimin- um”. SVR á þrjá nýja strætisvagna á hafnarbakkanum. Sagði Eirikur, að verið væri að afla fjár til að leysa þá út. Reikna má með, aö þeir verði komnir i umferð eftir tvo mánuði. Bráð- lega fær SVR svo fimm vagna senda i viðbót. —ÓH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.