Vísir - 02.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 02.09.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Þriðjudagur 2. september 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson ^ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsia: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Krafan er um aðhaldsstefnu Rikisfjármálin hafa jafnan verið ásteytingar- steinn i stjórnmálaumræðum siðustu ára. Þar kemur margt til: 1 fyrsta lagi móta niðurstöður fjárlaga að talsverðu leyti efnahagsstarfsemina i landinu. í öðru lagi greinir menn á um það, hversu langt rikisvaldið eigi að ganga i skatt- heimtu. Fjárlög næsta árs verða að venju lögð fram i byrjun þings i október. Það verður fróðlegt að sjá, hvaða stefnu rikisstjómin markar með væntanlegu fjárlagafrumvarpi. Vist er, að fjár- lögin munu hafa veruleg áhrif á efnahagsstarf- semina. í fjárlagafrumvarpinu verður að koma fram skýr aðhaldsstefna, ef raunverulegur vilji er fyrir hendi til þess að stemma stigu við þenslu- ástandinu i þjóðfélaginu. Fjárlagafrumvarpið i fyrra var stórfelld hækk- un á rikisútgjöldum frá þvi sem áður hafði verið. Eigi að siður var hlutfallsleg hækkun þess innan ramma almennra verðlagshækkana og það hækkaði ekki rikisútgjöld i hlutfalli við þjóðar- tekjur. í meðförum þingsins tókst ekki að halda fjárlagafrumvarpinu i böndunum og þar eiga þingmenn allra flokka nokkra sök. Enginn þeirra virðist þora að sýna aðhaldsstefnuna i verki. Með efnahagsráðstöfunum rikisstjórnarinnar sl. vor var reynt að draga úr rikisútgjöldunum m.a. með frestun framkvæmda og sparnaði i rekstri. Nú skiptir það á hinn bóginn meginmáli, að með f járlagafrumvarpinu i haust verði mörk- uð afdráttarlaus aðhaldsstefna i rikisfjármálun- um. Þegar verðbólgan er orðin jafn ógnvekjandi og nú, er óverjandi með öllu að stefna að þenslufjár- lögum. Engum blandast hugur um, að niður- stöðutölur fjárlagafrumvarpsins hljóta að hækka nokkuð. Gengisfellingin i febrúar, almennar verðlagshækkanir og kaupgjaldshækkanir hafa eðlilega sin áhrif. Eigi að siður er mjög nauðsyn- legt að lækka rikisútgjöld i hlutfalli við þjóðar- tekjur. Við verðum að snúa blaðinu við, ef menn meina eitthvað með þvi, að nauðsynlegt sé að koma á meira jafnvægi en verið hefur i efnahagsmálun- um. Stjórnmálaflokkarnir eru gjarnir á að tala ákaft um mikilvægi aðhalds og ráðdeildarsemi i rikisfjármálum. En þegar til kastanna kemur, heykjast þeir allir, hvort sem þeir eru i stjórn eða stjórnarandstöðu. Stjórnmálaflokkarnir virðast beygja sig i takt fyrir kröfugerðarpólitik hagsmunahópanna i þjóðfélaginu. Slikir stjórnarhættir duga ekki lengur, ef vinna á bug á þeim erfiðleikum, sem við stöndum frammi fyrir. Það verður fróðlegt að sjá, hverjir koma til með að styðja við bakið á fjármálaráðherranum, þegar að þvi kemur að knýja fram aðhaldsaðgerðir. Þó að stjórnmálamenn vilji gjarnan geta státað af þvi að hafa komið fram mikilvægum fram- kvæmdum, verða þeir að lita á þá staðreynd, að borgararnir þola ekki öllu meiri skattheimtu. Við getum ekki gengið öllu lengra á þeirri braut að auka forsjá rikisvaldsins. Við afgreiðslu fjárlaga nú verða þingmenn að taka tillit til þessara aðstæðna. Það eru vissulega miklir hagsmunir i húfi og mikilvægt að mörkuð verði skýr aðhaldsstefna. Umsión: GP !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!! T M i'ö’M Engin ellimörk ó óhrifum Kekkonens, sem er 75 úra á morgun iþróttir og útivera eru drjúgur þáttur I lifi þessa fyrrverandi hástökkvara, sem Kekkonen Finnlandsforseti var á ung- lingsárum. Hér sést laxastöngin svigna hjá honum i Viöidaisá. Kekkonen hefur t.d. stundaö veiöar meö Sovétleiötogunum, sem hann hefur átt mikii sam- skipti viö. Margt gesta mun sækja Urho Kekkonen, Finnlandsforseta, heim á morgun i tilefni þess, að þá verður þessi áhrifamesti stjórn- málamaður Finnlands 75 ára. Þvi mundu ekki allir trúa, sem sáu þennan háa, spengi- lega mann þreyta lax fyrir fáum dögum i einni af laxveiöiám tslands, aö hann væri kominn hátt á áttræðisaldur. Né heldur var merkt á honum að aldurinn mæddi hann, þegar hann fyrir mánuði skaut skjóls- húsi yfir ráðstefnu leiðtoga 35 Evrópulanda, sem var lokaþátt- ur öryggisráöstefnunnar. Hún var haldin i Helsinki, eins og menn minnast, og bar Kekkonen hita og þunga hennar með öllum þeim erli, sem sliku fylgir. Enda af öllum viðburð- um, sem langur stjórnmála- ferill Kekkonens er stráður, bar hana að likindum hæst i fréttaskrifum. Meðal tignargesta, sem auðsýna ætla Kekkonen viröingu með heimsókn á af- mælisdaginn, eru Haraldur krónprins frá Noregi, Bertil Sviaprins, Henrik prins frá Danmörku, Claus prins frá Hollandi og prins Albert frá Belgiu. Til aö votta Kekkonen sér- stakar árnaöaróskir frá Islenzku þjóðinni fer Guðmundur i. Guðmundsson, sendiherra til Helsinki. Kdíkonen hefur verið forseti Finnlands i nær 20 ár. Hann hóf sinn stjórnmálaferil fyrir daga siðari heimstyrjaldarinnar, en það var fyrst að striðinu loknu, sem hann skauzt inn i raðir áhrifamestu stjórnmálamanna. Hann hefur verið eindreginn talsmaður þeirrar stefnu, sem fyrrennari hans, Paasikivi forseti, lagði grundvöllinn að, og er enda við hann kennd. En hún laut að bættum samskipt- um við Sovétríkin. Af andstæðingum sinum heima fyrir hefur Kekkonen oft verið borið á brýn að vera henti- stefnumaður. Arin hafa oft leitt i ljós, að ákvarðanir hans byggjast á skarpri dómgreind ogalltaf hefur hann komið niður á fæturna, þegar hann hefur stokkið út I óvissuna. Eftir að hann varð forseti 1956, hefur andstæðingum hans ekki þýtt að keppa við hann um leiötogahlutverkið. Skýrast kom þaö fram 1972, hversu styrkum fótum hann stendur, þegar mik- ill meirihluti i öllum flokkum stóö aö samþykkt stjórnar- skrárbreytingartil að hann gæti veriö áfram forseti Finnlands. Sú breyting fól i sér að framlengja þriðja sex ára kjörtimabil hans um fjögur ár. Rennur það út 1978. Fyrr á þessu ári lýsti meirihluti þingflokkanna, allt frá kommúnistum til ihalds- manna, þvi yfir, að þeir mundu styðja framboð hans, ef gæfi hann kost á sér fjórða kjörtfma- bilið eftir 1978. Stöku maður hefur þó hreyft andmælum við þeirri ráðabreytni. Eru það einkum þeir, sem sjá I þvi fólgna hættu fyrirlýöræði Finnlands og þing- ræðisriki önnur á Vesturlönd- um, ef veitt verði fordæmi fyrir þvi, að forseti geti verið svo lengi i embætti. En hiö sanna er það, að enn hefur ekki skotið upp þeim manni eða stjórnmálaflokki i Finnlandi, sem áunnið hefur sér ámóta traust og Kekkonen, hvort heldur það er i utanrikis- málum eða innanlandspólitik. Og einkum hefur það verið i utanrikismálum, sem mest orð hefur farið af honum. Finnar segja einfaldlega, að Kekkonen hafi farið með utan- rikismálin i 20 ár og hljóti að vera hæfasti og reyndasti maðurinn, sem völ sé á. Kekkonen er fristundamálari og sést hér leggja siöustu hönd á eina mynda sinna fyrir sýningu, sem haidin var I Helsinki á fyrri heimingi þessa árs. Jm ■■•■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.