Vísir - 02.09.1975, Page 7

Vísir - 02.09.1975, Page 7
Vlsir. Þriðjudagur 2. september 1975. 7 cTVIenningannál Keisaratíminn er þeim hugljúft yrkisefni GAMLA BtÓ-k-K-K „Dagur reiðinnar” (One Kussian Summer) Leikstjóri: Antonio Calenda Aðalleikendur: Oliver Heed. John McEnery, Carol André og Kaymond I.ovelock. Vestrænir kvikmyndahöf- undar leita helzt ekki til Rúss- lands nútimans nema ef vera kynni við gerð einstaka njósna- mynda. Rússland keisaratimans hef- ur aftur á móti verið kvik- myndagerðarmönnunum hug- ljúft yrkisefni, einkum sem bak- grunnur ástarsagna og harm- leikja. Sérstaklega varð þetta á- berandi eftir sigurför kvik- myndarinnar „Dr. Zivago”. Tvær myndir af þessu tagi eru nú á tjöldum kvikmyndahús- anna i Reykjavik ,,One Russian Summer” og „Nikulás og Alex- andra”. Báðar eru myndir þessar stórmyndir, fjöldi hópsena, glæsilegir búningar, bardagar, hestar og landslag. Sem i öðrum rússneskum harmleikjum, gerist myndin ,,0ne Russian Summer” á mikl- um um'brotatimum. Reiði þjón- ustuliðs og leiguliða vex stöðugt og veldi harðstjóranna er valt. Enski leikarinn Oliver Reed fer með hlutverk landeigandans Palizyn. Hann ræður i þjónustu sina krypplinginn Vadim, sem reynizt þrá það eitt að ganga að Palizyn dauðum. Báðar sögu- persónurnar eru ósparar á vafasöm meðul til að ná vilja slnum fram. Mitt inn I baráttu þessara tveggja manna ratar svo ungt og saklaust elskupar, sem verður fórnarlamb átakanna. Oliver Reed á góðan ieik I þessari stórmynd. t hlutverki illmenna er hann gjarnan I ess- inu sinu. Auk leiks hans er styrkur myndarinnar vel tryggður i vel útfærðri mynda- töku i geysifallegum héruðum i Búlgáríu, þar sem myndatakan fór fram. Sérkennileg og hrika- leg náttúra landsins mótar bak- grunn myndarinnar. Búningar og annar ytri bún- aður er einnig til þess fallinn að gleðja augu sýningargesta. KVIKMYNDIR Umsjón: Jón Björgvinsson Myndin „One Russian Summer” er með vandaðri myndum, sem Gamla bió hefur tekið til sýninga upp á siðkastið. Sakleysingjar veröa fórnarlömb I baráttu mannanna tveggja. Pali- zyn (Oliver Reed) krýpur yfir Yuri, látnum syni sinum (Kaymond Loveriock). Ekki hin dœmigerða lœknasaga TÓNABÍÓ-K-K „Sjúkrahúslif" (The Hospital) Leikstjóri: Arthur Hiiler Aöalhlutverk: George C. Scott og Dianna Rigg. Ilandrit: Paddy Chayefsky Sem betur fer tóku höfundar „The Hospital” sér myndina „M.A.S.H.” til meiri fyrir- myndar en sigilda læknaróman- tik i ætt við Kildare og hans fylgifiska. Að halda þvi fram, að mynd þeirra slái „M.A.S.H.” út i fyndninni er aftur á móti of- rausn hjá framleiðendunum. I þeirri mynd var satiran nefni- lega kristaltær, en höfundar „The Hospital” tvistiga við að ákveða, hvort mynd þeirra eigi að vera fyndin, spennandi, hvort tveggja i senn eða þá ádeila á taugaveiklað banda- riskt samfélag. Við eigum auðvelt með að skilja sjúkrahúsbáknið, þegar hægt er að taka lækni i misgrip- um fyrir sjúkling og sjúkling i misgripum fyrir lækni, rugla sjúklingum saman og jafnvel skera þá upp við röngum sjúk- dómi eða gleyma þeim úti i horni á slysavarðstofunni, þar til þeir deyja. Svo að orð sjálfs yfirlæknisins séu notuð: ,, .... það kemur maður hingað inn á sjúkrahúsið við fullkomna heilsu og á einni viku erum við búin að rifa úr honum annað nýrað, skemma hitt, svipta hann meðvitundinni og komast fjári nærri þvi að drepa hann.....” Innan um þennan ófögnuð hrærist yfirlæknirinn Dr. Her- bertBoek. Hann er ekki skapað- ur samkvæmt nákvæmum for- múlum læknabókahöfundanna. Þetta e’r ekki hinn ungi, harð- duglegi og myndarlegi læknir, heldur drykkfelldur skapofsa- maður, kominn af bezta aldri, sem sér enga aðra lausn en að svipta sig lifi. Hann er skilinn við frúna. Börnin tvö eru mis- lukkuð. hann á ekkert eftir. Þrátt fyrir þessi vandamál öll, er myndin „The Hospital” fremur tilþrifasnauð bæði að efni og úrvinnslu. Leikur i auka- hlutverkum er jafnframt ákaf- lega gagnsær á stundum. Ljósu punktar myndarinnar eru einkum spunnir i kringum aðalleikarann George C. Scott, Óskarsverðlaunaleikarann, sem neitaði að veita verðlaun- unr sinum móttöku. Þessi alkunni leikari hefur seiðmögnuð tök á að klóíesta áhorfendur sina. Slikt sannaði hann áþreifanlegast, er hann túlkaði hershöfðingjann „Patton” I samnefndri Óskars- verðlaunamynd. Hér er Scott ákaflega sann- færandi i hlutverki hins lifs- þreytta yfirlæknis. Það er leitt, að höfundar myndarinnar skyldu ekki hafa notfært sér þá staðreynd beturmeð þvi að taka hin raunverulegu vandamál þessa þjakaða manns betur fyrir. George C. Scott hefur verið kall- aður „Great Scott” af þeim, sem kunna að meta tilþrifamik- inn leik. Hér er Scott I hlutverki Dr. Ilerberts Bock I myndinni „The Hospital”. Ofsaspennandi? — orlof órsins HÁSKÓLABÍÓ + „Hver?” (Who?) Leikstjóri: Jack Gold Aðalleikendur: Elliott Gould, Trevor Howard, Joseph Bova. Ef „ofsaspennandi” er i þvi fólgið að lita á klukku sina á kortersfresti og skipta um stell- ingar i bióstólnum á fimm minútna fresti til að sofna ekki, þá er rétt með farið i auglýsing- unni, að myndin „Who?” sé ofsaspennandi Ég legg samt aðra merkingu i orðið og að minu mati er mynd- in „Who?” bæði langdregin og leiðinleg. Kvikmyndatakan er með þvi flatneskjulegasta, sem sést á stóra skerminum og mikill hluti filmunnar annað hvort yfir- lýstur eða undirlýstur. Það er eins og höfundarnir hafi farið af stað með góðu hugarfari en siðan gefizt upp á öllu saman, og reynt að koma myndinni frá á sem skemmstum tima. Engum tima var eytt I að taka gjörsamlega misheppnuð atriði upp á nýtt. Það er skemmtilega vitlaust að sjá til dæmis gamlan Opelbil til dæmis beyglaðan og óbeyglaðan i örstuttu atriði. Greinilegt er, að eitthvað af klúðurslegum eltingaleiknum, sení á eftir fer, hefur verið kvik- myndað á undan. Efnið er ákaflega visinda- skáldsögulegt, en góð tæknileg vinnubrögð hafa orðið ótrúlegri söguþráð en þessum til bjargar. Hér er bara engin slik vinnu- brögð að finna. Myndin „Who?” segir frá hin- um fræga visindamanni Dr. Lúkas Martino, sem slasazt hef- ur i bilslysi á ráðstefnuferðalagi i Austur-Þýzkalandi. Þegar hann kemur aftur yfir landa- mærin er hann meira og minna endursmiðaður i málm. Læknar fyrir austan töldu, að liffæri hans væru það sködduð, að lifi hans yrði ekki bjargað öðru visi en með endursmiði. Rogers (Elliott Gould) er starfsmaður alrikislögregiunn- ar bandarisku, sem sendur er til að kanna málmmanninn og ganga úr skugga um, hvort hann sé ekki eitt af brögðum hinna illræmdu austantjalds- manna. Yfirleitt hefur það verið leyni- þjónustan en ekki alrikislög- reglan sem fengið hefur slik verkefni i njósnamyndum, en höfundar þessarar myndar kærðu sig kollótta um það. Nú hefjast ákaflega lang- dregnar og leiðinlegar yfir- heyrslur, sem standa allt til loka myndarinnar án þess að nokkur niðurstaða fáist. Leikurinn er i samræmi við aðra þætti myndarinnar. Helzt eru það þó aðalleikararnir Elli- ott Gould (M.A.S.H., The Long Goodbye, The Touch) og Trevor Howard (Ryan’s Daughter, The Offence) sem blakta, en fá þó engu bjargað. Mynd þessi er og verður mislukkuð, hvernig svo sem leikur þeirra heppnast. KVIKMYNDA- HÚSIN í DAG: Trevor Howard og Joseph Bova, sem leikur járnmanninn, hlæja að járnhöfðinu, I hléi frá myndatökunni. -K-K-K-K Laugarásbió: -K-K-fc Gamla bló: -K-K Tónabló: -K Háskólabió: -K-K-K Hafnarfjarðarbió: K-k-K Bæjarbió: Dagur Sjakalans. Dagur reiðinnar Sjúkrahúsllf Hver? Moto-Cross Morðgátan

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.