Vísir - 02.09.1975, Síða 9

Vísir - 02.09.1975, Síða 9
£ Visir. Þriðjudagur 2. september 1975. Visir. Þriðjudagur 2. september 1975. ( HgQranpBHHHnBHHKZHHPHHHnnpHHHRHHHHHnpHHHHHHHHHHHHHHHi * ^Jr y T& A -JHHB^HH John Walker frá Nýja-Sjálandi var ákaft hylltur eftir hlaupiO i Crystal Falace og kunnu áhorfendur vel ah meta glæsilegan endasprett hans. — Var ákaft hylltur af áhorfendum, létu sprengjuhótun sem vind um eyru þjóta 12 þúsund áhorfcndur á frjálsíþrótta- móti i Crystal Palace létu-sprengjuhót- un sem. vind um eyru þjóta um hclgina, cn þess i staö hylltu þeir Ný-Sjálending- inn og heimsmethafann John Walker eftir glæsilegan sigur hans i míluhlaupi. Völlurinn tók ekki fleiri áhorfendur og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum með frjálsiþróttamótiö. Fjórir þekktir hlauparar voru mættir til leiks i miluhlaupinu, John Walker, Kenyamaðurinn Mike Boit, Bandarikja- maöurinn Marty Liquori og landi Walk- ers, Rod Dixon. Þeir héldu hópinn i hlaupinu, allt þar til 200 m voru eftir i markiö, að Walker tók sig út úr hópnum og var endasprett- ur hans meö ólikindum. Attu hinir enga möguleika á að fylgja honum eftir. Walker var eins og hann hafði sjálfur spáð fyrir hlaupið, nokkuð frá sinu bezta, 3:53.62 min, en eigi að siður mjög góður tlmi. Mike Boit varð annar á 3:54.88 min, sem er hans bezti árangur, Dixon varð þriðji á 3:55.25 min og Marty Liquori varð fjórði á 3:55.25 min. Þegar Walker var kominn i markið var sagt að tilkynning hefði borizt um að sprengja væri meðal áhorfendanna, en þeir létu sem þeir heyrðu ekki um hætt- una — en hylltu Walker innilega þess i stað. En serrr betur fór reyndist um gabb að ræöa, þvi að áhorfendur sátu sem fast- ast — og engin sprengja sprakk. ,,Ég er alls ekki óánægður með hlaup- iö, og ég náði mun betri tima en ég átti von á”, sagði Walker, sem nú heldur til Sviþjóðar og keppir þar i tveggja milu hlaupi áður en hann heldur heim til Nýja-Sjálands aftur. Annars náðist ágætur árangur i mörg- um greinum á mótinu og kom Bretinn, Brendan Foster, skemmtilega á óvart i 10.000 m hlaupinu, en það var i fyrsta skipti sem hann hljóp svo langa vega- lengd. Timi Fosters var 27:45.43 min, sem er bezti timi, sem náðst hefur á þessu keppnistimabili. Olympiumeistarinn i maraþonhlaupi, Bandarikjamaðurinn Frank Shorter, sem átti bezta timann á vegalengdinni réði ekki við Foster á endasprettinum og varð annar á 27:45.91 min. Steve Williams frá Bandarikjunum sigraði örugglega i 200 m hlaupinu á 20.3 sek-, en Don Quarrie frá Jamaica varð annar á 20.6 sek. Alan Pascoe frá Bretlandi átti stór- kostiegt hlaup i 400 m grindahlaupinu — fékk timann 48.85 sek, en Bandarikja- maðurinn Jim Bolding, sem náð hefur bezta timanum i ár, varð aðeins þriðji. Heimsmethafinn i 3000 m hindrunar- hlaupi, Sviinn Anders Garderud, átti heldur ekki mikilli velgengni að fagna og átti aldrei möguleika gegn Evrópu- meistaranum, Bronislaw Malinowski frá Póllandi, sem varð fyrstur á 8:18.12 min — en Sviinn varð þriðji á 8:25.58 min. — BB. ÍR fékk Real Madrid - Ármann finnsku bikarmeistarana — þegar dregið var í Evrópukeppninni í körfuknattleik í gœr — bœði liðin eiga rétt á heimaleiknum fyrst í gærkvöldi var dregið i Evrópukeppninni í körfuknattleik, en þar eru tvö islenzk lið meðal þátttakenda, Ármann, sem tekur þátt i keppni bikarhafa, og ÍR, sem tekur þátt i keppni meistaraliða. tR-ingar fengu mótherja, sem eru ekki af verri endanum, en það er spánska liðið Real Madrid eitt bezta félagslið Evrópu, en Ár- menningar drógust gegn finnsku Gestgjafamir fengu ekkí stíg! Þrjú íslandsmet voru sett á unglingamótinu í sundi á Sauðárkróki um helgina sambönd, sem sendu keppendur á mótið, og þar af hlutu 12 þeirra stig. Það héraðssamband, sem fékk ekkert stig, voru gest- gjafamir UMSS (Ungmennasam- band Skagafjarðar), en sex fyrstu i hverri grein fengu stig í keppn- inni. -BB. Úrslitin í Vestur-Þýzkalandi Þrjú tslandsmet voru sett á Unglingameistaramótinu i sundi, sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Það fyrsta setti Þórunn Alfreösdóttir, Ægi, i 200 m fjór- sundi — synti á 2:36.8 min. Helg- ina áöur tók Þórunn þátt i NM unglinga i Finnlandi og varð þar fjórða i 200 m flugsundi á nýju ts- landsmeti, 2:29,65 min. Hin metin settu Steingrimur Daviðsson úr Kópavogi i drengjaflokki — i 200 m bringusundi, synti á 2:38.6 min og Sonja Hreiðarsdóttir úr Njarð- vikum i telpnaflokki 12 ára og yngri — I 50 m flugsundi, synti á 36.9 sek. Keppendur á mótinu voru hátt i varð númer þrjú með 81 stig. 200 talsins og var oft mikið fjör. Stigakeppninni lauk með óvænt- um sigri HSK, en Ægir, sem hefur verið ósigrandi undanfarin 10 ár, hafnaði i öðru sæti. HSK hlaut 148 stig, Ægir 115 stig og Breiðablik Alls voru 13 félög og héraðs- Um helgina var fimmta umferð leikin i „Bundesligunni” i Vestur- Þýzkalandi og urðu úrslit þessi i leikjunum: Hertha Berlin-Bayer Uerdingen 5:0 Rot-Weiss Essen-Bor. Mönchengl. 1:3 Bochum-Kickers Offenb. 5:1 Eintr. Frankf.-Schalke 2:1 Duisburg-Hannover 4:3 Karlsruhe-Köln 3:1 Hamburger SV-Kaisersl. 2:0 Eintr. Brunsw.-Werder Bremen 3:2 Bayern Munchen-Fortuna Duesseld. 5:0 Staðan er nú þessi: Bor. Mönchengl. 5 3 2 0 12:4 8 Eintr.Brunsw. 5 3 2 0 11:5 8 Bayern Munchen 5 3 1 1 13:4 7 Eintr. Frankf. 5 3 1 1 8:6 7 Fort. Dusseld. 5 2 2 1 9:10 6 Hamburger SV 5 2 1 2 8:5 5 Hertha Berlin 5 2 1 2 12:10 5 Rot-Weiss Essen 5 2 1 2 9:9 5 Karlsruhe 5 2 1 2 7:6 5 Duisburg 5 2 1 2 13:15 5 Schalke 5 1 2 2 8:8 4 Bochum 5 1 2 2 6:6 4 Hannover 5 1 2 2 10:11 4 Köln 5 1 2 2 5:7 4 Bremen 5 2 0 3 9:11 4 Kaisersl. 5 0 3 2 5:10 3 Kick Offenb. 5 1 1 3 8:19 3 Bayern Uerd. 5 1 1 3 4:11 3 Þvi má bæta við, að einvaldur vestur-þýzka landsliðsins, Helmut Schöen, hefur valið 16 manna lið fyrir leikinn gegn Austurriki i Vin annað kvöld og er það þannig skipað: Markverðir: Maier (Bayern Munchen), Franke (Eintr. Brunsw). Varnarmenn: Kaltz (Hamburger), Vogts (Bor. Mönchengl.), Beckenbauer (Bayern Munchen), Koerbel (Eintr. Frankf.), Schwarzenbeck (Bayern Munchen), Cullmann (Köln), Zimmermann (Fort. Dusseld.), Miðvallarleikmenn og framherjar: Gaye (Fort Dusseld.), Wimmer, Danner og Stielike, (allir úr Bor. Mönchenglb), Gersdorff (Eintr. Brunsw.) Höelzenbein (Eintr. Frankf.) og Seel (Fort. Duesseld.) _gg Golf keppni hand- knattleiksmanna Ingunn að ná sér á strik . Fíw. o . O King Fcaluiei Syndiolr, lnc„ 1974. Um helgina fór golfkeppni handknattleiksmanna fram og var keppt að þessu sinni á golf- velli Keilis, Hvaleyrarvellinum i Hafnarfirði. 1 keppninni án forgjafar sigraði Agúst Svavarsson ÍR, á 86 högg- um, annar varð Jóhann Ó Guð- mundsson Val á 87 höggum og þriðji varð Sveinbjörn Björnsson Ármanni á 89 höggum. Bergur Guðnason Val sigraði i keppninni með forgjöf — hann lék bikarmeisturunum Playboys frá Helsinki og er litið vitað um það lið hér á landi. 1R og Armann eiga bæði rétt á heimaleiknum fyrst. „Við vitum litið um þetta finnska lið”, sagði leikreyndasti maður Armanns, Birgir Orn Birgis, i morgun, ,,en ef það er eitthvað svipað að styrkleika og önnur lið frá Finnlandi, sem við þekkjum til, eru möguleikar okk- ar ekki miklir. Við munum setja okkur strax i samband við Finn- ana um leikdaga — en það er með öllu óráðið, hvort við leikum heima og heiman”. Um mótherja IR-inga, Real Madrid, sagði Birgir, að liðið væri toppurinn i evrópskum körfu- knattleik. Fyrri leikur Armenninga og finnsku bikarmeistaranna á að fara fram 29. október — en seinni leikurinn 5. nóvember. IR-ingar eiga að leika fyrri leikinn 30. október — en seinni leikinn 6. nóvember. — BB. Bandariska knattspyrnuliðiö Cosmos frá New York, sem nú er I keppnisferð i Evrópu, iék sinn fyrsta leik i gærkvöldi við Malmö I Sviþjóð. Sviarnir sigruöu örugglega i leiknum og skoruðu fimm mörk gegn einu. Eina mark Cosmos gerði Pele, þegar staöan var 3:0. Þá lék hann á þrjá varnarmenn Malmö og skoraði siðan örugglega af 10 metra færi. Hann er þinn) á 97 höggum minus 18 högg, ann- ar varð Birgir Björnsson og þriðji Ragnar Jónsson, báðir úr FH. Þá var keppt i nýliðaflokki og þar bar Guðmundur Vigfússon Vikingi sigur úr býtum. Leiknar voru 18 holur, nema i nýliðaflokknum, þar voru leiknar 12 holur. Mótið tókst vel, þrátt fyrir af- leitt veður — og mættu margir handknattleikskappar til leiks — bæði ungir og gamlir. — BB. Ingunn Einarsdóttir hefur ekki getað beitt sér að neinu marki I sumar, en er nú greinilega aö ná sér á strik. — Keppti á móti í Svíþjóð og stóð sig vel Ingunn Einarsdóttir, 1R, sem núdvelur við æfingar i Norköping I Sviþjóð, keppti á sinu fyrsta móti um helgina og stóð sig mjög vel. Þá keppti hún i 100 m hlaupi á frjálsiþróttamóti, sem fram fór i Norköping og varð önnur — hljóp á 12.7 sek. Sú, sem sigraði i hlaupinu, hljóp á 12.6 sek, en á bezt 11.8 sek. Töluverður mót- vindur var, þegar hlaupið fór fram, og dró hann verulega úr árangri keppendanna. Það er þvi greinilegt, að Ingunn er að ná sér á strik eftir meiðslin, sem hafa háð henni i sumar — og búast má við,að hún fari að gera harða hrið að Islandsmetum sinum. A sama móti keppti Lilja Guömundsdóttir i 1500 m hlaupi — og sigraði hún i hlaupinu — hljóp á 4:36,1 min., sem er nokkuð frá íslandsmeti hennar. -BB. Þekktur þjálfari til ÍR Dagana 4.-7. september nk. mun Frjálsiþróttadeild 1R gang- ast fyrir námskeiði fyrir milli- vegalengdahlaupara og lang- hlaupara og þjálfara þeirra. Til námskeiðsins hefur félagið fengið mr. GORDON SURTEES, sem um þessar mundir er einn af þekktustu hlaupaþjálfurum Eng- lands, og mun hann ásamt þjálf- ara ÍR-inganna, Guðmundi Þórarinssyni, leiðbeina þátttak- endunum Mikill kostnaður fylgir þessu framtaki þeirra IR-inganna þótt námskeiðið muni ekki taka lang- an tima, og þvi munu væntanlegir þátttakendur þurfa að taka þátt i kostnaðinum með þvi að greiða krónur 2500 i þátttökugjald i upp- hafi námskeiðsins. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna sig til Guö- mundar Þórarinssonar eða Sigfúsar Jónssonar. Stefán reynir við metið í 400 m grindahlaupinu „Við erum bjartsýnir á, að Stefán Hallgrimsson setji Is- landsmet i 400 m grindahlaupinu á morgun, veröi veður skaplegt tilkeppni,” sagöi Úlfar Teitsson, formaður frjálsiþróttadeildar KR,en þá gangast KR-ingar fyrir innanfélagsmóti f frjálsiþróttum á Laugardalsvellinum — og veröur keppt I fjórum greinum. Sett hafa verið lágmörk vegna þátttöku i mótinu og eru þau þessi: 400 m grindahlaup, 60 sek, 100m hlaup 12.0 sek., kúluvarp 14 m og í stangarstökki, sem verður fjórða greinin, er lágmarkið 3.50 m. -BB. ;■ Míi Stefán Hallgrimsson KK er nú að komast i mjög góða æfingu — og ætlar aö reyna viö isiandsmetiö i 400 m grindahlaupi á morgun. Bommi fær boltann frá Lolla RAGNAR GÓDUR í RIGNINGUNNI — og er nú efstur i stigakeppni Golfsambandsins j Itagnar Ólafsson GK bætti enn við sigurlista sinn i opnu stiga- mótunum i golfi í ár, er hann sigraði i Bridgestone keppninni hjá Golfklúbbi Suöurnesja, sem fram fór i roki og rigningu um helgina. Hann lét veðrið ekki á sig fá — lék fyrri 18 holurnar á 75 höggum — einu höggi betur en Þorbjörn Kjærbo GS, sem var á 76 höggum. Siðari daginn bætti Ragnar við forskotið — einu höggi — og kom inn á samtals 153 höggum, en Þorbjörn á 155. Má segja, að þeir tveir hafi verið i sérflokki i þessari keppni, en þar urðu fyrstu menn — án forgjafar þessir: Ragnar Ólafsson, GR 153 Þorbjörn Kjærbo GS 155 Þórhallur Hólmgeirsson, GS 158 Sigurður Albertsson, GS 159 Sigurður Thorarensen GK 159 Hallur Þórmundsson, GS 160 Geir Svansson, GR 160. 1 Camel keppninni—þar voru bara veitt verðlaun fyrir beztan árangur með forgjöf — uðru úrslitin þau, að Dutch Hart- man GS varð fyrstur á 139 högg- um nettó — annar varð Haukur Magnússon GS á 142 og þriðji Dick Fialla GS á 144 höggum nettó. -klp-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.