Vísir - 04.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 04.09.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. —Fimmtudagur 4. september 1975 — 200. tbl. Milljónum kostoð á glœ. Hvers vegna? Hikisstjórnin ákvað að kaupa Fokker Friendship flugvél til landhelgisgæzlustarfa, þvert ofan i álit nefndar sem hún hafði skip- að til að fjalla um flugrekstur Landhelgisgæzlunnar. Fyrir það fé sem kostar að kaupa og reka cina Fokker Friendshipvél, væri hægt að kaupa og reka 4-5 vélar af gcrðinni Beechcraft King Air, sem nefndin mælti mcð. Ákvörðun um Friendship kaup- in virðist hafa verið tekin sam- kvæmt eindreginni tillögu Péturs Sigurðssonar, forstjóra Land- helgisgæzlunnar sem átti sæti i nefndinni, en sem i viðtali við Vísi lýsti sig ósammála niður- stöðum hennar. Nefndin taldi reyndar að flug- gæzlumálum yrði nokkuð vel borgið með þvi að kaupa bara eina vél af Beechcraft gerð yrði sparnaður i kaupverði þá 650 milljónir króna og rekstrar- sparnaður rúmlega 146 milljónir á ári. Þaðvar byggt á þvi að Fokker Friendship vélin sem fyrir er, er alls ekki fullnýtt. Hagkvæmast væri þvi að fjölga flugtímum hennar, kaupa Beechcraftvél og auká notkun leiguflugvéla. Pétur Sigurðsson, sagði við Visi að niðurstaða nefndarinnar væri óraunhæf. Beechcraftvélin hent- aði alls ekki og þeir gætu ekki verið að dandalast á litilli vél langt úti á hafi. Vfsir hefur rætt við nokkra flugmenn og eru þeir sammála um að frá öryggissjónarmiði hafi Friendshipvélin ekkert framyfir Beechcraftinn, nema slður sé. Þeir vildu t.d. miklu frekar nauð- lenda Beechcraft en Friendship á hafi úti, vegna þess að hún er lág- vængja. Þá er geta hennar á einum hreyfli ekki minni en stærri vélarinnar. Einn flugmaður sem Visir talaði við i morgun sagði: — Eini munurinn er sá að i Beech- craft vélinni hafa þeir minna pláss fyrir morgunleikfimina. Það er tóm vitleysa að tala um Beechcraftinn sem einhverja smávél. Þarna er veriö að kasta milljónum á glæ. Hversvegna? Hver ræður? — ÓT. SJO MINUTNA VERKFALL... og Flugleiðir gengu að kröfum flugfreyjanna — Þaö má segja aö verkfallið hafi verið mjög stutt/ því það hafði aðeins staðið í um sjö mínútur/ þegar Flugleiðir h.f. viðurkenndu okkar túlkun á samningunum —, sagði Erna Friðfinnsdóttir, flug- freyja, í viðtali við Visi í morgun, — enda var þeim varla stætt á öðru en að greiða okkur verðlags- bæturnar. — Flugfreyjufélag íslands boð- aði i gær til vinnustöðvunar, sem hófst á hádegi, til þess að leggja áherzlu á þá kröfu sina, að flugfreyjur fengju greiddar verðlagsbætur á laun sin, til samræmis við samninga ASt frá 12. júni. Var Flugleiðum h.f. tilkynnt þó jafnframt, að verkfallið myndi ekki stöðva neina af vél- um félagsins erlendis, þannig að þær flugfreyjur, sem aö störfum voru erlendis, myndu ekki leggja niður vinnu fyrr en heim kæmi. Verkfall þetta náði þó aldrei að hafa nein áhrif á áætlanir Flugleiða, þar sem félagið gekk að öllum kröfum flugfreyja sjö minútum eftir að vinnustöðvun var boðuð. Liklegt verður að telja, að þetta sé stytzta verkfall hér- lendis. Flugfreyjur fá þvi greiddar 5.300 króna verðlagsbætur á laun sin frá 13. júni siðastliðn- um. I viðtalinu við Visi i morgun tók Erna Friðfinnsdóttir það fram, að flugfreyjur hefðu grip- ið til þessara aðgeröa, þar sem þær hefðu talið óeðlilegt að beð- ið yrði úrskurðar félagsdóms. Teldu þær ákvæði samningsins svo skýr, að um þau þyrfti ekki að deila og þvi hefði ágreiningur sá, sem Flugleiðir h.f. lögðu fyr- ir félagsdóm verið tilbúnar deilur. FRÁLEIT LÁNTAKA — Það er fráleitt að rikið skuli taka lán úr þessum sjóði vegna rikisfyrirtækis, sagði Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Félags islenzkra iðnrekenda i gærmorgun, þegar hann var spurður álits á 150 milljón króna lántöku rikisins úr Norræna iðn- þróunarsjóðnum. Lánið var tekið til að greiða hlutafé rlkissjóðs i málmblendisverksmiðjunni. Iðnþróunarsjóður átti að vera nettó viðbót við eðlilega fjár- mögnunarmöguleika úr sjóðum til iðnaðar. Hins vegar virðist sem rikisvaldið hafi skotið sér undan þvi að fjármagna sjóði iðnaðarins á sambærilegan hátt og sjóði annarra undirstöðuat- vinnugreina, en velt þess i stað vandanum yfir á iðnþróunarsjóð. Haukur taldi fráleitt að frænd- þjóðir okkar hefðu ætlað sér að taka við hlutverki islenzku rikis- stjórnarinnar, með stofnun sjóðsins. Þær eru þó nú að fjár- magna rikisframkvæmdir. -ÓT. —1 Bœndur og verica- menn ósáttir Bændur og verkamenn eru ekki á eitt sáttir um hvor aðilinn á að ráða kjörum hins. Á þingi Stéttar- sambands bænda fyrir skömmu var lýst yfir furðu á þvi, að verka- lýðshreyfingin skyldi fá aðstöðu i siðustu kjarasamningum til að hafa áhrif á lagasetningu, sem varðar lifsafkomu bænda. Verka- mannasamband islands sendi i gær frá sér harðorða ályktun vegna þessa, telur að verkalýðs- hreyfingunni sneitt, og vekur at- hygli launþega á þessari „ósmekklegu ályktun” bænda. „Þessi ályktun, sem Alþýðu- sambandið gerði i vetur rauf rétt bænda til að hafa sambærileg laun við aðrar stéttir, eins og þá var farið fram á”, sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður stjórnar Stéttarsambands bænda i viðtali við Visi i morgun. „Það er furðulegt, að farið skuli fram á slikt, þvi áð neytendur hafa þrjá af þeim sex mönnum i nefndinni, sem ákveður búvöru- verð. Svo sterk aðstaða ætti að duga. En þetta er sambærilegt við það, að bændur færu fram á að taka verkfallsréttinn af verka- mönnum”, sagði Gunnar enn- fremur. I ályktun stjórnar Verka- mannasambandsins um ályktun bændanna segirm.a.: ,,Það hlýt- ur einkum að snerta launþega, neytendur i landinu, hvernig verðlagningu landbúnaðarafurða er háttað. ...þessi ályktun hlýt- formann stjórnar Stéttarsam bands bœnda ur að vekja verkalýðshreyfing- una til virkari umræðna um verð- lagskerfi landbúnaðarins, sem greinilega er úr sér gengið og óraunhæft.” „Nei, verðlagskerfi land- búnaðarins er ekki óraunhæft að okkar mati. En ýmislegt i iög- gjöfinni þarf endurskoðunar við”, sagði Gunnar Guðbjartsson. — ÓH. Það var ekki annað að heyra en að þau væru hin ánægðustu með að mæta I skólann aftur, krakkarnir, sem við hittum i Hvassaleitisskóla i morgun. „Mér finnst það ofsalega gaman,” sagði ein litil stúlka með skólatösku I hendinni. Það er vist enginn þörf á töskunum strax, en ekkcrt verra að hafa þær mcð. Enda eru töskurnar eitt aðaltákn þess, að maður sé byrjaður I skóla og þar af leiðandi orðinn stór’ Barnaskólarnir eru settir i dag, en gagnfræðaskólarnir ekki fyrr en á mánudag. -EA/ljósm.: BG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.