Vísir - 04.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 04.09.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 4. september 1975 VÍSIR Útgefandi: Ritstjóri og ábm: Ritstjdri frétta: Fréttastjóri erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Þorsteinn Páisson Arni Gunnarsson GuOmundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hve^fisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Slöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. •• Ofgar á báða vegu Þau óvenjulegu tiðindi hafa nú gerzt, að eitt af flokksblöðunum i höfuðborginni hefur tekið að sér að verja aðgerðir hagsmunasamtaka, sem revnt hafa með hótunum um lögþvinganir og flokks- pólitiskan þrýsting að stöðva skrif og umræður um tiltekin málefni. Óneitanlega er það kynlegt, að dagblað, þótt flokksblað sé, skuli gerast mál- svari slikra vinnubragða. Uppljóstranir formanns Stéttarsambands bænda i Laugarvatnsræðu hans á dögunum lýsa mjög furðulegri afstöðu tíl rökræðna um þjóð- félagsmálefni á opinberum vettvangi. Það er augljóslega mjög alvarlegur atburður i lýðræðis- þjóðfélagi, þegar sterk hagsmunasamtök eru uppvis að þvi að reyna að kæfa opinberar umræð- ur um málefni, er þau snerta. Þessi viðbrögð sýna glögglega þær öfgar, sem fram hafa komið i umræðum um landbúnaðar- málin. Annars vegar hafa menn viljað leggja landbúnaðarframleiðslu á íslandi niður og reisa álverksmiðjur til þess að sjá vinnufúsum höndum fyrir vinnu. Á hinn bóginn hafa bændasamtökin brugðizt við með þeim fádæmum, sem formaður Stéttarsambandsins lýsti i *Laugarvatnsræðu sinni og greint hefur verið frá i framhaldi af henni. öfgar af þessu tagi hafa vitaskuld litla þýðingu og leysa ekki þau vandamál, sem við er að etja. öllum skynibornum mönnum er ljóst, að land- búnaður er mikilvægari atvinnugrein en svo, að hún verði lögð niður. Á hinn bóginn eru f jölmarg- ar brotalamir i skipulagi landbúnaðarins, sem færa þarf til betri vegar. Það verður engin framþróun i landbúnaði, ef forystumenn bændasamtakanna ætla að kæfa umræður um þessi málefni. öfgafull viðbrögð þeirra hljóta þvi að vera varhugaverð frá sjónar- hóli hins almenna bónda i landinu. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli, að áfram verði unnið markvisst að umbótum i þessari atvinnu- grein eins og öðrum. Visir gerði grein fyrir af- stöðu sinni i þeim efnum fyrir skömmu, og hún er óbreytt. Þá gegnir það furðu, að Stéttarsamband bænda skuli andmæla þvi, að rikisstjórnin hafi gefið launþegasamtökunum fyrirheit um aðild að endurskoðun laga um verðlagsmálefni land- búnaðarins. Það er rétt, sem segir i ályktun stjórnar Verkamannasambands íslands, að þessi mál skipta neytendur afar miklu máli. Afstaða rikisstjórnarinnar er þvi bæði eðlileg og skyn- samleg, ef raunhæfur árangur á að nást við þessa lagaendurskoðun. Þegar þrætur af þessu tagi skjóta upp kolli, verða menn að gæta þess að leiða þær ekki út i slikar öfgar, sem raun hefur orðið á i þessu til- viki. öllum má ljóst vera, að það væri meira en litið háskalegt, ef hagsmunasamtökin i þjóð- félaginu ættu að hafa svo mikil áhrif, að þau gætu stöðvað umræður um málefni, sem þeim þættu óþægileg. Það er þvi kynlegt, þegar eitt af dag- blöðunum freistar þess að verja vinnubrögð af þessu tagi. 1 þessum efnum sem öðrum er mikilvægast að standa vörð um frjálsar umræður. öfgarnar, á hvorn veginn sem þær eru, dæma sig sjálfar. En Visir mun ekki hika við að gagnrýna þá, sem óvirða tjáningarfrelsið. Umsjón: GP m Yigal Allon, utanrikisráúherra tsraels, horfir broshýr fram yfir öxl starfsbróöur sins frá Bandarfkjun- H um. Sér hann kannski 2.500 milljón dollara aöstoö til handa löndum sinum? “ ii SAMNINGARNIR :: ■■ ■■ :: :: ■■ Horfur eru nú á þvl, aö Henry Kissinger hafi loks hlotið árang- ur erfiöis sins eftir nær hálfs annars árs tilraunir til aö fá Egypta og tsraelsmenn til aö semja. Er almennt búist viö þvi aö slðustu formsatriöin, hinar biúdandi undirskriftir aöilanna, fáist uppfylltar innan skamfns. Þaö blés þó ekki byrlega fyrir nóbelsverðlaunahafanum um tlma. 1 marz blasti ekki annað við en sáttatilraunir hans hefðu fariö út um þúfur. Sá mótbyr og svo endalok Saigonstjórnarinnar i Suður- Vietnam þar sem friðarsamn- ingar Kissingers og Thos reynd- ust minna virði en pappirinn, sem þeir voru skjalfestir á urðu mikill hnekkir fyrir álit Kissing- ers utanrikisráðherra bæði heima fyrir og út á við. Þessi sérkennilegi ekkiárás- arsamningur, sem Kissinger hefur taliðstjórnir Egyptalands og ísrael á að gera, kemur þvi eins og ný fjöður í diplómata- hatt Kissinger á tima þegar hatti hans veitti svo sannarlega ekki af. Timinn á að vísu eftir að skera úr um hvort þessir samn- ingar reynast i nokkru hald- betri en þeir samningar sem Kissinger hafði milligöngu um fyrir Saigonstjórnina á sinum tlma. 1 dag telja þó flestir að þetta átak muni bægja frá striðshættunni um stund i Aust- urlöndum nær. Þvi þykir mönnum þessi ár- angur Kissingers hrósverður. Ford forseti gerir sér greini- lega vonir um að þetta framlag Bandarikjamanna til alþjóða- mála megi verða stjórn hans og bandarlsku þjóðinni til álits- auka út á við. I simtali við Kissinger, eftir að kunnugt var, að samningsaðilarnir hefðu orð- ið á eitt sáttir, kvað Ford bándarisku þjóöina standa i þakkarskuld við Kissinger fyrir hans þátt I málinu. En þennan vegsauka verða Bandarikjamenn greinilega að kaupa háu veröi I beinhörðum peningum. Eftir þvi sem frétzt Jiefurum innihald samninganna er ekki annað að sjá en Israels- menn og Egyptar komi til með að skipta á milli sin 4000 til 5000 milljónum dollara efnahagsað- stoð sem Bandarikjastjórn hafi lofað þeim til að liðka fyrir samningum. Að visu hefur ekki verið upp- lýst hverjar nákvæmlega verði heildarfjárhæðirnar sem þarna er um að ræða. En eftir þvi sem kvisast hefur út frá embættis- mönnum, sem um þetta fjalla, fær: Anwar Sadat Egyptalandsforseti væntir góös stuönings frá Bandarikjamönnum fyrir tóman rlkiskassa Egypta. Auk þess skila israelar Egyptum aftur oliulindum I Sinal, sem veröur drjúgt búsilag. — Israel um 2.500 milljónir dollara i hemaðar- og efnahags- aðstoð, — Egyptaland eftir atvikum 1.500 til 2.500 milljón dollara sem Bandarikjamenn munu beita sér fyrir að verði veittar þeim úr hjálparsjóðum iðnaðar- og olluframleiðslulanda til handa þróunarlöndum. 1 desember 1974 fóru tsraels- menn fram á það við stjórnina i Washington, að hún veitti þeim 2.500 milljón dollara efnahags- aðstoð fyrir næsta fjárlagaár (sem miðaðist við 1. júli s.1.). Þar af 1.800 milljónir til hernað- armála. Fordstjómin dró það við sig hversu mikið af þessari upphæð ætti að sækja til þingsins til beinna fjárveitinga. Stjórnin lýsti þvi yfir — eftir að Israels- stjórn hafði hafnað tillögum Kissinger um samningsgrund- völl i viðræðum við Egypta — að Bandarikjamenn þyrftu aðend- urskoða stefnu sina i máleínum Austurlanda nær. Að allra mati var þetta á- minning til Israelsstjórnar um að Bandarikjastjórn mundi tregari til þess að veita Israelá- framhaldandi aðstoð ef ísraels- stjóm hunzaði I framtiðinni til- lögur hennar. Síðan hafa mánuðirnir liðið. Verðbólgan hefur skrúfast á meðan. Israelsmenn eru farnir að ympra á þvi, hvað allt hefur hækkaö siðan þeir töldu sig þurfa 2.500 milljónir. Þeir hafa látið á sér skilja að nú telji þeir sigþurfa 3.000milljónir. Enginn býst við þvi að þeim verði að þeirri ósk sinni. Ford forseti var spurður að þviámánudag hve mikið stjórn hans ætlaði að hjálpa Israels- mönnum i þessu tilliti. Þótt Israelsmenn hafi nú sýnt sig að þvi að vera Kissinger leiðitam- ari en þeir voru fyrir hálfu ári, þá var forsetinn enn loðinn i svörum. Hann kvað upphæðina mundu verða „töluverða” en vildi ekki svara þvi nánar. I fréttapistli frá Alexandriu skrifar New York Times að egypzkir embættismenn geri sér vonir úm 3.000 milljón doll- ara efnhagsaðstoð i kjölfar samninganna við Israel. Sér- fróðir menn telja að það sé of mikil bjartsýni af þeirra hálfu og Egyptar geti i bezta falli bú- ist við 1.500 milljón dollara að- stoð. Þá mestmegnis I mynd einhverskonar tækniaðstoðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.