Vísir - 04.09.1975, Page 3

Vísir - 04.09.1975, Page 3
Vísir. Fimmtudagur 4. september 1975 3 Gerviefni stórhœttuleg ef - su þou brenno eða sviðna *£»■* — Það kemur ekki á óvart að reykur frá litlum bruna i gervi- efnum reynist hættulegur og jafnvel banvænn, sagði Bárður Panielsson, brunamálastjóri i viðtali við Visi i gær. — Það fylgir þessum efnum mjög mik- ill reykur og þótt þau brenni ekki, heldur aðeins sviðni, get- ur reykurinn af þeim orðið ó- trúlega mikill. t mörgum tilvik- um er hann einnig eitraðri en reykur af öðrum efnum. Brunamálastjóri sagði enn- fremur, að hér hefðu orðið dauðaslys af völdum litilla bruna i gerviefnum og benti á eitt atvik- þar sem barn lézt af völdum reyks. 1 það skipti staf- aði reykurinn af þvi að logandi sigaretta náði að sviða kven- tösku sem var úr gerviefnum. Viða um heim er eftirlit með gerviefnum mun meira en hér tiðkast og hin verstu jafnvel bönnuð. Hérlendis hefur ekki þótt tiltækt að banna notkun þeirra i heimahúsum en viða er óheimilt að nota teppi og annað úr gerviefnum á samkomustöö- um og i stórhýsum. Til eru á markaðnum gervi- efni sem ekki brenna og eru þau til dæmis notuð i teppi og sæta- áklæði fyrir flugvélar en vegna þess hve dýr þau eru hefur ekki tekist að koma þeim inn á al- mennan markað. í viðtalinu við Visi i gær sagði brunamálastjóri meðal annars að viða væri pottur brotinn i meðferð gerviefna hérlendis. Nylon efni og önnur svipuð væru eldfim og hættuleg en margar tegundir plastefna hefðu reynzt litlu skárri. Sem dæmi nefndi brunamálastjóri einangrunar- plast sem viða er notað i hús ó- varið þrátt fyrir skýr ákvæði um að þau beri að eldverja. — Við höfum til dæmis komið i skipasmiðastöðvar, sagði brunamálastjóri, — þar sem loft i vinnuskálum eru klædd ein- angrunarplasti án þess það sé eldvarið. Einangrun þessi er mjög eldfim, hitamyndun við bruna hennar mjög mikil og einnig reykmyndun. Auk þess rennur efnið niður sem tjara þegar það brennur, og kvikni eldur i húsinu, eiga þeir menn, sem eru við vinnu niðri i lestum skipanna, þess nánast engan kost að bjarga lifi sinu. Á mörgum stöðum höfum við fengið bætt úr þessu og eftirlit þarf enn að herða.— Að lokum skýrði brunamála- stjóri frá þvi að um þessar mundir væri unnið að gerð skýrslu á Norðurlöndum þar sem gerviefni væru kynnt og þau flokkuð eftir þvi hve hættuleg þau eru. Þegar gerð skýrslunnar verður lokið, vænt- anlega einhverntima i haust eða vetur, fær brunamálastjórn hana i hendur og verður hún þá kynnt almenningi. Sagði brunamálastjóri að hingað til hefði verið erfitt að koma viðvörunum til almenn- ings um efni þessi þar sem lög- gjöf um atvinnuróg hérlendis Fullorðinn maður slapp naumlega frá köfnun aðfaranótt þriðjudagsins, þegar logandi sígaretta, sem hann hafði sofnað út frá, kveikti i nælon gólfteppi i her- bergi hans. A teppið komu tveir litlir sem og viðar væri þannig að hætta væri á málaferlum er ein- stök efni væru tiltekin i sam- bandi við þessa hættu. — HV brunablettir — samanlagt inn- an við eitt ferfet að stærð — en reykmökkurinn fyllti herberg- ið og þykir þaö mesta mildi, að maðurinn skyldi vakna og komast út. Atburður þessi átti sér stað að Tunguvegi 6 i Hafnarfiröi og þegar slökkvilið kom á vettvang, var reykurinn frá þessum tiltölulega litla bruna slikur, að reykkafarar sáu ekki handa sinna skil þar inni. —HV Lítill eldur...en reykurinn banvœnn TOLLFRJÁLS VARNINGUR: AÐEINS EINN SKAMMT Á DAG Eitt af ákvæðum nýrrar reglugerðar um tollaafgreiðslu flug- áhafna, far- og ferða- manna, kveður svo á, að framvegis verði engum heimilt að koma með nema einn skammt af tollfrjálsum varningi til landsins á hverjum sólarhring. Það er liklega ekki algengt að farmenn eða ferðamenn hafi oft komið hingað til lands tvisvar sama sólarhringinn, og þá notað það til þess að komast með tvö- faldan skammt gegnum toll. Það hafa þó áhafnir á Boeing þotum Flugfélags Islands gert, að minnsta kosti um nokkurt skeið. Það eru þær áhafnir sem fljúga á áætlunarleiðinni milli Grænlands og Kaupmannahafn- ar. Venjulega flýgur áhöfn þot- unni frá Kaupmannahöfn til Keflavikur og siðan til Græn- lands og aftur til Keflavikur sama dag. Þessar áhafnir hafa þá getað tekið með sér tvöfald- an toll inn i landið, en nú hefur veriö sett undir lekann og eng- inn fær að fara með nema einn skammt. —HV Ætla að kenna orgel- leik á brem mónuðum Frá Yamaha-orgelnámskeiöi erlendis Eftir þrjá mánuði getur þú verið búinn að læra að leika á fullkomiö rafmagnsorgel, ef trúa má auglýsingum frá Orgel- skóla Yamaha, sem er að hefja starfsemi næstu daga. Kennt er samkvæmt kennslukerfi, sem Yamaha hljóðfæraverksmiðj- urnar japönsku hafa gert til að auðvelda byrjendum I hljóð- færaleik námið. Islendingar ha.fa nú fengið þjálfun i að kenna samkvæmt þessu kerfi og verða kennararn- ir þrir til að byrja með, en skólastjóri er Ólafur Þórðarson. Orgelskólinn starfar i sjö manna hópum og leggur til hljóðfærin, sem nemendur byrja að spila á strax i fyrsta tlma. Orgelskólinn lofar þvi, að eftir þrjá mánuði verði þeir farnir að leika sjálfstætt, fyrir sjálfa sig og fyrir fjölskyldu og vini, ef þeir eiga þá einhverja eftir. Ef menn vilja hins vegar verða hreinir snillingar á hljóð- færið, geta þeir tekið þátt I B námskeiöi, sem er fyrir fram- haldsnemendur. Upplýsingar fást I Hljóðfæraverslun Poul Bernburg. —ÓT FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ, EN EKKI MENNTAMÁLA FJALLAR UM MALIÐ Vfsi hefur borizt eftirfarandi frá menntamálaráöuneytinu: ,,1 VIsi i fyrradag er sagt að tækniskólakennarar séu I setu- verkfalli vegna ágreinings við menntamálaráðuneytið og að kennararnir hafi „sent ráðu- neytinu tvö bréf um ýmis kjara- atriði án þess að fá svar”. — Hið rétta I þessu efni er, að kennar- arnir hafa sent menntamála- ráðuneytinu tvö bréf, 19. og 29. f.m. og þeim var hvoru um sig svaraö samdægurs, hinu fyrra með sérstöku bréfi, hinu slðara með þvl að senda ljósrit af bréfi menntamálaráðuneytisins til fjármálaráðuneytisins. Bréf kennaranna fjölluöu bæði um kjaramál og var efni þeirra beint til fjármálaráöuneytisins, sem fer með þau mál.” ALLT TIL SKÓLANS Á EINUM STAD. ÞÚ ÞÆlRFT EKKI AÐ LEITA VÉDAR. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTR/ETI 18

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.