Vísir - 04.09.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 04.09.1975, Blaðsíða 16
vísir Fimmtudagur 4. september 1975 Sleppt úr haldi Nú er lokið yfirheyrslum yfir piltinum, sem setið hefur i gæzlu- varðhaldi vegna smygls og sölu á miklu magni af cannabis fíkni- cfnum. Var piltinum sleppt úr haldi i gærkvöldi, þar sem þáttur hans í málinu var að fullu skýrð- ur. Viðurkenndi pilturinn sinn hlut að innflutningi og dreifingu á þvi fikniefnamagni, sem um ræðir, en það var um 1.5 kiló af hassi og um 2 kiló af marihúana. Alls hafa nú átta menn játað meginhlutdeild sina að innflutn- ingi og dreifingu á fikniefnum þessum, en allmargir aðrir hafa flækzt imálið sem viðtakendur og neytendur. Rannsókn málsins er haldið áfram. — HV. Hœsfiréttur starfar ó ný Hæstiréttur er nú að hefja störf siná nv.eftirum tveggja mánaða dómhlé. Stendur nú yfir undir- búningur að störfum hans og er meöal annars verið að lagfæra og mála aðsetur dómaranna á þriðju hæð hússins við Lindargötu. Málflutningur i fyrsta málinu eftir dóinhlé mun fara fram á morgun. — HV. Hver fékk einkaflugvél í heilan dag? t gær komu á Alþjóðlegu vörusýninguna 2826 manns. Þá er heildartala sýningargesta komin upp i 49269. Þetta þýðir, að 50 þúsundasti gesturinn kemur á sýninguna i dag, en sá eða sú fær blómvönd. Dregið var um einkaflugvél i heilan dag i gær. Kom vinningur- inn á númer 43459. 1 dag verður dregið um helgar- ferð til Vestmannaeyja og hótel- dvöl þar. Gildir þetta fyrir tvo. — HE. í stuttu móli: Félag islenzkra bif- reiðaeigenda fer á mánudag hina árlegu skemmtiferð með vist- fólk af Elliheimilinu Grund. Farið verður til Grindavikur. Félags- menn FÍB, sem geta út- vegað bila, eiga að hafa samband við skrif- stofuna. ★ Kunnur bandariskur listmálari heldur fyrirlestur um myndlist i Norræna húsinu i kvöld klukkan 20:30. Hann fjallar um myndlist frá sjónarhóli málarans en ekki listfræðingsins. ★ Dandsfundur Landssambands islenzkra barnaverndarfélaga hefst i Norræna húsinu á morgun. Þar verður áhugamönnum gefinn kostur á að hlýða á nokkur erindi og taka þátt i umræðum um þau. A fundinum verður m.a. fjallað um hlutverk barnaverndar. — sagði Auður Bjarnadóttir, hin unga ballettdansmœr „Ég kvíði dá- lítið fyrir að dansa á móti Helga" Enn fœkkar leigubílum „Það eru anzi margir leigubilstjórar, sem lagt hafa inn leyfi sin og hætt akstri. Sennilega um 60 á siðustu mánuðum, og alltaf bætast fleiri við,” sagði Olfur Markússon, framkvæmda- stjóriFrama félags sjálfseignar- bilstjóra, er við ræddum við hann. Reglugerð um takmörkun á fjölda leigubila var sett árið 1956 og gilti fyrir 658 bila. 1 dag eru 706 með leyfi. Sagði Úlfur, að miðað við allan einkabflafjöldann væri þetta allt of há tala. „Ég held, að nægil. væri að hafa 400 leigubila. Nýting hvers bils þyrfti lika að vera allan sólarhringinn eins og á öðrum Norðurlöndun- um, þar sem leyfishafi hefur 1-2 menn til að aka með sér. Er þá unnið á vöktum. Hann sagði að reksturskostnaður hvers bils hefði hækkað um 100% á rúmu ari. Taxtar eru m.a. miðaðir við rekstur benzinbils, en jafnvel þeir, sem eru á diselbil, gefast hreinlega upp, þvi að enginn rekstragrundvöllur er fyrir hendi. 35-40% væri „dauð keyrsla” eða bið á stæðum, þar sem bilarnir þyrftu þó að vera i gangi að minnsta kosti á vetrar- mánuðum. I athugun er hjá ráðherra að fækka leyfishöfum smám saman. Úlfur sagði, að mikið væri býsnast yfir þvi, að leigubil- stjórar fengju tollaafslátt sem væri þó minni en allir aðrir at- vinnubilstjorarhefðu. Þeir borga 30% toll, en leigubilstjórar 40% eða það sama og jeppaeigendur. Aðrir bilaeigendur þurfa að borga 90% toll. „Farþegar hagnast á þvi, að leigubill sé sem ódýrastur, þvi að tekið er mið af verði bils, þegar taxti er reiknaður út,” sagði Úlfur, og hann bætti við, að vissu- lega ætti almenningur heimtingu á samgöngum allan sólar- hringinn. Vonandi þyrftu stjórn- völd ekki að gripa til þess ráðs að greiða með leigubilum margar milljónir eins og með Strætis- vögnum Reykjavikur. -EVl- Sólin sigraði þokuna Nýtt íbúðarhverfi á Kjalarnesi „Það hefur verið skipulagt ibúðarhverfi hér á Kjalarnesi fyrir 150 fbúðir,” sagði Bjarni Þorvarðarson, oddviti Kjalar- neshrepps. Hverfið er nánar tiltekið á vegmótum Vesturlandsvegar og Arnarholtsvegar i Hofslandi og liggur að sjó. Það er skipulags- stjóri rikisins, sem hefur séð um skipulagið og verklegar mæl- ingar voru gerðar á verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen. Enn á þó eftir að auglýsa skipulagið og samþykkja það i félagsmála- ráðuneytinu. Flestar eru lóðirnar undir einbýlishús og eru þær 700-1000 fermetrar. Það eru sjávarlóð- irnar sem eru stærstar. Nokkur raðhús eru einnig með. Bjami sagði, að allt væru þetta leigu- lóðir en vart yrði gatnagerðar- gjaldið mikið undir 1 milljón króna á einbýlishúsinu, miðað við núverandi verðlag. Þó nokkrir eru þegar búnir að sækja um lóð, en ætlunin er að úthluta 40 lóðum undir einbýlis- hús og 10-20 lóðum undir raðhús i haust. Ætti að verða hægt að byrja- á byggingaframkvæmd- um i vor. Reiknað er með rafhitun i húsin, en rannsóknir á hvort heitt vatn sé að finna i nágrenn- inu eru á algjöru frumstigi, eftir þvf sem Orkumálastofnun greindi frá. Bjami sagði, að það tæki um það bil 20 minútur að aka til höfuðborgarinnar. Vegurinn er steyptur nema um 5 km og er búizt við, að sú vegalengd verði steypt á árinu 1977, eða um það leyti, sem fyrstu ibúar flyttu i hús sin. _ EVl. — Ballettflokkurinn er mjög þakklátur Helga fyrir að vilja koma og dansa með okkur, sagði Auður Bjarnadóttir sem mun dansa á móti Helga Tómassyni i Coppeliu. Auður er aðeins sextán ára gömul og þetta er hennar fyrsta stóra belletthlutverk. Sagði hún, i viðtali við Visi, að æfingar á Coppeliu hefðu hafizt þann 5. ágúst, að sumarleyfi loknu, og hefði verið æft af fullum krafti siðan. En aðaláhyggjuefnið er, að við Helgi höfum aðeins þrjá daga til að æfa saman fyrir fyrstu sýninguna. Þetta er vandamál, þvi að ég hef lært eina dansútsetningu (koreografiu) en Helgi aðra. Þetta þýðir, að ég verð að læra ýmislegt úr hans dansút- setningu og hann verður einnig að fara inn i þá, sem hér er dönsuð, sagði Auður. Einnig skiptir máli atriði eins og stærð mótdansarans, til þess að hægt sé að ná samstillingu i dansi. Ég kviði dálitið fyrir að dansa við Helga, en ég veit, að þetta verður stórkostleg reynsla, einnig verður þetta mjög lær- dómsrikt, fyrir mig. Þetta gæti einnig hjálpað mér að komast i skóla erlendis, þegar þar að kemur, en ég ætla að vera hér heima eins lengi og mér likar hér,sagði Auður. Ennúer verið að ráða nýjan ballettmeistara við Þjóðleikhúsið. Við hittum einnig Bessa Bjarnason, sem fer með hlut- verk dr. Coppeliusar, og spurð- um hann, hvort hann kviði lika fyrir að dansa með Helga Þá hló Bessi og sagðist hafa dansað áður með Helga, en það var i leikritinu Sumar i Tyrol, sem var sýnt fyrir mörgum árum, en þá var Helgi skósveinn minn sagði Bessi. Fyrsta sýningin á Coppeliu verður 12. október, en sú siðasta 15. október. Forsala aðgöngu- miða hefst á morgun og eiga styrktarmenn dansflokksins forkaupsrétt að miðum á fyrstu sýningu, fyrstu tvo dagana, sem salan fer fram. -HE Þokan sem grúföi yfir Reykja- vik þegar menn stauluðust á fæt- ur i morgunsárið, stóð áreiöan- lega litið að baki þokunni þegar hún verður hvað svörtust i Lundúnum. Henni virtist veðurlagið frekar hráslagalegt stúlkunni sem Bragi myndaði á leið i vinnu i morgun. En hún þurfti ekki að biða nema örstutta stund. Sólskin og heiður himinn sigr- uðu dimma þokuna áður en varði. Veðurspáin lofar lika góðu i allan dag. Norðan gola og léttskýjað og hitinn 5 til 12 stig boðaði veður- stofan i morgun. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.