Tíminn - 14.10.1966, Side 3

Tíminn - 14.10.1966, Side 3
FÖSTUDAGUR 14. október 1966 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Yfirstéttar hristing mætti kalla myndina. Dansleikurinn var haldinn í höll Giovannin Volpi greifa, sem fyllti höll Móðir sex ára dansks drengs sem lenti í bifreiðaslysi fyrir skömmu, hefur lagt blátt bann við því, að drengnum verði gef- ið blóð, enda þótt drengurinn sé í mikilli lífshættu. Frúin segir: „Blæði syni mínum út er það Guðs vilji“ Frúin er meðlimur í Vottum Jehova. Frúin segir enn fremur: „Þótt við deyjum að því er virðist snemma hér á jörðu, þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að við njótum lífsins í öðru Lífi, lífi sem er að öllu léyti miklu hreinna og óflekkaðra en líf okkar á þessari jörð. Það sr samkvæmt minni skoðun niklu betra, heldur en að lifa óhreinu lífi í þessari tilveru, en maður verður óhreinn við að fá annars manns blóð. Sálin er í blóðinu og við blóðgjöf á maður það á hættu að fá eitthvað af persónuleika hins aðilans.“ Þessa dagana fer fram í París upptaka á kvikmyndinni „Den udödelige Historie" eftir sam nefndri sögu Karen Blixens. Aðalleikendur eru Jeanne Mor- eau og Norman Eshley. Leik- stjóri er engin annar er Orson Welles. Dr. Anthony P. Amarose, hefur fundið upp aðferð til þess að úrskurða nákvæmlega um kynferði ófæddra barna. Læknirinn hefur haft 100% rétt í þeim 39 tilfellum, sem hann hefur sagt til um kyn- ferði væntanlegra barna. Hin forna og göfuga íþrótt Englendinga, burtreiðar, sést nú aftur á grænum völlum í Kent. Tilefnið er það að Eng sína með þekktum leikurum og öðru frægu fólki. Meðal gesta var Gina Lollobrigida eins og sjá má. lendingar halda um þessar, mundir upp á 900 ára ártíð orustunnar við Hastings. Á or- ustuvellinum munu koma fram í grimmum bardaga 420 fót- gönguliðar og 75 riddarar með lensur sínar. Sænsk fjölskylda hefur orðið fyrir skelfilegri reynslu síðustu vikur. Það hófst þannig, að 27. september s. 1. var ráðist á frú Papp af tveimur júgóslöv- um, á afviknum stíg í Malmö. Henni var misþyrmt svo hrotta- lega að lögreglan sagðist ekki hafa orðið vitni að slíkum at- burði í fjölda ára. En þar með var ekki allt búið. Síðustu dag- ana hefur verið hringt í frúna og henni hótað því, að börnum hennar yrði kastað í ána. Þann ig gekk það í átta daga unz frúin fékk taugaáfall og sagði lögreglunni frá atburðunum. Lögreglan brást hart við og hefur haft hendur í hári til- ræðismannanna . . . Launþegastétt ein í Svíþjóð hefur farið í verkfall. Er þetta líklega eitt vinsælasta verkfall þar í landi um langt skeið. Það eru kennarar sem nú krefj ast hærri launa, og ráða nem- endur sér ekki af fögnuði. Enska bítlahljómsveitin the Kinks á í miklum brösum um þessar mundir. Eins og alþjóð veit, boðaði hljómsveitin for- föll er húruvar væntanleg til íslands og kenndi um háls- bólgu. Nú eru Danir orðnir meir en lítið vondir út í pilt- ana sökum þess að þeir neit- uðu að spila á fyrirhuguðum hljómleikum í „Hit House“ í Kaupmannahöfn á dögunum. Segja Danir, að þetta atvik geti orsakað „dauða“ hljóm- sveitarinnar. Hegð- un piltanna í Skandinavíuferð- inni hefur orsakað það, að stærsti hljómleikamiðlari Eng- lands Arthur Howes tilkynnti á föstudag í enska tónlistar- blaðinu „New Musical Express“ að the Kinks mundu ekki fram ar fá inni hjá miðlunarskrif- stofu sinni. Arthur Howes hef- ur allt frá byrjun verið um- boðsmaður the Kinks og sömu- leiðis hefur umboðsskrifstofa hans skipulagt hljómleikaferðir allra bítlahljómsveita innan Englands. Þetta þýðir jafn- framt að Arthur Howes getur neitað the Kinks að koma fram í Englandi. Meiningin var að the Kinks kæmu fram í Austur- ríki og Sviss í þessari viku, en þeir hafa aflýst ferðinni. í stað þess flýgur Ray Davis foringi hljómsveitarinnar til Bandaríkjanna ásamt umboðs- manni sínum til viðræðna við umboðsmann þeirra þar. Þar býst hljómsveitin við nýjum erfiðleikum, því þeir geta ekki sent út nýjar plötur. Fyrir fjórum mánuðum sögðu þeir upp samningum við PYE út- gáfufyrirtækið, sem síðan hafa bannað öðrum útgáfufyrirtækj- um að gefa út plötur með þeim. The Kinks eru nú til- búnir með nýja LP plötu “Face to Face.“ Þess má geta að The Kinks neituðu að spila í Hit House vegna ónógra öryggis- ráðstafana í húsinu að sögn umboðsmanns þeirra. Ennþá gengur ekkert með An-An og Chi Chi samkvæmt fréttum frá Moskvu. Ef ekkert gerist fyrir föstudag verður Chi Chi að halda áftur til Lon- don við svo búið. Ungir brezkir puttaferöalang ar í Evrópu hafa ofan af ser, ef í nauðirnar rekur með því að selja blóð úr sjálfum sér í við- komandi löndum. Hafa myndazt biðraðir við suma spítala eias og til dæmis í Istanbul. 3970 silfurpeningar frá þrett ándu öld eftir Krist fundust nýlega á 70 cm. dýpi í jörð í Ungverjalandi. Alls vógu pen- ingarnir 4 kíló en þeir hefðu um árið 1240 nægt til kaupa á 205 hektara jörð, eða tveim stykkjum af fullkomnum her klæðnaði. 3 Með hugsjónir Geirs að vopni Morgunblaðið hefur ekki enn birt forystugrein um neina ofurmennsku hjá Geir borgar- stjóra. Þar fær Bjarni einn að birtast með hinn sanna dýrlings baug og þá einkunn, að hann beri af öllum íslenzkum stjórn málamönnum eins og gull af eir. Hins vegar virðast uppi í Sjálfstæðisflokknum tilbneig- ingar tii þess að stimpla Geir sem fullkomnasta leiðtoga, er þjóðin eigi í bæjarstjórnarmál- efnum. í syrpu sinni, sem er að vísu svolítið óæðra horn en leiðarinn, birtir Mbi. í gær m. a. svolátandi pistil: „Greiðsluerfiðleikar borgar- innar um þessar mundir eru þeim (þ. e. minnihlutaflokkun um) sem hvalreki í harðindum. Hinar miklu framkvæmdir og hugsjónaleg forysta Geirs borg arstjóra er eins og spjótsoddur í þeirra holdi. Þeir vita sem er að ef borgin yrði fyrir þeirri ógæfu, að þessir flokkar fengju meirihluta, hefðu þeir engan mann, sem nálgaðist Geir að þeim mannkostum, sem eru hverjum borgarstjóra nauð synlegastir: Hann er huSrakk- ur umbótamaður, vel menntað ur og svo óhlutdrægur, að af ber. Svo stórfelldar framfarir hafa orðið í tíð Geirs, að ekki er um að sakast, þó eitthvað verði að hægja ferðina í stór framkvæmdum borgarinnar í einn eða tvo mánuði, enda munu Kommúnistar og Fram- sóknarmenn þá hafa melt hvalþjósina.“ Stilltu þig, gæðingur Þessi skrítna lofgerðarrit- smíð um borgarstjórann minn- ir á það að víðar en í Kína geta menn hugsað sér að eiga sinn Mao. Þessi Morgunblaðs- höfundur telur „hugsjónalega forystu Geirs borgarstjóra eins og spjótsodd" í holdi andstæð inganna, og er það í samræmi við það, þegar kínverskir komm únistar vopnast mestu huSsun um Maos. Og þar er svo ekki nema hæverska að iáta þess getið, þó að óþarfi ætti að vera að taka slíkt fram, að auðvitað eiga minnihlutaflokk arnir engan mann, sem nálgast Geir að borgarstjórahæfileik- um. Og þegar slíkt ofurmenni hefur nú látið gamm sinn geisa í „stórframkvæmdum borgar innar“ um sinn er það auðvitað óvitaháttur að fárast um, þótt „hægja verði ferðina" eða fresta greiðslu nokkurra smá reikninga um nokkra mánuði. Hins vegar virðist iíkingin um „hvalþjósina“ varla hæfa þeim glæsibrag, sem annars ér á ritsmíðinni, eða getur það verið, að maðurinn sé að líkja borgarstjóranum við slíkt ó- meti, sem bögglist fyrir brjóst- inu á minnihlutaflokkunum j borgarstjórn? Viðreisnarvitni Ýmsir líta svo á að fjárhags vandræði höfuðborgarinnar seu ekki aðcins vitni um ábyrgðar lausa notkun íhaldsins á al- mannafé í kosningaáróðri og lélega fjármálastjórn Reykja víkur heldur einnig óljúgfrótt vitni um „viðreisnina“ í land- inu almennt. Dagur á Akureyri segir m. a.: „Eftir eindæma tekjuöflunar góðæri og samfelid í tíð nú- Framhald á bls 14. ■■■■■■■■■■■■■■■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.