Tíminn - 14.10.1966, Blaðsíða 13
Eins og saSt var frá á íþróttasíðunni í gær, sigraði Everton danska liðið AaB í síðari leik liðanna 2:1. Fyrri Ieiknum lauk með jafn
tefli, 0:0 og heldur því Everton áfram í keppninni. Verður ekki annað sagt en það sé góð frammistaða hinna dönsku áhuga-
manna að tapa með svo litlum mun gegn ensku bikarmeisturunum. — Myndin hér að ofan er frá síðari leik liðanna og sést Bjarne
Liiballe skora eina mark AaB. (Mynd: Polfoto).
Itölsku meistararnir kom-
ust áfram á sjálfsmarki!
- og ensku meistararnir, Liverpool, töpuðu fyrir óþekktu rúmensku liði
Hsím — fimmtudag.
ítalska meistaraliðið Inter Milan
— sem tvívegis hefur sigrað í
Evrópubikarkeppninni, lék á mið
vikudaginn síðari leikinn við Tor
pedo í Moskvu, og áhorfendur að
leiknum voru yfir 100 þúsund.
Þetta var skemmtilegur leikur
sem hélt áhorfendum í stöðuSri
spennu. Þrátt fyrir þunga sókn so-
vézku leikmannanna tókst hinni
frægu Inter-vörn að halda marki
sínu lireinu. Leiknum lauk með
jafntefli 0-0, og það nægði Inter,
sem sigraði í fyrri leiknum með
1-0, — og eina markið í þessari
180 mínútna viðureign, var sjálfs-
mark sovézka landsliðsmannsins,
Voronin.
Liverpool lék sama dag síðari
leik sinn við rúmensku meist-
arana Petroul og var leikurinn
háður í Ploesti. Rúmenarnir sigr-
uðu með 3-1 og eru liðin því jöfn
eftir tvo leiki, þar sem Liverpool
vann heima með 2-0. Þriðji leik-
urinn verður í Amsterdam n.k.
miðvikudag. Þetta var mjög harð-
ur leikur og Liverpool lék varnar
leik frá byrjun, en átti þó snögg-
ar sóknarlotur. Þannig átti St.
John hörkúskot í þverslá og Calla-
ghan fór illa með opið tækifæri
í fyrri hálfleik. Rúmenar skoruðu
þá eitt mark, en Hunt — einn
heimsmeistaranna ensku — jafn-
aði fyrir Liverpool strax í byrjun
síðari hálfleiks. En það dugði
skammt — og það þótt einum rú-
menska leikmanninum væri vísað
af leikvelli. Rúmenar skoruðu tvö
mörk, annað eftir hornspyrnu, og
hitt úr aukaspyrnu, eftir að Lawr-
ence markvörður hafði gripið
knöttinn utan vítateigs. Árangur
þessa óþekkta, rúmenska liðs, hef
ur komið mjög á óvart — en sýn-
ir vel, hve allar austantjaldsþjóð
irnar eru orðnar sterkar á knatt
spyrnusviðinu.
Fyrri leikurinn milli Penarol
Urugay, — suðuramerísku meist-
aranna og Real Madrid, Evrópu
meistaranna um heimsmeist-
aratitil félagaliða, var háður i
Montevideo á miðvikudag. Urug-
uay menn sigruðu með 2-0 og
hafa því sæmilegt forskot fyrir
síðari leikinn, sem háður verður
í Madrid 26. okt. Þess má geta, að
Real Madrid lék með 10 mönnum
síðustu 20 mínúturnar.
Og þá eru hér að lokum knatt-
Framhald á bls. 15
_______________________13
Kvaddi hlaupa-
brautina meö
heimsmeti!
Michael Jazy, hinn heimsfrægi,
franski hlaupari, lauk keppnisferli
sínum á miðvikudag, með því að
hlaupa 2000 metra á móti í París
— og árangurinn var glæsilegur,
nýtt heimsmet. Jazy hljóp á 4:56,2
sek. og bætti met Þjóðverjans Nor
i poth um 6/10. Jazy hefur verið
einn bezti hlaupari heims undan
farin ár, og hefur sett fjölmörg
heimsmet, þar á meðal í mílu-
hlaupi. Fyrsta heimsmetið setti
hann fyrir fimm árum í 2000 metra
hlaupi — og tíminn þá var fimm
sek. lakari, en heimsmetið, sem
hann setti á miðvikudaginn.
Þó að Jazy hafi sett mörg heims
met, hefur hann ekki verið sigur
sæll á stórmótum, varð þó Evrópu
meistari í 5000 m í Budapest í
sumar. Hann varð annar í 1500
m á Olympíuleikunum í Róm á
eftir hinum frábæra ástralska
hlaupara Herb Elliott. í Tokyo
1964 tók hann ekki þátt í 1500
m hlaupinu, þar sem hann taldi
sig hafa litla sigurmöguleika gegn
Peter Snell, en einbeitti sér þess
í stað að 5000 m hlaupinu. En hví
lík vonbrigði, á síðustu metrunum
í æðisgengnum lokaspretti kom-
ust þrír hlauparar fram úr Jazy
og draumurinn um olympískt gull
varð að engu á nokkrum sekúnd
brotum. Nær óþekktur, banda-
rískur hlaupari, Robert Schul, sigr
aði — sekúndu á undan Jazy.
— hsím.
FH-fagnaður
Laugardaginn 15. október,
á afmælisdegi FH, er ákveðið
að halda fagnað í Alþýðuhúsinu
í Hafnarfirði. Hófið byrjar
með kaffiboði kl. 8,30 og verða
þar yngri og eldri félagar og
velunnarar heiðraðir. Einnig,
verður söngur og skemmtiþætt
ir og starfsemi félagsins kynnt.
Að síðustu verður stiginn dans
til kl. 2.
Allir félagar og velunnarar
eru velkomnir og er sérstak-
lega óskað, að eldri félagar
komi.
Aðgöngumiðar fást hjá Birgi
Björnssyni og hjá Ingvari Vikt
orssyni.
Þátttaka ísl. knattspyrnumanna í OL-ieikunum
Á meðan frændur okkar á
hinum Norðurlöndunum, sér
staklega Danir, deila um það
hvort rétt sé að taka þátt í
knattspyrnukeppni Olympíu
leikanna, og hafa raunar ákveð
ið að gera það ekki hcfur KSÍ
sent þátttökutilkynningu fyrir
íslenzka knattspyrnumenn.
Ekki skal dregið í efa, að sú
þátttaka á fyllsta rétt á sér,
því eins og Björgvin Schram
formaður KSÍ saSði í viðtali
við Tímann, „eru Olympíu-
leikarnir einhver heppileg-
asta keppni, sem við getum
tekið þátt í, þar sem þeir eru
vettvangur áhugamanna.“
í viðtalinu gat Björgvin einn
ig um það, að KSÍ myndi reyna
að vanda undirbúning fyrir
keppnina eins vel. og kostur
væri á. Sú yfirlýsing formanns-
ins er athyglisverð, því að á
undanförnum árum hefur það
ekki skeð í eitt einasta skipti
að íslenzkt landslið hafi farið
sæmilega undirbúið, hvað þá
vel út í landsleik. í mesta lagi
hafa verið haldnar ein til tvær
sýndaræfingar fyrir leikina og
guð og gæfan látin ráða um
framhaldið. Helzta forsendan
fyrir því, að ekki hafa verið
haldnar reglulegar landsliðs-
æfingar, er sú, að liðsmennirn
ir séu of dreifðir, og vissu-
lega er mikið til í því. í þessu
sambandi má benda á, hve
handknattleiksmenn eiga
hægara um vik með landsliðsæf
ingar, þar sem leikmennirnir
eru eingöngu úr Reykjavík og
Hafnarfirði, en i knattspyrn-
unni geta þeir verið frá Akur
eyri Akranesi, Keflavík og
Reykjavík.
En þarf dreifbýlið að vera
alger hindrun? Nei, alls ekki.
Ef nokkur vilji væri fyrir hendi
væri hægt að halda landsliðsæf-
ingar knattspyrnumanna reglu
lega í allan vetur — einu sinni
til tvisvar í viku — með þátt-
töku knattspyrnumanna frá
Reykjavík, Keflavík og Akra-
nesi, en óhjákvæmilega yrði
PUNKTAR
að sleppa Akureyringum í
þessuim útreikningi. Aftur
á móti gætu þeir knattspyrnu-
menn Akureyri, sem líkleg-
astir þættu til að skipa lands-
lið, fengið „prógram“ frá
landsliðsþjálfaranum, sem þeir
gætu æft sig eftir fyrir norð-
an. Knattspyrnumönnum í
Keflavík og á Akranesi væri
vorkunnarlaust að skreppa til
Reykjavíkur til æfinga. í
þessu sambandi má til gamans
skjóta því inn í, að einn af
liðsmönnum Akraness bú-
settur í Reykjavík, mætti á nær
öllum æfingum Akraness-liðs-
ins í sumar. Lagði hann það á
sig að aka fyrir Hvalfjörðinn
þrisvar í viku. Því gætu ekki
fleiri gert það? '
Og þá er ég kominn að
þungamiðju málsins. Það er
þýðingarlaust að halda áfram
á þeirri braut, sem farin hef-
ur verið síðustu ár, þ.e.a.s. að
senda æfingarlaust landslið í
keppni. Með sama áframhaldi
verður hugtakið „landslið" okk
ar, aðeins til leiðinda og ama,
þvi að hvað er gaman að sjá
11 cinstaklinga, sem vantar alia
samæfingu, gera vonlitlar til-
raunir til að ná saman á móti
æfðum erlendum knattspyrnu
mönnum? Sagan endurtekur sig
ár eftir ár með nokkrum und
antekningum. Og nú erum við
að fara út í Olympíuleika. Ef
ekki verður gerð nein almenni
leg tilraun til að undirbúa
landslið okkar fyrir keppnina
eigum við ekkert erindi í hana,
og getum þess vegna setzt í
sama bát og Danir, bó að for-
senda þeirra fyrir því að taka
ekki þátt í keppninni sé af
öðrum toSa spunnin.
Samæfingar landsliðsins á
vetri komanda gætu orðið mjög
gagnlegar. Kappkosta yrði að
koma landsliðsmönnum í góða
úthaldsþjálfun, æfa knatt-
Framhald á bls. 15.