Tíminn - 14.10.1966, Page 9

Tíminn - 14.10.1966, Page 9
FÖSTUDAGUR 14. október 1966 TÍJMINN GRÓÐUR OG GARÐÁIS^ Tré og Forn er trúin á mátt trjánna. Babýloníumenn, Egyptar og Persar dýrkuðu viss tré. Við könnumst við ask yggdrasils í norrænni goðafræði og skiln- ingstré góðs og ills í ritning- unni. Var aldingarðurinn Eden einhvers staðar í Miðjarðarhíífs botnum og var skilningstréð e.t.v. eplatré? Mikil örlög fylgdu eplinu hennar Evu og margur mundi vilja eiga ep!i Iðunnar sér til yngingar. Rík iseplið er veldistákn. f Eng- landi afhýddu ungar stúlknr epli íraman við spegil og köst- uðu svo berkinum í heilu lagi aftur fyrir öxl sér í von um að mynd mannsefnis þeirra birtist í speglinum. Menn trúðu því að bæði góðir og illir and- ar byggju í trjám og Forn- Rómverjar töldu þau musteri guðanna. Eimir víða eftir af trjátrúnni, t.d. hafa margir stú dentar heilsað hátíðlega lindi- trénu í Garði í Höfn með „handabandi“ og gera enn. Eik in var vigð Júpíter, olífutréð Mínervu, öspin Herkúles o. s. frv. Fornprestar Kelta tignuðu mjög eikina, einkum ef mist- ilteinn óx á henni. Þeir komu hvítklæddir .með gullhníf i hendi, skáru af mistiltein og fórnuðu á altari. Þegar eik arlaufin visnuðu héldu rnenn að andi trésins flytti búferl- um í hinn sígræna mistiltein. Á Bretlandseyjum var langt fram eftir öldum kveikt í séi- stökum miklum eikarkút á jól um í arninum og leifar búts- ins geymdar til að kveikja eld við á næstu hátíð. Mörg fræg Ustu herskip fyrr á öldum voru smíðuð úr eik. Hún er leynd- ardómsfullt tré. Verður elzt allra norrænna trjáa, bei mikla og undarlega kræklótta krónu og oft er bolurinn hoi- ur. Leita uglur oft þar skjóls á nóttum og í óveðrum. Geta heyrst frá eikinni hin undar legustu hljóð, einkum i stormi og getur fátt orðið drauga- legra, enda skortir ekki ævin- týrin um það efni. Engin furffa þótt sagnir mynduðust um skógaguði, skógardísir og hættu lega trjáanda? Trúin oe sagn- irnar bárust til íslands með landnámsmönnum. „Þórir snep- ill bjó að Lundi í Fnjoskadat. Hann blótaði lundinn.“ Jæja, Indverjar „blóta" kýr enn í dag! Mest er trú á reynivi'e, íslenzkra trjáa. Reynir er björg Þóffs, stendur í Snorra-Eddu. Norður í Eyjafirði lifa enn rótarteinsungar af hinni frægu Möðrufellshríslu, sem mikill átrúnaður var á í kaþó skum sið og haldin einskonar ljósa- hátíð við hana. Sjá líka kvæð- ið „f Eyjafirði aldinn stendur reynir“. Gömlu trén á Skriðu í Hörgárdal munu komin af Möðrufellshríslunni og þau eiga afkomendur hér og hvar í görðum. Skotar trúðu fvrr- um að reyniviður veitti vörn gegn galdri. Fuglar bera reyni- ber upp í tré og kemur fyrir að berin spíra þar í holum eða sprungum, sem moldryk hefur setzt í, og upp vex ofur lítill flugreynir. Ef illur andi úr tré hleypur í mann, var öruggasta ráðið að eta fliótt berin af flugreyni. Sums stað ar áttu álfar í klettum viss reynitré og var þeim hlíft þess vegna. — Á Sturlungaöld fórn uðu bændur í sumum héruðum Póllands og Rússlands kú ár lega til að milda trjávættina. Og á dögum Jóns Arasonar skreyttu Eistlendingar sérlega vernduð tré með blómakröns- um árlega og helltu uxablóði að rótunum til heilla búfénu. Á Bretlandseyjum gengu menn í hátíðlegri skrúðgöngu út í ávaxtagarða á þrett.ánd- anum og báru þangað kollu með krydduðu öli. Allir dreyptu á ölinu meðan blísið var í lúðra, skotið upp í lofí ið, slegið saman hlemmum o. fl. til að gera sem mestau há vaða svo að illir andar fæld- ust burt. Á meðan á öllu þessu stóð, sat strákhnokki hátt uppi í trénu, sem tákn indans'' Loks kyrjuðu allir sérstaka vísu. Átti athöfnin öll bæði að gleðja hinn góða anda trjánna og fæla illvætti burt og tryggja þannig góða uppskeru. Bret- ar voru fyrrum frægir boga menn, sbr. Hróa Hött o.fl Þótti taxviður (eski) beztur í boga. Báru menn mikla lotning fyrir því tré. í Japan og víðar er appelsínutréð talið ímynd hreinleika og eilífrar ástar Forn-Kínverjar geyma sagn ir um sitt lífs- og skilnings- tré. Svona hefur þetta verið um allar jarðir. Og fram á okk ar daga er talað um og trúað á óskakvistinn. Það er kvísl- greind hesliviðargrein, sem menn ganga með í hendi sér í leit að vatni og á að gefa bendingu með sérstakri hreyf- ingu þar sem vatn er undir. Minnir þetta á nýtízku geiger- mælir! Kínverjar hengdu hesliviðargrein eða blóm yf ir dyrum í gamla daga tn varn ar illum öndum. Við höfum svipaða trú á verndarmætti venjulegrar skeifu. Fjöimörg fleiri dæmi mætti nefna. Trú in á sér eflaust margar or- sakir og á líklega rætur sinar í miklum skógarlöndum þar sem skógurinn var mönnum „fæði, klæði, hús og heimili." Breytingar eða „hamskipti" lauftrjánna eftir árstíðum og hinn mikli aldur þeirra vekur jafnan aðdáun og lotningu Mönnum hafa fundist þair smá ir í samanburði við risatre stói skóganna. — Myndin sýmr sn»i eikina, frægt danskt tré með einkennilega snúinn, holan bol og „drekahöfuð". Ummál stofns ins í brjósthæð er 8,7 m. Hve gild eru trén í garðinum ykk- ar? Síldarskýrsla Fískífélags Islands: Gisli Arni er langhæstur Síldveiðarnar norðanlands og austan vikuna 2. til 8. október 1966. I vikubyrjun var hvassviðri á miðunum, en á þriðjudag fói veð- ur batnandi, og skip köstuðu i Reyðarfjarðardýpi og var þar að- alveiðisvæði vikunnar. Var til- kynntur sólarhringsafli síðustu fjóra dagana frá 4.700 ’esium upp í 6.200 lestir. Aflinn, sem barst a (and í vik- unni. nam 19.998 lestum Saltað var : 988 tunnur. 83 lescir Iry.star og 19.770 lestir fóru í bræðshi. Helldaraflinn í vikulok var orð inn 483.085 lestir og skiptiSt þannig eftir verkunaraðferðum. í salt 55.617 lestir (380.936 upps. tn.) í frystingu 2.067 .esti: í bræðslu 425.401 lestir Landanir erlendra skipa voru engar í vikunni. Á sama tíma i fyrra var beild araflinn 365.487 lestir og hafði ver ið hagnýttur þannig: í salt 377.805 upps. tn. 55.160 l.i í frystingu 20.136 uppm. tn. (2.175 1.) í bræðslu 2.282.604 mál (308.152 l.i Reykjavík 32.078 lestir, Boi- ungavík 6.634, Siglufjörður 20.836, Ólafsfjörður 6.258, Dalvík 489, Hjalteyri 8.628, Hrísey 205, Krossa nes 15.273, Húsavík 4.260, Raufar- höfn 52.031, Þórshöfn 2.177, Vopna fjörður 23.502, Borgarfjörður eystri 5.715, Seyðisfjörður 118 139, Mjóifjörður 1.107, Neskaupstað ur 68.465, Eskifjörður 43.461, Reyð arfjörður 26.426. Fáskrúðsfjörður 28.333, Stöðvarfjörður 6.373, Breiðdalsvík 5.139, DjúpivogiiT 8. 044, Vestmannaeyjar 413. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Fiskifélaginu hafa borizt eru 181 skip búin að fá einhvern afls á síldveiðunum norðanlands og austan, þar af eru 174 með 100 lestir eða meira og fylgir skrá yíir þau skip. | Akraborg Akureyri 2.671, Akur ey Hornafirði 1.418, Akurev Reykjavík 4.057, Andvari Vest- mannaeyjum 570, Anna Siglu- firði 1.829, Arnar Reykjavík 4.597. Arnarnes Hafnarfirði 1.273, Arn- firðingur, Reykjavík, 2750, Árni Geir Keflavík 1.340, Ární Magnús- son Sandgerði 4.530, Arnkell Hell issandi 862, Ársæll Sigurðsson Hafnarfirði 1.982, Ásbjörn Reykja vík 5.715, Ásþór Reykjavík 3.968, Auðunn Hafnarfirði 3.433, Baldur Dalvík 1.682, Barði Neskaupstað 5.314, Bára Fáskrúðsfirði 4.223, Bergur Vestmannaeyjum 2.197, Bjarmi Dalvík 1.090, Bjarmi II Dalvík 4.852, Bjartur Neskaup- stað 5.027, Björg Neskaupstað 2.516, Björgúlfur Dalvik 2.476, Björgvin Dalvík 2.586, Brimir Keflavík 628, Búðaklettur Hafnar- firði 3.677, Dagfari Húsavík 5.602 Dan ísafirði 772. Einar Hálfdáns Bolungavík 989, Einir Eskifirði 748, Eldborg Hafnarfirði 4.211,! ■ Elliði Sandgerði 3.869, Engey Rvík, 1.724, Fagriklettur. Hafnf., 11.682, Faxi Hafnarfirði 4.138, Fák- ur Hafnarfirði 2.093, Fiskaskagi Akranesi 228, Framnes Þingeyri 2.830, Freyfaxi Keflavík 1.081, Fróðaklettur Hafnarfirði 3.177, Garðar Garðahreppi 2.508, Geir- fugl Grindavík 2.107, Gissur hviri Hornafirði 1.131, Gísli Árni Reykja vík, 8.495, Gísli lóðs, Hafnarfirði, 161, Gjafar Vestmannaeyjum 3.544 Glófaxi Neskaupstað 963, Grótta Reykjavik 3.663, Guðbjartur Krisij án ísafirði 4.522, Guðbjörg Sand- gerði 3.699, Guðbjörg ísafirði 3.342, Guðbjörg Ólafsfirði 1.357, Guðjón Sigurðsson Vestmanna- eyjum 478, Guðmundur Péturs Bolungavik 4.522, Guðmundur Þórðarson Reykjavík 1.183, Guð- rún Hafnarfirði 3.952, Guðrún Guð- leifsdóttir Hnífsdal 3.915, Guðrún Jónsdóttir ísafirði 3.516, Guðrún Þorkelsdóttir Eskifirði 3.457, Gull- berg Seyðisfirði 4.044, Gullfaxi Neskaupstað 3.251, Gullver Seyð isfirði 4.790, Gunnar Reyðarfirði 13.274, Hafrún Bolungavík 4.940. jHafþór Reykjavík 1.473. Halkion Vestmannaeyjum 3.952. HaJldór I Framhald á bls. 12. nmmmmmmmismæsBMB Móðurminning Kristín S. SigvaMa- déttir Stöðvarfirði. f. 28. ágúst 1898. d. 2. október 1966. Falla blómin, er frostið kemur. Þau er skörtuðu, skær á sumri. Þetta er lögmál, er lúta verðum. Eitt sinn hljótum við öll að deyja. Kveðja nú dætur kæra móður. Þakka fórnarlund, fyrst og síðast. Minnast barnabörn mjúkra handa, er þerruðu tár, Einatt var glatt í góðum hópi. Sungið var og leikið, sorg var fjarri. Hærra varð til lofts, víðara til veggja. Glæst verður allt, þar sem gæfan ríkir. Oft var þér hugsað til æskustöðva. Jafnan unnir þú Jökuldalnum. Trygglynd varstu móðir, og tregaðir löngum, það sem þú eitt sinn, unnað hafðir. Sár var harmur húsfreyju og barna, þegar ástríkur eiginmaður var ekki lengur, vini að gleðja. Þá reyndi fyrst á þrek þitt móðir. Herjuðu sjúkdómar, hinstu árin. En þú varst brynjuð þolinmæði. Umhyggja þín fyrir ástvinum, oft stoð þér nær, en eigin þrautir. Gott er að kynnast góðu fólki. Eignast vini væna i mótlæti. Eitt er þó, sem af öðru ber, Það er ástríki indællar móður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.