Vísir - 17.09.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 17.09.1975, Blaðsíða 8
8 Visir. Miðvikudagur 17. september 1975. Styrkir til náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóöa fram nokkra styrki handa erlend- um námsmönnum til að stunda nám i Sviþjóð námsárið 1976-77. Styrkir þessir eru boðnir fram i mörgum löndum og eru einkum ætlaðir námsmönnum sem ekki eiga kost á fjárhagsaðstoð frá heimalandi sinu og ekki hyggjast setjast að i Sviþjóð að námi loknu. Styrkfjárhæðin er 1.400 sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuöi. Til greina kemur að styrkur verði veittur i allt aö þrjú ár. y Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til Svenska Institutet, P.O. Box 7072, S-103 82 Stockholm 7, fyrir 1. desember n.k. og lætur sú stofnun i té tilskilin umsóknar- eyðublöð. Menntamálaráðuneytið, 10. september 1975. Hafnarfjörður Verkamenn óskast. Upplýsingar gefur verkstjóri. Simi 51335. Rafveit Hafnarfjarðar Húseign til sölu Þingholtsstrœti 6 Kauptilboð óskast i húseign prentsmiðj- unnar Gutenberg, ásamt tilheyrandi eignalóð. Húsið verður til sýnis þeim, er þess óska, fimmtudaginn 18. september og föstu- daginn 19. september kl. 2-4 e.h. og verða tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h., föstudaginn 26. september n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Fprritari/Kerfisfrœðingur óskast til starfa nú þegar i Skýrsluvéla- deild vorri. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefnar hjá starfs- mannahaldi en ekki i sima. Samvinnutryggingar g.t. Ármúla 3, Reykjavik. FÓ TRAKTORSDEKK Fyrirliggjandi flestar stærðir af japönskum TOYO hjólböröum. Einnig mikið úrval af hinum vinsælu HOLLENSKU HEILSÓLUÐU HJÓLBÖRÐUM á hagstæðu verði. Sendum I póstkröfu. HJÓLBARÐASALAN BORGARTÚNI 24 Sfmi 14925. Nunnurnar koma saman I kórnum til bænagerða og hugleiðinga. Priorinnan, systir Mirjam, handfjatlar nokkuð af þvl sem selt er I búðinni í klaustrinu, sem opin er daglega frá 10—20 nema á sunnu- döeum. Herbergi systur Mirjam. ,,Við komum til ís- lands af þvi að það vantaði systur til þess að biðja fyrir fólki hér. Það er allt annað starf, en þær nunnur höfðu með höndum, sem fyrir voru. Þær unnu aðal- lega við hjúkrunar- störf.” t>að voru priorinnan, systir Mirjam, og systir Veronika sem fræddu okkur um eina klaustrið á tslandi, klaustur Karmel- systra, þegar við heimsóttum þær í Hafnarfjörð. Systir Veronika kom hér árið 1939 en þá var verið að byggja klaustrið að tilhlutan kaþólska biskupsins i Reykjavík. Vantaði þá einhvem til að segja til um hvernig klaustrið ætti að vera. Alls voru þessar fyrstu Karmel- systur, sem komu, þrjár. Prior- innan, Elisabet, sem dó i Ame- riku og systir Martina, sem varðgigtveik og fór þvi aftur til Hollands, þar sem loftslagið þar átti betur við hana. Allar eru islenzk- ir rikisborgarar Systurnar i klaustrinu eru hollenzkar en eru nú orðnar is- lenzkir rikisborgarar. Þær eru 13 nú, en voru flestar 15. Ætlazt er til að þær séu ævi- langt i klaustrinu hér nema ef eitthvað sérstakt kemur til eins og til dæmis veikindi. Mega þær þá fara aftur heim i klaustrið i Hollandi. Astæðan til þess, að priorinnan, systir Elisabet, fór til Ameriku var, að hún komst ekki til Hollands vegna heimsstyrjaldarinnar siðari. Áður fyrr mátti að- eins talavið fólk gegnum grindur Strangari siðareglur giltu þó fyrir kirkjuþingið sem haldið var 1965. En kirkjuþing eru haldin þegar páfinn álitur að þörf sé á að kalla biskupa og kardinála um allan heim sam- an. Þar áður var það haldið árið 1870. „Fyrir þingið 1965 máttum við ekki einu sinni tala við fólk nema i gegnum grindur,” segir systir Mirjam og bendir okkur á hvar grindurnar höfðu verið i herberginu, sem við sitjum i. Þær systur eru ákaflega á- nægðar með breytingarnar sem orðið hafa. Nú mega þær meira að segja fara til Hollands i allt að mánuð á þriggja til fimm ára fresti, jafnvel oftar ef eitthvað sérstakt er á döfinni. „Já, ég fór heim rétt eftir kirkjuþingið 1965,” segir systir Veronika, ,,en of seint til þess að sjá pabba minn. Hann var þá nýdáinn.” Og nú fá þær lika að fara i bæ- inn að kaupa nauðsynlega hluti ogsækja póstinn. Aður voruþær aðeins tvær sem höfðu slikt úti- vistarleyfi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.