Vísir - 17.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 17.09.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Miðvikudagur 17. september 1975 — 211. tbl. ROTTUBYGGD VIÐ TJÖRNINA? Mjög mikib er af rottu við Tjömina i Reykjavík og virðist hiin vera i nokkuð mikilli Ut- breiðslu þar. Heldur hún sig aðallega i bakkanum við litlu bryggjuna Lækjargötumegin, en er einnig mikið i króknum við Iðnó og i bakkanum vestur með tjörninni. Einnig hefur orðið mikið vart við rottur umhverfis hUsið nUmer 11 við Tjarnargötu, þar sem almenningssalerni eru starfrækt. Það voru lögreglumenn, sem urðu varir við þessa rottubyggð i gær, þegar þeir voru að leita að mink við Tjörnina. I viðtali við Vísi í morgun sagði einn þeirra að rotturnar væru stórar og sæl- legar, enda hefðu þær mikið og gott æti á þessum slóðum. — HV nýjar valdaþjóðir. — Sigvaldi Hjáim- arsson skrifar um erlend málefni — sjá bls. 6-7 Colby veifaði eiturörvabyssu — bls. 5 MINKUR LEGGST Á - sjá ENDUR VIÐ TJÖRNINA baksíðu Á Óðal eftir leikinn Þeir brugðu sér i nýja diskotekið I óðali I gær, Valsmenn og Celtic-hetjurnar. Þangað fóru þeir eftir leikinn og virtust skemmta sér prýðilega. Háð var „diskótek-keppni”, þar sem ýmsir spreyttu sig á þvf aö leika plötusnúð. Það var enginn I vafa um, hver yrði sigurvegarinn. Það var Hermann Gunnars- son, enda ekki óvanur að koma fram. A þessari mynd er Jóhannes Eðvaldsson og Paul Wilson, útherji Celtic, að ræöa við Ijóshærða frauku. Sjá blaðsiðu 12 og frásögn af leiknum I iþrótta- opnu. Bak við klaustur murana — VÍSIR heim- sœkir klaustur Karmelsystra í Hafnarfirði — Grein og myndir bls. 8-9 KRAFLA ÓÞÖRF? Byggðalinan eða Kröfluvirkjun gætu hvor um sig leyst orkuvanda- mál Norðlendinga eins og nú standa sakir, að sögn Knúts Otterstedt, framkvæmdastjóra Laxárvirkjunar. önnur hvor framkvæmdin er þvi óþörf. Þessa dagana er hinsvegar verið að fjárfesta milljarða króna i að vinna sam- timis að þessum verk- efnum. Ekki nóg um það, heldur er ver- ið að byggja Kröflu með tveim vélum, þegar orkuspár sýna að árið 1980 verður enn ónotuð mikil orka af framleiðslugetu EINNAR vélar. Þá liggja ekki fyrir neinir hagkvæmnis- eða arðsemisút- reikningar, sem hægt er að ganga að, vegna þessara stórkostlegu framkvæmda, að sögn Knúts Otterstedt. Aætlaður kostnaður við Byggðalfnuna er um 1400 milljón- ir króna, en við Kröfluvirkjun um 6000 milljónir. — Það rikir alger ringulreið i þessum málum, sagði Knútur Otterstedt. — ÓT. Það hefur verið mikið að gera hjá krökkunum I Vestmannaeyjum siðustu vikur. Þau hafa átt annrikt við aðbjarga lunda pysjunni, lundaunganum, sem fiýgur I átt til bæjarljósanna á kvöldin. Þegar pysjan kemur harkalega niöur nær hún ekki flugi á ný. Krakkarnir safna fuglunum saman i kassa, fara sfðan að morgni út á Eiði eða Hamar og sleppa fuglinum þar. Þessa fallegu mynd tók Guðmundur Sigfússon, ljósmyndari VIsis I Eyjum, og fallega stúlkan hcitir Lovisa Jónsdóttir og er sjö ára. —Sjá 7. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.