Tíminn - 22.10.1966, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 22. október 1966
TÍMINN
AFKOMA TOGARANNA STÚRVERS NAÐI 1965
BORGARMÁL
fyrir aukinn afla á úthaldsdag
Eins og skýrt var frá hér í
bla'ðinu í gær, urðu allmiklar um-
ræður um landhelgismál í borgar-
stjórn í fyrrakvöld og samþykkti
borgarstjórn þar áskorun um að
togurunum yrði lileypt inn í land
helgina í miklu ríkari mæli en
verið hefur gegn mótmælatillógu
fulltrúa Framsóknarflokksins í
borgarstjórn. Það vakti einnig at-
hygli, að kratar stóðu alveg með
íhaldinu í málinu, svo og Guð-
mundur Vigfússon, fulltrúi komm-
únista, en hinir tveir fulltrúar
þeirra sátu hjá.
í gær var sagt frá afgreiðslu
málsins og framsöguræðu Einars
Ágústsson um það, en nú skal
lítillega greint frá framhaldi um-
ræðnanna.
Geir Hallgrímsson, borg,arstjóri
tók næst til máls á eftir Einan
Ágústssyni og ræddi vandamál
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og
nauðsyn þess að veita togurum
leyfi til veiða í núgildandi fisk-
veiðilandhelgi. Mnnti hann á að-
stöðumun erlendra og íslenzkra
togara, einkum þann, að eftir ís-
lenzkum lögum er okkar togurum
skylt að hafa fjölmennari áhafn-
ir, svo og vegna innflutningstolls
á afla íslenzkra togara erlendis.
Þá taldi Geir, að það mundi ekki
bæta hag BÚR nægilega að kaupa
skuttogara, sem kostaði um 40
millj. eða nýtízkubáta, sem líka
væru dýrir, vegna þess hve vextir
Og afborganir yrðu há fjárhæð.
Borgarstjóri kvað það mjög nauð-
synlegt, að togararnir fengju auk
in veiðisvæði í landhelginni, og
það ætti ekki að rýra á neinn hátt
möguleika íslendinga til meiri út-
færslu. Borgarstjóri sagði, að til-
laga Framsóknarmanna um and
mæli gegn því að opna landhe'g-
ina meira fyrir togurum, beindist
gegn hagsmunum BÚR og Reykja-
vikur.
Guðmundur Vígfússon, borgar-
fulltrúi kommúnista, talaði næst
á eftir borgarstjóra og mælti
sterklega með samþykkt útgerðar
ráðs og taldi sjálfsagt að veita
nú togurunum aukin veiðileyfi í
landhelginni. Hann kvað borgar-
stjórnarmeirihlutann hafa unnið
slælega að útgerðarmálum og
sýnt vandamálum BÚR litinn
áhuga. Þá kvað hann Framsóknar-
menn skipta í þessu máli, þótt báð
ir bæjarfulltrúar flokksins væru
harðir á móti því að hleypa tog-
urunum í landhelgina. Guðmund-
ur átti eftir að sannreyna siðar
um kvöldið, hverjir það væru, sem
kalla mætti „skipta“ í málinu, er
hann fékk hvorugan meðreiðar-
svein sinn í borgarstjórninni til
þess að fylgja sér í afstöðu til
málsins, er til atkvæðagreiðsiu
kom.
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins tal-
aði næstur og flutti ýtarlega og
langa ræðu ura málið. Hann byrj
aði á því að svara borgarstjóra
og Guðmundi Vigfússyni og sagði
Guðmundi Vigfússyni hefði þótt
það mikið undrunarnííii, að menn
í öorum fi-jkkum av hans eigir,
hefðu mismunandi skoðar.ir í ein-
stökum málum. Hann væri þvi ef
ti: vill óvanur í eigin flokki. Mik-
ið nuetti hins vegar vera, ef hann
ætti ekki eftir að reka sig á það,
að ymsir Alþýðubandalagsmenn
menn væru honum ekki sam
dóma í þessn máli.
Kristján sagði, að borgarstjóri
hcfði í ræðu sinni komizt að þeirri
niðurstöðu, að rekstur skuttogara
gæti ekki verið arðbær. Þetta
stangaðist þó við reynslu annarra
þjóða, svo sem Breta og Þjóð-
verja, sem byggja nú hvern skut-
togarann eftir annan og gera þá
út með sæmilegum árangri. Einn-
ig stangaðist það við þau um-
mæli Tryggva Ófeigssonar nýlega,
að skuttogarar hefðu undanfarið
stórlega sett niður verð á fryst-
um fiski. Varla mundu þeir þess
megnugir, ef rekstur þeirra væri
ekki sæmilega hagkvæmur, sagði
Kristján. Kristján kvað það mjög
vanhugsað hjá borgarstjóra að
segja, að það væru hagsmunir
Reykvíkinga að hleypa togurun-
um aftur inn í landhelgina. Það
væri einmitt mestur hagur þeirra,
að ekki yrði gengið um of á
stofna nytjafiskanna þorsks og
ýsu, því að þar ættu þeir forða-
búr framtíðarinnar úti í mynni
Faxaflóa, og því mætti ekki eyða
vegna ímyndaðra stundarhags-
muna. Á því v«eri mikil hætta, ef
togarar fengju nú að skafa botn-
inn inn að fjögurra mílna lín-
unni,
Þá sagði Kristján, að borgar-
-stjóri hefði miklað mjög í ræðu
sinni þann halla, sem nú væri á
rekstri togaranna og teldi hæpið
að greiða hann með útsvörum
borgarbúa. En heldur borgarstjóri
að það kosti ekkert að hleypa tog
urunum inn í landhelgina? spurði
Kristján. Það gæti orðið dýrkeypt
að ganga á höfuðstólinn þar.
þann höfuðstól sem næstu kyn-
slóðir eiga að njóta. Á þann höf-
uðstól vil ég ekki ganga. En þeir,
sem svo hugsa, eru víst á móti
hagsmunum Reykvíkinga að dómi
borgarstjórans. Kristján kvaðst
skyldi láta hann alveg í friði m»ð
þá skýringu.
Kristján sagði, að enginn mælti
því í gegn, að gömlu íogararnir
okkar væru orðnir óhagkvæmir í
rekstri, en þeir væru ekki einu
atvinnutækin hér á landi, sem það
mætti segja um á síðustu missei
um, og fleiri atvinnuvegir ættu
í erfiöleikum. Er ekki landbúnað-
urinn í þrengingum? spuroi
hann? Eru ekki iðnaðarfyrirtækin
að gefast upp? Eru ekki frystihús-
in að stöðvast, og það jafnt þau,
sem nægilegt hráefni hafa og hin?
Ástæður þessa eru rekstrari'iár-
skortur og sívaxandi tilkostnaður
og dýrtíð. Sumir vilja nú endi
lega skýra erfiðleika togaranna
eingöngu með því, að þeir baii
misst veiðisvæði við stækkun land
helginnar 1958. Úr þessu væri án
efa allt of mikið gert en, s.agði
Kristján, og hann kvaðst vera al-
veg sammála forseta sameinaðs
þings um þetta mál.
Erfiðleikar togaranna stafa
fyrst og fremst af dýrtíðinni og
verðbólgunni, sagði Kristján, en
ekki af minnkandi afla. Afli tog-
aranna árið 1965 varð um 75 þús-
und tonn og óx frá árinu áður um
10 þúsund tonn. Úthaldsdagar tog
aranna árið 1965 voru samtals
8822, en árið áður voru þeir 9478.
Þannig óx aflinn á hvern úthalds-
dag togaranna árið 1965 frá ár-
inu áður úr 6,88 tonnum í 8,5
tonn. Færri togarar voru við veið-
ar 1965 en 1964. Verð á erlend-
um mörkuðum var ekki lakara en
árið áður. Þrátt fyrir þetta fór af-
koma togaranna hríðversnandi ár-
ið 1965. Ekki var þá minnkandi
afla um að kenna.
Þá minnti Kristján á, að um
langt skeið hefðu togararnir not-
ið opinberra styrkja, fengið
ákveðna krónutölu á hvern út-' l
haldsdag en þessar greiðslur hefðu
lítið hækkað síðan 1963. Ríkis-
stjórnin hefði verið tómlát um
málefni togaranna. Fyrst nú á
þessu ári, þegar allt væri að
stranda, skipaði sjávarútvegsmála
ráðherra nefnd til þess að athuga
rekstrargrundvöll togaranna, og
ætti hún að gera tillögur til úr-
bóta. Ýmislegt virtist geta komið
til greina í þeim efnum, m.a.
fækkun manna, lækkun olíuverðs,
trygginga o.fl. Ekkert lægi enn
fyrir um niðurstöður þessarar
nefndar. Nú hefði útgerðarráð séð
ástæðu til þess að hefja upp raust
sína til þess að taka undir gam-
alkunnan og sífelldan söng tog-
araeigenda um að togararnir fái
að veiða í landhelginni. Önnur at-
riði virðist skipta litlu máli að
dómi útgerðarráðs. Þar sem þessi
bókun útgerðarráðs í fundargerð
gæti síðar skoðast sem viljayfir-
lýsing borgarstjórnar, ef sam-
þykkt yrði, hefðu fulltrúar Fram-
sóknarflokksins í borgarstjórn tal
ið nauðsynlegt að taka málið sér-
staklega á dagskrá og fá úr því
skorið með atkvæðagreiðslu um j
tillögu, hver væri vilji borgar-1
stjórnar í málinu.
Mér virðist liggja í augum uppi, j
‘ sagði Kristján, að því .fylgir mik-
I il áhætta fyrir okkur íslendinga
að hleypa togurum okkar í land-
helgina, og með því stefnum við
I í tvísýnu möguleikum til frekari
jútfærslu. Höfuðrök okkar í iahd-j
helgismálinu hafa verið nauðsyn
friðunar. og sennilega enj það þau
rök. sem útlendingar skilja bezt.
þar sem þetta snertir hagsmuni
allra þeirra, sem veiða á íslands-
miðum. Með hliðsjón af þessu væri
örðugt að réttlæta nú þær aðgerð-
ir, sem mælt er með í tillögu út-
gerðarráðs. Ef við gætum sagt
núna að friðunin hefði þegar bor-
ið þann árangur, að fiskstofnarn-
ir hefðu vaxið svo að óhætt væri
að leyfa togaraveiðar innan mark-
anna. horfði málið öðruvísi við.
En því væri ekki að heilsa. Menn
gætu varla verið búnir að gleyma
skýrslu fiskifræðinganna frá því
i janúar í fyrra. Mætti þá rifja
upp helztu atriði hennar. Fregn
um niðurstööu skýrslunnar birtist
m.a. þannig í blöðum í janúar
1966:
„Niðurstöður ítarlegra fiski-
í-annsókna ísl-sndinga og annarra
þjóða hafa nýlega leitt þá alvar-
legu staðreynd í ljós, að ekki er
unnt að gera ráð fyrir aukningu
á þorskaflanum (við íslandsstrend
ur, þar sem þorskstofninn virðist
nú fullnýttur — og jafnvel meira
en það. Dánartala þorskstofnsins
við strendur landsins er nú að
áliti fiskifræðinga 70% en þeir
telja, að um minnkun stofnsins
sé að ræða, ef þessi tala fer yfir
65%. Sést af því, að ekki virðist
vera um meiri verðmæti að ræða
þessum auðlindasjóði við strend-
ur landsins. Frá þessu skýrði við-
skiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ.
Gíslason í ræðu sem hann flutti
á fundi Alþýðuflokksfélags Reykja
víkur í gær.“
Borgarstjóri sagði í ræðu sinni
hér áðan, sagði Kristján, að hann
hefði ekki heyrt neinn af fiski-
fræðingum okkar mæla á móti því
að togararnir fengju að veiða í
landhelginni. Þetta kann rétt að
vera. En hefur nokkur heyrt þá
mæla með slíkri ráðstöfun? Sé
svo, hefur það farið fram hjá
mér. Fiskifræðingar okkar eru
sjálfsagt varkárir menn og gætn-
ir enda betra að svo sé. Eftir ein-
urn þeirra hef ég lesið að botn-
varpan sé hættulegasta veiðarfæri
sem til er fyrir ungfiskinn, þótt
borgarstjóri léti hins vegar þau
orð falla hér áðan, að talið væri
til bóta að hreinsa botninn af
og til með togvörpu. Veit ég ekki
hvaðan hæstvirtum borgarstjóra
kemur slík speki. Þá hef ég
heyrt fiskifræðing halda því fram
að eina ráðið til að auka stofn-
inn sé að draga úr smáfiskadráp-
inu. Eru nú líkur til, að dregið
verði úr smáfiskadrápinu þannig
að ofveiddir stofnar geti vaxið,
með því að atika togveiðar á upp-
eldissvæðunum? Heilbrigð skyn-
semi hvers og eins getur svarað
þeirri spurningu.
Hið eina, sem okkur íslending-
um væri sæmandi, og hið eina
sem væri i samræmi við hagsmuni
okkar Reykvíkinga og landsmanna
allra, væri að vinna skellegglega
að frekari útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar svo sem að var stefnt
með lögunum frá 1948 um vís-
indalega verndun landgrunnsins.
Að því máli hefði ríkisstjórnin
átt að vinna á undanförnum ár-
um og borgarstjóri og flokkur
hans að hvetja hana fremur en
letja í þeim málum. Slíkt hefði
verið í samræmi við hagsmuni
Reykvíkinga herra borgarstjóri.
En forysta ríkisstjórnarinnar
hefur brugðist í því, að vinna að
frekari stækkun fiskveiðilögsög-
unnar og í staðinn á að feta sig
til baka inn á þau svæði sem ára-
langa baráttu þurfti til að fá frið
lýst. Þannig er nú sú forysta.
Borgarfulltrúi Alþýðubandalags
ins G.V. berst af mikilli hörku
undir merkjum borgarstjóra í
þessu máli. Er hann nú á máli
íhaldsins í sveit „Hinna sönnu
Reykvíkinga."
En ekki trúi ég því að óreyndu,
að allir borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins séu svo heillum
horfnir að hafa misst móðinn í
landhelgismálum okkar og gerzt
aftaníossar úrtölumanna.
Borgarstjóri og flokkur hans í
borgarstjórninni hafa á undan-
förnum árum ekki fengizt til neinna
ákvarðana um breytingar eða end
urbætur á rekstri B.ÚR.. Togar-
arnir hafa verið seldir og gengið
úr sér ár frá ári jafnhliða því,
sem starfsemin í landi hefur dreg-
izt saman. Allar úrbótatillögur
okkar minnihlutafulltrúanna hafa
verið svæfðar í útgerðarráði að
því er virðist að undirlagi borg-
arstjórnarmeirihlutans. Meirihlut
inn ber því einn ábyrgð á því
ófremdarástandi, sem nú ríkir í
málefnum BÚ..R.
Hann hefur í krafti meirihlut-
ans komið í veg fyrir allar breyt-
ingar og staðið gegn endurnýjun
skipanna, en horft upp á fyrir-
tækið dragast saman ár frá ári.
í stuttu máli má segja, að hann
hafi flotið sofandi að feigðarósi.
Nú, þegar sýnt er, að hin 20
ára gömlu skip verða ekki rekin
nema með stórfelldum halla, sjá
þessir herrar ekkert annað bjarg-
ráð en að láta. togarana veiða inn
í landhelginni. Bjargráðið á að
vera að leyfa togurunum að skafa
upp ungfiskinn allt inn í fjarðar-
mynni. Menn skulu hins vegar
hafa í huga, að ungfiskurinn, sem
þar er veiddur, kemur ekki síðar
í vörpur togaranna. á öðrum veiði
svæðum, sagði Kristján að lokum.
Árnessýsla
Félag ungra Framsóiknannanna
í Árnessýslu heldur aðalfund sinn
í félagsheimilinu að Flúðum mið-
vikudaginn 26. okt. kl. 21,30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kjör fulltrúa á 11. þing SUF
3. Umræður um stjórnmálavið-
horfið. Stjórnin
KJORDÆMISÞING A AUSTURLAND!
Kjordæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið dag-
ana 29- og 30. okt. næstkomandi í félagsheimilinu að IðavöIIum, og
hefst það kl. 14. Dagskrá: Veniuleg aðalfundarstörf.
Ræðumenn á fundi Framsóknarfál. Rvíkur
Eysteinn Jónsson, Einar Ágústsson og Jón Skaftason
Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund þriðjudaginn 25. þessa mán. klukkan 20.30 í Framsóknar
húsinu við Fríkirkjuveg. Filndarefni er: Atvinnuvegirnir eftir 7 ára viðreisn. Framsögumenn eru
Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins, Einar Ágústsson, bankastj. og Jón Skaftason hrl.
Stjórnin.