Tíminn - 22.10.1966, Qupperneq 12
12
BÍLA OG
BÚVÉLA
SALAN
v/Miklatorg
Simi 2 3136
PÚSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTUR •
Einangrunarplast
Seljum allar gerðir af
pússningasandi, heim-
fluttan og blásinn inn-
Þurrkaðar vikurplötur
og einangrunarplast.
Sandsalan við Elliðavog st.
Elliðavogi 115, sínrii 30120.
HÖGNI JÓNSSON,
Lögfræði- og fasteignastofa
Skólavörðustig 16,
sími 13036,
heima 17739.
Þýzkar
telpnakápur
ELFUR
Skólavörðustíg 13,
Snorrabraut 38.
TIMINN
LAUGARDAGUR 22. október 1966
Jónas Andrésson
f nýútkominni bók, sem ber nafn
ið „Síðustu Ijóð Davíðs Stefáns-
sonar frá Fagraskógi“, spyr skáld.
ið á einum stað:
„Hvaðan er aflið, sem alla varðar,
og eflir vort byggðafólk?“
Og skáldið svarar spumingu
sinni með þessum orðum:
„Frá himnanna dýrð, frá djúpi
jarðar,
og dalanna brjóstamjólk‘.
Síðan bætir skáldið við í beinu
framhaldi í sama erindi svohljóð-
andi ályktun:
„Þeim veitist fleira, sem óðulin
erfa,
en akrar og daglegt brauð.
Án þeirra mun allur þróttur
hverfa,
og þá er vor menning dauð”.
Framanritaðar Ijóðlínur þjóð-
skáldsins frá Fagraskógi, — spurn
ingin, svarið og áherzluályktunin,
— tengjast í huga mínum minn-
ingunni um bóndann á Sílalæk í
Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu,
þrekmennið Jónas Andrésson, sem
lézt 26. f.m. Dalbyggðin hans
hafði fært honum aflgjafir frá
dýrð himins og djúpi jarðar, alið
hann á brjóstum sér og eflt hann;
jafnframt með þrekraunuim —j
þvi að þreks var hann kraf-j
inn frá bemskudögum til æviloka.
II.
Jónas Andrésson var fæddur 5.
ágúst 1899 að Sílalæk. Foreldrarj
hans vom hjónin Andrés Jónas-!
son og Elín Jónasdóttir.
Andrés var sonur Jónasar, er
lengi bjó að Hrauni í Aðaldal, Sig
urðssonar bónda í Fagraneskoti og
á Kraunastöðum í sömu sveit, Jóns
sonar, bónda í Sýrnesi í sömu
sveit Ólafssonar.
Elín var fædd og uppalin á Síla
læk, Jónasdóttir, bónda þar Guð-
mundssonar bónda þar, Stefáns-
sonar bónda þar, Indriðasonar
gamla bónda þar, Árnasonar. —
Indriði fluttist að Sílalæk 1773 og
síðan hafa menn frá honum komn
ir, niður á eftir nið, óslitið búið
þar, — eða í nálega tvær aldir.
Sílalæk
FRÍMERKI
Fyrir hvert íslenzkt fri
merki, sem þér sendið
mér, fáið þér 3 erlend.
Sendið minst 30 stk.
JÓN AGNARS
P.O. Box 965,
Reykjavík.
RULOFUNAR
RINGIR
>,MTMANNSSTIG 2
Halldór Kristinsson,
gullsmiður — Sími 16979
Andrés og Elín giftust 1895 og
hófu búskap á Sílalæk árið eftir,
á móti Jónasi bróður hennar. Voru
þau Andrés og Elín í ætt saman,
því Jóna móðir Andrésar var dótt-
ir Andrésar Ólafssonar frá Síla-
læk Stefánssonar. Elín og tengda-
móðir hennar þess vegna þremenn
ingar.
Ekki varð búskapur Andrésar
langur. Hann andaðist árla árs
1906. Stóð þá Elín uppi með þrjú
börn þeirra í æsku: Ingibjörgu 9
ára, Jónas 6 ára og Þórhall á öðru
ári.
Elín var hugrökk kona og vel
gefin. Hún hélt áfram búskap á
Sílalæk, þar til hún andaðist 1920.
Hafði hún ráðsmenn þangað til
Jónas sonur hennar komst það á
legg, að hann gat stýrt með henni
búinu. Ástríki var mikig með
Elínu og börnum hennar og börn
in mjög samrýmd.
Eftir lát móður sinnar tók Jón-
as við ábýlinu og bjó þar í félagi
við Ingibjörgu systur sína og
mann hennar, Þórólf Jónasson frá
Hraunkoti, til 1926, en þá fluttu
þau hjónin bú sitt að Hraunkoti.
Þórhallur — yngsta systkinið —
var einnig þátttakandi í búskapn-
um með Jónasi meira og minna,
en gekk jafnframt í skóla í Reykja
vík. Árið 1930 gerðist hann bóndi
að Hafralæk í Aðaldal, og býr þar
enn góðu búi í félagi við einka-
son sinn, Ásgrím. Ingibjörg er
dáin fyrir allmörgum árum.
Mikil og góð frændrækni mun
alltaf hafa verið með þessum
þrem systkinum.
III.
Jónas Andrésson kvæntist 3.
nóv. 1935 Guðrúnu Ármannsdótt-
ur frá Hraunkoti og lifir hún
mann sinn, enda sextán árum
yngri en hann. Þau eignuðust átta
börn. Börnin eru:
Vilhjálmur (f.22.6. 1935) giftur
Sigrúnu Baldursdóttur. Býr á Síia
læk.
Andrés Sverrir (f. 28.5. 1937)
giftur Guðlaugu Þóru Bragadóttur.
Búsettur í Garði í Gerðum.
Halldór (f. 15.12. 1942) giftur
Elínborgu Rósu Hólmgeirsdóttur.
Búsettur á Húsavík.
Elín (f. 12.4. 1946) gift Emil
Ragnarssyni. Búsett á Húsavík.
Árdís Ilálfdanía (f 11.1. 1948).
Friðjón (f. 19.7. 1952.)
Guðmundur Karl (f.21.7. 1954.)
Þröstur (f. 25.8. 1956.) j
Fjögur yngstu börnin eru ófarini
ur foreldrahúsum. Elzti sonurinn,|
Vilhjálmur, hafði um skeið átt
heima á Húsavík og keypt sér þar
íbúð. En síðastliðið vor fluttist
hann aftur að Sílalæk og hóf þar
búskap með foreldrum sínum. Var
í það Jónasi sál. mikið gleðiefni.
Sagði hann mér, að vænzt hefði
sér þótt um, að Vilhjálmur og
kona hans gerðu þetta án þess að
hann bæði þau þess. Hann taldi,
að sveitin hefði seitt þau til sín,
— og það var trú hans, eins og
Davíðs skálds, að:
„Þeim veitist fleira, sem óðulin
erfa,
en akur og daglegt brauð“
Eg er viss um, að hann dó ró-
legri vegna heimkomu Vilhjálms.
Þar með hafði líka sjöundi liður
Sílalækiarættarinnar — frá og
með Indriða gamía talið — hafið
búskap á Sílalæk.
IV.
Jónas Andrésson varð snemma
afar mikill atorkumaður og garp
ur til verka. Lagði hann löngum
vegna starfsákafa nótt — að
meira eða minna leyti — við dag
meðan heilsan gerði honum það
unnt.
Sílalækur var jörð, sem þurfti
harðfengi til að nytja, svo vel
væri. Þar var ekki auðvelt til tún
ræktár, en miklar grasgefnar vot-
engjáh. Sauðland gott, en fjár-
gæzla samt vinnufrek meðan út-
beit var mikið notuð í víðáttu-
miklu, skógivöxnu hrauni, sem í
voru gjáhættur.
Silungsveiði er í stöðuvatni
skammt frá bænum og einnig út
við sjávarsanda. Trjáreki á fjörur.
Jónas var maður, sem sótti fast
hagnýtingu landkosta jarðar sinn-
ar. Hann var kappsfullur veiði-
maður: fengsæl rjúpna- og refa-
skytta. Hins vegar var hann nátt
úruunnandi og dýravinur, sem
stuðlaði að, friðsæld fyrir þann
mikla sæg fugla, sem leitar á vor
in varpstöðva í hrauninu og við
vötnin í Sílalækjarlandi, og eykur
með því fegurð staðarins og sum-
arfögnuð.
Fyrri hluta búskapartíma síns
bjó Jónas Andrésson á móti móð-
urbróður sínum, Jónasi Jónassyni
og sonum hans. En seinna gerðist
hann ábúandi og eigandi allrar
jarðarinnar og stækkaði þá bú sitt
til mikilla muna. Hann var for-
sjáll hóndi — auk dugnaðarhörk-
unnar — bauð tækni við búskap-
inn heim og bætti jörð sína veru-
lega eftir þvi, sem við varð komið.
Um 1950 fór hann að kenna van-
heilsu, sem læknar töldu hjarta-
bilun og síðustu tíu árin gat hann
mjög lítið unnið. Sjúkdómurinn
lýsti sér m.a. sem kæfandi mæði,
ef hann reyndi nokkuð á sig — og
jafnvel tímum saman, þótt hann
hreyfði sig ekki. Hvað eftir annað
fór hann á sjúkrahús, þegar mest
kreppti að og dvaldist þar tíma og
tíma. En síðan strax heim aftur,
þegar af bráði, enda engin von
gefin um verulega lækníngu.
Það þurfti feikna karlmennsku
til að bera þessa sjúkdómsbyrði
svo vel sem hann gerði. Stjórna
búi með ráðdeild og frámfarahug,
hafa sívökulan áhuga á gangi al-
mennra mála, gleðjast með glöð-
um og hryggjast með hryggum.
Eg dáðist oft að því, hve hann
lifði dáðrökku lífi, þrátt fyrir sjúk
dóminn.
Hvaðan kom honum aflið til
þess? Var það ekki frá manndómi,
er hann hafði hlotið í vöggugjöf
— og nærzt hafði á „dalanna
brjóstamjólk-1?
V.
Efnahag Jónasar mátti telja góð
an, svo vel tókst honum stjórn bú-
skaparins og fjármálanna, þótt
hann gæti ekki sjáifur gengið til
verka. Vafalaust, á Guðrún kona
Jónasar mikinn hlut í afkomunni.
Eg er þeirri hógværu og prúðu
húsfreyju ekki persónulega kunn
ugur, en það segir sig sjálft, að
konan við hlið Jónasar hlýtur að
hafa verið honum traustur félagi.
Enginn í hans stöðu getur sigr-
azt á slíkum örðugleikum, sem
hann sigraði, nema hann eigi góða
konu.
Börnin unnu líka mikið, en Jón-
as var þó að sjálfsögðu sá, sem
hélt um stýrið og gætti fjármál-
anna.
Þótt Jónas væri sterkur einstak
lingur, var hann félagshyggjumað-
ur. Hann var heilshugar samvinnu-
maður, eins og ljóslega kemur
fram í grein, sem birtist eftir hann
í félagsblaði Kaupfélags Þingey-
inga rétt fyrir andlát hans.
Hann hafði orð á sér fyrir að
vera gestrisinn, hjálpfús og góður
nágranni og mótbýlismaður.
! Jónas var sérstaklega veðurglögg
ur maður og athugull á náttúrufar.
Hann var auk þess berdreyminn og
dreymdi oft fyrir veðrabrigðum
og öðrum daglátum. Hef ég heyrt
merkilegar sagnir af draumvitrun
um, er honum gáfust.
Eg finn nú eftir á, að hann gaf
mér — óbeint þó — í skyn, þegar
við kvöddumst í haust, skömmu
fyrir andlát hans, að þetta mundu
verða okkar síðustu samfundir.
Fleira veit ég ,sem bendir til þess
að hann hafi vitað dauðastund
sína fyrir, þótt heilsan virt-
ist um það leyti engu verri
en áður. Dauðinn kom að lokum
sfcyndilega með bægu andláti.
Hann var jarðsunginn 6. Þ.m.
Húskveðja var heima að Sílalæk,
en jarðsett að Neskirkju. Fjöldi
fólks mætti við útförina, því mað
urinn var vinsæll og samferða-
mönnum duldist heldur ekki, að
þar gekk til moldar með sigurorð
eftir stranga lífsbaráttu hetja, sem
verðskuldaði slíkan vott virðing-
ar.
Jónas Andrésson fullnægði —
fyrir sitt leyti — myndarlega með
ævi sinni kröfum og kenningum
hins þjóðrækna skálds Davíðs Stef
ánssonar um átthagatryggð og
„aflið, sem alla varðar“ tU þess að
íslenzkt þjóðemi, þróttur þess og
menning geti lifað.
Hamingja fylgi ástvinum Jón-
asar og veiti efckju hans styrk til
þess að ljúka uppeldi yngstu
barna þeirra.
Karl Kristjánsson.
Á VÍÐAVANGI
hafi fengið „vink“ um að þeú
þyrftu ekki að sækja í vor, þv!
að vandi þeirra mundi verð:
Ieystur á eftir án þess að þeii
þyrftu að ómaka sig í almenn
inginn.
MINNING
Framhald af bls. 8
þannig farið, að hann fluttist á
sjúkradeild Hrafnistu, þar sem
hann lézt 15. þ. m.
Sigurður var alla tíð hlédrægpr
maður væru honum því lítt að
skapi langar lofræður, en ekki
verður komizt hjá að minnast
hinnar sérstöku trúmennsku, er
hann sýndi í öllum verkum, hrekk-
leysi hans og fölskvalausrar vin-
áttu. Hann var þeim mannkostum
búinn, að allir sem honum kynnt-
ust, elskuðu hann. Er hans því
minnst með söknuði, ekki sízt af
sveitungum og nánum ættingjum.
Guð blessi minm ígu haus.
Tengöa^ynir.