Tíminn - 22.10.1966, Side 13

Tíminn - 22.10.1966, Side 13
LAUGAKBAGUR 22. október 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Endurheímtir ii Bikarinn"? Búast má við jöfnum leik milli KR ogValsásunnudag. Bæði Isðin hafa æft vel að undanförnu. Alf-Reykjavík. — I»a5 myndi vera glæsilegur endir á keppnis- tímabilinu fyrir Val, ef liðinu tæk- ist að sígra KR í úrslitaleik Bik- arkeppni KSÍ á sunnudaginn. En eitt er víst, að KR-ingar hafa jafn mikinn hug á því að vinna »Bikarinn“ og endurheinita hann Tveir leikir í Litlu Bikarkeppninni Nú er aðeins þremur leikjum ólokið í Litlu Bikarkeppninni og fara tveir þeirra fram um helg- ina. f dag leika Hafnfirðingar og Keflvíkingar í Hafnarfirði og hefst leikurinn kL 2. Á morg- un leika KefTvíknigar svo gegn Breiðablik og fer leikurinn fram í Kópavogi og hefst kl. L Síðasti leikurinn fer fram í Keflavík um aðra helgi og leika Keflvíkingar gegn Skagamönnum. frá Val, sem vann hann í fyrra. Þar á undan hafði KR sigrað í Bikarkeppninni frá upphafi — 5 ár í röð. Það má búast við spehnandi og skemmtilegu uppgjöri milli þess- ara Reykjavíkurfélaga. Lið beggja hafa undirbúið sig af kostgæfni og æft mjög vel síðustu daga. Hvort liðið er sigurstranglegra? Þeir, sem séð hafa til beggja lið- anna í síðustu leikjum, myndu ef- laust frekar veðja á KR, og er sá, sem þesífrr línur ritar, í þeirra hópi. En Valsmenn eru þrautseig- ir. Það sýndu þeir eftirminnilega í leikjunum gegn Keflavík, en fyrir þá leiki var Keflvíkingum spáð sigri. Og Vals-vörnin er þétt og með sterkan mann á bak við sig, þar sem Sigurður Dagsson er. Spurningin er, hvort hinni fljótu framlínu KR tekst að rjúfa múrinn og skora framhjá Sigurði. Vals-liðið hefur ekki leikið eins vel í síðustu leikjum og liðið gerði Premhald á bls. 15 Skák kennd í skólunum Samvinna hefur tekizt með Æskulýðsráði Reykjavikur og Taflfélagi Reykjavíkur um skákkennslu í skólum í sam- ráði við skólastjóra viðkom- andi skóla. Nokkrir þekktir menn úr röðum skákmanna munu annast skákkennslu í skólum borgarinnar á vetri komanda og verður skák- kennsla þessi þáttur í tóm- stundaiðju og félagsstarfi nem enda. Ætlunin er, að kenna helztu byrjanir skáktaflsins, kynna skákgildrur, tafllok o.s, frv. Skákkennarar munu og tefla fjöltefli við nemendur og efna til innbyrðis kapp- tefla með þeim. Einnig er í ráði að kenna nemendum að fara með skákklukkur og kynna þeim hvemig hraðskák er tefld. Þá er og fyrirhugað, þegar frá líður, að fram fari skákkeppnir milli hinna ýmsu skóla og verður þar aðallega um hraðtefli að ræða. Er það trú forráðamanna Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur og stjórnar Taflfélags Reykjavíkur, að skákkennsla í skólum verði til þess að auka áhuga nemend- anna á þessari sérstæðu iþrótt, en skákin er, sem kunnugt er, íþrótt, er reynir mjög á ein- beitingu og rökrétta hugsun þátttakandans, auk þess, sem hún hefur með réttu verið talin koma inn á svið vísinda og lista. Framkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur er Reyn- ir Karlsson, en umsjónarmað- ur félags- og tómstundastarfs í skólum á vegum Æskulýðs- ráðs er Jón Pálsson. Þunna loftið í Mexico Síðustu daga hafa farið fram í Mexico svokallaðri „Litlir Olym- píu-leikar“ og eru þátttakendur í þeim frá flestum Olympíulöndun- um. Keppnin er öðrum þræði nokkurs konar prufu-keppni fyrir væntanlega þátttakendur í aðal- leikunum, því óttast er, að hið þunna loft í Meéico kunni að há þeim. Og eftir myndinni hér að ofan að dæma, sem við fengum senda nýlega, er ótti manna ekki ástæðulaus. Juriy Zurin, Sovétríkj unum, kom örmagna í mark þriðji í röðinni í 5 km lilaupi í „Litlu OIympíuIcikunum“ og þurfti að gefa honum súrefni strax á eftir. Hafa ekki efni á að leika í höOinni! Alf-Reykjavjk. — Körfu- knattleiksmenn hafa ekki * efni á því að láta Reykja- víkurmótið fara fram í Laug ardalshöllinni, svo mót þeirra mun fara fram að Hálogalandi. Þetta kann að hljóma einkennilega í eyr- um, en svo er mál með vexti, að lágmarksleiga fyr- ir keppniskvöld í Laugar- dalshöllinni ér kr. 5000, og aðsókn að körfuknattleiks- leikjum hefur verið svo dræm, að aðgangseyrir að leikjunum myndi hvergi nærri hrökkva til að greiða leigugjaldið. Aðsókn að handknatt leiksleikjum er mun betri, svo handknattleiksmenn þurfa tæplega að óttast að þeir verði að leilja í Háloga- landi. Ekki verður komizt hjá því að gagnrýna þá ráðstöf- un að hafa leigugjaldið svo hátt. Og hér eiga borgar yfirvöldin sök á. Stefna þeirra virðist sú að reka íþróttamannvirki borgar- innar þannig, að borgin þurfi helzt engan kostnað að bera — fyrir utan að reisa mannvirkin. Þannig renna milljónir króna ár- lega til Rvíkurborgar frá Knattspyrnuleikjum, því fjórðungur innkomu renn- ur beint í vallarsjóð, og þarf borgin því lítinn sem engann kostnað að bera af rekstri íþróttavallanna. Og sama stefna á að gilda um Framhald á bls. 15. Hátt á 5. hundrað keppendur í Rvíkurmótinu í handknattleik - mótið hefst á sunnudagskv. með þremur m.flokksleikium Alf-Reykjaéík. — 21. mcistara- mót Reykjavíkur í handknattleik hefst n.k. sunnudagskvöld. Mótið mun fara fram á tveimur stöðum, leyti fram í Laugardal, en aðrir leikir að Hálogalandi. Öll Reykjavíkurfélögin taka þátt í mótinu og verða keppendur Mótið Fram-Þróttur. 1. flokkur kvenna; Pramnald a bls. 15 þ.e Laugardatehollinm og Háloga mm 400_500 talsins. landi. Fara leikrr eldri flokkanna hefst nleð þremur leikjum ; meist og 2 .og 3. flokks karla að mestu araflokki karl? á sunnudagskvöld. ---------------------------------|Fyrst leika Ármann og Þróttur, Fundur á Selfossi þá Fram og IR og loks Valur og ] Útbreiðslunefnd FRÍ heldur KR. Fara leikirnir fram í Laugar- dalshöllinni og hefst sá fyrsti kl. 20. Um aðra helgi verður mótinu fund með frjálsiþróttainönnum Selfossi á morgun, sunnudag, Selfossbíói og hefst hann kl. 1 e.h. Á fundinum mætir Jóhanncs Sæ- Ársþing Glímu- sambandsins Ársþing Glímusambands íslands verður háð í íþróttamiðstöðinni I Laugardal, sunnudaginn 23. októ- ber 1966 og hefst kl. 10 árdeSis. ur, Ármann-Víkingur. 2. flokkur Selfossi' og í nágrenni hvattir til Gunnlaugur Hjálmarsson, iFram. Á morgun leikur h?nn með Fram gegn Stjórn G.L.Í. 'karla: Víkingur—Valur, KR—ír, i að fjölmenna. I sínu gamla félagi IR. haldið áfram í Laugardalshöllinni.. mundsson, frjálsíþróttaþjálfari, og Þá fara þessir leikir fram: 3. flokk imun hann sýna myndir frá OL ur karla: KR-Fram, Þróttur—Val-1 í Tokíó. Eru frjálsíþróttamenn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.