Tíminn - 22.10.1966, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 22. október 1966
TÍMINN
VETRARDAGSKRÁ
Framhald at bls. lb
Gunnarsson talar um morð Ken
nedys Bandaríkjaforseta og
bækur um það, Til Austur-
Afríku og Madagaskar nefn
ist erindi Andra ísakssonar og
Helga Jóhannsdóttir ræðir
um íslenzk þjóðlög. Agnar
Þórðarson talar um leikritun.
Andrés Björnsson mun lesa
í vetur Völsungasögu, Magnús
Kjartansson les The Comedi
ans eftir Graham Greene, og
sr. Sigurður Einarsson les frum
samda sögu, Það gerðist í Nes
vík.
Skáldamál nefnist einn dag
skrárliður, og verða þar flutt
forn og ný íslenzk verk frá
Eddu og Skáldakvæðum til
Halldórs Laxness með formála
Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Allt
eru það verk, sem íslenzk
eða erlend tónskáld hafa sam/i
tónlist við og verða þau flutt
í umsjá tónlistarmanna út-
varpsins. Verkin eru:
Völuspá, Grímnifemál, Sig-
hvatur skáld, Lilja, Miðalda-
kvæði, Friðþjófssaga, Helga
fagra, Heimsljós
Fyrsta framhaldsleikrit vetrar
verður Silkinetið eftir Gunnar M.
Magnúss. Stjórnandi er Klem
enz Jónsson en með aðalhlutverk
fara Helga Valtýsdóttir, Rúrik
Haraldsson, Jón Sigurbjörnsson,
Guðmundur Pálsson, Árni Tryggva
son og Herdís Þorvaldsdóttir.
Leikritið er í 8 þáttum, og nefnist
fyrsti þátturinn Gestakoma í
Stöðlakoti.
Á hljóðbergi, þáttur Björns
Th. Björnssonar mun verða
áfram í vetur og er af ýmsum
þáttum má nefna þætti eins og
Dagurinn og vegurinn, Daglegt
mál, Efst á baug'i, Við, sem heima
sitjum, og Dómsmálaþátt. Á
Hraðbergi er þáttur, sem Bjarni
Guðmundsson og Guðmundur Sig
urðsson og fleiri sjá um.
Einn á ferð er laugnrdagsþáttur
undir stjórn Gísla Ástþörs
sonar og Margt í mörgu, er
skemmtiþáttur undir stjórn Jón-
asar Jónassonar. Umræðuþættir ;<g
viðtöl verða undir stjórn þriggja
manna. Á rökstólum undir stjórn
Tómasar Karlssonar, Athafna
menn undir stjórn Magnúsar Þórð
arsonar og Ólafur R. Grímsson
stjórnar þætti, sem nefnist Þjóð
líf.
Kristján Árnason mun flytja
4 erindi, og þýðingar úr 4 grísk
um harmleikjum sem síðar verða
fluttir í nútímaóperubúningi,
Persephone eftir Stravinsku Oed
ipus Rez eftir Stravinsky, Anti-
gona eftir Orff og Elektru eftir
Strauss. Árni Waag flytur 10 mín.
þætti annan hvorn sunnudag „Á
víðavangi“ um fuglalíf og náttúru
vernd o.fl.
Af tónlistarefni má nefna um
40 sinfóniutónleika, sem fluttir
verða. íslenzkir tónlistarmenn í
útvarpssal munu helga Robert
Schumann tíma sinn og flytja
verk eftir hann. 17 tónleikar verða
fluttir undir nafninu Gestir í
útvarpssal og útvarpað verður af
tónleikum Tónlistarfélagsins og
Musica Nova úr tónleikasal.
Nokkrir söngleikir og óperur
verða fluttar með skýringum
Þorsteins .Hannessonar, og Ragn
ars Björnssonar o.fl. Auk þess má
nefna ýmsa tónlistarþættir eins og
Tónlist á atomöld, Lög unga fólks
ins, Danslög, Jazzþáttur, Harm-
óníkuþáttur, Sjómannalög, Þetta
vil ég heyra, Vinnulög, Óskalög
sjúklinga, o.fl.
Auglýsingatímum útvarps-
ins verður breytt með vetrardag-
skránni. Lesnar verða auglýsing
ar kl. 9.30 að morgni og kl. 3 að
degi. Einnig verða lesnar auglýs
ingar um hádegi og fyrir kvöld-
fréttir að venju og að lokum
má geta þess, að tekinn verður upp
nýr auglýsingatími frá kl. 19.20
til 19.30 verður auglýsingagjaldið
40 kr. á orði í þeim þætti, og er
það hæsta, verð, sem greitt er fyrir
auglýsingar í útvarpinu.
RAFMAGNSSKORTUR
Framhairt af bis i
Að lokum sagði hann, að allfc
væri gert til þess að halda orku-
málunum í eðlilegu horfi, og enn
hefði ekki komið til þess að tak
marka þyrfti rafmagn til annarra
en Áburðarverksmiðjunnar, og þá
aðeins umframorkUna.Allir venju
legir orkukaupendur fengju því
alla þá raforku, sem þeir þýrftu
á að halda.
ALVARLEGT BÍLSLYS UNDIR HAFNARFJALLI
FB—Réykjavík, föstudag.
f dag rakst bifreið á stöpul á
brú undir Hafnarfjalli. Bifreiðin,
sem var af Volkswagengerð var á
leið úr Reykjavík til Stykkishólms
og var þrennt í henni. Bílstjórinn,
bróðir hans, ungur drengur, og
móðir piltanna tveggja, sem sat
í aftursætinu. Lögreglan úr Borg
arnesi og frá Akranesi kom á stað
inn og voru farþegarnir þegar flutt
ir í sjúkrahús á Akranesi, Móður
piltanna mun lítið eða ekki hafa
sakað, en drengurinn mun hafa
AÐALFUNDUR FUF
Á SNÆFELLSNESI
verður haldinn sunnudaginn 23.
október n. k. að Vegamóturn í
Miklaholtshreppi.
Vaktavinnan ekki aðal-
ástæða verkfalls
SJ—Reykjavík, föstudag.
f frétt um væntanlegt verkfall
starfsmanna hjá Búrfellsvirkjun
kom fram sá misskilningur, að
þeir óski eftir að koma á vakta-
vinnufyrirkomulagi. Þetta er ekki
rétt, þar sem vinnuveitendur hafa
óskað eftir vaktavinnufyrirkomu-
laginu, en verkamenn vilja ekki
fallast á það, nema að ýmis önn-
ur atriði verði lagfærð um leið.
Verkamennirnir hóta verkfalli, ef
ekfci verður fallizt á kröfur þeirra
almennt, burtséð frá því, hvort
vaktavinnufyrirkomulagið verður
tekið upp eða ekki.
brotnað á báðum fótum. Ekki var um líðan ökumannsins, en hann
hægt að fá nákvæmar upplýsingar var talinn hættulega meiddur
GEFA ÚT KAUPFÉLAGSRIT
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgar
nesi hefur nú um tveggja ára skeið
gefið út Kaupfélagsritið, og er tí-
unda hefti þess nýkomið út.
Að þessu sinni hefst ritið á
grein um bændur í Lundar- og
Fitjasóknum 1880—1900 eftir séra
Ólaf Ólafsson, prest að Lundi, þá
kemur framhald af skrá og æviat-
riðum um starfsmenn KB fyrr og
síðar. Bjami V. Guðmundsson
skrifar grein, er ber yfirskrift-
ina Kirkjan við hraunið, og er þar
fjallað um kirkjuna að Staðar-
hrauni á Mýrum. Ólafur Hansson,
menntaskólakennari heldur áfram
í þessu riti með þátt, er nefnist
Nokkur borgfirzk höfuðból á þrett
ándu öld. Kaupfélagsstjórinn Þórð
ur Pálmason ritar ýmsar fréttir af
KB í ritið og loks er grein um til-
raunastöðina að Hamri í Svíþjóð,
og um strand við Mýrar, auk
smærri ritsmíða.
Björn Jakobsson, fyrrverandi
kennari í Reykholti annast um út
gáfu Kaupfélagsritsins og er jafn
fram ábyrgðarmaður. Er þetta hln
ágætasta lesning, sem fer um hið
víðfeðma félfegssvæði kaupfélags-
ins í Borgarnesi, og mættu fleiri
samvinnufélög feta í fótsporið og
flytja félagsmönnum sínum prent-
aðan fróðleik um eitt og annað
FAGNAÐ MEÐ RAUÐRI
OG GRÆNNI MÁLNINGU
NTB-Melbouerne, föstudag.
Johnson, bandaríkjaforseti,
fékk heldur varmar viðtökur í
Melbouerne í dag. Eftir að hafa
flutt 21 ræðu blaðalaust, þar sem
hann jós Ástralíu og ‘hermenn
landsins hóli var honum svarað
með fullum plastpoka af grænni
og rauðr málningu, sem kastað
var framan á bifreið hans.
Heimsókn Johnsons stóð i 6
klukkustundir og ók hann meðal
annars í bílalest um götur borg-
arinnar þar sem fagnandi mann-
fjöldi stóð beggja vegna. En ekki
fögnuðu allir komu forsetans, því
að allt i einu sprakk plastpoki
ÞAKKARÁVÖRP
er
Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim,
sýndu mér vinarhug á 85 ára afmæli mínu hinn 17. þ.m.
Kristbjörn Hafliðason,
Birnustöðum.
Öllum þelm er heiSruðu minningu,
Þórarins Guðmundar Benediktssonar
frá Patreksfirði
þökkum við hjartanlega. Guð blessi ykkur öll.
Fyrlr hönd vandamanna.
Oddný J. Karlsdóttir.
Hjartans þakklr fyrlr auðsýrtda vináttu vlð andlát og jarðarför
Jónínu Jónsdóttur
Mýrum
Halldóra Halldórsdóttir og börn.
fullur af málningu á framrúðu
bifreiðar forsetans, og í sama
mund hljóp maður fyrir bílinn,
þannig að bílstjórinn neyddist til
að stöðva. Maðurinn var handtek-
inn og bílrúðan þrifin í snatri og
síðan haldið áfram, eins og ekk-
ert hefði í skorizt. Flytja varð
tvo bandaríska leynilögreglumenn
og tvo áhorfendur í sjúkrahús,
vegna þess að málning hafði sletzt
í augu þeirra, en engin málning
slettist á forsetahjónin, sem sátu
í aftursæti bifreiðarinnar.
Að því er lögreglan segir,
sprungu líka tveir hveitipokar á
bílnum.
Bræður tveir verða leiddir fyrir
rétt á morgun sakaðir um hlut-
deild í pokamálinu.
Að þessum atburði fráskildum
var þeim hjónum fagnað vel og
innilega og segja innfæddir, að
þeir muni ekki eftir öðrum eins
manngrúa á götum úti við komu
gests, og í þetta sinn. Telja sum-
ir, að um milljón manns hafi fagn
að forsetanum.
Á ferð sinni um göturnar steig
forsetinn 11 sinnum út úr bifréið-
inni og alaði yfir fólkinu í gegn-
um hátalara, sem hann hafði með
Leiksýning fvrir
verka lýðsf élögin
Fimmtudaginn 27. þ.m. verður
sýning fyrir meðlimi verkalýðs-
félaganna í Lindarbæ á leikriti
Þjóðleikhússins „Næst skol ég
syngja fyrir þig“. Aðgöngumiðar
verða seldir á skrifstofu Dags-
brúnar — símar 13724 og 18392 —
og hefst sala þeirra n. k. mánudag
kl. 14.
sér. Tvisvar braut manngrúinn af
sér öll bönd og þrengdu svo að
bifreið forsetans, að leynilögreglu
menn urðu að slá um hana hring.
Einu sinni klifraði forsetinn
upp á þak bifreiðarinnar og veif-
aði til áhorfenda!
T rúlofunarhringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
HALLDÓR,
Skólavörðustíg 2.
Véláhreingerning
viðkomandi félögum auk frétta r.f
félagsstarfinu sjálfu.
Ritið er í demi-broti og prentað
í Prentsmiðjunni Eddu.
150
Framhald af bls. 1.
kennarinn kallaði upp nöfn
þeirra. Tíu ára gamalt barn, Dilis
Poewel, sem af komst, sagði svo
frá, að allt í einu hefðu þau heyrt
einkennilegt hljóð og síðan hefði
engu verið líkara en • kennslustof-
an færi á fleygiferð. Skólaborðin
féllu á börnin, sem hrópuðu og
grétu. Það lágu börn út um allt.
Kennarinn lá á gólfinu og hafði
fest fót sinn, en tókst að rífa sig
lausan, brjóta rúðu og bjarga
nokkrum bamanna út, sagði dreng
urinn. Sjónvarvottar segja, að
ógurlegir skruðningar hafi heyrzt,
skriðan hafi ætt niður hlíðina, rif
ið upp tré með rótum og síðan
steypzt yfir skólann. Leðja rann
um götur bæjarins og torveldaði
för fólks á slysstað.
Fjöldi sjúkra- og brunabíla kom
frá nágrannabænum Merthyr Tyd
fil og hundruð verkamenn í nám-
unum lögðu verkfærin frá sér og
hlupu til aðstoðar.
Þungavinnuvélar komu brátt á
vettvang til aðstoðar við björgun-
arstarfið, en yfirvöld í bænum
hófu að rannsaka orsakir slyssins.
Áttræður, fyrrverandi þingmað-
ur, sem býr um 3 km frá slys-
staðnum sagði við fréttamenn, að
gjalli hefði verið ekið upp á haug
inn á hæðinni, einnig er slysið
varð. Ég og fleiri vorum alltaf
hræddir við þetta og óttuðumst
að skriða myndi falla fyrr eða
síðar, sagði sá gamli.
Foringi námumannanna, Glyn
Williams orðaði hugsanir þúsunda
manna á þennan veg: Mörg hafa
slysin orðið í dölum Wales, en
ekkert þessu líkt. Elisabet Eng-
landsdrottning hefur sent samúð-
arskeyti til bæjarins, þar sem hún
lýsir harmi sínum vegna þessa
hræðilega slyss og samúð sinni og
Philips, prins með ástvinum hinna
látnu.
Bolholti 6,
(Hús Belgjagerðarinnar).
SERVIETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
Björn Sveinbjörnsson,
hæsta rétta r lögmaður
Lögfræðiskrifstofa
Sölvhólsgötu 4,
Sambandshúsmu. 3. hæð,
Símar 12343 og 23338.
Auglýsið í TÍIVIAISIIIVS