Tíminn - 22.10.1966, Qupperneq 16
I
IHALDID TEKUR IIPP BAK-
DYRAdTHLUTUN A LÚDUM
Boruðu eítir köldu
vutnien fundu heitt
Borinn í Leirdal
PB-Reykjavik, föstudag.
í sumar hófst leít að köldu
vatni í Kópavogi. Byrjað var að
bora sunnarlcga í Fífuhvamms-
landi, en þar var búizt við, að
finnast myndi kalt vatn. Reyndin
varð önnur, og niðurstöður bor
unarinnar benda til þess, að verði
haldið áfram að bora á þessum
stað, verði það eftir heitu vatni,
en ekki köldu.
Við hringdum í Jón Jónss.
jarðfræðing hjá Jarðhitadcild Raf
orkumálaskrifstofunnar og spurð
um hann um borunina í, Kópa-
vogi. Sagði hann, að byrjað hefði
verið að bora um mitt sumar
í svokölluðum Leirdal, sunn
arlega í Fífuhvammslandi, en
þar hefði hann talið, að möguleSt
væri að kalt vatn fyndist.
Borholan er nú orðin 30
metra djúp, og í staðinn fyrir að
finna kalt vatn, mældist í In>l-
unni 8 stiga hiti. — Ég tel, að
ekki muni geta verið Lnn veru-
legt kaldavatnsrennsli að ræða í
nágrenninu, eftir þessa uppgötv-
un, sagði Jón. — HitastiguIIinn
er það hár, að reikna verður með
að lialdi hann áfram að hækka,
eftir því sem holan dýpkar, só
þetta á sama jarðhitasvæði og
Reykjavík, og austurhluti Kopa-
(Tímamynd KJ) vogs. Ráðlegt væri að dýpka hol-
una niður í 100 metra til þess að
fá endanlega úr þessu skorið.
Úr því sem komið er, er útséð
um það, að Kópavogsbúar fá ekki
kalt vatn úr Leirdal. Vitað er
að nóg er af köldu vatrii mikln
austar, en líklegt er að það geti
orðið of langt í burtu fyrir Kópa
vog.
Borinn, sem notaður hefur ver-
ið við borholuna í Leirdal, er
höggbor, og ekkl lientugur við
hitavatnsleit, þar sem hann vinn-
ur of hægt, svo að nauðsynlegt
vcrður að fá annan bor, ef haldið
verður áfram lcitinni. Sá, sem
framkvæmt liefur borunina til
þessa, er Alexíus Lúthersson,
og er hann cigandi boráins.
AK-Reykjavík, föstudag.
Á fundi borgarstjórnar Reykja
víkur í gærkvöldi kom í Ijós, að
íhaldsmeirihlutinn hefur nú ut-
an við almenna og auglýsta lóða
úthlutun úthlutað allmörgum
völdum lóðum, sem ■ flestir sóttu
alls ekki um lóðir, þegar auglýst
var eftir umsóknum fyrr á árinu.
Hefur íhaldið þar með rofið það
kerfi, sem það hafði fallizt á að
taka upp fyrir þremur árum, að
auglýsa jafnan eftir umsóknum,
þegar lóðir eru teknar til úthlut
unar. Virðist augljóst, að þrýst-
ingur hafi sprengt kerfið.
Minnihlutaflokkarnir 1 gagn
rýndu þetta og stóðu saman að
tillögu um að lóðir pessar skyldu
auglýstar, enda hafði þessi ráð
stöfun lóðanefndar verið sam-
þykkt í borgarráði með 3 atkvæð
um gegn 2 atkvæðum minnihluta
flokkanna.
Kristján Benediktsson borg
arfulltrúi Framsóknarflokksins,
benti á, að þetta væru óhæf vinnu
brögð og brot á þeim venjum, sem
síðustu tvö eða þrjú árin hefðu
gilt um lóðaúthlutunina. Vert værl
að benda á, að aðeins tveir þeirra,
sem nú fengju hinar völdu lóðir,
við Laugarásveg og Sunnuveg,
hefðu sótt um lóðir, þegar aug-
lýst var, en margir hefðu þá ekki
fengið úrlausn, og hlyti því að
vakna sú spurning, hvort einhverj
ir þeirra, sem sóttu um lóðir, þeg
ar auglýst var, en fengu ekki lóðir
þá, væru ekki verðugri en ein-
hverjir þeirra, sem fengju nú lóð
ir um bakdyrnar eftir á, án þess
að þurfa að sækja um þær með
sama fresti og aðrir. Og hvernig
stæði á því, að þessir menn hefðu
ekki sótt um lóðir þegar auglýst
var, fyrst þeir þyrftu þær endi-
lega nú? Hefðu þeir ef til vill
fengið einhverja bendingu um, að
þeir þyrftu ekki að sækja, þeirra
vandi skyldi leystur eftir á. Kristj
án kvað það stórt spor aftur á
Fremhald á bls. 15.
HAFA REIST 6 NORSK HUS
Blaðburðarfólk óskast
á Leifsgötu, Egilsgötu, Barónsstíg, Laugar
ásveg, Vesturbrún og í Miðbæinn. Upplýs-
ingar á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti
7, sími 1-23-23.
mm
FUF í Reykiavík
Almennur félagsfundur í FUF
verður haldinn þriðjudaginn 24.
þ. m. kl. 8,30 í Tjarnargötu 26.
Fundarefni. 1. Kosning fultrúa á
þing SUF 2. Önnur mál.
Stjórnin.
Kópavogur
Framsóknarfclögin í Kópavogi
munu hafa opið hús eða fundi á
máiiudagskvöldum í félagsheiroil
inu að Neðstutröð 4 í vetur, og er
allt Framsóknarfólk veikomið-
Þar munu Freyju-konur hafa kaffi
á boðstólum. Starfsemin hefst
næsta mánudagskvöld 24. okt. og
verður m.a. til skemmtunar kvik
§ mynd og upplestur. Fjölmennið-
eck
IGÞ-Reykjavík, föstudag.
Fyrirtækið I. Pálmason h.f. hef
ur reist norskt hús, sem ætlað
verður til sýningar almenningi nú
FRAMSÓKN-
ARVISTIN
N.k. fiimmtudag gangast Fram
sóknarfélögin í Reykjavík fyrir
fyrstu Framsóknárvist vetrarins
að Hótel Sögu, og er í ráði, að
spilakvöldin verði með mánaðar
millibili í vetur.
Þeir, sem hafa hug á að sækja
vistina, eru beðnir að hafa sam-
band við skrifstofu Framsóknar-
félaganna í Reykjavík sem fyrst í
símum 15564 og 16066 .
um helgina og í næstu viku Hús
þetta er hið sjötta, sinnar tegund
ar sem fyrirtækið reisir hér á,
landi. Koma þau tilbúin hingað
frá Noregi, og var aðeinjs viku
verið að ganga að öllu leyti frá
því húsi, sem reist var til sýning
ar. Húsið er í Mosfellssveit, nánar
tiltekið vinstra megin vegar, þeg
ar ekið er inn úr borginni og
rétt hjá Kaupfélaginu.
Hin húsin, sem hér hafa verið
reist, eru við Mývatn, en þar var
þeim komið upp vcgna kísiliðj
unnar, og tvö verða tekin í notk-
un við Búrfell nú þessa daga.
Hús þessi eru norsk verk-
smiðjuframleiðsla, 110 fermetrar,
að stærð auk bílskýlis og kosta
um níu hundruð þúsund uppkom-
in.
Vetrardagskrá-
in hefst í dag
FB-Reykjavík, föstudag.
Vctrardagskrá Ríkisút-
varpsins hefst á morSun, og
-neö henni verða teknir up'p
nýir fréttatímar, sem ef til
vill er sú breyting dagskrár-
innar, sem flestir eiga eftir að
veita eftirtekt. Fréttatímar
verða framvegis klukkan 7 á
kvöldin, 20 mínútna tími, og
klukkan 9, en sá tími vcrður
nokkru lengri og fylgja þá frétt
unum fréttaaukar og frétta-
þættir um ýmis mál.
Á fundi með blaðamönnum
í dag skýrði útvarpsstjori, Vil-
hjálmur Þ. Gíslason frá því,
að nokkrar breytingar hefðu
orðið á starfsliði útvarpsins.
Sigurður Þórðarson hefði látið
af störfum skrifstofustjóra.
vegna aldurs, en um leið hefðu
orði skipulagsbreytingar á
rekstrinum. Guðmundur Jóns
son hefði tekið við embætti,
framkvæmdastjóra Hljóð-
varpsins, en Gunnar Vagnsson
orðið yfirmaður fjármála og
framkvæmdadeildar sjón-
varps og hljóðvarps. Haraldur
Ólafsson er nú dagskrárstjóri,
en Andrés Björnsson hefur
látið af því embætti. í tónlisl
ardeild hefur verið ráðinn Þor
kelj Sigurbjörnsson í stað Hall
gríms Helgasonar, sem starfar
nú í Kanada.
Vetrardagskráin 1966 —67
hefur upp á margan fróðleik
og mikið skemmti.efni að
bjóða. Stærsti erindaflokkur
vetrarins fjallar um Nítjándu
öldina í íslenzkri sögu. Um
það verða flutt 25 sunnu
dagserindi hið fyrsta á sunnu-
daginn en það flytur Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason um einkenni 19.
aldarinnar og samband hennar
við 18. öldina. Önnur erindi
flytja: Sverrir Kristjánsson,
Magnús Már Lárusson, Berg-
steinn Jónsson, dr. Björn Kar-
el Þórðarson, Aðalgeir Kristj-
ánsson, Sigfús Haukur Andrés
son, Andrés Björnsson, Nanna
Ólafsdóttir, dr. Jakob Bene-
diktsson, Odd Didriksen, Hörð
ur Ágústsson, dr. Sigurður Þór
arinsson, dr. Steingrímur J.
Þorsteinsson, Gils Guðmunds
son.
Þá .munu þeir Árni Björns-
son, Hallfreður Örn Eiríksson
og Þór Magnússon flytja
stutt erindi um þjóðsögur og
þjóðhætti. Haraldur Guðmunds
son, fyrrv. ráðherra flytja er
indi um Lífeyri og eftirlaun.
Dr. Jakob Benediktsson flytur
tvö erindi um Nýja testament
ið og tilkomu þess og sr. Guð
mundur Sveinsson flytur erindi
um Karl Jespers o. fl. Árni
Framhald á bls. 14.
Arni Tryggvason (t. v.) Herdís Þorvaldsdóttir og Helga Valtísdóttir
á æfingu á framhaldsleikritinu í gær. (Tímamynd GE)