Vísir - 06.10.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 06.10.1975, Blaðsíða 10
10 Vísir. Mánudagur 6. október 1975 „Hin nýja stétt" Arnarhvoll. „Hinni nýju stétt má skipta í þrjá meginhópa: Fjármagnseigendur, stjórnmálamenn og skjólstœðinga þeirra og œðstu embœttismenn" Fyrir allmörgum ár- um kom út i islenskri þýðingu bók eftir júgóslavneskan mann Milovan Djilas, sem nefndist „Hin nýja stétt”. í bókinni er þvi lýst á sannfærandi hátt hvernig kommún- ismanum i Austur Eviópu mistókst það yfirlýsta ætlunarverk sitt að koma á stétt- lausu þjóðfélagi. í stað hinnar gömlu yfirstétt- ar aðals og fjármagns- eigenda, sem útrýmt var, kom ný yfirstétt skrifstofuherra, sem i skjóli yfirráða yfir rikisvaldinu safnaði að sér auði, forréttindum og völdum á mjög svo svipaðan hátt og for- verar hennar höfðu gert. Þetta var hin nýja stétt. Bókin vakti mikla athygli hér á landi sem viðar og þótti sann- færandi gagnrýni á hið kommiíniska skipulag. Ekki virtist það samt hvarfla að mörgum að gagnrýni af þessu tagi gæti átt við þjóðfélag okkar islendinga, eða_ að lýðræðis- skipulagið gæti beðið hliðstætt skipbrot og það kommúniska. Stéttarhugtakið Hugtakið stétt er almenntmik- ið notað þegar stjórnmálalifinu er lýst. Þannig hafa stjórnmála- menn úr öllum islensk- um stjórnmálaflokkum notað stéttarhugtakið. Sumir telja sig málsvara verkalýðsstéttar- innar, aðrir styðja bænda- stéttina, örfáir berjast fyrir stétt atvinnurekenda, flestir segjast gæta hagsmuna allra stétta. Eignarrétturinn er lykilhugtak, þegar stéttir eru skilgreindar. Eignarrétturinn á framleiðslutækjum er talinn skapa hinn stóra skilsmun milli borgarastéttar og vinnulýðs. Þá er svo litið á að eignarrétti fylgi vald. Menn hafi vald yfir þvi, sem þeir eiga, en yfirleitt ekki yfir þvi, sem aðrir eiga. Stjómmálalifinu er gjarnan lýst svo, að stéttir hafi ólfk hagsmuna- og áhugamál, sem þær deila og togast á um. Lýðræðinu er ætlaö að skapa baráttu stéttanna réttlátan og skipulegan vettvang og að tryggja að styrkur þeirra sé i samræmi við fjölda meðlimanna. 011 atkvæði eru jafngild, þess vegna á fjöl- mennasta stéttin að ráða mestu, hafa flesta fulltrúa á Alþingi. Þess gætir hér i vaxandi mæli, að almenningur á erfitt með að samræma hina fögru mynd lýðræðislegra stjórnar- hátta raunveruleikanum, sem lifað er i. Menn sjá ekki að áhrif stétta á stjórn landsins fari eftir fjölda meðlima. Þótt stjórn- málaflokkarnir segist berjast fyrir hagsmunum ólikra stétta ber minna á þvi sem sundur- greinir þá, en þvi sem sameinar þá. Erfitt er að greina teljandi mun á stjórn landsins eftir þvi hvort þessi flokkur eða hinn heldur um stjórnartaumana. t raun réttri virðast stjórnmála- flokkarnir allir vera sammála um flest meginatriði stjórn- málanna, þar á meðal það mikilvæga atriði að draga aukin völd i hendur rikisins. Boðuð hugmyndafræði flokkanna er þannig I hróplegu ósamræmi við hegðun þeirra. Þetta skal skýrt nánar. Orð og gjörðir Borgarastéttin hefur i hefðbundinni hugmyndafræði sinni lagt höfuðáherslu á að tak- marka völd rikisins og barist fyrir frelsi einstaklingsins. Slik stefna hentaði lengi vel hags- munum fjármagnseigenda, sem vildu geta ávaxtað auð sinn óheftir af rikisvaldinu. t and- stöðu við þessa stefnu tögðu stjómmálatlokkar af sósialisk- um toga áhersiu á að efla og yfirtaka rikisv. ogtöldu að með þeim einum hætti væri unnt að hrinda veldi fjármagnseigenda. Stjómmálaflokkarnir deila enn um þessi grundvallarsjónar- mið. Sú deila er oft hörð, en hegðun deiluaðilanna er samt i engu samræmi við mál- flutninginn. Um langtskeið hafa fjármagnseigendur lagt á það megináherslu að ná undir sig rikisvaldinu og sameina opinbera hagsmuni sinum eigin. Óhætt er að fullyrða að fjár- magnseigendum á Islandi hafi tekist þetta i meginatriðum og rikisvaldið sé að miklu leyti i þeirra höndum. Þetta má m.a. sjá af þvi að rikisvaldið hefur tekið á sig ábyrgð á velgengni atvinnureksturs einkaaðila. Á máli stjómmálamanna er þetta kallað ,,að skapa atvinnuvegun- um rekstrargrundvöll” og er fyrirbæri sem allir landsmenn þekkja. Þegar svo er komið hafa fjármagnseigendur meiri hagsmuni af þvi að auka umsvif rildsins en minnka þau. Þeir berjast þvi'ekki lengur fyrir af- skiptaleysi, heldur þvert á móti afskiptasemi rikisins. Þeir stjórnmálaflokkar sem kenna sig við einstaklingsfrelsi hafa þannig i blóra við yfirlýsta stefnu jafnt og þétt unnið að þvi að auka umsvif og skattheimtu rikisins. Sú rikisstjórn sem nú situr er hér handhægt dæmi, en flokkar hennar kenna sig gjarnan við einstaklingsfrelsi. Undir hennar stjórn er talið að hlutdeild rikisins i þjóðartekj- um nái 34,5% hundraðshlutum varlega reiknað og er það met i seinni tið. Hegðun hinna svokölluðu sósialisku flokka, sem skv. hug- myndafræði sinni hafa það að meginmarkmiði að nota rikis- valdið til að hnekkja valdi fjár- magnseigenda, er i jafn- mögnuðu óamræmi við boðaða stefnu. Hvergi hefur orðið vart tilburða i þá átt að rýra vald fjármagnseigenda og færa al- menningi. Þvert á móti hafa þessir flokkar tekið á sig þá sömu ábyrgð og borgar- flokkarnir að tryggja velgengni fyrirtækja fjármagnseigenda. Arangur fjármagnseigenda i að sameina sina hagsmuni opinberum hagsmunum á ekki siður rætur að rekja til þessarar aðstoðar sósialisku flokkanna en viðleitni þeirra borgaralegu. Hin nýja stétt ,,Það er sami rassinn undir þeim öllum,” segir almenning- ur gjarnan þegar stjórnmál ber á góma, og ekki er að furða. Við bær aðstæður sem nú rikja, skiptir það almenning raun- verulega ekki máli hvaða flokkar fara með völd, stjórnin verður sú sama. Valdastöður eru ævilangar. I meginatriðum eru það sömu mennirnir, sem fara með völdin, og þeir stjórna I meginatriðum eins. Valda- menn þjóðfélagsins, stjórn- málamenn, fjármagnseigendur og æðstu embættismenn sitja saman að völdum og forréttind- um, ósnertanlegir og án þess að skugga beri á sambúðina. Þess- ir forráðamenn kerfisins birtast almenningi sem ný yfirstétt, sem á sameiginlega vini og sameiginlega óvini. Þetta er hin nýja stétt. Ekki er hlaupið að því að gefa tæmandi skilgreiningu á hinni nýju yfirstétt. Ljóst er að eignarréttarhugtakið og hin gamla aðgreining á fjármagns- eigendum og verkal. kemur að takmörkuðu gagni. Hin nýja Eftir Finn Torfa Stefánsson lögfrœðing Fyrri hluti Finnur Torfi Stefánsson lög- fræöingur flutti f siðustu viku erindi i útvarpið, er hann nefndi: „Hin nýja stétt.” Visir fór þess á leit að fá erindi þetta til birtingar. Fyrri hluti þess fer hér á eftir, en siðari hlutinn verður birtur á morgun. stétt byggir ekki völd sin á eignarrétti. Völd hennar grund- vallastþvert á móti á yfirráðum yfir þvi sem hún á ekki, þ.e. fjármagni rikisins. Allir meðlimir hinnar nýju stéttar hafa eitt sameiginlegt megineinkenni, meiri eða minni Itök i valdi rikisins og stofnana þess. Mismunandi aðgangur að rikisvaldinu er það grund- vallaratriði sem mest mis- skiptir hag manna á tslandi og vegur þyngst við skiptingu i stéttir. Nákvæm skilgreining á hinni nýju stétt verður samt ekki á þessu byggð og óljós tak- markatilfelli hljóta að verða mörg. Gildir hér svipað og um flestar eldri stétta- skilgreiningar. Hinni nýju stétt verður þvi að lýsa með þvi að ræða þá hópa hennar sem dæmigerðastir eru og það hvernig þeir nota i'tök sin i ríkis- valdinu sér ogstéttinni til fram- dráttar. Hinni nýju stétt má skipta i 3 meginhópa: Fjármagnseigend- ur, stjórnmálam enn og skjólstæðinga þeirra og æðstu embættismenn. Þessir hópar eru tengdir margvislegum böndum og standa saman að beitingu rikisvaldsins. Þeir hafa þó ýmis séreinkenni, sem nú skulu rædd aðeins nánar. Fjármagnseigendur Aöur var talað um hvernig fjármagnseigendum hefur tekist að samræma hagsmuni rikisins sinum eigin. Fjár- magnseigendur eru þannig þýðingarmikill hópur i hinni nýju stétt. Fjármagnseigendur eru I rauninni ekki lengur rétt- nefni, þar sem þessi hópur byggir auð sinn og völd fyrst og fresmt á fjármagni ríkisins. Nafninu verður þó haldið hér af tryggð við gamla hefð. tslensk fyrirtæki eru ekki lengur rekin fyrir eigið fé,nema að litlu leyti. Fjármagn bæði til fjárfestingar og reksturs er að mestu fengið frá opinberum aðilum. Þannig ræðst velgengni fjármagnseig- enda að verulegu leyti af þvi hve mikið fé rikisvaldið hefur til að fjármagna hina ýmsu sjóði og tekjulindir atvinnuveganna. Mikil tekjuöflun rikisins og skattheimta verður þannig hagsmunamál fjármagnseig- enda. Götótt skattalöggjöf og slök og misjöfn skattinnheimta sér til þess að skattaálögur leggjast fyrst og fremst á al- mening. Fjármagningu er oftast veitt til fjármagnseig- enda i formi lána. Þótt ekki sé alltaf gengið fast eftir greiðslu á þeim lánum er fjármagnseig endum það engu siður hags- munamál að mikil verðbólga haldist til þess að verðgildi lánanna rýrni. Slikur verðbólgugróði er megin tekju- lind margra fyrirtækja á Is- landi. Embættismenn Flestir eru sammála um, að völd Alþingis hafi farið þverr- andi. Þau völd, sem Alþingi hef- ur afsalað sér, hafa fyrst og fremst lent i höndum embættis- mannahóps, hinnar nýju stétt- ar. Valdframsal Alþingis má sjá bæði af lögum, lagaframkvæmd og starfsháttum Alþingis. Meginorsök valdframsalsins er viðleitni hinnar nýju stéttar til þess að koma stjórnmálalegum viðfangsefnum burt úr opinberri umræðu þangað sem almenningur nær ekki til. Hinir æðstu embættismenn njóta i skjóli valda sinna ýmissa for- réttinda og friðinda, en megin- verkefni þeirra á stjórnmála- sviðinu er að vera kjölfesta stéttarinnar og verja kerfið árásum utan frá. Embættis- mennimir sjá um stjórnarfram- kvæmd, en taka þar að auki oft mikilvægar stjórnmálalegar ákvarðanir.Þegar svo stendurá eru embættismenn oftast nefndir sérfræöingar. Hin nýja stétt, leggur mikla áherslu á að álit sérfræðinga sé talið hlutlægt og jafnvel visindalegt. Með þeim hætti er reynt að hefja stjórnmálalegar aðgerðir yfir gagnrýni almennings. Um þetta er rétt að taka dæmi til skýringar. Samkvæmt núgild- andi lögum ákveður Alþingi ekki lengur gengisskráningu krónunnar, heldur Seðla- bankinn. Þegar gengi er breytt má að sjálfsögðu hafa mikið gagn af ráðleggingum hag- fræðinnar, enda hefur gengis- breyting margvislegar hag- fræðilegar afleiðingar i för með sér. En gengisbreytingu fylgja einnig fjölþættar pólitiskar af- leiðingar sem sist eru veiga- minni. Akvarðanir sérfræðinga Seðlabankans um gengi eru þannig að miklu leyti stjórn- málalegar ákvarðanir, áem ekki verða byggðar á visindaleg um grunni heldur á stjórnmála- skoðunum. Embættismenn eru þannig hvorki hlutlægir né vfsindalegir, þegar þeir taka pólitiskar ákvarðanir. Þeir gæta hagsmuna kerfisins jafn- vel og aðrir ábyrgðarmenn þess. Hinum miklu völdum embættismanna og stærð hinna opinberu stofnana fylgir skrif- finnska og léleg virkni. Er þetta þvi verra fyrir þá sök að embættismenn bera ekki ábyrgð gagnvart almenningi og gagnlaust er að koma fram kvörtunum við þá. Þetta á að vera svið stjórn- málamanna og skal nú vikið nánar að þeim. Stjórnmálamenn Orð eins og leikhús, sirkus, látbragðssýning og fleira þess háttar ber oft á góma, þegar al- menningur ræðir störf Alþingis. Slikar lýsingar koma furðuvel saman við hlutverk stjórnmála manna i kerfi hinnar nýju stétt- ar. Stéttinni er það mikilvægt að halda yfirbragði lýðræðislegra stjómarhátta. I þvi skyni er sett á svið mikið sjónarspil á Alþingi og i kringum kosningar. Þá biía menn til ágreiningsmál og deila um einskisverða hluti. Hinum raunverulegu viðfangs- efnum er ráðið utan þingsala eða af embættismönnum. Að öðru leyti er hlutverk stjórn- málamanna tvenns konar. Þeir gefa s t jórnmá1alegum ákvörðunum formlegt gildi með lagasetningu á Alþingi og þeir ráða hagsmunamálum hinnar nýju stéttar innbyrðis. Þannig ákveða þeir hvaða meðlimir hinnar nýju stéttar hljóta embætti eða fjárveitingar úr sjóðum rlkisins. t rauninni er þetta siðastnefnda það sem mest af tima og starfsorku stjórnmálamanna fer i. Ráð- stöfun á stöðum eða bitlingum er þeim eilift áhyggjuefni og fjárveitinganefnd er talin eina nefnd þingsins sem krefstveru- legs vinnuframlags af hálfu þingmanna. t þessum efnum er oft töluverð togstreita milli stjórnmálaflokkanna og gerir það þeim nauðsynlegt að hafa sem mestan þingstyrk. Þess er þó vandlega gætt að flokkarnir gangi ekki milli bols og höfuðs hver á öðrum eða skaði hags- muni stéttarinnar í heild með þessari hagsmunabaráttu sinni. Hér kemur hin margumtalaða samtrygging til sögunnar. Þótt flokkur sé i stjórnarandstöðu þarf hann ekki að óttast að lenda alveg úti i kuldanum. Stjórnmálaflokkarnir sjá til þess að hann njóti krásanna að sinum hluta, og er þá undirskilið að með liku sé goldið, þegar hlutverkum er skipt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.