Tíminn - 23.10.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 23.10.1966, Qupperneq 5
f SŒN-NUDÆGUR 23. akíéber 1966 TÍMINN Urn 10.000 árum fyrir Krists burð Hfði svo til allt mann- kynið á veiSum, fiskveiðum eða söfnun ávaxta. Dreffbýli var mikið, einn til tveir einstakl- ingar á ferldlómetra, það má áætla að mannfjöldinn á jörð- unnu hafi verið í mesta falli tuttugu milljónir í upphafi Bún aðarbyltingar. Þessi tala er þó Iíkast tii allt of há, sumir höf undar nefna tvær milljónir og Ifkleg taia gæti verið 5 — 10 milljömr. Það ber að athuga, að alfcrr þesesar tölur eru get gátur, studdar af hæpnum lík um. Fóiksfjölgunin var tak- mörkrað af hungri, stríSum rrrilli hópa og samfélaga og sjiíkdómum. ffiEeS Búnaðarbyltingunni jókst framleiSslan og mann kynmu fjölgaSi stórum, auk- inn fólksfjoldi á vissnm svæð- um gat orSiS of roikill og þá varS lokaráðið að flytja á önnur svæðx. Þannig breidd- ist þekkingin á akuryrkju út um heimsbyggðina, þar sem akuryrkja varð stunduð. Pró- fessor S.. Kggott hefur dregið upp ágasta mynd af komu fýrstu bændanna til Englands í bók sinni „The Keoíithic Cult ures of rtihe ^ritish Isíes, Cam bridgggl'íjS^ „Hmf lytjendöihópar frum- stæðra bænda tfflna til suður- stranda Englands á tímabfKnu 2000—1500 f. Kr. Frumheim- kynni þeirra vaar við strendur Ermasunds og f námunda við strerrdumar. Þeir ftuttu ekki Kína er Iangfjölmennasta land jarðarinnar. SAGAN I HNOTSKURN aðeins með sér þekkingu á ak- uryrkju og húsdýrahaldi, held- ur einnig útsæði, húsdýr, nauð synleg tæki og aðrar eignir sem fluttar urðu . . . Þeir hafa ékki mætta neinni andstöðu þeirra, sem bjuggu fyrir í land inu, en það var fólk á veiði- og safnarastigi. Landrými var nóg og þótt tvenns konar at- vinnuhópar byggju saman í landinu, var svo rúmt um þá, að það þurfti ekki að koma til neinna verulegra átaka. Veiði- þjóð og akuryrkjuþjóð gátu því búið saman í sæmilegum friði. Þjóðin, sem bjó þarna, er tal- in hafa verið mjög fámenn og var á stöðugu flakki í leit að veiðidýrum og æti. Það eru iitlar menjar um að þessar þjóð ir hafi blandazt strax, það tók mjög langan tíma og lauk með því að innflytjendurnir móta alla verkmenningu lands manna og blandast þeim.“ Aukinn fólksfjöldi varð ekki til þess að auka íbúatölu þorpa og bólstaða, í stað þess voru ný þorp reist og nýir bólstað ir. Hin forna Jeríkó tók yfir ' svæði, sem náði vart fimm hekt urum, í Norður-Evrópu var íbúatala bólstaðanna varla hærri en 400—500 manns. Svo virðist hafa verið víðast hvar á fyrsta skeiði Búnaðarhylt- ingarinnar. Löngu síðar tekur þett^ að breytast. Með aukinni tækm og meiri framleiðslu taka bólstaðir og þorp að breytast í bæi og borgir, byggðin þéttist við fullkomnari nýt- ingu landsgæðanna og við betra skipulag og ákveðnari stjórn arhætti. Borgir þessara tíma voru aldrei stórar á nútíma mælikvarða. AUt fram að iðn- byltingu náðu sárafáar borgir hundrað þúsund íbúum. Á sextándu öld var meðalíbúatala borga í Evrópu frá 5—20 þús und manns, borgir sem töldu yfir 20 þúsund íbúa, töldust stórborgir. Einkenni alls þess tímaskeiðs, sem menn bjuggu við landbúnað, sem aðalatvinnu veg, var það, að landsvæðin skiptust upp í frekar litlar efnahagslegar heildir, bundn- ar samgöngum og framleiðslu- háttum. Skömmu eftir iðnbylting- una er talið að fólksfjöld- inn í heiminum hafi numið 650 — 850 milljónum og meg inhluti þessa fjölda bjó í Evr- ópu og Asíu. Talið er, að um þetta leyti, J.750, hafi jarðbúar aldrei verið fjölmennari, um 1850 er talan 1200 milljónir og 1950 2475 milljónir. Með iðnbyltingunni stór- eykst framleiðslan og mikill hluti framleiðsluaukningar- innar fór til uppeldis aukn- um mannfjölda. Á árabil- inu 1850—1900 er aukning in 0.7 af hundraði og frá 1900—50 er hún 1 af hundraði og nú er hún 1.7 af hundraði. Á hverju ári bætast við 4 milljónir. íbúatala jarðarinn ar tvöfaldast á næstu fjöru- tíu árum um árið 2150 verður íbúatalan um 84 milljarðar. Eftir sex til sjö ár ætti íbúa- fjöldinn að vera orðinn slík- ur, að þá yrði einn maður á hvern fermetra. Af þessu má sjá, að innan skamms hlýtur að koma að því að nauðsyn- legt verði að takmarka mjög fjölgunina, það verður aðeins gert annað hvort með því að draga mjög úr viðkomunni eða hækka dánarprósentuna. Aukning sú, sem verður á íbúafjöldanum með iðnbylt- ingunni hefst í Evrópu, þar eð byltingin hófst þar. Um 1750 er íbúafjöldi Evrópu um um 145 milljónir, um 1850 eru íbúar Evrópu 265 milljón- ir og um 1900 eru þeir orðnir 400 miiljónir en 1950 er talan 550 milljónir. Þessar tölur segja ebki alla söguna. Fólksfjölgun in, tækniþróunin og yfirburð ir í hernaði veittu Evrópu búum tækifæri til þess að hasla sér völl um allan heim. Þeir námu land í Ástralíu og Amer íku þeir ná valdi og hrifum í Asíu og Afríku. Flutning ar Evrópuhúa til annarra heimsálfa hafa verið víðtæk- ustu þjóðflutningar, sem sag- an getur um og jafnframt þeir afdrifaríkustu. Þeir leggja undir sig fornar menn- ingarþjóðir, auðmýkja aðrar og ná víðast hvar þeim áhrifum, sem þeir töldu sig þurfa til þess að afla sér þeirra gæða, sem þeir töldu sig þurfa. Ný- lendustefnan jók mjög auð þeirra en sáði um leið því fræi, sem þeir súpa nú seyðið af í Afríku og Asíu. Þrátt fyrir allar fordæmingar á nýlendu stefnu og útþenslupólitík Evr ópuþjóða á 19. öld, má full- yrða, að þessi útþensla, hafi verið í mildara formi en keim líkir atburðir fyrr á öldum. Alls staðar, þar sem þeir tóku sér bólfestu, hófust þeir handa um framkvæmdir, reistu borg ir byggðu hafnir og lögðu járnbrautir, gerði skipaskurði frjóvguðu eyðimerkur með, áveitum, reistu verksmiðjur spítala trúboðsskóla og há- skóla. Og evrópskur lífernis máti og evrópsk tækni og mennig er nú alls staðar upp- tekin. i Flutningur fólks frá Evrópu á árunum 1846 — 90 nam á ári umi 377 þúsundum, 911 þús undum á árabilinu 1891 —1920 og 366 þúsundum frá 1921— 29. Frá 1846 — 30 fluttust um 50 milljónir Evrópumanna frá heimkynnum sínum til land nám.4 í öðrum álfum. Megin- hluti þessara útflytjenda hélt, til Norður-Ameríku. Og „hvít- um mönnum“ hefur fjölgað hlutfallslega. Um 1800 er \tal- an 700 milljónir. Um 1800 er fólk af þessum stofni um 22% af íbúum jarðarinnar og 1930 er talari um 35%. Þessir víðtæku þjóðfiutn- ingar dreifðu áhrifum iðn byltingarinnar um allar jarðjr. Landnámið í Norð-vestur hér- uðum Bandaríkjanna, vefnað arverksmiðjurnar í Bombay járnbrautarlagning í Kína og Argentínu voru allt verk manna frá Vestur-Evrópu. Nú er þessi útþenslutími liðinn. Fólks- fjölgunin helzt í hendur við framleiðsluaukninguna og er nú lægri í Evrópu og Rúss- landi en var á 19. öld, lífskjör in fara stöðugt batnandi á þess um landsvæðum og jafnvægi er náð. Útþenslan og fólksfjölgun- in verður næstu áratugina bund in Suður-Ameríku Asíu og Afr íku. Aukningin þar er 1.5% — 2.5%. Ástandið á þessum svæðum er víða mjög bágbor- ið. Sé dæmi tekið frá Indlandi, þar var íbúatalan áætluð 1918 um 318 miiljónir, þá var talið að 20 únsur af kornmeti lcæmu á mann. 1945 var íbúafjöldinn orðinn ijm 400 milljónir og daglegur skammtur af korn meti þá um 15 únsur. Ástandið versnaði milli 1945 og 1952. Nú er reynt að hamla gegn almennu hungri með stór Framhald á bls. 23 jarðarinnar mun tvö- faldast á næstu fjörutiu árum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.