Vísir - 25.10.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 25.10.1975, Blaðsíða 4
4 VÍSIR. Laugardagur 25. október 1975, Wonder TONHORNIÐ Umsjón: Örn Pedersen Elton John Robert Plant Kransakökur með meiru Bad Company WM Britt og Rod Stewart Gregg ABdáendur LED ZEPPELIN verBa vart þeirrar ánægju aB- njótandi aB hlusta á hljóm- sveitina á sviBi næstu mánuBi. ÁstæBan, ROBERT PLANT; lenti I bilslysi i haust, og er ekki talinn göngufær næstu mánuBi. GREGG ALLMAN og CHER (þiB muniB Sonny & Cher) giftu sig, skildu eftir niu daga, og giftu sig siBan bara aftur. Uppáhaldsréttur þeirra ku vera kransakaka. AnnaB frægt par er ROD STEWARD og BRITT EKLUND ogum daginn sagBi BRITT: ,,ég er svohamingjusöm, þaö er svo gaman aö vera meö manni sem notar sömu stærö af fötum og égK. Takiö eftir næsta albúmi hljómsveitarinnar KISS, þvi á bakhliöinni ku vera mynd af þeim ERIC CLAPTON, JOHN LENNON, ALICE COOPER og MICK JAGGER, ekkert merki- legt, jU þvi þeir munu allir dul- búast hinu svokallaöa „Kiss-make up”. Siöasta albúm DEEP PURPLE er tvöfalt „Live”, og siBasta albúm hljómsveitarinn- ar meö RICHIE BLACKMORE sem hefur nú stofnaö nýja grúppivRAINBOW, og er þegar á leiBinni meö fyrsa albúmiö. Hver veit nema aö BERNIE LEADON segi sig úr EAGLES, en hann mun vera eitthvaö ósáttur viö GLENN FREY úr sömu hljómsveit. En hver veit nema aö þetta sé bara kjafta- saga. NIGEL OLSSON fyrrv. meö- limur hljómsveitar Elton Johns er nú búinn aö senda frá sér sóló albúm, sem m.a. innihalda lög eftir Elton. Meðal þeirra er þar koma viö sögu eru STEVIE WONDER, NEIL SEDAKA og NEIL YOUNG. Næsta albúm NEIL YOUNGS, er á leiöinni, og kemur til með aö heita „My old car” eða „Ride my Llama”. KEITH MOON (The Who) er þekktur fyrir ótrúlegustu hluti, svo sem að taka bilinn sinn með sér i sundlaugina o.fl. Nýjasta uppátæki hans var á afmælis- dag RINGO STARR, en þá leigöi hann sér flugvél, og með reykjarmekki skrifaði hún með stórum stöfum „Happy birthday Ringo” yfir allri Los Angelesborg. ELTON JOHN er mikill áhugamaöur um fótbolta, og uppáhaldslið hans er Watford. Hann fór á nærri hvern einata leik þeirra á timabilinu ágúst til april I ár, og aldrei sá hann þá vinna, fyrr en nú i sumar, og af- leiöingin varð sú að Elton skellti sér á ærlegt fylleri, og varð „óstarfhæfur” i fjóra daga á eftir? LED ZEPPELIN og BAD COMPANY eru ekki vel liðnar hljómsveitir á hótelum vestan- hafs, enda lita þau flest öll út eins og eftir jarðskjálfta þegar aö þau hafa hýst þessar hljóm- sveitir. Það hefur nú verið ráðin bót á þessu, allavega hvað við-i kemur næturró annarra hótel- gesta. Nefnilega, þeir verða að gjöra syo vel að leigja heila hæð, plús hæðina fyrir ofan og neðan, hvar sem þeir svo kunna að gista. (úrdr. úr CREAM) TAMLA MOTOWN hljómplötu- útgáfufyrirtækið hefur á undan- fömum árum misst mörg helstu nöfnin úr röðum þeirra tónlist- armanna sem þeir hafa annast. Má þar nefna m.a. Four Tops, Gladys Knight & the pips, og Jackson Five. Eftir eru þó margir góðir svo sem, Marvin Gay, Diana Ross, Temptations, Smokey Robin- son, og Stevie Wonder. Nýlega endurnýjaði Tamla samning sinn við Stevie Wond- er, og hljóðar hann upp á hvorki meira né minna en TVO MILL- JARÐA OG ATTA TÍU MILL- JÓNIR . . ' ' . Já,falleg tala, 2.080.000.000.00.? Þetta er ágóði sá er Tamla Motown tryggir Stevie Wonder næstu sjö árin, en vissulega tekur skatturinn sitt. Auk þessa hagstæða samn- ings fékk Stevie aukið vald sitt, hvað sinum eigin plötum við- kemur. Þannig neitaði hann Tamla Motown um að gefa út plötuna STEVIE WONDERS’S , „ANT- HOLOGY”. (einskonar tónlist- arsaga), sem honum fannstekki lýsa tónlistarferli sinum sem skyldi. Plata þessi hafði þá þegar verið gefin út i tvö hundrað þús- und eintökum (ekki á markað- inn þó), og liggur i augum uppi hvað það hefur kostað Tamla. Auk þess fær Stevie nú að velja „single” lög sin sjálfur, en það annaðist Tamla áður fyrr. Þessi samningur mun slá fyrri samninga út, en metið áður áttu þeir Elton John og Paul McCartney með einn mill- jarð tvö hundruð og átta tiu milljónir. Þetta má sannarlega kalla „WONDERDEAL”. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Blaða- menn Visis hafa nýlega hafið planónám. Örp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.