Vísir - 25.10.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 25.10.1975, Blaðsíða 5
VÍSIR. Laugardagur 25. október 1975. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: G.P. Kvema- banki Fyrsti kvennabankinn, ein- göngu ætlaður fyrir viðskipti kvenna, var opnaður á dögunum i New York, og var þessi mynd hér við hliðina tekin við það tækifæri. Bankavarðmaöur (kona) sést hengja upp skilti, sem ber svip dollaraseðils, en mynd af Mona Lisuhefurveriðsett inn fyrirhina venjulegu mynd af George VVashington. Ógnaröldin í Beirót Daglega fer nýjum sögum af átökum í Líbanon, þar sem f jórar fylkingar öfga- hópa eigast við með launmorðum, mannránum og áhlaupum, þar sem beitt er stórskotaliði. — Þetta eru hægri öfgamenn falangista, vinstri öfgamenn og sam- herjar Palestínuaraba, kristnir menn og múhameðstrúar. Á myndinni hér við hliðina, sem tekin var í Beirút á dögunum, sjást grímuklædd- ir hryðjuverkamenn falangista. Nóbels- hafar Þessa vikuna hafa verið að berast fréttir af veitingu Nóbelsverðlaunanna í hinum ýmsu visindagreinum og birtum við hér þrjár myndir af visinda- mönnum sem þótt hafa skarað framúr á sinu sviði. Hér fyrir ofan eru dönsku prófessorarnir, Aage Bohr og Ben Mottelsen, sem fengu verð- launin i eðlisfræði asamt þriðja prófessornum, James Rain- water i Bandarikjunum. Hér við hliðina sést Renato Dulbecco i rannsóknarst. sinni i Krabbameinsstofnuninnni i London, en þessi italsk-ættaði bandarikjamaður fékk verðlaun i læknisfræði ásamt tveim öðrum bandariskum visinda- mönnum, Pavid Baltimore og Kven- þjóð- in Howard Temin vegna uppgötv- ana þeirra um áhrif æxlisvirusa á frumur. Hér á myndinni til vinstri sést Prelog VVIádimir i Sviss, sem fékk Nóbelsverðlaunin i efna- fræði þctta árið. Þessir fulltrúar kvenþjóðarinnar hér á myndunum fyrir ofan og neöan skarta hvcr á sinn máta sinu fegursta. — Það er sama, hversu mikið i ræðu og riti reynt er að færa konurnar i spor karl- mannanna, alltaf verða einhverjar til að slá á ákvcðna strengi undirstrika sérkenni kynjanna (guði sé lof!) Ilér á myndinni fyrir neðan sýna tískudrósir vortiskuna, eins og frömuðurnir i Paris hugsa sér hana, en i tuskubransanum hafa menn þetta langan fyrirvara á þvi að kynna tiskuna, svo að mönnum gefist timi til að vinna efnin i réttum tiskulitum og glöggva sig á hve mikið þurfi að framleiða. — Ilolly Meryl hér að ofan er ekki að sýna neina tisku aðra cn þessa sigildu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.