Vísir - 25.10.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 25.10.1975, Blaðsíða 20
vísm Laugardagur 25. október 1975. Að sögn Bjarka Elíassonar, yfirlögregluþjons., sem löngum hefur verið glöggur á að giska á staerðir dti- funda, voru á milli 20 og 25 þúsund manns á útifund- inum á Laekjartorgi. Aðeins landhelgisfundurinn var staerri. Myndina tók Jim ofan af þaki Útvegsbankans. Vöskuðu sjálfir upp eftir sig Kvenfólkið úr mötuneyti tJtvegsbankans fór allt í frí þann 24., svo karlmennirnir þvoðu diskana sína bara upp sjálfir. Hér má sjá einn þann alira faglegasta Ljósm.: Loftur Skýringin komin á „fjárframlaginu Alþýðuflokkurinn hefur enga peninga þegið frá saenskum jafnaðarmönnum, upplýsir flokkurinn í fréttatilkynningu sem send var út vegna skrifa um að í fyrra hefði flokk urinn fengið 10 þúsund krónur sænskar frá ‘sænsk- um jafnaðarmönnum. Sten Ánderson, fram- kvæmdastjóri sænska jafn- aðarmannaflokksins hafði upplýst £ viðtali við Aftonbladet, að Alþýðu- flokkurinn hefði fengið þessa peninga. Við könnun Alþýðuflokks ins á þessu, hefur komið £ ljós, að hér á Anderson við kostnað af þinghaldi 'framkvæmdast jóra jafnað- armannaflokka á Norður- löndum. Svfar áttu að halda fundinn f fyrra. Þeir óskuðu eftir þv£ að fundurinn yrði haldinn á Islandi, en að eftir sem áður stæðu þeir straum af kostnaðinum við hið sam- eiginlega þinghald. Kostnaðurinn varð um t£u þúsund sænskar krónur.-OH Kvenno- frís- dagur "Já, það er þreytandi, þetta kvennafrf". Ljósm: Jim. Nokkrar konur voru að vinna f Landsbankanum f gær, þar sem þessi mynd var tekin. Ein kvennanna sagði þær fylgjandi bar- áttu fyrir jafnrétti kynjanna, en teldu að- gerðir eins og kvennafrí ekki rétt vopn í barátt- unni. Ljósm.: Loftur. Konur frá Akranesi fjöl- menntu á Lækjartorg. Að- ur en útifundurinn hófst sungu þær "kvenfrelsis- söngva. Að útifundinum loknum sigldu þær með Akraborginni aftur upp á Akranes, til að halda þar fund. Ljósm.: Loftur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.