Vísir - 04.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 04.11.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR Þriðjudagur 4. nóvember 1975 — 250. tbl. Saksóknari vegur nú Ármannsfellsmálið Rannsókn á Ármannsfells- dómari sem hafði með rann- málinu svonefnda er lokið hjá sóknina að gera lét málið fara Sakadómi Reykjavikur. Saka- til rikissaksóknara fyrir siðustu og metur helgi. Það er nú i höndum sak- sóknara að ákveða næsta skref málsins. Hann verður að ákveða hvort ástæða sé til málshöfðun- ar á grundvelli rannsóknar sakadómseða hvort málið skuli látið niður falla. —ÓH Smíðaði sitt eigið torfœrumótorhjól — sjó bls. 19 Geller vann Alechinmótið Ósvikin ánœgja Myndin hér til hliðar er úr kvikmyndinni „Sviðsljósið” og er frá siðasta skemmtiatriði Calveros, grinistans sem leikinn er af Char- lie Chaplin. Sjá umsögn um myndina bls. 7. — en Spassky lenti í öðru sœti — sjó bls. 5 Kostirnir vógu margfalt þyngra en gallarnir — Atli Heimir Sveins- son skrifor um CARMEN á bls. 7 Alvarlegt umferð- arslys ó Húsavík -Tvœr stúlkur illa slasaðar Tvær unglingsstúlkur liggja alvarlega slasaðar eftir slys á Húsavik f gærkvöldi. önnur stúlkan hefur ekki komist til meðvitundar. Slysið varð á gatnamótum Garðarsbrautar og Vallholts- vegar klukkan rúmlega átta i gærkvöldi. Piltur á mótorhjóli ætlaði að aka upp Vallholtsveg. Hann ók þá i veg fyrir bifreið sem kom þar akandi, með þeim afleiðingum að bifreiðin fór upp á gangstétt og ók þar á stúlk- urnar tvær. ökumenn mótorhjólsins og bifreiðarinnar sluppu við meiðsli en stúlkurnar liggja á sjúkrahúsinu alvarlega slasað- ar. — EA ERUM LISTA- MENN — EKKI KRYPPL- INGAR — segir Peter Spencer, sem mólar með munninum — Sjó baksíðu VONANDI KVIKNAR Á DÝRUSTU PERUNNI Þaö myndi kosta um liálfa milljón króna, ef skipta þyrfti um allar perur i fióðljósunum á Melavellinum. Hver pera kostar um 15.500 krónur (gamalt vprð) og perurnar eru alls 52. — 1 gær þurl'ti að skipta um 5 perur vegna leiksins annað kvöld, þegar akurnesingar keppa við besta knuttspyrnulið Evrópu, Dynamo Kiev. — Það er Jóhann Gunnarsson, rafvirki, sem heldur á þess- ari dýrmætu peru. — Ljósm: Jim. — Nánar segir frá leiknum i opnu. Lœknar enn að reyna semja - kjaradeila annarra opinberra starfs- manna til Kjaradóms — formaður BSRB segir að ekkert mark verði tekið ó Kjaradómi Erfiðlega gengur fyrir samn- inganefnd rikisins og viðsemj- endum hennar að komast að samkomuiagi. Samningar hafa hvorki tekist við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja né Bandalag háskóla- manna. Kjaradómur hefur fengið mál BSRB til meðferðar, og i dag fer mál Bandalags há- skólamanna til hans lika. For- maður BSRB hefur lýst þvi yfir að BSRB taki ekki mark á niðurstöðum dómsins, hverjar sem þær verði. Læknar og samninganefnd rikisins sátu á fundum i gær með sáttasemjara án árangurs. Ákveðið var að fresta fundi fram til klukkan fögur á mið- vikudag. Visir spurði Höskuld Jónsson ráðuneytisstjóra i fjármála- ráðuneytinu, sem á sæti i samn- inganefndinni, hvort mikið bil virtist óbrúað til að samningar hefðu getað tekist við Bandalag háskólamanna, og gætu tekist við Læknafélag fslands. „Um það hvenær samningar gætu tekist er erfitt að tjá sig um. En það er vist að báðir þessir aðilar, BHM og Lf. hafa kynnt sér mjög rækilega það á- stand sem við búum við i efna- hagsmálum. Þekking þeirra á þeim málum mótar vafalaust aðstöðuna i kjarasamningun- um,” sagði Höskuldur. —óli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.