Vísir - 04.11.1975, Blaðsíða 14
14
VtSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975
. ; '
Það verður stœrro en
venjuleg vœrðarvoð...
Tjald þýsku ólympiufaranna i
Montreal á næsta ári verður
gert úr sams konar efni og
stúlkan á myndinni sveipar um
sig. í allt tjaldið mun þurfa um
20.000 ferm. og er það framleitt i
Krefeld am Nederrhein, þar
sein stærstu dúkaverksmiðjur
Þýskalands eru. Efni það er hér
um ræðir er bæði gert úr hráefn-
um náttúrunnar og gerviefnum.
Þegar allt efnið er fullgert, þarf
að gefa þvi áferð, sem þolir öll
veður. Síðan verður það flutt til
Kanada.
LAWFORD MEÐ
NÝJA ÁST...
Leikarinn Peter Lawford,
sem fyrir nokkru skildi við
eiginkonu sina, Mary Rowan,
hefur nú fundið ástina að nýju —
og í þetta sinn er hún 26 ára
gamall einkaritari, Maxine
Yates.
Lawford, sem er fimmtugur
að aldri, segir að þau Mary hafi
aldrei passað saman og ást sin á
Maxine sé takmarkalaus, þrátt
fyrir að 25 ára aðskilji þau.
Aðsögn kunningja Lawford’s,
erhannallurannarmaður sfðan
hann hitti ungfrú Yates.
„Hann hefur allur lifnað við á
ný” sagði hárgreiðslumaður
hans, Jim Markham.
Þau Lawford, og Maxine hitt-
ust i veislu, sem kunningjar
hans héldu, og segist Maxine
hafa kennt i brjóstium hann
vegna einmanaleika hans, frá
þvi kona hans hafði yfirgefið
hann. Þau héldu áfram að hitt-
ast. „Ég varð hugfangin af
sögunum hans. Það er alveg
ótrúlegt, hvað hann þekkir
margt frægt fólk, nú og svo var
hann giftur systur forsetans,
Pat Kennedy.”
Breitner leikur
í kvikmynd....
A þessari mynd sjást
leikarinn Hardy Krúger (t.v.)
og þýski knattspyrnumaðurinn
Peter Breitner saman i kvik-
mynd, sem leikstjórinn Peter
Schamoni er nú að gera á
Spáni. Breitner sem er 24 ára
gamail leikur nú með spænska
liðinu Real Madrid, en i fyrra
varð hann heimsmeistari sem
meðiimur þýska landsliðsins.
Breitner leggur stund á félags-
fræði og ætlar ekki að halda
áfram i kvikmyndum, þótt hann
hefði samþykkt að leika i þess-
ari, sem nefnist „Kartöflu-
Fritz”. Enda fer mest ailur timi
hans i æfingar hjá liði sinu.
Breitner hyggst þó leika með
löndum sinum á næsta ári gegn
Grikkjum og Búlgörum.
Sýningar-
stúlkur frá
Senegal
Fleiri en þúsund fyrirtæki og samtök
frá 55 Afriku-Asiu- og Suður-
Amerikurikjum tóku þátt i þrettándu
innflutningssýningunni sem vanþró-
uðu rikin halda á hverju ári. Að
sögn þeirra, er skipulögðu sýninguna,
sem var haldin i Vestur-Berlin, var'
sýningin mun fjölbreyttari en siðast,
og höfðu framleiðendur og dreifendur
bersýnilega aðlagað sig markaðskröf-
um i Evrópu.
Við opnun sýningarinnar lagði efna-
hagsráðherra Vestur-Þýskalands,
Detlev Rohwedder, blessun sina yfir
Langferða-
vagn sem tek-
ur 144 í sœti
Eitt af fáu, sem vakti veru-
lega athygli á bilasýningunni i
Frankfurt á þessu ári, var þessi
langverðavagn, sem mun vera
sá stærsti i heimi. Hann er átján
metrar að lengd, fjögurra
metra hár og tveggja og hálfs
metra breiður. Hann tekur um
144 manns i sæti, sem komið er
fyrir á tveimur hæðum, og 40 i
viðbót geta komist fyrir stand-
andi. 1 honum eru öll þau full-
komnu þægindi, er slikur bill
þarf að hafa nú á dögum, og
verðið er um hálf milljón þýsk
mörk. Vagninn er framleiddur i
Stuttgart.
Kjörorð sýningarinnar þetta
árið var : „öruggari akstur”.
Mikil áhersla var þvi lögð á
ýmsan öryggisútbúnað. Þar má
nefna radarstýrða fjarlægðar-
mælingu sjálfvirkt úðarakerfi
og yfirbyggingu úr rafhúðuðu
plötustáli.
í ár sýndu 913 aðilar frá 27
löndum á sýningunni.