Vísir - 04.11.1975, Blaðsíða 2
2
VÍSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975
Thntm
Hvað finnst þér um Al-
þingi og störf þess?
Siguröur H. Guðjónsson, lag-
nemi: Ég veit ekki hvað segja
skal. Afgreiðslustofnun aðallega.
Ekkert nema formsatriðin.
Kristinn Guðjónsson, ketilgæslu-
maður: Agæt samkoma. Besta
bii sem hægt er að komast á.
Sigrlöur Sigurðardóttir nemi:
Uþingismennirnir mættu mæta
>etur,hugsa meira ogláta ekki þá
>em fátækastir eru bera þyngstu
Dyrðarnar, sbr. námsmenn.
Trausti Hermannsson, skrifstofu-
maður frá ísafirði: Stórt leikhús.
Þeir á Alþingi eru að gera i
buxurnar i' dag.
Skjöldur Þorgrimsson, starfs-
maður Fram leiðslueftirlits
sjávarafurða: Allt ágætt. Ég vil
bara að þessi stjórn fari frá sem
fyrst og Alþýöuflokkurinn taki
við.
Matthias Garðarsson,
heilbrigðisfulltrúi: Mér finnst
stjórnmálamennirnir vera of
hræddir um atkvæðin.
Námsmenn um
stjórnvöld:
Kalla yfir sig
harðar varnaraðgerðir
„Framkoma stjórn-
valda kallar yfir þau
harðar varnaraðgerðir af
hálfu námsmanna".
Þetta segir i frétt frá
kjarabaráttunefnd náms-
manna. Þá segir enn-
fremur, að nefndin mum'
enn um sinn reyna að
vinna að því eftir frið-
samlegum leiðum, að Al-
þingi komi málum í við-
unandi horf.
Skorað er á þingflokkana að
lýsa þvi yfir, að svo verði gert.
tslenskir námsmenn höfða jafn-
Flautusónötur Bachs
fluttar í vetur
Fyrstu tónleikar 16. nóvember
Kammermúsikklúbburinn er
nú að hefja tónleikahald sitt á
nýju starfsári. Fyrstu tónleikarn-
ir verða hinn 16. nóv. n.k. Verða
þá fluttar tvær af flautusónötum
Jóhanns Sebastians Bachs og auk
þess partita fyrir einleiksflautu.
Flytjendur verða Manuela Wisler
(flauta), Helga Ingólfsdóttir
(sembal) og Pétur Þorvaldsson
(selló).
Flautusónötur Bachs eru taldar
meðal merkustu tónverka, sem
samin hafa verið fyrjr flautu.
framt til láglaunafólks i land-
inu, að það láti þetta mál til sin
taka, enda sé skerðing náms-
lána i raun enn einn þátturinn i
kjaraskerðingu alþýðustétt-
anna.
Kjarabaráttunefndin segir, að
fjárlagafrumvarpið og það hik,
sem ráðamenn hafi sýnt við að
lýsa yfir vilja sinum til að
breyta þvi, sé i raun ekkert ann-
að en striðsyfirlýsing þeirra
gagnvart námsmönnum.
Námsmenn segjast hafa hald-
ið fundi með ráðherrum fjár-
mála og menntamála en frá
þeim hafi engin skýr svör feng-
ist. Þeir segja, að samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu eigi að
skerða kjör námsmanna um
fast að helming, og hafi þau þó
verið bág fyrir. — AG —
Nokkur óvissa rikir um það
hversu margar Bach samdi. Þær
hafa oft verið taldar sex.
Kammermúsikklúbburinn beitir
sér nú fyrir þvi að þær verði allar
fluttar hér, likt og hann hefur gert
um Brandenborgar-konsert og
sellósvitur Bachs. Er ráðgert að
þær fjórar flautusónötur sem eftir
eru verði fluttar siðar á vetrinum.
Eftir nýár er ennfremur gert
ráð fyrir tónleikum sem helgaðir
verða kammertónlist eftir
Brahms.
Hvernig nýtum
við auðlindir
okkar til fóður-
og fœðuöflunar?
Hvernig eru islenskar auð-
lindir nýttar til fóður- og fæðu-
öflunar? Um þetta verður fjall
að á ráðstefnu i Reykjavik 28.
þessa mánaðar. Þar verður
reynt að fá yfirlit um það
hvernig auðlindir lands og
sjávar nýtast nú og hvaða
möguleikar eru til bætts skipu-
lags og breyttrar tækni, er
tryggt geti eðlilegan viðgang at-
vinnulifsins, samhliða verndun
og hóflegri nýtingu þeirra land-
kosta, sem byggt er á.
Landvernd gengst fyrir þess-
ari ráðstefnu i samvinnu við
Verkfræðingafélag Islands og
Félag islenskra búfræðikandi-
data. — Talið er timabært að
leiða þessa hópa saman með til-
liti til þeirra upplýsinga, sem nú
liggja fyrir um takmörk núver-
andi auðlinda landsins.
— AG
Lesendur!
Það er mjög jákvætt að fá
bréf frá lesendum um það sem
þeim liggur á hjarta, eða flýgur
i hug af einhverju tilefni, jafnvel
alveg tilefnislaust.
Skrifið sem mest, en vinsam-
legast ihugið eftirfarandi
tilmæli:
Látið fylgja nafn, heimilis-
fang, og helstsi'manúmer svo að
hægt sé að hafa samband við
ykkur ef þurfa þykir. Þetta á
lika við um þá sem ekki vilja
láta nafns sins getið. Æskilegast
er auðvitað að bréf birtist undir
nafni skrifanda, en slikt getur
þó verið samkomulagsatriði.
Löng bréf geta verið góð, en
stutt bréf eru þó yfirleitt betri.
Skrifið þvi ekki lengra mál en
tilefni gefst til.
Reynt er að leita svara við
fyrirspurnum eða vangaveltum
lesenda, en slikterþó ekki alltaf
hægt.
Jákvæð og skemmtileg skrif
eru ekki siður vel þegin en
kvartanir og aðfinnslur. Veit
ekki einhver eitthvað skoplegt?
Utanáskrift okkar er: VISIR
(c/o „Lesendur hafa orðið” —
Siðumúla 14, Reykjavlk.
Nú, og þeir pennalötu geta
notað simann. Hringið i sima
86611 á milli kl. 13 og 15.
Ti/ skattayfirvalda:
Opið bréf
Ingimundur Jörundsson
skrifar:
Opið bréf með opnum kjafti
ætla ég nú að skrifa þér.
1 skyndi veifa skáldarafti,
skömmunum svo helli úr mér.
Opna verð ég á mér kjaftinn
ofsköttun þvi pinir mig.
I mér reiðin eykur kraftinn
enda komin hátt á stig.
með opnum kjafti!
Hver á mér svo grátt að gjalda
að grimmd sem þessi hitti mig?
Hægristjórn ég hélt til valda.
Er hún að þakka fyrir sig?
Meira en helftin hýru minnar
heimt er nú i rikissjóð.
Til andskotans og ömmu sinnar
ofan i neðstu vitisglóð.
Þangað hafa Islands aurar,
árum saman runnið greitt.
Gráðugir þvi mammonsmaurar,
munu valda yfirleitt.
Hvenær enda sú mun saga
sést ei næsta dægurhring.
En máski innan margra daga,
meðan situr næsta þing.
En ef þeir lækka ekki skattinn
á sem létu seðil minn.
Þeim mun seinna skemmta skrattinn,
með skörunginn við eldinn sinn.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ