Vísir - 04.11.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 04.11.1975, Blaðsíða 7
VÍSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975 7 Þriðju tónleikar Sinfón íuhljómsveitar íslands Sinfóniuhljómsveit islands 3. tónleikar, 30. oktöber Stjórnandi: Karsten Andersen Einsöngvari: Elisabet Söder- ström Efnisskrá: Wagner: Forleikur að Meistarasöngvurunum i Nurn- berg Jónas Tómasson: 1.41 llaydn: Scena dei Bernice úr óperunni Antlgónu Malcolm Williamsson: Mynd af Degi Hammarskjöld Brahms: Tilbrigði um stef cftir Haydn. Tónleikarnir hófust á for- leiknum að Meistarasöngvurun- um i Nurnberg. Þessi glæsilega tónsmið var fremur dauflega leikin og kom greinilega i ljós hversu liðfáir strengirnir eru og slappir — t.d. i samanburði við blásarana. Einkum á þetta við fiðlurnar. Næst á efnisskránni var verk eftir Jónas Tómasson sem nefnist einfaldlega 1.41. Um þetta verk segir höfundur i efnisskránni: „Verkið 1.41 er: a) ný-neo-rómantiskt og þættirnir heita: 1. Komið i þotu til Islands að vetrarlagi i myrkri. 2. Krýsuvikurbjarg að hausti. 3. Endurminningar b) stærðfræðilegs eðlis 1.41 má tengja formúlu.sem byggist á mikrókosmiskri konstrúktion verksins og einnig talnaröð, sem makrokosmos verksins byggist á. c) tónaljóð, sem fjallarum upp- vaxtarár þriggja manna, sem hétu Beethoven, Berlioz og Birkiland. Veljið rétta skýringu. Verkefni: Búið til fleiri skýringar. Góða skemmtun.” Skýringar sem þessar bera vott um ákaflega gott hugarfar. Höfundur tekur sjálfan sig ekki of hátfðlega og er það að minu mati mikil dyggð. Þó var ekki að heyra neitt spé i verkinu sjálfu. Still þess er einstaklega gegnsær og skýr. Jónas skrifar gjarnan kyrrstæða, spennlausa músik og notar langa en fin- gerða tónfleti. Hver þáttur hef- ur sterk sérkenni og greinist vel frá hinum. Þetta stutta verk er mjög persónulegt, og það er Leiðsla eftir Jón Nordal, JÓ eft- ir Leif Þórarinsson og nú verk Jónasar. Er þetta mikil framför og þakkarvert, enda sýna öll þessi verk hversu framarlega islensk tónskáld standa. Næst var flutt sena Bernice úr óperunni Antigónu eftir Haydn. Einsöngvari var sænska söng- konan Elisabet Söderström. Hún er mjög góð söngkona, röddin mikilograddsviðið jafnt, og tækni hennar prýðileg. Var auðséð að hér var um þraut- reynda óperusöngkonu að ræða. En þrátt fyrir mikla snilli tókst Söderström ekki að lyfta næsta verki til flugs en það var Mynd af Degi Hammerskjöld eftir ástralska tónskáldið Malcolm Williamson. Til þess var tón- smiðin of léleg: safn af lumm- um úr mörgum áttum, raðað saman á akademiskan máta i mikla langloku. En hinn látni aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur auðsjáanlega verið fyrir- taks ljóðskáld. Seinast á efnisskránni voru tilbrigði eftir Brahms um stef Haydns, sálm heilags Antónius- ar. Þar náði hljómsveitin sér allvel á strik undir greinargóðri en nokkuð rólegri stjórn Kar- stens Andersen. ogsál, fyrir utan það að kostim- ir vógu margfalt þyngra en smágallar. Sigriður E. Magnúsdóttir vann þetta kvöld eftirminnileg- an listasigur i hlutverki aðal- hetjunnar. Fór saman prýðileg- ur söngur dans og leikur. Sigrið- ur er glæsileg á sviði og hefur mjög létta rödd. 1 hennar túlkun er Carmen tælandi daðurdrós fremur en femme fatale. Ég hef aldrei heyrt né séð Magnús Jónsson eins góðan og nú i hlut- verki Don Jose. Röddin er mikil og hann beitir henni mjög dramatiskt. Leikur hans var lika stundum góður, t.d. i loka- atriðinu, — i stuttu máli sagt: frábær frammistaða. Walton Grönroos, ungur finnskur söngvari sem nú starfar við þýsku óperuna i Berlin, söng hlutverk nautabanans. Grönroos er kraftmikill söngv- ari. Hann er kannski ekki sú týpa sem hæfir hlutverkinu en leikur hans var þaulunninn og markviss. Grönroos söng hlut- verkið á sænsku og skyldi ég hvert orð. Mættu islensku söngvararnir taka hann sér til fyrirmyndar þvi að litið get ég dæmt um þýðingu Þorsteins Valdimarssonar vegna lélegs framburðar einsöngvara og kórs. Það var sérlega ánægjulegt hvað sýning þessi var jöfn, minni hlutverk voru yfirleitt prýðilega af hendi leyst. Elin Sigurvinsdóttir og Svala Nielsen léku stöllur Carmenar, Kristinn Hallsson og Garðar Cortes léku smyglara, Halldór Vilhelmsson og Hjálmar Kjartanssón léku liðsforingja og Ingveldur Hjaltested lek hið erfiða hlut- verk sveitastúlkunnar Micaelu. Þjóðleikhúskórinn stóð sig ‘ vel, og er betri en áður. Leikur Sinfóniuhljómsveitar- innar var kannski veikasti hlekkur sýningarinnar hvort sem það var að kenna æfinga- leysi, áhugaleysi eða lélegri framkvæmdastjórn. Sérlega voru fiðlurnar veikar enda kemst ekki stór hljómsveit nið- ur i hljómsveitargryfjuna, sem er litil og þröng. En styrkleika- jafnvægi milli hljómsveitarinn- ar og söngvaranna var gott. Það rikti mikill fögnuður á frumsýningunni og var flytjend- um forkunnarvel tekið. Þetta var mjög vel heppnuð og eftir- minnileg sýning, prófsteinn á hæfni islenskra söngvara og tónlistarmanna. Er full ástæða til að hvetja sem flesta til að sjá þessa merku og skemmtilegu sýningu. fullt af góðum hugmyndum, t.d. samspil dempaðra blásara, sem spila þar að auki flatterzunge (þ.e. blása r i hljóðfærið) i fyrsta þættinum. Það sem af er vetrar hafa is- lensk verk verið flutt á öllum tónleikum hljómsveitarinnar. Ég man eftir mörgum prýði- legum óperusýningum á frum- býlingsárum Þjóðleikhússins. Sérlega eru mér minnisstæðar sýningarnar á Rigólettó, La Boheme og La Traviata. En ein- hverra hluta vegna lognuðust óperusýningar útaf, og þess i stað voru mjúsiköl árlegur við- burður i Þjóðleikhúsinu, en mjúsikalinu lýsti þýski heimspekingurinn Adorno á þá leið að þau væru ruddaskapur pakkaður inn i sellófanpappir. En nú á seinustu árum hefur fyrirtilstilli Sveins Einarssonar orðið ánægjuleg breyting og vandaðar óperusýningar eru að verða fastur liður i starfi leikhússins. Ég minnist góðra sýninga á Leðurblökunni, Þrymskviðu og nú er mjög ánægjulegt að geta gefið uppfærslunni á Carmen bestu meðmæli. Það er skemmst frá að segja að sýningin tókst mjög vel og verður án efa álitinn merkur áfangi i islenskri óperusögu. Carmen er með skemmtilegustu óperum, og ein þeirra allra vinsælasta. Það er merkilegt hvað tónlist Bizets er alltaf fersk og heillandi, þótt hún sé mikið spiluð. En músikin er meira en falleg, hún fellur frábærlega að efninu og þvi sem er að gerast á sviðinu. Carmen var um margt timamótaverk, kannski fyrsta raunsæisóperan. Að öðrum ólöstuðum átti hljómsveitarstjórinn Bohdan Wodiczko mestan heiðurinn af þessari sýningu. Gerð hans að LEIKHUS Umsjón: Atli Heimir Sveinsson samanburði við hinar sviðs- myndirnar. Um leikstjórn Jóns Sigur- björnssonar er allt gott að segja. Samvinna hans við hljómsveitarstjórann og Baltas- ar var til fyrirmyndar þvi að allir þrir stefndu samhuga að settu marki. Jón gengur Ut frá þvi að Carmen sé eitthvað meira en tónleikar i leikbUning- um. Mikil áhersla er lögð á dramatiska heild verksins, and- stæður undirstrikaðar og spenna verksins mögnuð upp. Frumsýningin var ekki hnökralaus, og vissulega eiga frumsýningar að vera óað- finnanlegar. En þó fannst mér þaö ekki koma svo mjög að sök þvi að allir sem fram komu á sýningunni lögðu sig fram af lifi Umsjón Atla Heimi Sveinsson verkinu, niðurfellingarnar, voru ákaflega sannfærandi, gerðar i þeim tilgangi- að þétta hinn dramatiska vef. Það er geysi- legur hraði i sýningunni og hvergi auður punktur. Svo virtistsem einsöngvarar, kór og hljómsveit ættu fullt i fangi með að fylgja kyngimögnuðum hraða Wodiczkos, en það tókst. Sviðsmynd Baltasars og bUningar féllu vel að verkinu. Sviðsmynd var einföld og litirn- ir minntu á myndir Goya. Þó fannst mér sviðsmynd 3ja þátt- ar vera óþarflega stiliseruð i CARMEN í Þjóðleikhúsinu: „Kostirnir vógu margfalt þyngra en smógallar" TÓNLIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.