Tíminn - 04.11.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.11.1966, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 4. nóvember 1966 TÍMIWN 55 rektorar og skólastjórar í dönskum skólum 'hafa skrifa^ K.B .Andersen kennslumálaráð herra Dana bréf þar sem þeir segjast vera uggandi um fram- tíð kennslu í kristinfræðum við danska skóla. Ástæðan er sú að ný lög um útskrifun kennara úr dönskum kennara- skólum kveða á um að þeir þurfi hér eftir aðeins að læra kristinfræði í eitt ár í stað tveggja. Mun þetta leiða af sér segja skólastjórarnir, að æ færri nýútskrifaðir kennarar muni treysta sér til þess að kenna þessi fræði, svo að myno verði á. * Maður nokkur sem var hand tekinn fyrir að hafa drepið 15 ára stúlku í Englandi á dögun um var dæmdur í 15 ára fang elsi. í Old Baily neitaði Joseph Kiely 20 ára að aldri að hafa myrt hana en kvaðst hins veg- ar vera sekur um dauða henn- ar, tók rétturinn þennan fram burð gildan og dæmdi hann því fyrir manndráp í stað morðs. Læknir sem hafði hann undir höndum sagði að hann væri á sama þroskastigi og 9 ára barn. ★ Franski dægurlagasöngvar inn Johnny Halliday hefur ákveðið að 'hefja keppni i kapp akstri, en samfélagi hans verð- ur frægur franskur kappakst- ursmaður, Henri Ohemin að nafni. Fyrsta keppnin, sem þeir ætla að taka þátt í verður þar sem þeir munu aka á Ford Mustang. ★ Sænskir skólanemendur hafa nú hafið ákafa herferð fyrir þvi, að samið verði við kennara í launadeilu þeirra, sem nú stendur yfir, hið bráðasta. í vikunni safnaðist saman heill hópur sænskra unglinga fyrir utan stjórnarskrifstofur sænska rikisins og báru kröfuspjöld, þar sem á stóð m. a. Ljúkið verkfallinu og það strax! Vitið þið ekki að við erum kennara- laus. Hver er meiningin með Wynne, Vasall, Philby, Bass- ard. Þetta eru aðalnjósnararn- ir, í enskri njósnasögu frá því að heimsstyrjöldinni síðan lauk. Núna síðast slapp Blakes út úr rammgerðu fangelsi í London og hafa Bretar séð sitt óvænna og flutt alla stærstu því að semja ekki við kennara okkar? General Motors hafa nýlega sýnt opinberlega nýja tegund af Corvair, sem er rafknúinn með batteríum. Forráðamenn fyrirtækisins, sögðu, að bíll þessi væri aðeins á tilrauna- stigi og ákvörðun um það hvort hefja ætti fjöldafram- leiðSlu á þessari tegund yrði ekki tekin í bráð- Málverki að verðmæti ca. 20 milljónir króna var stolið úr listasafni Chicagoborgar í viku byrjun. Málverkið er eftir Antonio Correggio og -íi af Maríu mey með Jesúbarnið og Jóhannes skírara. Talið er að þjófarnir hafi hent málverkinu út um glugga á 16 hæð eftir að hafa skorið það úr ramm- anum. Leit, sem náði yfir allt landið var komið á, og Tnterpol var fengin til þess að rannsaka mál ið. Þetta skeði í smáríkinu Liohtenstein á dögunum, þegar tveir þriðju hlutar allra fanga ríkisins sluppu út úr rikisfang elsinu á einni og sö'inu nóttu Mun þetta vera atórfeldasta flóttaprósentutala fanga í nokkru landi síðan fangelsum var komið á fót. Yfirvöld rikis ins eru samt ekkert hrædd um, að vandræðaástand muni skap ast út af þessu máli, þar sem að í fangelsinu voru fyrir að- eins þrír fangar, tveir smáskúrk ar og ein eldri frú, sern var upp vís að því að leggja of mikið á vörur þær, sem hún seldi í litlu skranbúðinni sinni. Það voru smáskurkarnir, sem flýðu, en þeir notuðu tækifærið til flótta, þar sem yfirfangavörður inn sat að sumbli með nokkr um kunningjum inni á varð stofunni. Báðir fangarnir, sem voru mjög grannir gátu smeygt sér út um klefarimlana, en aumingja frúin varð að sitja eft ir af skiljanlegum ástæðum. Þess má geta að íbúafjöldi ríkisins samanstendur af 19035 borgurum og 18531 kjúklingi. njósnara, sem nú eru í brezk- um fangelsum í mun ramm- gerðari fangelsi. Hér sést þeg ar verið er að flytja topp njósn arann Peter Kroger sem njósn aði um flotaleyndarmál Breta frá Wakefield i Parkhurst fangelsið á eynni Wight. Hún hefur sin áhugamál. Franska tízíkusýningar og kvik myndadísin Fabienne Fabre 18 ára safnar gömlum úrum upp á kraft. Hér sést hún með eitt, sem hún eignaðist alveg nýlega, en auk þessa á hún 130 aðrar tegundir af gömlum og nýjum úrum. Eins og fyrr segir hafa tízkusýningar og kvikmyndalistin átt hug hennar allan, en nú hefur hún alveg hætt 'hinu fyrrnefnda eft- ir að henni bauðst hlutverk í kvikmynd alvarlegs eðlis. Bandaríkjamaður á Jerðaiagi í Kaupmannahöfn var gripinn af lögreglunni, þar sem upp .komst að hann hafði meðí'erð- is niðursuðudós, 1,5 kíló at Mari'huana. Hafði honum tek izt áður en lögreglan náði honum, að selja 700 grömm af eiturlyfinu, mest megnis beat- nikum í Christianshavn. Hann kom til Danmerkur frá Þýzka- landi, þar sem hann mun hafa selt töluvert af eiturlyfjum. Danska lögreglan hefur orðið vör við æ fleiri slík tilfelli, þar sem reynt hefur verið að smygla alls kyns eiturlyfjum inn í landið, svo og ópíumpíp- um. Hefur lögreglan nú í haldi eiturlyfjasala frá 10 löndu.n, sem allir eru á aldrinum milli tvitugs og þrítugs. Aumingja Bretarnir hafa átt í miklum vandræðum vegna stórnjósnara, sem af og til hafa verið aflhjúipaðir síðan 1945. Menn muna kannski eftir nöfn um eins og Fuehs, Burgess, MacLean Lonsdale, Helen og Peter Kroger ,Oiger Penkovskv 3 Á VÍÍ)AVANGI Austantórur Austri í Þjóðviljanum varð að sjálfsögðu ókvæða við, er ung ir Framsóknarmenn samþykktu á þingi sínu að leggja það til, að gerð vrði fjögurra ára áæt! un um brottför erlenda herliðs ins lir landinu með þeim hætti, að fsiendingar tækju sjálfir að sér gæzlu tækja og mannvirkía í varnarsföðvunum. Þetta kall ar Þjóðviljinn, að íslendingar gerist bandarískir málaliðar og hernemi þar með sjálfa sig. Er svo að sjá sem þetta þyki blað inu að fara úr öskunni í eldinn. Eru þetta hreinræktaðar austan tórur og var við þeim að búast. Kommúnistar koma þarna i'PP um sjálfa sig eins og fyrri dag inn. Þeir hafa látið svo sem þeir berðust heils hugar hinni góðu baráttu til þess að koma erlenda hernum brott úr Iand- inu. En pú sést, að það var ekki aðalatriðið. Ef það skyldi geta gerzt, án þess að íslend- ingar gengju úr samstöðu vest rænna þjóða. þá er það bara verra, að herinn fari. Kommún. istar eru allt í einu orðnir dauð hræddir um að missa glæp sinn þetta óskabarn, sem þeir hafa faiið undir skikkju baráttunnar gegn hernum. Engum er vcrr við það en þeim sjálfum, ef svo mætti skina málum. að við héld um órofinni samstöðu okkar með vestrænum þjóðum án þess að þurfa að hafa erlendan her að staðaldrj i landinu. Þess vegna hafa þeir jafnan gætt þess, að prédika það sem óhrekj andi staðreynd, að þessi sam staða og erlend herseta í land- inu væru órjúfanlega tengdar. Hervernd komm- únista Þess vegna umhverfast þeir og telja það öllu öðru verra ef svo gæti skipazt, að erlendi herinn færi án þess að vamar samstaðan við vestræn lýðræð- isríki rofnaði. Þannig er hin er lenda herseta í landinu eins konar haldreipj kommúnista i þessari baráttu þeirra. f skjóli hennar geta þeir hagað áróðr inum svo sem bezt hæfir góð- um húsbændum i austurvegi. Færi herinn, en fslendingar gættu sjálfir varnarstöðvanna og hefðu þær þannig til taks sem lið í vamarkerfi vestrænna þjóða, stæðu kommúnistar hér á landi afhjúpaðir sem aust- rænir málaliðar einnig í þessu máli. f gegnum þessi skrif Þjóðviljans nú og viðbrögðin við tillögunni um brottflutning hersins með ofangreindum hætti, skín það greinilega, að þeir vilja umfrarn allt hafa her inn til þess að geta rekið áróð ur sinn hæfilega dulbúinn und ir fölsku flaggi. Þannig hafa kommúnistar í raun og vem notið herverndar, sem þeir meta mikils og vilja í raun og veru ekki missa. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.