Tíminn - 04.11.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 1966
til ihofsins- Höfðu þer beðið
þar í rúmlega þrjá stundar-
fjórðunga, en þá hafði þolin-
mæði þeirra verið á þrotum og
þeir haldið á brott og ferða
málaráðherra iarið heim alveg
í öngum sínum. En Kjartan
hafði hins vegar komizt í veg
fyrir 6 bíla o; gnúið þeim við
niður að höfn, wr sem fyrr-
sjáanlegt var, að engin veizla
yrði haldin, en 4 bílar höfðu
sem sagt komizt óáreittir út
á hótel, þar sem enginn bjóst
við þeirn lengur, og allt hafði
verið fjarlægt nema gosdrykk-
imir. En hverhig stóð þá á þess
„Fina hattar, fina græjar,
skidbillig pris“. Þeir fulltrúar
hins Arabiska sambandslýðveld
is sem fyrstir urðu til þess að
taka á móti okkur við hafnar-
bakkann í Alaxandríu, voru
kúnstugir kaupahéðnar, sót-
svartir af óhreinindum ang-
andi af jniður góðum lyktar
efnum og ósparir á þau skand
inavisku orð, sem þeir höfðu
numið í skóla lífsins við margra
ára stöðu á hafnarbakkanum,
og víðar, þar sem ferðamanna
er von. Þeir eltu okkur á rönd
um, veifuðu framan í okkur alls
kyns skrani, sem hægt var að
Frá Alsír.
um regin misskilning? Eftir
miklar umræður og þras kom
umst við að raun um, að sök-
* in á þessu öllu saman væri,
ferðaskrifstofunnar alsírsku.
Það er lítið um ferðamenn í
Oran, en eins og allir vita,
kaupa ferðamenn manna mest,
og hefur yfirmönnum þessarar
ferðaskrifstofu ekki þótt til
hlýðilegt að missa þennan hóp
út úr höndunum á sér án þess
að græða á hinum hið minnsta.
Höfðu þeir þess vegna gefið
leiðsögumönnum sínum rang-
ar fyrirskipanir sagt þeim að
fara með okkur í búðir á þeim
tima, sem veizla ferðamála-
ráðherra átt að vera, og þess
vegna urðum við af öllu sam-
an-
Svona fór um sjóferð þá. Þótt
flestir væru argir og gramir yf
ir þessum málalokum, þótti
okkur þetta er frá leið svo bráð
fyndið, að ómögulegt væri að
ergja sig yfir þessu. Ferðamála
ráðherra ætlaði þarna að halda
okkur dýrlegan fagnað og aug
lýsa þar land sitt vel og ræki
lega sem ferðamannaland, en
gróðafíkn landa hans koll-
varpaði þessu stórkostlega
áformi.
prútta niður í ekki neitt, ef
vilji var fyrir hendi, og tæk-
ist þeim ekki að pranga neinu
inn á okkur, skræktu þeir eins
og villidýr, sem misst hefur af
bráð sinni. Dagana tvo, sem við
dvöldumst í Egyptalandi, vor-
um við hundelt af slíkum lýð-
Við hvert einasta götuhorn
jafnt í Kairo sem Alexandríu
gaf að líta þessa hvimleiðu
vesalings náunga, sem berjast
fyrir að halda líftórunni i sér
og sínum með því að selja
ferðamönnum drasl. Lífsbarátt
an er hörð, og því um að gera
að vera nógu útsmoginn, og
kunna helzt eitthvert hrafl í
tungum ferðamanna. En skand
inavískukunnátta þessara vina
okkar var oft ærið gloppótt,
þeir áttu það til að brengla
þeim fáu setningum, er þeir
kunnu, segja „billig skid“ í
staðinn fyrir „skidbillig pris“
og vakti það að vonum mikinn
hlátur meðal oklcar.
En það er ekki einungis með
al farandsalanna sem lifsbar-
áttan í Egyptalandi er hörð,
það sáum við greinilega á þess
um tveimur dögum. Fátæktin
er alveg hroðaleg, og hver og
Framhald 8 ofs. 12.
TfMINN
MINNING
Helga María Þorbergsdóttir
Helga María Þorbergsdóttir er
horfin úr hópnum, og skarðið er
stórt eftir þá blessuðu heiðurs-
konu. Ævi hennar byrjaði austur
í Skógum í Mjóafirði. Þar fædd-
ist hún 23. júní 1885, dóttir Þor
bergs Jónssonar, ættaðs úr Þing-
eyjarsýslu, og Jórunnar Ketils-
dóttur frá Ásólfsskála undir Eyja
fjöllum. Hátt á þriðja ári fluttist
hún með mömmu sinni sjóveg aust
an frá Mjóafirði til Vestmanna-
eyja, á leið til Eyjafjalla. Lenfi
skipið þá í háskaveðrinu, sem Ey-
fellingar nefndu Pálmaveður, en
það svipti hefðarsetrið Holt und-
ir Eyjafjöllum kirkju sinni og gaf
hana bæ Ásólfs alskiks á Austasta
Ásólfsskála.
Jórunn, móðir Helgu, dvaldist
með hana á ýmsum stöðum und-
ir Eyjafjöllum og í Austur-Land-
eyjum, lerigst á Seljalandi, Búðar
hóli og á Seli. Þau þrjú heimili
urðu henni skóli. Á Seljalandi 'hjá
Sigurði frá Barkarstöðum, var hún
í þjóðbraut á glaðværu menningar
heimili, sem gaf henni gott vega-
nesti. Þar lærði hún m.a. kvæði,
sálma og söngva, er voru óbrot-
legur fjársjóður. Á Búðarhóli batzt
hún vinakynnum við leikfélaga,
er hún unni til hinztu stundar,
Bjarna á Laugarvatni, Oddnýju
læknisfrú á Stórólfshvoli, Jórunni
móðursystur mína og fleiri. Hjá
Valtý Brandssyni og Guðbjörgu
Guðmundsdóttur á Seli óx hún upp
til þess að vera álitleg stúlka, vel
verki farin og hvers manns hug-
ljúfi. Augu margra ungra manna
honfðu þá að Seli, en ungur Vestur
Landeyingur, Guðni Gíslason í
Gerðum, (f.26.10.1879), bar sigur
úr býtum.
Guðni og Helga giftust 1908
og reistu bú í Gerðum á hluta
jarðarinnar, af litlum efnum, eins
og flestir á þeim árum.
Guðni í Gerðum var ákaflega
aðlaðandi maður í kynnum og að
sama skapi prýðilega gefinn, trú-
maður og trúrækinn svo að af bar.
Hann byggði sér bæi í æsku líkt
og önnur börn, en bær hans var
Hjónin á Krossi
aldrei kirkjulaus. Honum bar þvi
vel í veiði, er Kross í Landeyj-
um, hálflendan, losnaði 1925 við
fráfall séra Þorsteins Benediktsson
ar. Sótti hann um jörðina og fékk
sér byggða. Fluttust þau Guðni
og Helga með böm sin og bú sitt
að Krossi í fardögum 1925 og setr-
ust að í íbúðarhúsi séra Þorsteins
á Lundi, þar sem þau bjuggu til
1961, er búi var brugðið. Minntust
þau jafnan landsdrottna sinna
með miklum hlýhug, mæðgnanna
Höllu Bjarnadóttur frá Fitjarmýri
og Sigríðar Sveinsdóttur á Nönnu-
götu 1 A í Reykjavík. Séra Þor-
steinn átti sjálfur hlut að því, að
þau komust að Krossi. Var það
þakkarefni, sem ekki gleymdist.
Jórunn, móðir Helgu, flutti með
þeim hjónum að Krossi. Studdi, j
hún þau af frábærri dyggð, með-'
an kraftar entust. Hún dó 1934. j
Guðni og Helga á Krossi voi i j
víðkunn fyrir gestrisni. Þau vorj j
víst aldrei rik á veraldarvisu, en j
þeim mun auðugri að manngæð- j
um. Mannkvæmt var á Krossi á
messudögum. Samkomuhús sveit-
arinnar var líka á Krossi. Þar var
þá miðdepill sveitarinnar, og öll-
um var opið hús hjá Helgu og
Guðna og þar hlýnaði áreiðan'.ega
öllum fyrir brjósti af veitingum
og viðmóti húsráðenda. Minnist
ég þá orða hins vitra manns, Sæ
mundar Ólafssonar á Lágafelli. er
hann sagði við Helgu. Hún hafði
annazt venzlamann hans í dauða
stríði. Hafði hann átt gullpenmg
í fórum sínum. Sæmundur gaf
Helgu hann með þessum orðum:
„Þú átt að eiga þetta, Helga mín,
þú ert gull sjálf.“
Á hlaðinu í Krossi stendur hin
fornhelga kirkja og þar gleymd-
ist þeim hjónum ekki að lofa guð
og tilbiðja, og hann var einnip lof
aður og tilbeðinn í daganna önn
allt til æviloka. Oft minntist Guðni
háleitra helgistunda, sem hann
átti í kirkju sinni. einn með guði
sínum og frelsara
Svo tó-k að halla undan fæti og
heilsan að bila. Gömlu hjónir
voru ein eftir á Lundi. Þá lá leið-
in austur að Skógafossi, í barna-
skólann til góðrar dóttur, Berg-
þóru, manns hennar. Sigurðar
Guðmundssonar skólastjóra og
bama þeirra, sem öll gerðu beim
ævikvöldið bjart. Ég man, að
Guðni sendi þaðan kunningja sm
Framhald á bls. 12
i 95 ára í dag
Þuríöur Gísladóttir
í dag er Þuríður Gísladóttir fyrr
um húsfreyja að Eyri í Svínadal
Borgarfjarðarsýslu 95 ára.
Hún er fædd að Stálpastöðum
í Skorradal árið 1871 dóttir hjón
anna Guðrúnar Sveinsdóttur og
IGísla ögmundssonar.
Árið 1899 giftist hún Ólafi Ólafs
syni bónda á Eyri og bjuggu þau
þar í farsælu hjónabandi í rúm 50
ár, þar til Ólafur lézt 1952.
Þau eignuðust 9 börn, sem ern
á lífi nema einn sonur sem þau
misstu uppkominn. Þuríður er mik
il mannkostakona. Hún er hlédræg
og prúð og hin glaða og létta lund
hennar er svo fölskvalaus, að öll-
um líður vel í návist hennar. Þuríð
ur er mikill dýravinur og hafa dýr
in jafnan átt athvarf hjá henpi.
Brosið verður hlýtt þegar hún sér
kisu lepja mjólkina sína og gleðin
er jafnvel mest, þegar hrafninn,
þessi gamli heimilisvinur birtist
hoppandi í hlaðvarpanum á köld-
um vetrardegi til að fá sinn
skammt.
Nokkru áður en Ólafur, mað-
ur Þuríðar lézt, höfðu þau hjón
$ in afhent syni sínum Ólafi búið
í hendur, og hefur Þuríður dvalizt
í skjóli þessa sonar síns síðan og
er það vitað, að á Eyri vill hún
helzt vera. Þar hefur hún lifað og
starfað í rúm 67 ár ævi sinnar, svo
að við þennan stað eru minning
arnar tengdar sterkustum bönd-
um, þótt stundum sé gaman að ylja
sér við minningarnar frá æskuár-
unum á Stálpastöðum.
Hún hefur verið þeirrar gæfu að
njótandi að á heimilinu hefur al-
izt upp sonarsonur hennar, sem er
yndi og eftirlæti ömmu sinnar,
og hefur hann umgengizt hana með
ástúð og nærgætni enda hvattur
þess af föður sínum óg ekki síður
móður sinni, Erlu Guðmundsdóttur
sem allt gerir til að láta tengda-
móður sinni líða sem bezt.
Þuriður hefur verið heilsulitil síð
ustu árin og hefur það bagað hana
hversu fæturnir ern máttlitlir
að hún getur vart gengið óstudd
en flesta daga klæðist hún o.? situr
þá jafnan við rúmið sitt og prjón-
ar, jafnframt því, sem hún fylgist
með þeim, sem um dalinn fara, því
að sjónin er í bezta lagi.
En föstudaginn 4. nóvember er
þess vænzt, að afmælisbarnið leggi
frá sér prjónana um stund til þess
að fagna börnum sínum, tengda
börnum, barnabörnum og barna-
barnabörnum og öðrum góðum gest
um, sem vilja gleðjast með henni
á þessum merkisdegi og það er
von vandamanna hennar og vina,
að dagurinn megi veita afmælis-
barninu gleði og hamingju og hún
megi minnast hans sem eins af sól
skinsdögum lífs síns.
J.