Tíminn - 04.11.1966, Blaðsíða 12
12
íslenzkur heimilisiðnaður,
Laufásveg 2.
Höfum miMð úrval ‘af fal-
legum ullarvörum, silfur-
og leirmunum, tréskurði,
batik, munsturbókum og
fleira.
íslenzkur heimilisiðnaður,
Laufásveg 2.
FRÍMERKI
Fyrir hvert íslenzkt fri-
merki, sem þér sendið
mér, fáið þér 3 erlend.
Sendið minst 30 stk.
JÓN AGNARS
P.O. Box 965,
Reykjavík.
Látið okkur stilla og herða
upp nýju bifreiðina. Fylg-
izt vel með bifreiðinni.
BILASKOÐUN
Skúlagötu 32, sími 13100.
Slcúli J. Pálmason,
héraðsdómslögmaður
Sölvhólsgötu 4,
Sambandshúsinu 3. hæð
Símar 12343 og 23336
HÚSBYGGJENDUR
Smíðum svefnherergis-
og eldhúsinnréttingar.
SÍMI 32-2-52.
Jón Eysteinsson,
lögfræðingur.
Lögfræðiskrifstofa
Laugavegi 11,
sími 21916.
Björn Sveinbjörnsson,
hæstaréttarlögmaður
Lögfræðiskrifstofa
Sölvhólsgötu 4,
Sambandshúsvnu. 3. hæð,
Símar 12343 og 23338.
HÚSBYGGJENDUR
TRÉSMIÐJAN,
HOLTSGÖTU 37,
framleiðir eldhúss- og
svefnherergisinnréttingar.
HÖGNI JÓNSSON,
Lögfræði- og fasteignastofa
Skólavörðustig 16,
sími 13036,
heima 17739.
TÍMINN
BRIDGESTONE
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
BRIDGESTON E
sannar gæðin.
Veitir aukið
öryggi í akstri.
B RIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.
GÖÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og viðgerðir.
Sími 17-9-84.
Gúmmíbarðinn h.f,
Brautarholti 8.
fiIJ
PLASTSTEYPA
Húseigendur! Fylgizt með
tímanum. Ef svalirnar eða
þakið þarf endurnýjunar
við, eða ef þér eruð að
byggja, þá látið okkur ann-
ast um lagningu trefja-
plasts eða plaststeypu á
þök, svafir. gólf og veggi a
húsum yðar, og þér þurfið
ekki að hafa áhyggjur af
því í framtíðinni.
Þorsteinn Gíslason,
málarameistari,
sími 17-0-41.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmiður,
Bankastræti 12.
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslögmaður,
Austurstræti 6,
sfmi 18783.
Dælur
Ýmsar stærðir
og gerðir
= HÉÐINN =E=
Vélaverzlun
Seljavegi 2, stmi 2 4'2 60
BÆNDUR
gefið búfé vðar
EWOfVlðN F.
vítamín og steinefna-
blöndu.
ERLENT YFIRLIT
Framhald af bls. 5
starfsmenn hans hafa sagt, cr
íílciegí, að' gangur mála verði
þá þessi:
De Gaulle mun eftir setn áð
ur fela Georges Pompidou
stjómarmyndun. Þingmeiri-
hlutinn gæti þá lýst vantrausii
á stjórnina, De Gaulle mun þá
nota forsetavald sitt til að
rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga. Breyti þær kosning
ar ekki neitt valdahlutföllum
í þinginu, mun de Gaulie nota
sér heimild þá, sem felst í 16-
grein stjórnarskrárinnar, en
hún veitir forsetanum vald til
að mynda stjórn og láta hana
fara með völd um ótiltekinn
tíma, þótt þingið sé andvígt
henni. De Gaulle hefur not-
fært sér þetta vald forsetans
áður.
Eins og horfur eru nú, þykir
ekki líklegt, að til þessa þurtfi
að koma. A. m.k. boða seinustu
skoðanakannanir til þess, að
flokkur de Gaulle fengi hrein-
an meirihluta, ef kosningar
færu fram nú. Þ.Þ.
MINNING
Framhald af bls. 9
um, Kristjáni Eldjárn, þjóðminja
verði, þessa stöku:
Ef þú, Eldjárn, átt hér leið
með Eyjafjöllum,
heilsaðu upp á karl frá Krossi
sem komin er austur að
Skógafossi.
Þar undu þau hjónin vel sam-
veru og sambúð við vandamenn,
vini og nágranna. En lán er ekki
lengur en léð er. Guðni dó í nóv-
ember 1964, og þá var dimmt yfir
heimili Helgu, en áfram var hald
ið að rækja skyldurnar við lífið
og starfið meðan dagur var.
Helga var fjarska vel vinn-
andi kona og kom ótrúlega miklu
í verk. Á unga aldri átti hún yndis
lega dvöl í Varmahlfð undir Eyja
ifiöUum við að læra fatasaum hiá
vinkonu sinni, Önnu Einarsdótt-
ur, síðar húsfreyju á Yzta-Skála.
Vefari var Helga mikill og góður,
og prjónles hennar hlýjaði ótrú-
lega mörgum höndum og fótum.
Það vita þeir bezt, sem kynntust
HelgU síðustu ár hennar í Skógum
og sáu sokka- og vettlingaplöggin,
sem felld voru af prjónum hennar
daglangt — og mér liggur við að
segja náttlangt, árið um kring. Fyr
ir mörgum var hugsað, skyldum
og vandalausum, með þeim hætti.
Svo ágætt, sem þetta allt var, er
þó miklu meira vert um það, sem
bar önnina uppi, „kóngborna sál.“
Það varð öllum gott í geði, sem
komu inn í herbergið hennar
Helgu austur í Skógum. Öllum var
fagnað með innilegri hlýju og
með frjálsum, glöðum samræð-
um um líðandi stund og liðna
daga. Skólabörnin og börnin í
Skógum rötuðu að rúmi Helgu og
áttu í henni ömmu og móður.
Helga var vitur kona og víð-
sýn. Hún varð fyrir miklum áföll-
um með heilsu sína á efri árum,
en andinn stóðst allar raunir, og
á honum var aldrei nein ellimörk
að finna.
Helga og Guðni áttu miklu
barnaláni að fagna. Böm beirra
eru: Þórarinn lækpir, giftur Sig-
ríði Theódórsdóttur, Bergþóra gift
Sigurði Guðmundssyni, skóla-
stjóra, Þórhalla, gift Óskari Lár
ussyni bifreiðarstjóra, og Guðnín
hjúkrunarkona, gift Kára Sigfús-
syni viðskiptafræðingi. Elztu böm
þeirra hjóna, tvíburar, dóu korn-
ung.
Helga frá Krossi dó á Lands-
spítalanum þann 25. október. Með
virðingu og þökk er hún kvödd
af öllum samferðamönnum, sem
hún auðgaði með lífi sínu. Hún
var sannur vinur vina sinna og
bað þeim bléssunar í bænum sín-
um. Blessuð er og verður minning
hennar.
Þórður Tómasson.
ÆVINTÝRI
Framhald af bls. 9
einn verður að beita ýtrustu
klókindum til að koma sér
áfram í lífinu, enda virðast
klækir og prettir í fljótu bragði
vera þjóðaríþrótt Egypta á 20.
öld. Þótt fyrirgreiðsla
egypzku ferðaskrifstofunn-
ar, sem tók á móti okkur, hafi
ekki verið eins bágborin og
þeirrar alsírsku, var hún
hvergi næri góð, og hegðun
og viðbögð leiðsögumanna
þeirra, sem okkur voru útveg
aðir einkenndust mjög af and
styggilegri gróðafíkn. Þeir fóm
hvað eftir annað með okkur
inn í ómerkilegar skranverzl
anir til að láta okkur verzla
og ef mikið var keypt, fengu
þeir ríflega þóknun frá kaup-
mönnunum. Miklu minna var
gert af því að sýna okkur mark
verða staði en lofað hafði ver-
ið, og fornminjasafnið í
Kairó, sem við áttum að fá að
sjá, reyndist vera lokað, þegar
til kastanna kom. Þó kastaði
fyrst tólfunum, er við komum
á hótelin í Kairó, þar sem
ferðaskrifstofan ætlaði okkur
gistingu. Varla sá í veggi her-
bergjanna fyrir óhreinindum,
og þau voru greinilega fyrir-
taks gróðrarstía fyrir kakka-
lakka og önnur álíka skemmti-
leg kvikindi. í einu herberginu
var ekki einu sinn rúmbálk fyr
ir að fara, heldur hafði verið
búið um væntanlega gesti á
flatsæng. Matsalirnir voru
sóðalegir, og þá ekki síður geng
ilbeinarnir, skeggjaðir Arab
ar í síðurr. mussum, haldandi,á
grútskítugum dulum, sem þeir
notuðu jöfnum höndum við
að þurrka af diskum gesta og
strjúka óhreinindi af gólfinu.
Einn úr okkar hópi villtst fram
í eldhús, og sá liann þá, hvar
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 1966
hundur nokkur stóð úti við
vegg og gerði þar þarfir sín-
ar. Vart þarf að taka það fram
að munnvatnskirtlar mannsins
störfuðu lítið það sem eftir
var dags, en það gerði nú held
ur ekki mikið til, því að matur
inn, sem fram var borinn var,
argasta óæti, svo að ekki sé
meira sagt. Rúmlega helming
ur fólksins afsagði með öUu
að eiga þarna næturstað, ákvað
að fara til * Alexandriu um
kvöídið og gista um borð í Balt
ika um nóttina, en hinir kváð
ust geta lifað þetta af og hvergi
fara.
Það jaðraði við, að þessi heim
sókn okkar til Egyptalands
hefði verið hreinasta fíaskó,
en til allrar hamingju fengum
við mjög mikla harmabót þar
sem ferð til pýramídanna í
Giza, og sú ferð er okkur öll-
urn einn ógleymanlegasti hlut-
inn úr öllu Baltikaævintýrinu.
Til Giza komum við sáðla dags,
þó í albjörtu og höfðum góð
an tíma til að virða fyrir okk-
ur Sfinxinn og þá 9 pýramída
sem þar eru, þessi ægivoldugu
mannvirki, sem um allan ald-
ur munu verða ein almestu
furðuverk veraldar. Mest okk-
ar fóru inn í Keopspýramída
og þeir alduglegustu fóru alla
leið upp í grafarklefa faraós,
en það var enginn hægðarleik
ur, síður en svo. Maður hefði
getað varið heilum degi til að
skoða þessar stórkostlegu
fomminjar, en tími okkar var
naumur, og eftir hálfan ann
an tíma, kölluðu leiðsögu-
mennimdr hópinnn saman á
ákveðinn stað,,þar sem vel sást
yfir pýramídana og Sfinxinn
en þama hafði verið komið
stólum handa okkur öllum.
Við vissum ógerla, hvað um
var að vera, en okkur skildist,
að hér ætti að fara fram ein-
hvers konar athöfn eða sögu
legur leikiþáttur. Sólin var rétt
komin niður fyrir sjóndeild
arlhringinn og á örskammri
stundu skall á kolniðamyrkur,
eins og slökkt hefði verið
skyndilega á Ijósapem ef ég má
notast við svo óskáldlega lík-
ingu. Er almyrkvað var orðið
og stjömumar leiftruðu á him
inhvelinu, lýstust pýramídarn
ir upp í öHum regnhogans lit-
um og næsta klukkutímann sát
um við öll sem dolfallin í stól
unum og horfðum og hlýddum
á það, sem fram fór. Pýramíd
unum og Svingsinum var gef-
ið mál, og röktu þau sína sögu
í tali og tónum og jafnframt
sögu Egyptalands frá ómuna
tíð. Við kynntumst þarna þjóð
félagsháttum Egypta til foma
sáum fyrir okkur sjálfa faraó-
ana og þar var jafnvel sem
við fyndum keiminn af hinu
óskaplega veldi þeirra er við
sáum fyrir okkur þrælana, s?m
unnu árum saman í sveita síns
andlits við að reisa sínum goð
bomu konungum þessi voldugu
grafhýsi. Á sama hátt kynnt-
umst við trúarbrögðum Egypta
til forna, ódauðleikatrúnni. Þá
tóku mannvirkin til við að
segja okkur frá því, sem þau
hefðu verið ásjáendur að um
þúsundir ára, blómaskeiðum
Egyptalands svo og niðurlæg-
ing.
Þessi stórkostlegi upplestur
ásamt viðeigandi tónlist var
fluttur af hljómplötum á skín
andi góðri ensku og meðan £
honum stóð voru hin vornu
mannvirki lýst upp með undra
fögm litskrúði. Þessari dásam-
legu stund verðu- ekki með
orðum lýst, en síðustu ómarnir
voru horfnir út í kyrrðina og
síðasti ljósgeislinn slokknað-
ur, dundi við gífurlegt lófatak,
og ætlaði því aldrei að linna.
Egyptalandsferðinni var borg-
ið.