Vísir - 10.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 10.11.1975, Blaðsíða 1
VISIR <65. árg.—Mánudagur 10. nóvember 1975—255.tbl. „Finn til með ungl- ingunum — Eldri kynslóðin varð aldrei fyrir sömu freistingum og ungingar verða fyrir mi. Unglingarnir eru i erfiðri að- stöðu. En viö því má ýmislegt gera. Þetta er inntakið i spjalli Hugrúnar skáldkonu i þættinum „Um daginn og veginn” I út- varpinu i kvöld. —Sjá bls. 17. OVÆNT ÚRSLIT í HAND- BOLTA — sjá íþróttaopnu Hassan kallar fólkið heim Striðshættunni i spænsku Sahara hefur verið bægt frá I bili eftir að Hassan konungur Marokkó hefur kallað göngulið sitt aftur lieim úr eyðimörkinni. Kongur sló á þá strengi i yfir- lýsingu sinni i útvarpi Marokkó i gærkvöldi að leita yrði lausnar á deilunni með viðræðum við Spán. — sjá bls. 5 Ungverski stórmeistarinn Ribli í viðtali við Vísi í morgun: 672 þósund krónur fyrir Ásgrímsmynd — Málverk seld fyrir liðlega 6 milljónir Múlakotsmynd Ásgrlms Jóns- sonar varð dýrasta myndin á málverkauppboðinu i Klausturhólum I gær. Sá scm hreppti hana losaði sig við sex hundruö sjötiu og tvö þúsund. Áttatiu og átta verk voru á uppboöinu, öll seldust, og voru nógir um boöið, troðfullt út úr dyrum af listunnandi fólki. Uppboðið stóð i tæpa þrjá tima. Næst dýrasta myndin var Drangey eftir Jón Stefánsson. Alls var greitt fyrir málverkin um 6,1 milljón. Eftir þessu að dæma eru ekki allir blankir. EB. „Er mjög hress yfir sigrinum" Ribli var nývaknaöur þegar Visismenn bar að garöi og að von- um þreyttur eftir stranga setu við skákborðið undanfarna daga. Ljósm. Jim. EYMDIN: ARFUR ÞESSARAR ÞJÓÐAR „Hugsjónir Einars Bene- diktssonar voru svo stór- brotnar, að erfingjar eymdar- innar, fólkið I landinu, fylgdist ekki með honum.... Hug- myndaflug þessa manns var hafið yfir eymdina sem hann orkti um.” — Sjá grein Arons Guð- brandssonar á bls. 4. Zoltán Ribli, hinn24 ára Ungver jalandi, varð gamli stórmeistari frá sigurvegari svæða- mótsins í skák, sem lauk í gærkvöldi. Visir ræddi við stórmeistarann á hótel Esju í morgun og spurði hann hvað honum fyndist um rnótið nú þegar upp væri staðið. Hann var að vonum ánægður með sinn árang- ur, að hafa hreppt efsta sætið. ,,Ég er hress yfir að vinna", sagði Ribli. Hver yrði í öðru sæti væri ekki fullljóst enn, en þar stæði Liberzon best að vigi. Hann var mjög ánægður með aðbúnaðinn, og fram- kvæmd mótsins sagði hann mjög góða ef borið væri saman við það sem gerðist i Evrópu. Hann var spurður að því, hvernig honum litist á landið. Mjög fallegt það sem ég hef séð, en ég hef aðeins verið hér í þrjár vikur. Hvort hann vildi búa hér væri svo annað mál. Héðan fer hann í fyrramálið til Ungverja- lands. Sjá nánar um mótið á þriðju síðu. -VS- Afleiðingar reykinga: Tveir tímar daglega íoð hósta slími ,,Ég lít ekki veiklulega út. En það kostaði mig yfirleitt tvo tíma'á morgn- ana að fara á fætur, hósta uppslíminu, og koma mér í vinnuna. Fyrir tveimur ár- um lagðist ég ekki út af í fjóra mánuði samfleytt. Ég varð að sofa sitjandi, því að ég gat ekki andað ef ég lá. Lungun fyllast af slimi, og geta ekki unnið súrefni." Þessa óhugnanlegú lýs- ingu gefur einn sjúkling- anna á Víf ilsstöðum, Jóna- tan Ólafsson. Hann er með astma, sem hann telur örugglega stafa af áratuga reykingum. — sjá bls. 6—7 „TÖLUR VIL- MUNDAR OF HÁAR" — sjá baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.