Vísir - 10.11.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 10.11.1975, Blaðsíða 7
7 Visir. Mánudagur 10. nóvember 1975. þetta ttu... ákveða það sjálfur. Ég þjáist af ofnæmi, sem fannst ekki fyrr en fyrir stuttu siðan og asma. Asminn stafar örugglega af reykingum. Vantar loft, loft, loft. reykja...? öruggasta og albesta leiðin er að byrja aldrei að reykja. Sá sent aldrei liel'ur prófað það fer einskis á mis. A ég að liætta aö reykja? er hins vegar spurningin sem liinir velta fyrir sér sein eru fallnir. Þaðkostar töluverða sjálfsafneitun ekki aðeins að neita sér um það nikótin sem likaminn kallar á, heldur og hitt aö liafa ekkert á milli liandanna þegar sest er niður til að slappa af eða fá sér kaffibolla. Sá sem ætlar sér að hætta að reykja, verður fyrst og fremst að vilja það sjálfur. Þar dugar ekkert hálfkák, annað hvort vil ég hætta eða ekki. Við slika ákvörðun ber ekki aðeins að hafa i huga þá fjármuni erm brenndir eru upp, 70—80 þúsund á ári lágmark fyrir einstakling, heldur miklu fremur það heilsuleysi sem reykingar geta valdið. Margir eru hræddir við að gefa yfirlýsinguna: Ég er hættur/hætt að reykja, af ótta við að þurfa að éta slikt ofan i sig aftur ef þeim mistekst. Sumum hefur tekist að hætta alveg með þvi að ákveða tóbaksbindindi aðeins fyrir einn dag i einu og sjá svo til á morgun. Það er ef til vill auðveldara en að ákvaða allt i einu ævilangt tóbaksleysi. Þvi ekki að reyna? Ég lit ekki veiklulega út, en það kostaði mig yfirleitt tvo tima á morgnana að fara á fætur, hósta upp sliminu og koma mér i vinn- una. Fyrir tveimur árum lagðist ég ekki út af, frá þvi i mai og þar til i september að ég kom hingað. Ég varð að sofa sitjandi, þvi að ég gat ekki andað ef ég lá. Lungun fyllast af slimi og geta ekki unnið súrefni. Ég hef orðið það veikur að ég hef ekki haft neitt loft, hef orðið að fá súrefni og næringu i æð. Maður þarf ekki annað en að hreyfa sig aðeins i rúminu, þá vantar loft, loft, loft. Asmasjúklingar þekkja það, að jafnvel þótt þeir hafi nægilega öndun til að ganga um götuna, þá hafa þeir ekki loft til að tala við kunningjana þótt þeir mæti þeim. Maður skammast sin fyrir korrið og hóstann og óhroðann. verður mannfælinn og einangraður. Hér á Vifilsstöðum eru framúrskar- andi læknar og starfsfólk og ég hef fengið hér mikla bót. Geta ekki reykt en geta það samt Mesti ára ngurinn af fræðslu um reykingar er að fyrirbyggja. Hér eru sjúklingar sem eru það veikir að þeir geta ekki reykt en gera það samt. Sumir vilja ekki viður- kenna að sjúkdómar þeirra stafi af reykingum. öðrum sem eru búnir að fá ein- hverja bót finnst þeir þá vera það hressir að þeir geti byrjað aftur, jafnvel þótt þeir hafi verið alveg að kafna nokkrum dögum áður. Margt af þessu fólki er búið að Á ég að hœtta að reykja lengi og segist ekki verða verra þótt það reyki. Maður er með hroða niðri i sér og slimið losnar kannski þegar maður reykir, og þetta „blöffar”. Það er þvi númer eitt að byrja aldrei.” Það varð að gera barkaskurð Árný Guðmundsdóttir: ,,Ég hef reykt lengi ca. 45 ár, var eitthvað fimmtán sextán ára þegar ég byrjaði. Ég hef aldrei reykt meira en pakka á dag, núna reyki ég kannski eina sigarettu á dag. Ég byrjaði bara af fikti, en ég vissi ekki að það var hættulegt. Ég get ekki sagt að reykingarnar einar eigi sök á sjúkdómi minum, en þær hafa auðvitað gert lungun veikari fyrir. Fyrir einu og hálfu ári siðan fékk ég hastarlega lungnabólgu og var flutt á Landsspitalann. Ég gat ekki andað og það þurfti að gera barkaskurð á mér til að bjarga lifi minu. Mér var búið að vera mjög þungt fyrir brjósti áður, varð svo kalt og það var nóg. Ég var eitt ár á Landsspitalan- um og hér hef ég verið i hálft ár. Verð af hafa súrefni framvegis Læknarnir hafa sagt mér að ég nái aldrei fullri heilsu aftur. Hluti af lungunum er óstarfhæfur, mig vantar um helming þess súrefnis sem ég þarf. Ég verð þvi að hafa þetta súrefnistæki framvegis. Ég er með það allan sólarhringinn, þessa grind á daginn og svo er stór kútur við rúmið. Þetta kemst upp í vana eins og hvað annað. Mér liður betur þegar ég reyki ekki. Aður en ég veiktist svona, hafði ég minnkað reykingarnar. Ég fer aldrei að reykja i sama mæli aftur. Ef einn getur hætt að reykja geta ailir það, en þeir verða að vilja það i raun. En auðvitað er best að byrja aldrei.” —EB Arný Rafsuðumenn Á næstunni verður bætt við rafsuðumönn- um i verk við Sigöldu. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast hafi samband við starfsmannastjóra i sima 86400. La ndsvirkjun Rafvirkjar Itafvirkjar óskast til Snæfelisnessveitu með aðsetur i Ólafsvik. Störfin eru við rafmagnseftirlit og raf- veiturekstur. Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. Itafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik. Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða stúlku til vinnu við vélabókhald og almenn skrifstofustörf. Laun eftir 14. launaflokki. Umsóknum skal skila fyrir 15. nóv. n.k. til rafveitustjóra sem veitir nánari upplýs- ingar um starfið. Itafveita Ilafnarljaröar. Sjólfsali ril sölu llöskusjálfsali. Hentugur lyrir verslun og liverskonar le- lagsstarlsemi. Uppl. i sima 12604-05 frá kl. 0-18. now FYRIR VIÐRAÐANLEGT VERÐ Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki á öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Augsýn hf. Húsavík: Hlynur sf. Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavik: Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.