Vísir - 11.11.1975, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 11. nóvember 1975. 0
Það mætti halda að fóðrið færi inn á einu færibandi og
kæmi út á öðru sem egg. Hérna er þó hænan milliliður.
Héðan stjórnar Jón því
hversu margir skammtar
fara í svínastiurnar. Fóð-
urkerfið er því sjálfvirkt,
þar sem vatni og mjöli er
blandað saman og dælt út í
stokka í stíunum.
Hérna sjáum við
þá Jón og Garðar
við eina grísastí-
una.
Svona byggja þeir á Ás-
mundarstöðum. Aðeins
sést móta fyrir gamla
bænum.
Þetta er svinahúsið og fóðurgeymarnir.
Rennslið er sjálfvirkt úr þeim inn í blönd-
unartækin.
Engin fyrirgreiðsla af
opinberri hálfu.
Þegar við inntum þá bræður
eftir þvi hvernig biiskapurinn
gengi létu þeir ekki sem verst af
þvi. Þeir sögðu þó að það væri
árstiðarskipti að þvi hvað t.d. egg
seldust vel. Núna önnuðu þeir
ekki eftirspurn, en á sumrin væri
salan trcgari.
Þeir sögðust hafa sina föstu
stóru viðskiptavini og væri eggj-
unum ekið út til þeirra tvisvar i
viku.. (irfsirnir eru sóttir viku-
lega til slátrunar, en öll salan fer
fram i gegnum Samband fsl.
sam vinnufélaga.
Þeir bentu einnig réttilega á
það að þessi búskapur nýtur
engrar fyrirgreiðslu i afurðasölu
af hálfu hins opinbera, bvorki
styrkja, lána né niðurgreiðslna.
Hálft egg á hænu
Til þess að gefa einhverja mynd
af þvi hvað þessi búskapur gefur
af sér þá má reikna með að hver
hæna gefi um það bil liálft egg af
sér á dag.
Svinin gjóta tvisvar á ári og þá
7-9 grisum i senn. Grisunum er
slátrað II vikna gömlum og fara
þvi um 50 grisir frá þeim viku-
lega.
Þess má aðlokum geta. að þeir
kaupa ungana vikugamla og ala
þá upp til 0 mánaða, en þá er
þeim komið fvrir á varpstað.
Kjúklingaframleiöslu hafa þeir
enga.
Þegar hæiiurnar eru tveggja
ára er þeim slátrað og þær seldar
til átu sem unghænur. —VS —
MAYDAV
PIG
PLANí T
Þessi tafla sýnír hvern dag ársins. Hver gylta hefur sitt
númer sem er fært inn á skífuna. Þannig má sjá hver
þróunin verður hjá hverri einustu gylfu.