Vísir - 11.11.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. nóvember 1975.
1
cTYlenningarmál
Kátir
• W
niosnarar
Háskólabió
S.P.Y.S. er einskonar fram-
hald af M.A.S.H. Þar eru aðal-
leikararnir þeir sömu, en þó i
öðru gervi. Þeir leika nú njósn-
ara, starfandi fyrir CIA i Paris.
Þeir vita ekki um tilveru hvor
annars fyrr en salerni eitt i
Paris springur i loft upp, þar
sem þeir eru nærstaddir. Þeir
hittast þá hjá yfirmanni sinum
og þegar honum hefir tekist að
sefa þá felur hann þeim það
verk að bjarga sovéskum fim-
leikamanni. Þetta verk ferst
þeim illa úrhendi, og þeir missa
af manninum. Fyrir bragðið eru
njósnararnir komnir i ónáð hjá
CIA og ákveða að starfa á eigin
spýtur. Þeir fá i lið með sér
nokkra róttæka stúdenta i
Paris,en þeir vita ekki að þessir
nýju félagar eru njósnarar.
Gengur nú á ýmsu, verkefni
þeirra félaga er að ná dýrmætri
sendingu leyniskjala og fara
þeir m.a. til London, en eins og
áður tekst starf þeirra ekki
mjög vel. Þeir lenda i klandri og
stúdentarnir sem voru félagar
þeirra vita um uppruna þeirra
og reyna að útrýma þeim. KGB
og CIA og kinverskir njósnarar
eru á eftir þeim félögum og
verður Ur mikill hasar i kirkju
einni. Að lokum komast þeir
félagarnir undan, en ekki nutu
þeir ávaxta erfiðis sins.
Þessi mynd hefur það til sins
ágætis að það eru ágætir leikar-
ar i aðalhlutverkum en efnið allt
er mjög léttvægt og reyndar
ekki gerðar neinar kröfur til
annars. Hún er fyrst og fremst
skemmtun, það er ekki verið að
leggja áhersiu á ofbeldi og
mannvonsku, heldur að syna
spaugilega hliðarfc svona mynd-
efni. En hún er lika bara ein af
hundrað slikum myndum, og
það er ekkert i henni sem maður
hefur ekki séð áður. Þó er hún
hin þokkalegasta afþreying þótt
ekki nálgist hún að vera það
sem M.A.S.H. var.
— ÞJM
KVIKMYNDIR
Umsjón:
Rafn Jónsson og
Steinn Björnsson
Aðalsöguhctjan leikin af Michael Caine kemst i hann krappan I
lok myndarinnar. Hér er hann næstum drukknaður i rauðvini.
Njósnamynd en ekki hasamynd
Laugarásbió
Bresk, 1974.
Þá er komin mynd frá tjallan-
um um málefni írlands. Þessi
fjallar um njósnara i gagn-
njósnadeild bresku stjórnarinn-
ar og hefur hann það verkefni
með höndum að girða fyrir
vopnasendingar til hryðju-
verkamanna á N-Irlandi. Þessi
vopn hafa, skv. myndinni, hing-
að til eingöngu verið frá rússum
sem smygla þeim til trlands
með hjálp tékkneskra aðila.
Syni njósnarans er rænt og þess
krafist að hálf milljón punda i
demöntum sem nota átti til að
girða fyrir frekari vopnasend-
ingar sé greidd í lausnargjald.
Yfirmenn deildarinnar hyggj-
ast ekki láta að þessum kröfum,
en njósnarinn stelur gimstein-
unum og fer á fund mannræn-
ingjanna. Þeir ná demöntunum,
en skila ekki drengnum.
Njósnarann grunar að þetta
mál sé ekki tengt irskum
hryðjuverkamönnum, eins og
aíhr héldu fyrst i stað, heldur sé
einhverinnan stjórnarinnar sem
ágirnist peningana. Mannræn-
inginn gerir ýmislegt til að láta
grun falla á föður drengsins sem
var rænt og hann veit ekki hvað-
an á sig stendur veðrið þegar
hinar ýmsu sakir eru bornar
upp á hann. En að lokum hreins-
ar hann sig af öllum grun og
fullur sigur vinnst.
Þessi mynd er dæmi um það
hvernig sakamálamyndir eiga
að vera, hæfilega spennandi frá
upphafi til enda og ofbeldi,
ævintýraleg geta aðalsöguhetj-
unnar og óraunveruleiki lögð að
mestu til hliðar.
Myndin er sem sagt ekki has-
armynd, heldur spennandi
njósnamynd. —RJ.
cEn|mamie(I&
Fallegar stúlkur — Falleg mynd
Ef þú vilt sjá klámmynd, skaltu ekki
fara í Stjörnubíó. En ef þú vilt sjá
fallegar stúlkur í fallegri mynd,
skaltu fara þangað__________________
Stjörnubió
Frönsk, 1973.
Emmanuelle er ung og falleg
stúlka, saklaus og eiginmannin-
um trú. Hann er hinsvegar lifs-
reyndur og hefur þá reglu i
hjónabandi sinu að þar skuli
rikja algert frjálsræði. (Senni-
lega vegna þess að hann veit að
Emmanuelle ef of mikill krakki
til að halda framhjá). Maður
hennar er sendiráðsstarfsmað-
ur i Thailandi og er þvi sjaldan
heima við og i sifelldum erinda-
gjörðum hingað og þangað fyrir
sendiráðið. A meðan er
Emmanuelle i félagsskap eigin-
kvenna annarra sendiráðs-
manna. Þessar konur hafa ekk-
ertvið að vera nemá lifa kynlifi
og tala um það. En þar sem
karlmannsleysi hrjáir staðinn
leita þær bliðu hverrar annarr-
ar. Út á þetta gengur myndin,
aðgerðarleysið. Enda er hún
efnislaus. Það er ekkert gert
nema kysst og strokið, klappað
og kjassað og konurnar eru nær
einráðar i þeim efnum.
Það er algjör hending ef
Emmanuelle er i fötum og þá
sjaldan það gerist, eru þau svo
þunn að alls staðar sér i bert.
Þessi mynd er falleg og ekki
k'.ámfengin, konurnar eru fal-
íegar, landslagið er fallegt og
‘leikstjóranum hefur vel tekist
að gera kynlifsatriðin þannig úr
garði að þau verða ekki ógeðs-
leg. Sennilega eru frakkar eina
þjóðin sem getur gert svona
kynlifsmynd án þess að hún
verði sóðaleg. Hitt er svo annað
mál að samknæmt upplýsingum
frá fróðum manni hafa einhver
atriði verið klippt úr myndinni,
sem hafa ofboðið siðgæðiskennd
islendinga. Heldur litið fannst
mér fara fyrir leik, konurnar
voru allar eins og klipptar út úr
blaði og Emmanuelle er falleg
stúlka sem skortir allan per-
sónuleika.
Ég vil koma þvi að að lokum
að mér finnst það einkennilegt
að banna mynd börnum innan 16
ára þar sem fólkið sýnir hvort
öðru bliðu (kannski á svolitið á-
kveðinn hátt), en leyfa siðan
börnum að fara á myndir þar
sem ofbeldi, hatur og mann-
vonska eru eini boðskapurinn. 1
Noregi voru bæði Tommy og
Emmanuelle bannaðar innan 18 má að sitt sé siðgæðið i landi
ára en hér var Tommy aðeins hverju.
bönnuð innan 12 ára. Svo segja —RJ
Emmanuelle hin unga og saklausa biður þess að fuliorðnast og
vcrða lifsreynd.
stjörnu-
kíkirinn
Sá háttur verður eftirleiðis
hafður á hér á kvikmynda
siðunni, að gefa kvikmynd-
unum stjörnur eftir ágæti
þeirra að mati umsjónar-
manns. Reglan verður sú að
opin stjarna eða hvit táknar
að myndin sé léleg að mati
umsjónarmanns, ein svört,
sæmileg, tvær, góð, þrjár
mjög góð, og fjórar, frábær.
Gamla bió ¥
,,Trader Horn”
Laugarásbió X-Jf
Barnsránið.
Háskólabió >f>f
S.P.Y.S.
Stjörnubió *
Emmanuclle.
Tónabió >f>f)f
Tommy
Hafnarbió >f>f>f>f
Sviðsljós.
Nómur Metro-Goldwyn-Mayer
Gamla Bíó:
Trader Horn, bandarisk, gerð
1973. Framleiöandi: MGM —
Lewis J. Rachmil. Handrit:
William N'orton og Edward
Harper. Leikstjórn: Reza S.
Radyi. Kvikmyndataka: Ron-
ald W. Browne. Tónlist: Shelly
Manne. Aðalhlutverk: Rod Tay-
lor, Anne Heywood, Jean Sorel,
Don Knight. Tekin I Metrocolor.
Vinsælar kvikmyndir
i Bandarikjunum og i
Englandi eiga eitt sam-
eiginlegt: Þær eiga
allar eftir að fá fram-
hald eða verða endur-
gerðar.
Mynd sú er Gamla Bió sýnir
núna er endurgerð myndar frá
1931 sem hét sama nafni. Ef til
vill verður sú mynd sýnd hér i
sjónvarpinu og geta menn þá
haft samanburð. Og þyrftu þess
nauðsynlega.
Sé þetta raunsönn eftirliking
getur „frummyndin” vart verið
upp á marga fiska. Hér ganga
aftur klisjur frá timum þöglu
myndanna og heyrir myndin þvi
varla nútimanum til. Söguþráð-
urinn er að miklu leyti áþekkur
„Námum Salómons konungs,”
er MGM hefur þegar þurr-
mjólkað. T.a.m. heitir ein sögu-
persónan sama nafni og þar.
Það eina góða við „Trader
Horn” er falleg myndataka (á
köflum) og geysifagurt lands,-
lag Kenya og Uganda þar sem
framleiðendur segja myndina
tekna. Auðvitað eru margir
kaflar teknir heima i Kaliforniu,
en framleiðandinn gætir þess að
atriði falli vel saman.
Auk þess eru þarna bráðfalleg
villidýr,sem skila ágætum leik,
og menn geta glaðst yfir kossa-
senunum (voru þó piptar út) og
allri þessari stórkostlegu vit-
leysu.
—SB