Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 11. nóvember 1966 3 TÍMINN Tízkusýningardaman Lorna McDonough fór frá London áleiðis til New York s. 1. laug ardag. Hún er ein af fjórum sýningardömum, sem sendar eru til Ameríku til þe.ss að ★ Julie Ohristie leikur um þess ar mundir í kvikmyndinr.i Far from the Madding Crov/d. Hún sagði í viðtali við blaðamann, að til þess að halda sæmilegu andlegu jafnvægi, þá yrði mað ur að ýta öllum hugsunum um frægð á burt svo og öllu því leiðinda umstangi, som því fylgdi. Hún sagði ennfremur að fyrir kæmi að hún óskaði einsk is frekar, en að fá að vera al- ein. Ekki taldi hún sig hafa breytzt nokkuð eftir að hún fékk Óskarsverðlaunin, nema þá ef til vill að hún værj örugg ari í sviðsframkoqtu. kynna brezka tízku í Banda- ríkjunum. Ekki efast spegill inn um að henni takist það að það vel, ef hún verður ætíð klædd á svipanðan hátt og á þessari mynd- Antolina Heras eiginkona Lögreglumanns frá Bilbao á Spáni hefur nýlega eignazt sina fjórðu tvíbura. Hjónin eiga núna 14 börn. ★ Tíu dansarar frá Kúbti hafa beðizt hælis í Frakklandi, sem pólitískir flóttamenn. Þeir voru á ferðalagi með balletflokki frá Kúbu. Sá fyrsti til að biðja hæl is var stjarna ballettsins Mend ez Conzales, en síðan fylgdu níu dansarar í kjölfarið. Þetta er stærsti hópur flóttamanna frá kommúnistaríki, sem beðist hef ur hælis í Frakklandi. Frank Sinatra getur hafa ver ið óbeinlínis valdur að því, að þremur skotum var skotið að bandaríska grínistanum Jackie Mason, í hótelíbúð hans í Las Vegas. Jackie Mason var að tala í símann í íbúð sinni þegar þremur skotum var skotið inn um gluggann og í rúm hans, en þar hafði hann legið nokkrum mínútum áður. Viku áður en þetta skeði hafði Mason haft yfir frekar móðgandi orð um giftingu Franks Sinatra og síð ustu konu hans Miu Farrow. Strax sama dag hafði Mason fengið upphringingu þar sem honum var hótað lífláti og hann varaður við því að nefna Sin atra í slíkum dúr. Hafði hann þegar haft samiband við lögregl una og var einn lögreglumaður viðstaddur ásamt þjóni Masons þegar tilræðið var framið. * Leyniþjónustumaðurlnn 007 varð að hressa dálítið upp á golfkunnáttu sína þá er veiið var að taka myndina Goldfmg er. Síðan þá hefur áhugi hans á íþróttinni farið ört vaxandi, svo að þegar hlé varð á töku myndarinnar You only live tvice, sem nú er verið að virina að í Englandi, þá flaug 007 til Rivíerunnar til þess að iðka golf í fritíma sínum- ★ í mörg ár hafði Petersen fjöl skyldan frá Cooper Plains, Queensland Ástralíu, átt vin- gott vig Jewells fjölskylduna, sem bjó í næsta húsi. Börnin léku sér á heimilum livors ann ars, og Roy Petersen heimiiis faðirinn var alltaf reiðubúinn til þess að hjálpa Bertram Jewell og konu hans Gertrude, en þau voru bæði blind. En þá keypti Roy Petersen piast síma handa átta ára dóttur sinni, og hún fór með hann t.il Jewell fjölskyldunnar til þess að sýna hann. En til allrar óhamingju steig hinn blindi Betram óvart ofan á símann og eyðilagði hann. Eftir það neitaði hinn reiði faðir stúlkunnar að tala við Jewell fjölskylduna. Þetta skeði fyrir fimm árum síðan. Núna hefur dauðinn bundið enda á misklíð þessa. Petersen fjögurra barna faðir skaut Bert ram til bana þá er hann var að koma heim til sín frá vinnu. Hann beindi bysunni að sjálf um sér og skaut sig til bana. Lögreglan sagði um málið. Pet ersen var argur öll þessi ár út af þriggja shillinga leikfangi. ★ Framtíð Bítlanna er mönnum mikði umhugsunarefni í Bretl. þessa dagana. Munu Bítlamir koma fram á nýjan leik, eða eru þeir hættir fyrir fullt og allt? Þegar Brian Epstein fram kvæmdastjóri þeirra var spurð ur að því, hvort the Beatles myndu koma fram á nýjan leik, var svarið. Ekkert hefur verið ákveðið ennþá. Sagði hann enn fremur að þeir myndu hittast bráðlega og þá yrði málið rætt. The Beatles hafa breyzt mikið með tímanujm, bæði í hugsunar hætti' og framkomu. T. d. hefur John leikið einn í kvik mynd, George verið við nám í Indlandi og svo framvegis. Það væri alrangt af mér að spá einhverju um framtíðina, Aðdáendur bítlanna hafa fjöl- mennt fyrir utan skrifstofur Brian Epsteins undanfarna daga til þess að leggja á það áherzlu að The Beatles hætti ekki sam starfi sínu, og síminn hefur Opinber ákærandi á Ítalíu hef ur krafizt þess að Gina Lollo brigida verði dæmd i 9 mán aða fangelsi fyrir þá sök að hafa komið fram á ósiðlegan hátt í _ kvikmyndinni Le Bam- bole. í myndinni kemur Gma fraim í ofanbirtum náttklæðum sem ku hafa verjð gegnsærri, en heldur siðlegt mætti teljast. Mynd þessi fór í gegnum Brezka „censorinn“ óklippt, en undir nafninu „Four kinds of Love“. hringt látlaust. Arthur Howes, s©m skipulegur allar hljóm- leikaferðir The Beatles innan lands, sagði við blaðamenn, að hann væri farinn að trúa orð rórnnum sjálfur, um að þeir færu senn að hætta. John Lenn on er nú 26 ára, Ringo 26, Paul 24 og Gfeorge 23 ára. 3 Á VÍÐAVANGI Litlu verður Vöggur feginn Morgunblaðið er að básúna það eins og eitthvert heims- undur, að Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur efnt til funda, sem það kallar „byggðaþing“, þar sem nokkr ir ráðherrar og þingmenn eru látnir flytja áróðursræður. Mbl. er að reyna að telja fólki tru um að þessir fundir séu á Ieinhvern hátt merkilegri en- aðrir fundir, og einhver ný braut hafi verið þarna rudd. f gær segir blaðið, að fundirn ir hafi verið „betur sóttir á ölium þessum stöðum en búizt hefði verið við.“ Það er auð- vitað lofsvert, að Sjálfstæðis menn skyldu ekki gera sér allt of miklar vonir um fundar- § sóknina, og vafalítið hefur sú .7 fyrirhyggja hljft þeim við von brigðum, því að óneitanlega kallast það engin stórsókn, þótt rúmir 30 komi á „byggða þinfi“ á Selfossi þegar Ingólf ur messar. Ef sú fundarsókn, er mælikvarðinn, scm Morgun blaðið á við má segja, að litlu verði Vöggur feginn. Frystihús, sem ber sig Að undanförnu hefur verið mjög rætt um fjárhagsvand ræði fiskfrystihúsanna og gild rök verið færð að því, að rekstr argrundvöllur þeirra væri gcr samlega brostinn. Bæri það helzt til, að kostnaður vegna óðaverðbólgu ríkisstjórnar- innar, hefði vaxið svo ofsa- lega síðustu misseri, láns- fjárkreppan væri hatrammari en nokkru sinni fyrr, og loks væri vöntun á hráefni, bol- fiski, vegna minnkandi út gerðar á þorskveiðar og upp gjafar togaranna. Allmörg og stór frystihús hafa þegar lok- að og sagt upp starfsfólki. En hæðnir menn segja, að eitt frystihús í landinu biómstri þrátt fyrir allt. Það sé frysti hús Seðlabankans. Þar háir ekki lánakreppa, okurvextir né hráefnislcysi, enda er „hrá efnið“ fengið með lögboði og b handhægari veiðum cn stunda ií verður á sjó. Útgerðarbátar 't þess frystihúss eru viðskipta- bankar þjóðarinnar spari- sjóðir og innlánsdeildir kaup félaga. Þeir eru skyldir að Ieggja vænan hluta afia síns í þetta frystihús. Þetta kalla þeir skatta- lækkun Dagur á Akureyri sagði ný- lega: „Halldór E- Sigurðsson reikn aði það út í fjárlagaumræðun- um, að samkvæmt nýja fjárlaga frumvarpinu myndi Magnús Jónsson innheimta álíka mik- ið fé í ríkissjóð á einu ári og Eysteinn Jónsson hefði inn heimt samtals á 9 árum (1950 —1958) samkv. fjárlögum á þeim tíma. Þetta kalla Sjálf- stæðismenn og förunautar þeirra skattalækkun." Strand í logni Dagur segir ennfremur: „Oft er talað um „Þjóðarskút una“ og hvernig lienni sé stjórn að. Þegar framleiðslan er lítil og verðlag óhagstætt á heim=- markaðinum þykir eðlilegt, að Þjóðarskútan láti illa í sjó og þá reynir á skipstjórnarmenn. En nú er Þjóðarskútan strönd Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.