Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. nóvember 1966
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Iþróttir
í Islenzku
sjónvarpi
' Þótt íslenzka sjónvarpið sé
enn á tilraunastigi, er þeSar
Ijóst, að íþróttir muni skipa
veglegan sess í dagskránni, og
þarf það ekki að koma nein-
um á óvart, því að lýsing frá
íþróttamótum er mjög vinsælt
sjónvarpsefni. Nú þegar hafa
verið sýndar nokkrar knatt-
spymukvikmyndir, og hafa þær
yfirleitt verið góðar, en þó hef
ur komið frarn gagnrýni vegna
útsendinganna- Bcr þar fyrst
að nefna, að flestum þykir út
sendingatíminn óheppilegur þ.
e. klukkan hálf sjö. Margir hafa
ekki lokið vinnu á þessum tíma
og hafa kvartað yfir því, að
þeir missi af stórum hluta út-
sendingarinnar. í þessu sam-
bandi hefur verið réttilega bent
á, að laugardagseftirmiðdagar
séu heppilegri tími, og er ekk
ert líklegra en að sjónvarpið
breyti tímannm, þegar það
hefur útsendingar fleiri daga
vikunnar.
f annan stað hefur komið
fram gagnrýni á íþróltaþul
sjónvarpsins, sem mörgum
fhmst „mala“ of mikið í út
sendingu knattspymukvik
mynda. Hér er á ferðinni við
kvæmt mál og sennilega skipt
ar skoðanir um það. Sá, sem
þessar línur skrifar, hefur séð
íþróttaútsendingar hjá erlend
um sjónvarpsstöðvum einkuin
þar sem knattspyrna hefur ver
ið ofarlega á baugi, bæði á
Bretlandseyjum og Norður-
löndum. í Bretlandi eru íþrótia
þulir sjónvarps og litvarps
mjög færir, enda skólaðir sér
staklega fyrir störf sín. Þessir
brezku þulir, sem segja má, að
séu þcir beztu í heiminum á
þessu sviði, tala yfirleitt mikið
með sjónvarpsútsendingum. En
þeir lýsa ekki beint gangi leiks
ins, t. d. knötturinn fór út fyr
ir hliðarlínu, Englcndingar eiga
.innkast, o. s. frv- heldur útskýra
leikina. I þessu kemur fram
mismunur á sjónvarpi og út-
varpi. Þegar um sjónvarp er að
ræða, sér áhorfandinn með eig
in augum, hvcrnig leikurinn
gengur fyrir sig, í einföldustu
atriðum — liann sér það og
það þarf ekki að segja honum
það — en það er ekki víst, að
hann skilji eðli hans. Og í þessu
atriði þarf sjónvarpsþulurinn
að koma til hjálpar, — útskýra
leikinn. Þulurinn þarf að geta
útskýrt fyrir sjónvarpsáhorf-
endum, t.d. hvaða leikaðferðir
Sjónvarpið færir íþróttamót inn í heimahús.
liðinn leika, og láta í Ijósi per
sónulegar skoðanir á ýmsurn
atriðum. Ilin bcina lýsing á að
eins að vera veikur undirtónn.
f útvarpslýsingu cr þetta í
mörgum tilfcllum þveröfugt. Þá
sjá menn ekki lcikinn fyrir
framan sig, — og þá vcrður hin
einfalda lýsing nauðsynleg, t-d.
knötturinn lirökk af NN og það
er hornspyrna.
Ef íþróttasjónvarpsþulir á
Bretlandseyjum og Norðurlönd
um eru bornir saman, kemur
fljótt í Ijós, hve miklir yfir-
burðamenn þcir fyrrnefndu,
eru. Það hafa ísl. sjónvarps-
áhorfendur getað dæmt um með
því að bera saman lýsinSar
brezku þulanna í útsendingunni
frá leik Sovétríkjúnna og Port
úgal, — og hins vegar lýsing
ar danska þulsins í leiknuin,
sem sýndur var í fyrrakvöld,
Svíþjóð — Danmörk. Og þá er
koniið að spurningunni: Hvern
ig er ísl. íþróttaþulurinn? Á
þessu stigi finnst mér persónu
lega of snemmt að dæma um
hæfni hans, ísl. sjónvarpið er
jú á tilraunastigi og hann,
eins og annað ísl. sjónvarps-
fólk, þarf tíma til að átta sig
á hlutunum. En ef ég mætti
ráða, myndi ég kjósa, að var-
lega væri af stað farið í byrj-
un og ekki talað of mikið með
útsendingum og smáútskýring
ar annað kastið látnar nægja.
Á þessu stigi er ekki ástæða
til að fjölyrða meira um ísl.
sjónvarpið, en eitt er víst, að
allir iþróttaáhugamenn fagna
því, hve íþróttum er gefið mik
ið rúm j því. — alf.
Ágúst Ögmundsson, einn af landsliðsmönnum VALS I handknattleik, sést hér í skotfæri á móti Þrótti í Reykja-
víkurmótinu. VALS-liðinu hefur ekki gengið of veH byrjun og átti t. d. í erfiðleikum með Þrótt og tapaði
fyrlr KR. (Tímamynd Róbert).
Landsleik við Noreg aflýst
Alf-Reykjavík, — Blaðaíulltrúi
Handknattlelkssambands íslands,
Axel Sigurðsson, skýrði blaðinu frá
því í gærkvöldi, að landsleiknum
íslaiul — Noregur, sem fram átti
að fara í Osló 4. desember n. k.,
hafi verið aflýst.
| Ástæðan er sú, að um gagnkvæm
' skipti var að ræða þ. e. að áætlað
var að Nonnenn léku hér á næsta
ári ,en vegna slæmrar fjárhagsaf
komu, treysta þeir sér ekki til að
standa við þann lið. Hefur lands
leiknum í Osló því verið aflýst.
Stjóm HSÍ hefur þess í stað nú
snúið sér til Vestur-Þýzkalands og
athugað mögulcika á landsleikjum
við V-Þjóðverja. Er möguíeiki á
þvi, að þcir geti komið hingað síð
ast í þessum mánuði, en þá verða
þeir í keppnisför um Norðurlöml.
Endanleg ákvörðun í máiinu verð
ur væntanlega tekin í dag.
UMFI skorar á Alþingi
og ríkisst jórn að hækka
framlög til íþróttasjóðs
Sambandsráðsfundur Ung-
mennafélags íslands var haldinn
á Sauðárkróki 25. september sl.
Mörg mál voru tekin fyrir á fund
inum og ýmsar ályktanir Serðar.
M.a. var skorað á ríkisstjórnina og
Alþingi að hækka framlag til íþr,-
sjóðs, þannig, að áætluð vangold-
in þátttaka sjóðsins greiðist að
fullu næstu 4—5 árin.
Þá beindi fundurinn þeirri ein
dregnu áskorun til rikisstjórn-
arínnar og Alþingis að stuðlað
verði að því, að framkvæmdum
við byggingar fþróbtakennara-
skólans að Laugarvatni verði hrað
að, svo að skólanum verði hið
fyrsta gert mögulegt að veita
skólavist þeim, er þar vilja stunda
nám, enda taldi fundurinn að
skortur á íþróttakennurum og
leiðbeinendum á sviði félagsmála
standi frjálsu starfi út um landið
mjög fyrir þrifuni.
Á sambandsfundinum var geng-
ið frá reglum fyrir næsta lands-
mót, sem háð verður 1968.
Þátttökutilkynning-
ar í íslandsmót
Þátttökutilkynningar fyrir fs-
landsmótið í handknattleik þurfa
að hafa borizt til Handknatt-
leiksráðs Reykjavíkur, c/o
fþróttamiðstöðinni í Laugardal,
fyrir 20. nóvember n.k.
(HKRR)
STUTTAR
FRÉTTIR
Aðalfundur knatt-
spyrnudeildar Vals
Aðalfundur Knattspyrnu-
deildar Vals verður haldinn í fé-
lagsheimili Vals að Hlíðare.nda
mánudaginn 21. nóvember n.k.
Hefst fundurinn klukkan 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf. Vals
menn eru hvattir til að fjölmenna
á fundinn.
★ Spánn sigraði Frakkland
með 4:1 í knattspymulandsleik,
sem var liður í Evrópnkeppni
landsliða áhugamanna. f hálf
leik var staðan 2:0.
★ f fyrrakv. sigraði Liverpool
Burnley með 2:0 í 1. deild á
Englandi og á Skotlandi sigraði
Rangers Kilmarnock með 3:0.
★ f Evrópubikarkeppni bikar|
hafa sigraði Real Zaragossa
ensku bikarmeistarana Evervon
með 2:0. Eins og kunnugt er,
sló Everton danska liðið AB út
í fyrstu umferð keppninnar.