Tíminn - 15.11.1966, Qupperneq 8
I
I
!
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 15. nóvember 1966
Forhlið Hvanneyrar séð neðan frá engjunum. Lengst tll vinstri er fjósið, þá kirkjan, ibúðarhús og mötuneyti og lengst til hægri er skóla-
húsið og heimavistin. (Tímamyndir Kári)
TÍMINN HEIMSÆKIR HVANNEYRI. - I. GREBN
IGÞ-Borgamesi, íinnntudag.
Ýtar buðu Grund við Grýtu
Gnúpufell og Möðruvelli,
en ábóti vill ekki láta
aðalból nema fylgi Hólar.
Það er auð’heyrt á þessari
vísu Jóns Arasonar að hinn
veraldlegarvísa biskup hefur
ebki grunað hivað yrði úr
Hvanneyri, annars hefði han.n
eflaust einnig krafizt þess stað
ar fyrir Grýtu sína. Nú eru
skólamir á Hvanneyri og á
Hólum forustustofnanir um
verkmenntun bændastéttar
landsins. Hvanneyri hefur ris-
ið upp í skjóli borgfizkra og
sunnlenzkra bænda, og á frægð
sína að þakka menntunarstarf
inu, sem þar hefur verið haft
um hönd síðan árið 1889 undir
handleiðslu hinna mætustu
manna og brautryðjenda í
búnaðarháttum. Sömu sögu er
að segja frá Hólum hvað bún-
aðarmálin snertir, þótt staður-
inn hafi allt tíð átt frægð
sína frekar að rekja til geist-
legra manna. Sagan hafði ein-
faldlega ekki svipt huliðshjáhni
sínum af Hvanneyri, þegar
biskupinn orti vísu sína um að-
albólið og „kotrassana."
Stafnar horfa við Hvitá.
Hvanneyri er reisulegri staður
en margur skyldi halda séð frá
þjóðveginum. Okkur, sem erum
vön því að framhliðar húsa snúi
að götum, finnst eins og við
séum að koma að staðnum bak-
dyramegin, þegar ekið er veg-
inn heim á staðinn. En fljót-
lega sést að þeir sem reistu
Hvanneyri, byggðu hana eins
og hentaði landsfeginu, og það
er ekki fyrr en komið er niður
á engið niður við Hvítá, sem
staðurinn fær fulla reisn. Þá
horfa við manni hinar þrifa-
legu byggingar og kirkjan mitt
á meðal þeirra ofan af hól-
bungunni. Og það er vel þess
virði að hafa fyrir því að virða
staðinn fyrir sér frá þessari
hlið. Nú er verið að reisa ný
sambyggð skólahús, gerð eftir
sérlegu úrvali teikninga. Þess-
ai byggingar verða tilkomu-
miklar að sjá af engjum, en
þær horfa líka við veginum,
svo enginn þarf að leggja á
sig krók til að sjá hversu hér er
reisulega byggt.
Guðmundur Jónsson, skóla-
stjóri tók þessum atJhugasemd-
um okikar vel, þegar við heim-
sóttum hann j dag, og sagði
að ekki hefði verið því til að
dreifa, að leiðir manna hefðu
legið undir hólnum, þar sem
húsin standa, heldur hefði sýni
lega verið byggt samkvæmt
þeirri gömlu og góðu venju,
að láta stafna horfa fram af
brekkunni. En auðvitað horfir
skólinn aðeins fram á veginn.
Síðan á árinu 1947 hefur verið
starfræbt framhaldsdeild við
Hvanneyrarskóla, sem útskrif-
ar búfræðikandidata eftir
þriggja óra nám, og síðastliðin
ellefu ár hafa farið fram ítar-
legar jarðvegs- og gróðurrann-
sóknir á staðnum. í þessu
sem ýmsu öðru er stefnt að
því að gera Hvanneyri að land
búnaðarháskóla- Tilkoma nýrr-
ar stólrbyggingax á staðnum
mun stórum auðvelda þessa þró
un á næstu timum.
7 nemendur — 7 kennarar.
Guðmundur skólastjóri bauð
að ganga með okkur blaða-
mönnum Tímans um skólann
og sýna okkur staðinn. Fyrst
lögðum við leið okkar í fram-
haldsdeildina, þar sem sjö nem
endur eru við nám í vetur.
Við spurðum Guðmund hvort
búfræðikandídatar, sem útskrif
aðir eru úr framhaldsdeild hjá
honum nytu sömu starfsaðstöðu
og búfræðikandídatar sem út-
skrifast erlendis.
— Ég vildi nú segja það,
sagði Guðmundur. — Við erum
nýbúnir að fá námstímann i
þessari deild lengdan úr tveim-
ur vetrum og upp j þrjá vetur.
Hér er því orðið um meira nám
að ræða en áður var.
— Útskrifizt þið héðan í
vor?, spurðum við nemendurna
sjö í framhaldsdeildinni.
— Nei, næsta vor, var svar-
að. — Þetta er þriggja ára nám
ef við höfum stúdentspróf þeg-
ar við byrjum í deildinni. Að
öðrum kosti verðum við áð
vera eitt ár í Kennaraskólar,-
um við nám í tungumálum og
stærðfræði áður en við komum
hingað. Auk þess komumst við
ekki í þessa deild nema hafa
lokið búfræðiprófi með 1. ein
kunn.
— Þið eruð þá einskonar úr-
val?
Þessi spurning mætti einung
is brosi í deildinni. Og svo
snerum við okkur að einu stúlk
unni sem þarna er en hún
heitir Áslaug Harðardóttir.
— Ætlar þú að leggja fyrir
þig rannsóknarstörf?
— Já.
— Og þú kannt vel við þig
í þessum karlaskóla?
Áslaug svaraði þessu engu
Hún bara hló svolítið að okkur
og Guðmundur skólastjóri
skau.t inn í, að honum fyndist
að hún hugsaði meira um námið
heldur en piltarnir.
— Hvað kenna margir við
framhaldsdeildina, Guðmund
ur?
— Þeir eru sjö, sem kenna
við deildkna í vetur. Tala kenn
ara er misjöfn eftir því hvað
er kennt. Fyrsta veturinn
kennum við aðallega efnafræði,
eðlisfræði og lífeðlisfræði.
í vetur kennum við einkum
jarðræktarfræði og erfðafræði,
þannig að við skiptum nokk-
uð um kennara. Þessir kennar-
ar kenna líka við bændaskól-
ann.
— Sjö nemendur — sjö
kennarar, það er gott hlutfall?
— Það má segja það, sagði
Guðmundur. — Sums staðar
erlendis eru uppundir tvö
hundmð manns { sams konar
skóla.
— Og hver er nú me»ai-
aldurinn á ykkur?
— Ætli hann sé ekbi svona
tuttugu og eitt eða tuttugu og
tvö ár, segir einn glöggur nem
andi, sem við vorum að trufla
þarna í tímanum hans. Eftir
að hafa kvatt Svein Hallgrímss.
búfjárræktarfræðing og nem-
endur hans með virktum og
beðið afsökunar á ónæðinu,
fylgdum við Guðmundi skóla-
stjóra eftir yfir í efri deild
bændaskólans. Efri deildin var
líka í tíma, og átti eftir fjórar
mínútur í frímínútur þegar
við komum. Þrjátíu og sjö
nemendur eru j efri deild í
vetur.
Seytján heldur á lofti.
Þegar við spurðum nemend-
ur hve margir af þeim ætluðu
í framhaldsnám, réttu þrír upp
hönd í fyrstu, og var eins
og nokkurt hik á þeim. En
þegar því var lýst yfir að þetta
væri bara privait fyrir Tímann,
og kennarinn, sem var Gunnar
Bjarnason, hafði sagt þeim að
þetta væri ebkert bindandi,
ujðu þeir fimm í allt, sem
lýstu því með handaupprétt-
ingu að þeir ætluðu að halda
áfram.
— Og þið getið tekið við
þessari aukningu — fímm á
vetri, Guðmundur?
Skólastjórinn svaraði því ját
andi og benti á að húsrýmið
ykist þegar nýja byggingin
kæmi í gagnið.
Þegar nemendur voru spurð-
ir að því hvað væri þess vaid-
andi að þeir leggðu fyrir sig
búfræðinám, svaraði einn á
fremsta befck því til, að
kannski væri það aðallega
vegna þess að menn yrðu að
læra eitthvað til að þykja
gjaldgengir nú til dags. Gunn-
ar Bjarnason bað nú þá nem-
endur að rétta upp höndina,
sem ætluðu að leggja fyrir sig
búskap að námi loknu. Seytján
hendur voru strax á lofti.
Seinna kom á daginn, að þarna
í efri deild voru fjórir nem-
endanna úr kaupstað.
Eineggja tvíburar og pólitík.
Meðan á þessari könnun
stóð hafði einn nemendanna
staðið uppi við töflu hjá Gunn
ari og þegar við snerum okkur
að honum og spurðum hverju
hann hefði verið að svara,
sagði hann að Gunnar hefði
verið að spyrja sig út úr f
erfðafræði. Við sáum ekki hvort
hann var feginn að við skyld-
um koma inn og trufla yfir-
heyrsluna og kannsiki hefur
Guðmundur Jónsson skólastjóri á skrifstofu sinni.