Tíminn - 15.11.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.11.1966, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. nóvember 1966 TÍIVIIWN hann kunnað allt sem hann þurfti í fræðunum. En eftir þessar upplýsingar fórum við að skilja betur hvað teikning- arnar á töflunni þýddu. Þetta sem okkur 'hafði sýnzt í fyrstu vera eins og endamikill blóð- mörskeppur úr Siáturfélaginu reyndist vera fruma um það bil að skipta sér. Og útflúruð tóbaksponta til hliðar var þá bara litningur, þegar betur var að gáð. En efst uppi á töfl- unni voru tvær baunir, svo sem ekki fyrirferðamiklar, en þær reyndust þá vera undirstaða umræðna um það hvort menn gætu orðið til við kynlausa æxlun. Þótt við létum í ljós efasemdir um að mannfræði og búfræði væri ein og sama fræðin, var því ekki anzað, en okkur bent vinsamlega á það, að egg gætu frjóvgast í spen- dýri með þeim árangri að fyrista ok-fruman klofnaði og aðskildist. Úr því gætu orðið Pétur og Jón, en ekki Pétur og Guðrún, vegna þess að ein- eggja tvíburar em alltaf sama kyns. Það var þetta sem þeir voru að ræða um í efri deild- inni fjórum mínútum fyrir frí- mínútumar. Og síðan var bætt við: Ein- eggja tvíburar eru sami ein- staklingurinn lífeðlislega séð. En pólitískt séð geta þeir ver- ið tveir. Sem sagt: það er gott að vita þetta fyrir væntanlegar kosningar. — Og varst þú að svara upp á þetta, spurðum við nemand- ann, sem enn stóð við töfluna. — Nei, sagði hann. — Þetta var nú svona utan við kennsl- una. Svipir Hannesar og Einars. Þegar við komum út úr skól- anum, 'hittum við piit í bláum leikfimifötum. Hann kvaðst heita Hákon Bjarnason og vera nítján ára gamall og vera í yngri deild. Hann var að koma úr leikfimi, en leikfimitímar eru annan hvorn öag. — Ertu úr sveit? — Já, ég er frá Kjalvarax- stöðum, sagði Hákon, og sagð- ist aðspurður búast við að snúa sér að búskap. Hann sagðist hafa gaman af hestum og sauð- fé. Hann á eim. iestst núna og ætlar að eignast fleiri, þegar tímar og ráð koma. Við kvödd- um Hákon og gengum með Guðmundi skólastjóra inn í garðinn, þar sem þrjár brjóst- myndir standa af fyrrverandi skólastjórum. Andlitin bera svip af þeim Hannesi Hafstein og Einari Benediktssyni og kannski hafa allir íslendingar verið svona höfðinglegir upp úr aldamótunum.Brjóstmyndim ar eru af þeim Halldóri Vil- hjálmssyni, Hirti Snorrasyni og Runólfi Sveinssyni, sem var skólastjóri næstur á undan Guðmundi, eða til 1947, að hann tók við. Guðmundur sagði að í þennan hóp vantaði stytt- una af fyrsta skólastjóranum Sveini Sveinssyni. Hún væri komin en það væri eftir að setja hana upp. Það verður væntanlega gert að vori. — Og þessi garður endar með því að vera fullur af stytt- um? — Það er mjög vafasamt, sagði Guðmundur. — Bæði er, að enginn veit hvaða áhuga menn hafa á styttum í framtíðinni og svo hitt, að al- veg eins mætti búast við að þær yrðu þá settar upp suður við nýju bygginguna. — Hvað verður gert með gömlu byggingamar, þegar flutt verður i nýja húsið? — Við munum nota þær fyr- ir búið, sagði Guðmundur. — Otkkur vantar eiginlega hús- næði fyrir búsfólkið. Einnig get ég hugsað mér að húsnæð- ið verði notað fyrir búnaðar- námskeið, sem ofcbur vantar alveg pláss fyrir í dag. — Hvað er búið stórt? — Við erum nú heldur að minmka það. En við höfum núna á fjórða hundrað fjár og einar fimmtíu kýr. — Og fjölda af hestum? — Nei, fátt af hestum. — Og nemendumir umgang ast þetta bú eins og heima- menn? — Já, hluti af kennslunni er að kenna þeim að dæma gripi. Þú heyrðir að Gunnar sagði áðan, að hann ætlaði með pilta sína í fjósið. Hann kennir þeim að dæma kýr, og svo læra þeir að dæma sauðfé og hesta. — En læra þeir ekki hirð- ingu? — Það er nú ekki mikið um það. Þeir læra svoHtið mjaltir. Til þess að kenna þeim þá grein fáum við Jóhannes Eiríks son, ráðunaut. En þeir læra fyrst og fremst um byggingu gripanna. 145 metra langur gangur. En það er fleira haft um hönd á Hvanneyri þessa dag- ana en kennsla. Þar er nú fyrsti áfangi stórhýsis í smíð- um, sem síðar á að geta tekið við allri starfsemi skólans. Þeg ar við komum þangað í dag voru fimm menn við vinnu, allir úr Borgarfirðinum, ásamt byggingarmeistaranum, Sigur- geiri Ingimarssyni, sem er úr Borgarnesi. Búið er að leggja drög að vegi, sem á að Uggja beint heim að húsinu, ofan við gamla skólasetrið. Norðan við nýja skólann og austan við veg inn heim að honum á síðan að koma nýtt íbúðarhverfi, og hefur það þegar verið skipu- lagt. Reiknað er með að hluti af nýju byggingunni verði tek- inn í notkun næsta haust, og verður þar heimavist fyrir nem endur, enda er fyrsiti hluti bygg ingarinnar ætlaður sem heima- vist í framtíðimni. Þar eiga nemendur að búa á tveimur hæðum, en í kjaliara verða böð og geymslur fyrir nemendur og skólann. Byrjað var á byggingunni í fyrravor. Það sem hefur verið tekið fyrir nú er um 800 fer metrar. Teikninguna gerðu Sig urjón Sveinsson og Þorvaldur Kristmundsson, en efnt var til samkeppni og sérstök verðtaun veitt, sem þeir hrepptu. Og þarna er bygging að rísa sem á ekki einungis eftir að verða mtð myndarlegra s kólahúsnæði, heldur hið ágætasta sumar- hótel. En til marks um stór- huginn í þessum byggingar framkvæmdum á Hvanneyri og hversu mikið hús hér er um að ræða uppkomið, má geta þess að gangurinn, sem tengir sam an þær byggingar, sem liggja frá norðri til suðurs verður 145 metrar. En tengdar þessum gangi verða skrifstofur og kennslustofur auk samkomusai ar og leikfimihúss. Kom að Hvanneyri 1928. Seinna, þegar við höfðum far ið víða um staðinn í fylgd Guðmundar Jónssonar, skóla- stjóra, settumst við inn i stofu til hans, til að spyrjast fyrir um starf hans við skólann og sögu skóíans, sem hann er þaulkunnugur, enda skrifaði hann myndariegt og fróðlegt rit um Hvanneyrarskólann, þeg ar skólinn varð fimmtíu ára. — Hvenær komstu til Hvann eyrar, Guðmundur? — Ég gerðist kennari hér árið 1928. Þá var Halidór Vilhjálmsson skólastjóri. Þá vorum við aðeins tveir kenn- ararnir, fyrir utan skólastjór- ann, Þórir Guðmundsson og ég. — Hefur skólinn teldð mikl um breytingum á þessum tíma? — Ja, hér eru sömu náms- greinar kenndar og var. Hins vegar er þekkingin alltaf að aukast, líka í búfræðinni, og við höfum alltaf reynt að fylgj ast með tímanum. Aðalbreyt- ingin í skólanum er náttúrlega framhaldsdeildin. Hún er fyrsti vísirinn að æðra búnaðarnámi hér á landi- — Hvenær var stofnað til hennar? — Það var árið 1947, eða samtímis því að ég varð skóla- stjóri. í horf við tímann. — Og síðan hefur verið stefnt að því að auka fram- haldsnámið? — Við höfum unnið að því eftir beztu getu að Hvanneyri verði aðsetur æðri menntunar í búfræðum og einnig, að hér verði höfð um hönd rannsókn arstörf í vaxandi mæli. Við höfum lagt kapp á þetta. Nýja byggingin kemur til með að bæta alla aðstöðu. Við viljum að nemendur hafi hár góðan aðbúnað og við viljum ekki vera verr búnir sem -námsstofn un en þekkist annars staðar. Við þurfum bæði að tryggja að við lendum ekki aftur úr, og einnig að tryggja að við stefnum fram í horf við tím- ann. — Hefur ekki búnaðarfræðsl an tekið nokkrum stakkaskipt- um vegna aukinnar vélanotk- unar? vel með bví sem gerist á þeim vettvangi og við höfum reynt að bæta vélakennsluna á síð- ustu ámm. En vélakennsla hefur alltaf verið hér, meiri eða minni frá upphafi. Skólinn hefur reynt að vera heldur á undan hvað þetta snertir Hall- dór Vilhjálmsson var t.d. ákaf- lega mikið á- undan sinni sam- tíð hvað verkfæranotkun snerti. Og að mörgu leyti Uggur mest eftir Halldór hér á staðnum. Hann byggði flest þau hús sem hér eru. Björn í Grafarholti. — Geturðu sagt mér nokk uð um það, Guðmundur, hvers vegna Hvanneyri varð fyrir val inu sem staður fyrir bænda- skóla hér sunnanlainds? Jörðin var keypt af Birni Bjamarsyni í Grafarholti, sem var þá nýkominn frá Noregi og hafði áhuga á eflingu búfræðináms hér heima. Bjöm hafði keypt jörðina með það fyrir augum að sitja hér upp skóla. En honum tókst þetta ekki, enda voru menn í þá daga ekki bjartsýnir á að byrja nám, svo aðrir urðu til að stofna skólann á Hvanneyri. En Björn á mjög mikinn þátt í því hvernig þetta þróaðist, bæði hvað það snertir, að skól- inn var stofnsettur og einnig, að hann var staðsettur hér. Það voru Borgfirðingar sem höfðu forgöngu um stofnun skólans 1889 og höfðu að lok- um fengið til þess stuðning Suðuramtsins. Ríkið tók svo við rekstri skólans árið 1907 að mig minnir. 60 útskrifaðir úr framhalds- deild. — Þú ert náttúrlega búinn að útskrifa mikinn fjölda nem- enda? — Já, þeir eni orðnir anzi margir, sem ég hef kennt »g síðan útskrifað eftir að ég tók við skólastjórn. úr framhalds- deildinni höfum við útskrifað stóran hóp af ráðunautum. Ég held að einir tuttugu ráðunaut ar séu starfandi í dag með prófi úr framhaldsdeildinni, en í allt munum við hafa útsikrif að eina sextíu frá því deildin tók til starfa. Fyrir utan ráðu- neytisstörf hafa þessir nemend ur okkar snúið sér að tilrauna starfi eða kennslu. Sumir hafa horfið að búskap. Þeir munu vera eitthvað yfir tíu af þess- um hóp sem hafa orðið bænd- ur. — Vegnar þeim yfirleitt ekki vel við búskapinn? — Ekki veit ég annað. Við höfum engar athuganir gert á þvj hér, hvernig búfræðimennt aðir menn berast af við bú- skap, en erlendis hafa verið gerðar athuganir, sem sýna að þar búa þeir bezt sem eru bú- fræðingar. Þetta er ósköp eðli- legt. Það má segja að mest af því sem við kennum sé í sjálfu sér hagfræði. Það er hagfræði að vita hvernig maður á að bera á, hvemig á að ræsa jörð ina fram, og hvemig á að vinna hana, einnig hvernig á að Framhald á bls. 15. — Við þurfum að fylgjast Nemendur í Framhaldsdeildinni ásamt Sveini Hallgrímssyni búfjárræktarfræðingi og Guðmundi skóla- stjóra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.