Tíminn - 15.11.1966, Page 16
261. tbl. — Þriðjutfagur 15. nóvember 1966 — 50. árg
Laerbrotinn drengur frá Borðeyri í
12 TIMA A LEIÐ
í SJÚKRAHÚSIÐ
KJ—Reykjavík, mánudag.
Átta ára drengur lærhrotna'ði á
laugardaginn, á bænum að Borð
eyri við Hrútafjörð, er hestur sló
hann.
Drengurinn, sem heitir Sigurður
Kópavogur
Freyja félag Framsóknarkvenna
í Kópavogi heldur aðalfund sinn
fimmtudaginn 17. þ. m. í félags
heimilinu Neðstutröð 4, kl. 9. eh.
Nánar auglýst síðar. Stjórnin.
Framsóknarkonur
Félga Framsóknarkvenna í
Reykjavík heldur fund fimmtudag
inn 17. nóv. kl. 8,30 í íélagsheim
ilinu Tjamargötu 26. Dagskrá: 1.
Félagsmál, 2. Hrönn Aðalsteins
dóttir sálfræðingur flytur erindi
um sálfræði.
Sveinn Bjömsson
skrifstofustjóri
látinn
GIÞE-Reykjartdk, mánudag.
Sveinn G. Bjömsson skrifstofu
stjóri Póstþjónustunnar í Beykja-
vík lézt í gærmorgun á Landspát-
alianum eftir sjúkdómslegu. Hann
var fæddur 14. 7. 1897, getok í
Póstþjónustúna í Reykjavik 20.
marz og starfaði í þágu hennar
æ síðan, og gengdi þar mörgum
trúnaðarstörfum. Árið 1956 var
hann skipaður deildarstjóri Póst-
þjónustunnar, en um síðustu ára-
mót var hann skipaður skxifstofu-
stjóri. Um langt árabil gegndi
hann störfum póstmeistara í for-
föllum. Þá sat hann mörg ár í
stjórn Póstmannafélags íslands og
var lengi formaður. Hann sá að
mestu um útgáfu bókarinnar Bæj
artal á íslandi. Auk þessa starf-
aði Sveinn mjög að ýmsum félags-
málum, og var m.a. lengi forrnað-
ur Karlakórs Reykjavíkur. Sveinr.
var kvæntur Stefaníp Einarsdóttur
og lifir hún mann sinn ásamt
þremur börnum þeirra.
Ingvarisson, var fluttur á laugardag
inn til Hvaimmstanga, en læknir
inn þar taidi sér ekki fært að
gera að brotinu, sem var slæmt.
Var því það ráð tekið að flytja
hann til Reykjavíkur, en vegna
þess að ekki var flugveður varð
að flytja drenginn landleiðis. Búið
var um hann í sjúkrakörfu og bann
fluttur af stað með Skodabíl, en
flytja varð körfuina yfir 5 jeppa
yfir Holtavörðuheiði, og íveir aðr
ir jeppar fylgdu með til öryggis
þar sem biindhríð var á heiðinni.
Sjúkrabíll hafði komið frá Akra
nesi og upp í Fornahvamm, og í
honum var drengurinn fluttur
ásamt móður sinni til Reykjavíkur
en þangað var komið nm klukkan
hálf tíu í kærkvöldi. Var drengur
inn þá búinn að ferðast í sjúkra
körfu rúima þrjú hundruð kíló
metra og var á sunnudaginn sam
fleytt á ferðalagi í upp undir tólf
tfma.
Aðalfundur FUF í
Happdrættí Framsóknarflokksins
A Þoríátosmessu hinn 23. dcs’
emíber n.k. verður dregið um
glæsilega vinninga í happdrætti
seim Framsóknairflotok.urinn
cfnir til. Hafa miðar í happ-
drættinu þegar v-erið sendir til
umiboðsmanna um allt land.
Iíver miði kostar aðeins 50
krónur en verðmæti vinninga
er 585 þés. kr. Vinningarnir eru
eftirtald’ar þrjiár bifreiðar:
1. Scout 800 (Skáti)
2. Vauxhall Viva
3. Kadeifct KarAVan.
og eru allar af árgerð 1967.
Bifreiðarnar verða fyrst um
sinn til sýnis hjá Véladcild
SÍS- Ármúla 3, Reykjavík sem
hefur umboð fyrir þessar bif-
reiðategundir og veita upplýs-
ingar um þær ölum sem þess
óska. Nokkru áður en dregið
verður munu bifreiðarnar, ein
eða fleirí verða sýndar á ein-
hverjum góðum stað í miðborg
'Reylkjiavíikur, eins og nánar
verður auglýst og happdrætt-
ismiðar seldix þar. Aðal af-
greiðsla happdrættisins er að
Iíringbraut 30, á horni Tjarn-
argötu og Hringbraufcar, símar
12942 og 16066 og geta þeir
sem viija pantað miða í happ
drættinu, skrifað eða símað til
skrifstofunnar eða snúið sér til
næsta umboðsmanns. Þeir sem
fengið hafa miða senda heim
eru vinsamlega beðnir að gera
skil að Hríngbraut 30 við fyrstu
henitugleitoa og auðvclda með
því inniheiimtustarfið. Takmark
ið er að allir útgefnir miðar
í happdræfctinu seljist, er heit
ið á fiokksmenn og annað fram
sóknarfólk að vinna rösklega
svo það m egi tatoast.
W
* -
Keflavík.
verður haldinn í Tjarnarkaffi
í dag þriðjudag, og hefst
kl. 20.30. Dagskrá: 1. venjuieg
aðalfundarstörf. 2. ávarp flytur
Baldur Óskarsson, formaður SUF
Félagar fjölmennið. Stjórnin
Maðurínn ófundinn
KJ—Reykjavík, mánudag.
í allan gærdag og í dag hefur
verið leitað að Guðmundi Guð
mundssyni verkamanni á Stokks
eyrí en hans var saknað á aöfara
nótt sunnudagsins. Munú um
liundrað manns hafa leitaö Guð
mundar í gær, og í dag leituðu á
annað hundrað manns, auk þess
sem leitað var úr lofti allt frá
Eyrarbakka og austur að Þjórsá.
Leitarflokkarnir leituðu allt upp
undir Selfoss og allt í kring um
Stotokseyri. Guðmundur er 66 ára
að aldri, kvæntur og á eina dóttur
Leitinni verður haldið áfram í
morgun á landi, en ekki er ákveðið
með leit úr lofti.
ESfasw
MJOLKURSAMLÁGA DJUPA-
V0GIBRANN í FYRRINÓTT
ÞS-Djúpavogi, mánudag.
’ í nótt kom upp eldur í húsi
mjólkusamlags kaupfélagsins á
Djúpavogi og brann liúsið til
kaldra kola á tveimur og hálfum
tíma. Allt kapp var lagt á að
lorða því að einnjg kviknaði í
verzlunarliúsnæði kaupfélaSsins,
eftir að ljóst varð að ekki yrði
hægt að ríða niðurlögum eldsins.
Það voni menn sem vinna á
vöktum hjá síldarveriksmiðjunni,
sem urðu varir við reyk þegar
kluktouna vantaði kortér í fjöigur
í nótt, og skipti engum togum
að liitlu síðar stóð hús mjóltour-
samlagsin’s í björfcu báli. Fólk var
ræst út til að aðstoða við slökikvi-
starfið og var vatn leifct í slöng-
u-m frá frystihúsunum og síldar-
söltunarstöðinni, og allt kapp lagt
á að verja Kaupfélagið með því
að sprauta vatni á þá hlið hússins
er snérí að mjólkursa-mlaginu, en
á milli húsanna er um 8 m. Vind-
ur var fyrst hvass norðves-tan, en
snérist til vesturs og við það var
Blaðamenn
Fundur verður haldinn í Blaða
mannafclagi íslands miðvikudag
inn 16. nóvember n. k. og hefst
hann kl. 4 síðdegis.
Fundarefni: Nýir kjarasamning
ar. Fundarstaður nánar auglýstur
á morgun. — Stjórnin.
Kaupfélagið etoki i eins mikilli
hættu.
Mjálkursa’mlagið var gamalt
hús, m-estur hluti þess byggt árið
1789, en byggt við það fyrir fjór-
um árum. Mjólkursamlagið hefur
tekið á móti rúmlega 400 þúsund
lífcruim árlega af svæðinu frá
Lónsiheiði til Breiðdals, en á þess-
um tíma berst ekki mikið magn
til mjólkursamlagsiinis, þannig að
sú mjólk sem berst á næstunni
verður seld ógerilsneydd. Umfram
mjólk verður sennilega send til
Hornafjarðar, þegar mjólfeurmagn
ið eykst affcur.
Mjólkursamlagið var fcryggt fyr-
ir 1,4 milljón. Engar birgðir voru
í húsinu, en það litia sem eftir
er af óseldu smjöri var geymt
í frystihúsinu. Etoki er vitað hvað
olli brunanum, þar sem enginn
maður var í húsinu þegar eldurinn
kom upp. Hugsanlegt er að fcvikn-
að hafi í út frá olíufýringu, sem
er í sambandi við gufufcetil.
SÍLDARSJÓMENN-
IRNIR Á FUNDI
Á REYÐARFIRÐI
SJ—Reykjavík, mánudag.
Á morgun þriðjudag hafa síldar
sjómenn ráðgert að efna til fund
ar á Reyðarfirði til að ta-ka afstöðu
til hins nýja verðs á bræðslusíld,
en það á að lækka 15. þ. m. f
undirbúningsnefnd eiga sæti m. a.
2 skipstjórar og 2 hásetar.
RJÚPAN HÆKKAR í VERÐI
FB—Reykjavík, mánudag.
Lítið hefur veiðzt af rjúpu nú
í haust og eru áhrif rjúpnaleysisins
nú farín að segja til sín í rjúpna
verðinu. Til skamms tíma var
rjúpan seld á 45 krónur stykkið,
en eftir því sem blaðið frétti í
dag er verðið komið upp í 50 krón
ur í kjötverzlunum borgarinnar.Get
spakir menn telja að um jólaleytið
Lá í fönn í fjóra tíma!
GS-ísafirði, mánudag.
Sl. Iaugardag lentu tveir
menn í hrakningum á Botns-
heiði milli Súgandafjarðar og
ísafjarðar og lá annar mað-
inn í fönn í fjórar klukku-
stundir.
Aðdragandi þessa afcburðar
var sá, að um kl. 1.30 á laug-
ardag var Elías Sveinsson, leigu
bílstjóri á ísafirði, beðinn um
að sækja tvo menn hjá Aust-
mannsfalli á Dagverðardal.
Mennirnir ætluðu að koma
gangandi á móti honum frá
Sú-gandafirði, og höfðu þeir bíl
til að flytja sig upp undir
Botnsheiði, en vegurinn yfir
fjallið var ófæ-r bílum, því að
nokkur snjókoma hefur verið
þarna að undanförn.u
Elías beið eftir mönnunum
um klufckutíma, en þá kom
annað fólk frá Súgand-afirði,
sem hafði gengið yfir heiðina,
og sagði það Elíasi að menn
irnir tvéir hefðu að öllum
líkindum aldrei lagt af stað
frá Súgandafirði. Elías snérj
af-tur til ísafjarðar, en hringdi
til Suðureyrar til að grennsl-
ast um mennina, og fékk hann
þá þær fréttir, að annar þeirra
væri nú staddur í skýli Slysa-
varnarfélagsins á heiðinni, og
hefði hann hringt þaðan og
beðið um aðstoð, því að félagi
hans hefði gefizt upp á leið-
inni.
Elías brá skjótt við og fékk
annan leigubílstjóra, Hermann
Sigfússon, með sér, og náðu
þeir í skjði sín og léttan út-
búnað og hröðuðu ferð sinni
uppeftir. Þeir fundu manninn,
sem lá úti, og var hann þá
búinn að liggja í 1% tíma og
hafði misst annan skóinn. Þeir
hlúðu sem bezt að manninum
HYamnaio a z uðu
wa
fáist rjúpurnar ekki íyrír minna
en 100 kr. stykfeið. Byggja þeir
þessa spá sína á þeirri staðreynd
að síðast, þegar lítið var um rjúpu
komst hún upp í 75 krónur, en
verðbólgan hlýtur að koma fram í
rjúpnaverðinu eins og öðru, og
má því reikna með að hún verði
ca. 25 kr. dýrari í ár en þá var.
Illvirðiskast í sumar og ótiðin
í haust getur verið ein aðalors&k
þess að lítið hefur veiðzt af rjúpu
það sem af er veiðitímanum, en
einnig má gera ráð fyrir að rjúpna
stofninn sé nú að komast í lág
mark og er það skoðun reyndra
rjúpnaskytta, enda þótt svo hefði
etoki átt að verða fyrr en á næsta
ári samkvæmt útreikningum fræði
manna.
Aðalfundur Fram-
sóknarfél. Rvíkur
verður haldinn í Framsóknarhús-
inu við Fríkirkjuveg fimmtudag-
inn 17. nóvember og hefst kl.
20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðaL
fundarstörf. 2. Ávörp flytja alþing
ismennirnir Einar Ágústsson og
Þórarinn Þórarinsson. Stjómin.