Tíminn - 16.11.1966, Qupperneq 12

Tíminn - 16.11.1966, Qupperneq 12
12 Margrét Lárusdóttir „Sæll er^sá, er gefur gaum bág- stöddum, á mæðudeginum bjargar drottinn honum.“ Þessi orð hinnar helgu bókar komu mér í hug þá er hring var til mín vegna andláts kærrar föð- ursystur, Margrétar Lárusdóttur. Um hana á ég aðeins hugljúfar minnlnigar. Margré't var kona- glöð í lund og fagnaði með fagn- endum, — en hún gleymdi aldrei þeim, er varhluta fóru af heims- ins gæðum, og í húsi hennar fann. ég ávallt hina smæstu bræður og systur við borð, þiggjandi mat og yl. Oft hef ég hugleitt betta og komizt að þvi, að hún var ríkari af kærieikn en margur annar, er lífinu þjónar. Hún þráði líka sam úð í fyllri mæli en aðrir. ÁÚt fékk hún þetta endurgoldið í sambúð við elskaða dóttur, Ólöfu, sem á allan hátt hefur erft hiö sama kærleiksríka hjartalag. Ólöf brást móður sinni aldrei, og dvald ist Margrét hin síðari árin á heim ili hennar og ástrfks tengdasonai’, þar til það var ekki á annarra færi en lækna að stunda hana. Dag hvern mætti hún við rúm hennar á sjúkrahúsinu, brosandi og færandi blómi og huggur., en föðursystir mín var kona, er unni fegurð o g hreinlæti. Jafnan var gott til hennar að koma, ilmur um allt hús, blóm í vasa, dýrmæt listaverk, hvert sem litið var. Þau kunni hún að meta og unni þeim — en þau voru flest góðar gjafir til manns hennar fyrir frábær störf. Á unga aldri g'ékk hún að eiga Guðmund Guðfinnsson lækni. Sett ust þau að um árabil í Rangár- vallasýslu. Þau gerðu þar garðinn frægan, hann pllum ógleymanleg- ur læknir, hún með yndislega heimilið, ávallt veitul og hlý. Bæði voru þau rík af velvild til héraðs- búa. Stórt bú ráku þau að Stór- ólfshvoli. Var þá frænka mín oft ein með hjúum sínum, er læknis ins var vitjað um hið víðlenda hérað. Þeim var hún innilega góð og nærgætin. Vildu þau öil vera sem lengst undir hennar verndar væng. Já, það voru svo sannar- lega margir, sem skriðu í skjól tii hennar, þá er þrek þeirra brast og þeir fundu, hve einlæg hún var í kærleikanum. Mér reyndist hún hin ógleymanlega vina og var bezt, þá er mest varðaði. Heim- sótti hún mig svo oft sem hún gat, þá orðin sjúk, er ég 'dvaldist um Skeið á Vífilsstaðalhæli. Voru það ætóð fagnaðarfundir. Ungri kenndi hún mér að fara mildum höndum um fagra hluti og virða snyrtimennsku í allri um gengni. Allt þetta þakka ég henni nú af einlægni. Lífið var henn gjöfult um margt. Hún söng ljóm andi vel, sat fallega gæðinga á' rangæskum grundum. Hún gekk aldrei fram hjá opinni und án þess að reyna að græða hana. Á vegi hennar urðu einnig þyrnar, en hún reyndi að gleyma þeim, var sátt við lífið. Föðursystir min ólst upp í stór- um systkinahópi á stórbrotnu heimili foreldra sinna, Guðrúnar Þórðardóttur og Lárusar Pálsson- ar hómópata. Var ætíð góð vin- átta með systkinunum, og öll unnu þau Margréti einlæglega Sjálf varð Margrét okkur frænd systkinunum ógleymanlegur per- sónuleiki. En nú eru þáttasikil. Eftir margra ára fjarveru murr. jarðneskar leifar hennar hverfa I skaut hins yndislega rangæska héraös við hlið mannsins. sem hún uani, en hann hafði dáið um aldur fram. í liíanda lífi áskaði Guðmundur eftir því að mega að síðustu hvíla að StórólfShvoli, því. að hugur hans var jafnan bundinn Rangárþingi, þó að leiðir lægju víðar hin síðari starfsár hans. Þakkir séu Rangæingum færðar f’TÍr umhyggju og virðingu fyrir | legstað hans. Eg kveð svo kæra föðursystur | með orðum hinnar helgu bpkar:! „Drottinn styður hann á sótt-1 arsænginni, þegar hann er sjúk-i ur, breytir þú beð hans í ' hválu! rúm.“ I Já Drottinn studdi Margréti í. margví^legum vanda á göngu líf^- ins, og nú eftir langa sjúkdóms-i þraut breytti hann beði hennar i í hvílurúm. Megi líkami hinnar stórbrotnu, kærleiksrjku konu þar næðis njóta, en sálin hverfa að skauti þess föður, er gaf henni að .sjá fegurð og gleði. Með þökk fyrir allt, Guðrún Jakobsdóttir Víkingavatni. Á VÍÐAVANGI Fhamhald af bis. 3- um inn í landhelgina væri að vinria tjón, sem kæmi þeim þó að engu haldi. Þurfum að stækka landhelgina Þorsteinn segir, að það sé „vandalaust“ að hleypa togurun um í landheigina. Það er ætíð vandalaust að glopra úr hönd um sér (m', sem unnizt hefur En við mat á þessu er rétt að benda á það, sem Þorsteinn seg ir sjálfur síðar í greininni: „Veiði þeirra 22 togara (ís lenzkra) sem nú stunrta veiðar við fsland, skipta litlu máli. Það, sem nú skiptir mestu máli fyrir viðhald fiskistofnsins við íslands, eru hinar miklu veiðar hundraða erlendra togara á ungfiski fyrir Norður- og Norð vesturlandj utan landhelgi. Fiskifræðingar hafa bent á hættuna, sem stafar af veiði þessa fik“. Þetta er riiergurinn málsins. Þessi staðreynd skipar okkur að hefjast handa um stækkun land helginnar enn og láta það ekki dragast. En ef við byi'jum þá sókn með því að hieypa okk ar Uigftriim nn inn í lanrthelg ina. er hætt vi? aíi seint sækist, þar sftni »ii! tiöfum með því slegið sjálfír i<« höndiim okkar gildustu frfflhmarröVIn. TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 1966 Forsætisráðherrann hét þjóð-! inni því fyrir nokkrum árum að vinna ósleitilega að s»tækkun landhelginnar og viðurkenn- ingu annarra þjóða á slíkri: stækkun. Einu „efndirrar“ á því Ioforði eru enn þær að lýsa nú yfir, að hann vilji hleypa togurunum inn í landhelgina.! Má hver sem vill hæla slíkum „efndum“. HVANNEYRI Framhald af bls. 9. deild skólans að vinna þar þau verkefni, sem þeir þurfa vegna framihaldsnáms síns í búfræði vísindum. Um tíu manns vinna við rann^óknir á Hvanneyri á sumrin, en á veturna vinnur ein stúlka að staðaldri í rannsókn | arstofunni sjálfri. Unnið er að’i ■ tímafrekum og umfangsmiklum úrlausnarefnum á veturna, og þegar okkur var sagt að nú væri verið að gera afchuganir a grasmjöli og spur.t var hvort það tæki langan tíma var svar ið: þetta tekur allt langan tíma. Og þegar sagt er að verið sé að ákvarða magnið af kalsíum, fosfor, magnesíum, eggjahvítu, natríum og kallum með þessum rannsóknum,á grasmjölinu, þá fá menn bara svima. En með þessum rannsóknum erl verið að finna út hvernig afstaða efnanna verkar innbyrðis með tilliti til næringargildis fóðurs ins. Og þarna hafið þið lesend ur góðir fengið sæmilega vís- indalega setningu til að glíma við. Að lokum spurðum við Magn ús hvað hann vildi segja um framtíðarverkefnin á Hvann- eyri? Guðmundi Böðv- urssyui svuruð Guðmundur Böðvarsson skáld ritar í Þjóðviljann s. 1. sunnudag grein, er hann nefnir „Fast mót aðar skoðanir“, þar sem hann veit ist m. a. allharkaleiga að greinar korni, sem birtist í Tímanum 30. fyrra mánaðar og fjallar um heim sókn 430 íslendinga til rússnesku borganna Odessa og Yalta. í grein sinni lætur skáldið að því liggja, að .frásagnarkona Tímans“ sé blinduð af pólitísku ofstæki og hafi stigið á rússneska gmmd með það eitt fyrir augum, að veita vatni á myllu íhaldsmanna og Rússahatara hér á landi. Mali sínu til staðfestingar bendir har.n á málsgrein í fyrrnefndum íerða pistli, þar sem segir, að Baldka farar flestir hafi komið til Sov étríkjanna með fastmótaðar skoð anir á ástandinu þar, og er hann ekki í vafa um hvers eðlis hmar fast mótuðu skoðanir „frásagnar konu Tímans" hafi verið. Ég ætla mér ails ekki að skýra hér frá hverjar skoðanir ég hafði mynd að mér um Sovétríkin, það nægir að láta þess getið að hér hefur skáldinu orðið hrapalleega á í messunni. , En hvað sem njínum skoðunum líður, ritaði ég greinina hvorki í því skyni að lasta sovézka skipu- lagið né leggja blessun mína yfir það, slfkt er vitaskuld algjör- lega út í hött eftir svona skamma viðdvöl. Ég skýri einungis frá því, sem bar fyrir augu ferða- mannsins og blaðamannsins þessa fáu daga, og hvort sem skáldinu líkar betur eða verr, dettur mér ekki í hug að bera til baka einn einasta staf þar af. Guðmundur gefur í skyn, að mín pólitíska starblinda hafi stjórnað svo mjög mínum skrif um, að þar sé varla gott orð að finna. Hann hlýtur þá sjálfur að vera haldinn einhvers konar star blindu, hann einblínir algjörlega á þær lélegu einkunnir, sem ég gef Sovétríkjunum og horfir framhjá öllu öðru. Ýmislegt í grein minni, svo sem óttinn við tolleftirlit o. fl. var ritað í því augnamiði að gera dálítið grín að hinni görnlu og mögnuðu Rússagrýlu, en þessi gamansemi mín hlýtur að vera afar léleg, a. m. k. hefur skáldið algjörlega misskilið hana. Ég viðurkenni að ég treysti mér alls ekki út í kappræður við Guðmund Böðvarsson um ástand.ð í Sovétríkjupum. Hann er mér miklu fróðarí maður og hefur auk þess dvalizt þar eystra um skeið Ef til vill hefur hann séð aðra Mið á hlutunum en við Baltikafai.' arnir. En ég má vera mjög stoit ,af því að svona gáfað og gofct skáld sem Guðmundur Böðvarsson skuli eyða í mig jafn miklu púðrí og raun ber vitni, enda þótt ég kysi auðvitað að það hefði verið af öðru tilefni. Guðrún Þ. Egilson. — Það' hefur verið unnið að og í gangi eru töluvert um ,faíigsmiklar jarðrEePietaritilrau'n ir, en til þess að þær komi að fullum notum, þyrfti jafnframt að vinna hér að búfjárræktar tilraunum, vegna þess að bú féð og gróðurinn myndar eina heild. Má kannski segja að þessi tvö verkefni séu fullmikið slit in í sundur í tilraunastarfsem inni hjá okkur. Þess vegna væri æskilpgt að fá búfjár- ræktarmenn til að taka við fóðrinu og rannsaka það á gripunum. Hér er um samskonar fyrir komulag að -ræða og er á at- hugunum með vélar og gróður og við minntumst á hér á und an. Það samspil eykur gildi rannsóknanna og auðveldar þær. * Æskilegt værí að þannig yrði einníg búið að rannsóknum á fóðri og fé í framtíðinni. SUÐUR-VIETNAM Framhald af bls. 5 Vietnamar líta svo á, að Ky þætti óhyggilegt að stilla ein- hverjum samstarfsmanna sinna í herforingjaklíkunni upp fyr iri framan skotmannasveit. Kona eins herforingjans er stundum nefnd „drottning umb unarinnar“. I BLÖÐ í Bandaríkjunum birta í alvöru fregnir um fyr irheitnar umbætur á|landyfirráð um, og embættismenn i Wash ington virðast leggja á þetta nokkurn trúnað. Eg hef oft furðað mig á, hvernig á þessu stæði, þar sem við loforðin er aldrei staðið, og ræðurnar, sem nú eru fluttar. eru að heita má nákvæmlega samhljóða ræðum sem einhver annar stjórnarleið togi.. flut.ti fyrir fjómm árum ■ eða svo. Ashimenn segja Banda ríkjamiinnum oft það, sem.eyru þeirra girnast helzt, að heyra, : og er það gert í aitrtngiöriiurn tilgangi. Vietnamar virðast sér lega gjarnir á þetta og koma bar sennilega til langvarandi kynni þeirra af Bandarítkja- mönnum. í apríl í vor sagði Ky forsætisráðherra við hóp blaða manna eitt sinn, er hann var ó- venjulega einlægur: „Trúið aldrei neinu, sem Vietnami seg ir ykkur, og er ég þar ekki undan skilinn". órinn talaði sveitamálýzku við bændurna í stað þess að tal» borgarmál, sem opinberir stanfif menn nota. „Þú ert þá elcki majór,“ sagðj einn bændanna undrandi. „Jú. það er ég,“ svaraði maj- órinn. „Nei, })ú ert það ekki“, sagði bóndi. „Þý talar eins og bóndi og bóndi getur ekki orðið maj- ór“. NÚVERANDI þjóðfélagshætt ir eru andsnúnir fátæklingun- um og koma í veg fyrir tilfærsl ur. Ættir mandarínanna standa gegn öllum breytingum, enda er ríkjandi skipan þeim í hag. Bandarífcjamenn hafa til dæm- is varið milljónum dollara til barnaskólabygginga í Vietnam en ekki hefur tekizt að koma fram neinum grundvallarbreyt ingum á skólakerfi Vietnam en heita má. að það tryggi, að nálega engir aðrir en synir hinna efnaðri öðlist Þá fram- haldsmenntun, sem þarf til frama í þjóðfélaginu, hvort heldur er í.hernum, opinberri þjónustu eða öðrum störfum. Að senda bóndason í barna- skóla og gera honum síðan ná- lega ókleift að öðlast fram- haldsmenntun eykur fremur á óánæg.iuna, en dregur ekki úr henni. Ýmislegt bendir til, að margir ungir Vietnamar af bændaættum gangi í Vietcong vegna þess, að kommúnistar geta helzt veitt þeim vonir um að losna úr neðsta þrepi bíóð- félagsstigans, þar sem þeir hófu göngu sína. Kommúnistar hafa, vegna eðlis byltingarinn- ar neyðzt til að velja sér for- ustulið meðal þeirra. sem aldir eru upp í sveitum. Vinur minn einn kom einu sinni til smáþorps í Suður-Viet nam í fylgd með majór, einum af þeim fáu yfiripönnum í hern nm. sem eru af almúgaættum, eil hafe hatírí t>' m»farl5a Ma.i SJÓNVARP Framhald af bls. 8 Gitte Henning, sem var hér á landi í sumar og er viðtalið tekið undir Festarfjalli við Grindavík. Hljómsveitin Hljórn ar og Logar leika fyrir okkur nokkur lög, og vert er að geta þess, að þátfcurinn með Logum er fyrsta upptakan er gerð var í upptökusal sjónvarpsins. Síðasti . dagskrárliður er ítalska kvikmyndin Umberco D. Hún er frá 1953 og mun vera mjög góð, enda er leikstjórí hinn nafntogaði Vittorio de Sica. f aðalhlutverkum eni likararnir Cario Battistó og Maria Pia Cassilio. Dagskrár- lok eru kl. 23.15. Kynnir dag skráríiða er Sigríður Ragna Sigurðardófctir. TÓNLEIKAR Framhald af bls. 8 ósvikin ballett-músík, sem ein sér missir sitt krydd, þegar augað verður afskipt. Góður samleikur og örugg stjórn, gerði samt sitt til að halda at hyglinni vakandi. — í Klassisku SL-fóníunni eftir Prokofieff dró stjóniandi Bohd an Wodiczko, vel fram „húmor inn með skýrt afmörkuðu hraðavaii skipuiegum iínum, en þó liíandi ílutningi. Bæði Kedra og Wodiezko var ve! fagnað af áheyrenrtum. ( lilililir y\ l .irrciiót.tir. / I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.